Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 19
hygðist á næstu vikum hitta erlenda fjárfesta til að kanna möguleika á slíkri fjármögnun. Aðstæður á er- lendum fjármagnsmörkuðum hafa verið mjög hagfelldar á síðustu mán- uðum og hefur ýmsum evrópskum bönkum – til að mynda írskum bönk- um – tekist að sækja sér lánsfé á góðum kjörum. Helmingur ekki tekið út sparnað Arion banki sótti sér 500 milljónir norskra króna, jafnvirði um 11 millj- arða króna, fyrir þremur mánuðum. Á það er bent í afkomutilkynningu Íslandsbankans að í febrúar síðast- liðnum hafi bankinn veitt um 20 þús- und skilvísum viðskiptavinum vaxta- endurgreiðslu fyrir samtals 2,5 milljarða króna sem voru lagðar inn á nýjan sparnaðarreikning sem var bundinn í 30 daga. Með þessu móti vildi bankinn hvetja viðskiptavini til sparnaðar. Birna Einarsdóttir vakti athygli á því á fundinum að þrátt fyrir að binditíminn sé nú liðinn þá sé tæpur helmingur endurgreiðslunnar enn á sparnaðarreikningi hjá bankanum. Morgunblaðið/Ómar Á lygnum sjó Afkoma Íslands- banka á fyrsta fjórðungi ársins var í takti við áætlanir bankans. Í takt við áætlanir » Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi var um 2,3 milljarðar króna á fyrsta fjórðungi og lækkaði um helming frá sama tíma fyrir ári. » Samtals nam hagnaður bankans eftir skatta 4,6 milljörðum á tímabilinu, samanborið við 5,6 millj- arða árið áður. » Tekist hefur að minnka kostnaðarhlutfall úr 57% í 51,8% á síðustu tólf mán- uðum. Rekstrarkostnaður fyrir utan laun og launa- tengd gjöld lækkaði um 15% að raunvirði á fjórð- ungnum. » Íslandsbanki greiðir um 2,1 milljarð króna í skatta og gjöld af rekstri sínum á fyrsta fjórðungi. » Eigið fé bankans nam 152 milljörðum í lok fyrsta fjórð- ungs og eiginfjárhlutfallið var 26,2% sem er langt yfir kröfum FME. Hér skiptir enska orðið „co- specialization“ sköpum. Það er mikilvægt að fyrirtækin reyni að gera ekki allt sjálf heldur einbeiti sér að því sem þau gera best. Það hefur í för með sér bætta framleiðni og að fyrirtækin leiti leiða til að bæta rekstur sinn og vöruna, og af því leiðir svo aukin samkeppn- ishæfni.“ - Klasar leiða því til enn frekari sérhæfingar fyrirtækja? „Já, hér er um að ræða sérhæfð samfélög og sérhæfð fyrirtæki inni í þessu samfélögum. Samfélag sem reynir að gera eitthvað af öllu mun ekki blómstra í dag, á tímum al- þjóðavæðingar. Fyrirtæki sem reyn- ir að gera eitthvað af öllu, er ekki líklegt til að ná miklum árangri. En til þess að fyrirtæki geti unnið náið saman, þurfa þau að treysta hvert öðru.“ - Hvað getum við á Íslandi gert betur til að byggja upp klasa? „Á Íslandi er minna um opinberan stuðning en t.d. í Noregi og Sví- þjóð.“ - Hvernig myndi klasasamfélagið njóta góðs af meiri opinberum stuðningi? „Klasastjórar gegna mikilvægu hlutverki. Það er einhver sem hefur þekkingu á fyrirtækjum klasans og veit til dæmis að eitt fyrirtæki er að vinna að svipuðu verkefni og annað innan klasans, t.d. að hefja sölu á Japansmarkaði. Þá geta þessi fyr- irtæki mögulega hjálpað hvort öðru. Þetta er einhver sem tengir fólk saman. Klasastjórinn er venjulega kostaður af hinu opinbera af því það er almannahagur.“ - Mörg fyrirtæki í klösum eru keppinautar. Er það vandamál? „Nei, stjórnendur þessara fyr- irtæki halda oft að þeir séu keppi- nautar en þegar þeir setjast niður og ræða saman, má sjá að það er grund- völlur fyrir samstarfi, t.d. við það að sameina krafta við flutning á vörum eða í innkaupum. Í Kísildalnum er mikið af keppi- nautum en þeir geta einnig tekið höndum saman og unnið að sameig- inlegu verkefni, t.d. þátttöku á sölu- sýningu. Það eru ýmsir fletir til sam- starfs sem ógna ekki sérstöðu fyrirtækjanna.“ Klasar í Aþenu til forna - Eru klasar víða um heim eða er þetta nokkuð nýtt af nálinni? „Þetta hefur verið að ryðja sér til rúms síðasta áratug eða tvo. En þetta er svo sem ekki ný hug- myndafræði. Hagfræðingar skrifuðu um mikilvægi sérhæfingar fyrir 200 árum. Klasar voru til fyrir 2.000 ár- um í Aþenu. Á markaðnum voru ávaxtasalarnir á einum stað, fisk- salar á öðrum og skartgripasalar á þeim þriðja.“ FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alls voru skráð 167 ný einkahluta- félög, flest í fjár- mála- og vátrygg- ingastarfsemi, í aprílmánuði. Til samanburðar voru 126 ný einkahluta- félög skráð í apríl í fyrra. Fyrstu 4 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 664, en það er rúmlega 13% aukning frá sama tíma í fyrra. 122 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl, samkvæmtHagstofu Íslands. 167 ný einkahlutafélög stofnuð og 122 gjaldþrota                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-.1 ++0-/+ ,+-//2 ,3-041 +0-1/, +,4-11 +-,3.2 +0/-/. +12-30 +,,-2, +0.-+ ++0-.. ,+-53+ ,3-2/. +0-10. +,4-2+ +-,+35 +0/-2+ +12-1/ ,+.-5132 +,/-,+ +0.-11 ++2-3+ ,+-5./ ,3-224 +0-.5 +,0-,4 +-,+/2 +05-5. +12-20 ● Vísitala framleiðsluverðs í apríl 2013 lækkaði um 5,9% frá mars 2013, sam- kvæmt því sem fram kemur á vef Hag- stofu Íslands í gær. Vísitala fram- leiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 242,4 stig, sem er lækkun um 4,3% (vísitöluá- hrif -1,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 210,1 stig, lækkaði um 10,9% (-3,7%). Vísitalan fyrir matvæli lækkaði um 0,1% og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 4,1% (-0,7%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innan- lands lækkaði um 1,0% (-0,2%) milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 7,4% (-5,7%). Miðað við apríl 2012 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 10,5% og verðvísitala sjávarafurða lækkað um 12,8%. Á sama tíma hefur verð á afurð- um stóriðju lækkað um 15,9% en mat- vælaverð hefur hækkað um 4,6%, að því er segir á vef Hagstofu Íslands. Verðlækkun á sjávarafurðum Morgunblaðið/RAX Verðlækkun Sjávarafurðir hafa fallið mikið í verði á undanförnu ári. „Nei, hún hefur engin áhrif á okkar starfsemi,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, að- spurður hvort sú ákvörðun matsfyrirtækisins Moody’s að færa lánshæfiseinkunn bandaríska álframleiðandans niður í ruslflokk hefði áhrif á rekstur fyrirtækisins á Ís- landi. Í samtali við Morgunblaðið segir Magnús að þetta „snerti fyrst og fremst fjármögnun á fram- kvæmdum og fjárfestingum. Alcoa er ekki að fjármagna framkvæmdir með lánsfé hérlendis. Við erum ekki með stór fjármögnunarverkefni á dagskránni og því hefur þetta ekki áhrif á starfsemi okkar.“ Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því í fyrradag að lánshæfisein- kunn Alcoa, sem er móðurfyrirtæki álversins á Reyðarfirði, hefði verið færð niður í ruslflokk. Lánshæfis- horfurnar eru metnar stöðugar. Lækkandi álverð á heimsmarkaði vegna offramboðs er helsta ástæða þess að lánshæfismatið var lækkað. Í framhaldi mun lántökukostnaður Alcoa hækka og erfiðara verður fyr- ir fyrirtækið að sækja sér fjármagn á markaði. Samtals nema skuldir Al- coa 8,6 milljörðum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá Alcoa er lýst vonbrigðum með ákvörðun Moody’s og segist félagið stefna að því að komast úr ruslflokknum hið fyrsta. Alcoa hyggst draga úr álframleiðslu í ár og á næsta ári. Álframleiðsla Bandaríski álrisinn Alcoa er móðurfélag álversins á Reyðarfirði. „Engin áhrif á okkar starfsemi“  Lánshæfismat Alcoa lækkað í ruslflokk Morgunblaðið/Þorvaldur Tveir klasar hafa formlega verið stofnaðir hér á landi og unnið er að stofnun þess þriðja. Þeirra þekktastur er Íslenski sjávarklasinn sem Þór Sigfússon fer fyrir. Í febrúar var jarðvarmaklasi stofnaður sem Hákon Gunnarsson stýrir og unnið er að undirbúningi að ferðaþjónustuklasa. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fleiri atvinnugreinar séu að kanna að fara þessa leið. Tilkynnt var í mars að stjórnvöld hyggist styðja ís- lenska jarðvarmaklasann Iceland Geothermal með 6,8 milljóna króna fjárframlagi í ár. Fjölbreytt fyrirtæki með ólíkan bakgrunn sem öll tengjast sjávar- útvegi hafa komið sér fyrir undir einu þaki í Bakkaskemmu á Granda- garði og vinna saman undir merkjum Sjávarklasans. Þar var áður troll- deild Hampiðjunnar til húsa. Tveir formlegir klasar komnir á fót SJÁVARKLASI OG JARÐVARMAKLASI Þór Sigfússon. AKUREYRIHÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ= bíódísill= metan Það er í fínu lagi að dæla bíódísil á flesta venjulega dísilbíla. Skoðaðu handbókina eða spurðu fagmann ef þú ert í vafa. Bíódísill er á sama verði og venjulegur dísill en smyr betur og mengar minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.