Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 5
Ekkert stendur í vegi fyrir því að þeir Króatar, sem flogið var með úr landi, geti snúið aftur til Íslands. Kristín Völ- undardóttir, forstjóri Útlendingastofn- unar, segir að þeir geti til dæmis sótt um dvalarleyfi hér líkt og aðrir sem standa utan EES. „Það gildir jafnt um alla. Hafi þau atvinnu og Vinnumála- stofnun samþykkir umsókn þeirra þá er þeim heimilt að koma aftur til landsins.“ ESB leysir ekki mál hælisleitenda Innganga Króatíu í ESB 1. júlí næstkomandi mun ekki leysa mál hælisleitendanna. Króatar munu áfram hafa sömu stöðu og aðrir borgarar utan EES við inngöngu Króatíu í ESB enda verður Króatía ekki sjálfkrafa aðili að EES. Gera má ráð fyrir að samn- ingurinn muni innihalda ákvæði um heimild íslenskra stjórn- valda til að fresta tímabundið gildistöku regluverks EES um frjálsa för fólks. mariamargret@mbl.is Aflaskipið Sigurður VE 15 hefur verið selt úr landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Skipinu verður siglt til Esbjerg í Danmörku þar sem það verður rifið. Kaupendur munu væntanlega sækja Sigurð VE til Vestmannaeyja fljót- lega eftir sjómannadag. Sigurður VE hefur borið hátt í milljón tonna afla að landi frá því skipið var smíðað í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960. Togarinn var smíðaður fyrir Ísfell á Flateyri sem var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka. Margir kunnir aflamenn hafa verið með Sigurð, m.a. Kristbjörn Árnason, og sett mörg aflamet. Sigurði var breytt í nótaskip 1973. Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja eignaðist skipið og fékk það einkennisstafina VE 15. Árið 1992 varð Ísfélag Vestmannaeyja eigandi Sigurðar VE þegar Ísfélagið og Hraðfrystistöðin sameinuðust. gudni@mbl.is „Verðið á veiðileyfum er að hrynja, það heyrum við hjá þeim sem koma hingað,“ segir Ólafur Vigfússon sem rekur verslunina Veiðihornið við Síðumúla í Reykjavík. Hann segir mikið til af óseldum veiðileyfum og mörg flott tilboð í boði. „Við teljum marga eiga eftir að falla fyrir tilboð- unum og skella sér í laxveiði í sumar í góðu veðri.“ Laxveiðitímabilið hefst af krafti í byrjun júní og þrátt fyrir mikinn kulda á vormánuðunum virð- ist sem bjartsýni veiðimanna sé að aukast. „Þegar laxveiðin hefst og menn eiga pantaða tíma í ám, fara þeir að veiða hvort sem það er slæmt veður eða ekki. Við sáum að margir héldu að sér höndum í vetur en nú með hækkandi sól eru menn í start- holunum og eru farnir að skipuleggja kaup á veiðileyfum sem eru mörg hver á afar viðráðanlegu verði.“ Silungsveiðin vel af stað Ólafur segir að þrátt fyrir kalt vor hafi silungsveiðin farið vel af stað. „Silungsveiði hefur verið mjög umtöl- uð á Þingvöllum þar sem hafa fengist mjög stórir fiskar auk þess sem sjó- birtingur hefur verið að veiðast langt fram eftir vori. Ástundun hefur verið fín í ánum í Skaftafellssýslu en einnig fyrir norðan í ám eins og Húseyj- arkvísl og Litlá í Kelduhverfi. Vatna- veiðin hefur sömuleiðis byrjað vel.“ Urriðarnir í Elliðavatni eru stærri en áður auk þess sem Þingvallavatn hef- ur gefið marga stóra fiska. Ólafur tel- ur lágt hitastig í lofti ekki hafa nein teljandi áhrif á lífríki fiskanna. Það eina sem lágt hitastig gerir er að fólk nennir ekki að stunda veiðina jafn- mikið og ella og því hefur verið svolít- ið minni ástundun en fyrri ár. Gríðarleg aukning í sjóstangaveiði „Augu Íslendinga eru að opnast fyrir sjóstangaveiði frá strönd. Þetta er ódýrt sport og veiðimaðurinn þarf í raun bara búnað og hann þarf ekki að vera dýr,“ segir Ólafur. Hann segir að margir séu farnir að veiða sér ýsu, ufsa, steinbít og þorsk í soðið með þessum hætti. Sumir hafa fundið sér sinn leynistað meðfram ströndinni þar sem vel hefur veiðst og reyna þeir að halda þeim stað leyndum fyrir öðrum. Mikilvægt sé að velja staðinn af kostgæfni þegar veiða á af ströndinni. Marga fína staði sé jafnvel að finna frá Suð- urnesjum alla leið upp í Hvalfjörð. bmo@mbl.is Veiðileyfin á við- ráðanlegu verði  Kalt vor dregur ekki úr veiði  Sjóstangaveiði færist í aukana Morgunblaðið/Golli Veiðimennska Ólafur segir veiði- sumarið lofa góðu þrátt fyrir kalda vormánuði heildstæðri skoðun á skólastarfinu í tengslum við stofnun gæðaráðs fyrir alla háskólana í landinu. „Þetta hefur verið dýrmætt fyrir mig því ég hef fengið innsýn í allt starf skólans á styttri tíma en annars hefði gerst. Búið er að greina styrkleika skólans og hvað við get- um gert betur og nú er unnið að stefnu- mótun til ársins 2018. Vinna vetrarins er gott veganesti inn í það starf sem framundan er.“ „Mér finnst skemmtilegt og ögr- andi að vinna í því umhverfi að fá fólk til náms og búsetu í háskóla í dreifbýli á Íslandi þegar samfélagið kallar fólkið í þéttbýlið. Ég skil að það er mikill hvati fyrir fólk að fylgja straumnum í þéttbýlið í stað þess að greina hvað það langar til að gera og hvað það vill fá út úr sínu námi. Hugsanlega er það þess vegna sem stærsti hluti nemendahóps okkar kemur af suðvesturhorninu. Hér get- ur nemandinn skapað sér náms- umgjörð í hópi fólks sem vill og hefur tök á því að prófa nýja hluti. Í því felst ögrunin,“ segir Erla. Háskólinn á Hólum starfar í þrem- ur deildum. Langflestir nemend- urnir eru í ferðamáladeild, 170 tals- ins, sem býður upp á nám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Flestir eru í fjarnámi og er fjölmenn- asti hópurinn búsettur á höfuðborg- arsvæðinu. 73 nemendur eru í hesta- fræðideild og 21 í fisk- eldis- og fiska- líffræðideild, margir í fram- haldsnámi. Erla segir að aðsókn að skólanum sé vaxandi og útlit fyrir að fjöldi nemenda verði svipaður og síðasta vetur. Langar stundum á sjó Erla Björk var forstöðumaður Varar - sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð áður en hún var skipuð rektor Háskólans á Hólum. Hún seg- ir að í Ólafsvík hafi orkan farið í að byggja upp starfsemina. Það sé óneitanlega áhugaverðara að hafa svigrúm til þess að sækja fram en að uppbygging sé byggð á aðhaldi. „Þegar ég sé Skagafjörðinn spegilsléttan sakna ég þess stundum að ég sé ekki að fara á sjó,“ segir Erla um muninn á þessum tveimur störfum. Hún segist þó aðeins kom- ast í rannsóknarvinnu á sjó í sumar og einnig í smásjána þegar haldið verður alþjóðlegt námskeið fyrir doktorsnema í sjávarlíffræði. Sautján áhugasamir doktorsnemar koma heim að Hólum en fyrir tveim- ur árum var norrænt námskeið af þessu tagi haldið í Ólafsvík. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er ögrandi og skemmtilegt starf. Ef það reyndi ekki á væri það heldur ekki skemmtilegt,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskól- ans á Hólum, sem í dag brautskráir sína fyrstu nemendur að vori. Þar á meðal eru fyrstu útskriftarnemend- urnir með BS-próf úr nýju þriggja ára reiðmennsku- og reiðkenn- aranámi. Erla tók við starfi rektors á síð- asta ári og hefur staðið í ströngu þennan fyrsta vetur við að tryggja rekstur háskólans. „Við höfum náð að halda sjó þetta árið en staða skól- ans er enn mjög þröng,“ segir Erla. Hún segir að starfsfólk skólans hafi lagt á sig mikla vinnu við hagræð- ingu sem hafi ásamt sérstakri fjár- veitingu til eins árs náð að skila fjár- hagsáætlun fyrir árið í ár í jafnvægi. „Það kostaði skipulagsvinnu en hafði ekki í för með sér miklar breytingar. Það er aðhald á öllum sviðum og meðal annars dregið úr viðhaldi,“ segir Erla. Áframhaldandi barátta Hún segir að áframhaldandi bar- átta sé framundan. „Við erum ekki komin fyrir vind. Áfram þarf að finna lausnir og styrkja starfið til fram- búðar. Starfsfólk Háskólans á Hól- um vinnur mjög gott starf í þágu skólans. Sú samheldni skiptir sköp- um varðandi uppbyggingu starfs- ins,“ segir hún. Í vetur hefur einnig verið unnið að Í hesthúsinu Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Vík- ingur Gunnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar, í góðum félagsskap. Náðum að halda sjó  Háskólinn á Hólum fer í gegnum naflaskoðun  Nýr rektor setur mark sitt á starfið  Útskrifar sína fyrstu nemendur í dag FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 TELDU PUNKTANArauðu Teldu rauðu punktana á þessari opnu (á síðum 4 og 5 í þessu blaði) eða giskaðu á fjölda þeirra og skráðu töluna á www.mbl.is/punktaleikur. Við drögum úr réttum svörum þann 3. júní og þrír heppnir þátttakendur fá ríflega punktainneign á N1 kortið sitt. Allir geta sótt um og fengið N1 kort. Það kostar ekkert en ávinningurinn er mikill. Hjá N1 getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu með N1 punktum. Hver punktur jafngildir 1 krónu í öllum viðskiptum við N1. Safnaðu punktum á ferðalaginu í sumar á um 100 þjónustustöðvum vítt og breitt um landið. 1. verðlaun 100.000 punktar 2. verðlaun 75.000 punktar 3. verðlaun 50.000 punktar „Okkur langaði að komast lengra með nemendur og vissum að það yrði ekki gert nema með lengra og sérhæfðara námi,“ segir Víkingur Gunn- arsson, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Í dag útskrif- ast fyrsti hópurinn úr nýju heildstæðu námi í reiðmennsku og reið- kennslu með BS-próf eftir þriggja ára háskólanám. Starfsfólk Hólaskóla og Háskólans á Hólum hafa verið að byggja upp þetta nám í meira en áratug. Síðustu árin hefur verið diplomanám. Fyrsta árið var skilgreint á framhaldsskólastigi, annað árið var á háskólastigi og lauk því með prófi í tamningum. Nemendur gátu bætt einni önn við í dip- lomanámi í reiðmennsku og reiðkennslu. Nýja námið leysir þetta af hólmi. Námið er 180 einingar, allt á háskólastigi. Nemendur geta tekið styttri námsbrautir og útskrifast með sérstök diplomapróf en Víkingur segir að langflestir ljúki þriggja ára háskólanámi með BS-prófi. „Námið er ennþá sérhæfðara í líffræði hestsins, reiðmennsku og reið- kennslu, og unnt að kafa mun dýpra í einstök fræði. Nemendur verða fag- lega sterkari til að takast á við þjálfun hesta og reiðkennslu. Þá hafa nemendur sem lokið hafa BS-námi meiri möguleika á framhaldsnámi,“ segir Víkingur. Hann segir að þörf fyrir fagfólk í reiðkennslu hafi aukist á síðustu ár- um, bæði hérlendis og erlendis. „Það er mikil þörf fyrir fólk með þessa þekkingu og getu.“ Kafað dýpra í hestafræðin FAGLEGA STERKARI TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÞJÁLFUN HESTA Sigurður VE seldur til Danmerkur í niðurrif Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Sigurður VE Skipið var átta sinnum afla- hæsti togari Íslands og einnig mjög afla- sælt nótaskip. Ljósmynd/Víkurfréttir EES Semja þarf um frjálsa för fólks til Íslands. Aðild Króatíu að ESB veitir ekki þau réttindi. Geta komið aftur líkt og aðrir utan EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.