Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 17
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Alls hafa 603 látið lífið í átökum í
Írak í maímánuði og hafa Samein-
uðu þjóðirnar kallað eftir því að
stjórnvöld í landinu efni til við-
ræðna til að leysa pólitískar deilur,
sem taldar eru liggja til grundvall-
ar auknu ofbeldi undanfarna mán-
uði. Áhyggjur eru uppi um að opin
átök brjótist út milli trúarhópa í
landinu en stjórnvöldum hefur ekki
tekist að draga úr spennu þrátt
fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og nýj-
ar öryggisráðstafanir.
„Ég hef verulegar áhyggjur,“
sagði Martin Kobler, sérstakur
sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í
málefnum Íraks, í samtali við AFP
í gær. „Þetta getur versnað og þess
vegna hvet ég sterklega til þess að
þetta blóðbað verði stöðvað og að
ástandinu hraki ekki,“ sagði hann.
„Ef það næst pólitískt eining þá
verður öryggisástandið betra. Við
sjáum hið andstæða núna – það rík-
ir ekkert pólitískt samkomulag og
ofbeldi milli trúarhópa er að
aukast,“ bætti hann við.
Óánægja súnníta fer vaxandi
Alls létu 26 lífið í Írak í gær, þar
af 21 í fimm bílsprengingum og
tveimur annars konar sprengingum
í Bagdad. Þá voru tveir landa-
mæraverðir skotnir til bana við að-
alþjóðveginn milli Íraks og Jórd-
aníu og þrír lögreglumenn létu lífið
í sjálfsvígsárás í borginni Mosul.
Á miðvikudaginn létu 28 lífið,
meðal annars í sprengjuárás í
brúðkaupi í Bagdad, en yfirvöld
hindruðu aðgang blaðamanna að
útförum fórnarlambanna í gær. Þá
létu 46 lífið í átökum í Írak á
þriðjudag.
Ofbeldi hefur aukist í landinu frá
áramótum, samfara vaxandi
óánægju súnní-múslima, sem ásaka
ríkisstjórn sjíta um einangrun og
ofsóknir. Sérfræðingar segja að
stefnumál stjórnarinnar sem hafi
svipt súnníta réttindum sínum, hafi
gefið herskáum uppreisnarhópum
drifkraft og svigrúm til að ná fót-
festu í samfélaginu.
Stjórnvöld hafa gert nokkrar til-
slakanir í því augnamiði að friða
mótmælendur og samfélag súnníta
almennt, eins og að frelsa fanga og
hækka laun súnníta sem berjast
gegn al-Kaída en undirliggjandi
vandamál eru enn óleyst.
Þrátt fyrir að ofbeldi í landinu
hafi aukist síðastliðna mánuði hefur
fjöldi dauðsfalla ekki náð þeim
hæðum sem hann gerði árin 2006
og 2007, þegar yfir þúsund manns
létu lífið í hverjum mánuði.
Ástandinu í Írak hrakar
603 hafa látið lífið í Írak í maímánuði Pólitísk óeining gefur herskáum upp-
reisnarmönnum byr undir báða vængi Tilslakanir stjórnvalda til einskis
AFP
Mannfall 21 lét lífið og 71 særðist í sjö sprengingum í borginni Bagdad í gær.
Óstöðugleiki
» Utanríkisráðherra Írak,
Hoshyar Zebari, sagði við
blaðamenn í Bagdad í gær að
það væri hin gullna regla að ef
ekki ríkti pólitísk eining, þá
fylgdi að ástand öryggismála
yrði óstöðugt.
» Sérfræðingar og diplómatar
hafa bent á tengslin milli póli-
tísks stöðugleika og tíðni of-
beldis í Írak og segja uppreisn-
armenn byggja á pólitískri
óeiningu og ágreiningi til að
efla á́hrif sín.
» Súnní-múslimar voru við
stjórnvölin í Írak frá fyrri heim-
styrkjöldinni og þar til Saddam
Hussein var steypt af stóli árið
2003.
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
SAFNAST ÞEGAR SAMAN KEMUR
SMÁVIÐGERÐIR N1: Peruskipti, rafgeymaþjónusta, bremsuviðgerðir, kerti,
hjólalegur, fjöðrunarbúnaður, hjóla- og ljósastilling og margt fleira í leiðinni.
… Í REIKNINGINN
Með N1 kortinu færðu afslátt þegar þú átt viðskipti við N1 og safnar auk
þess punktum sem þú getur notað við öll kaup á vöru eða þjónustu hjá N1.
Þjónustustöðvar
Smurþjónusta
Dekkjahótel
Bílaþvottur
Hjólbarðaþjónusta
N1 vegaaðstoð
Smáviðgerðir
Fyrirtækjaþjónusta
Verslanir
N1 Kortið veitir þér að auki forgang að spennandi
viðburðum á betri kjörum.
TAKTU ALLT MEÐ …
KERRULEIGA N1
Kerrur og vagnar sem gaman er að hafa í eftirdragi:
flatvagnar
boxkerrur
farangurskerrur
hestakerrur
tækjakerrur
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
hefur ákveðið að hefja mál gegn spænskum
stjórnvöldum vegna fjölda tilkynninga um
að sumir spítalar þar í landi neiti að taka
við evrópska sjúktratryggingakortinu.
Kortið tryggir ríkisborgurum
Evrópusambandsríkjanna ókeypis lækn-
isþjónustu á ríkisreknum heilbrigðis-
stofnunum innan Evrópu en einhverjir
spænskir spítalar hafa hafnað kortinu og
bent ferðamönnum á að endurheimta
kostnað í gegnum ferðatryggingar.
Báðu um tryggingaupplýsingar
Framkvæmdastjórnin hefur óskað eftir
upplýsingum frá spænskum stjórnvöldum,
sem eiga yfir höfði sér sekt ef rétt reynist.
Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, grennsl-
aðist fyrir um málið, fengust þær upplýs-
ingar frá spænska heilbrigðisráðuneytinu
að evrópska sjúkratryggingakortið, EHIC,
hefði verið gilt í landinu í mörg ár en það
væri viðkomandi sjúklings að ákveða hvaða
pappíra hann undirritaði á spítalanum.
Í samtali við BBC
sagði breskur ferða-
maður frá því hvernig
hann hefði verið beðinn
um ferðatrygginga-
upplýsingar þegar hann
leitaði aðstoðar þjáður
af vökvaskorti. „Þegar
þeir neituðu okkur voru
þeir fljótir að biðja um
kreditkortaupplýsingar
og síðan, seinna, um
tryggingaupplýsingar. Þegar við reyndum
að sýna þeim aftur EHIC-kortið, og sögð-
um að það ætti að duga, þá tóku þeir ekkert
mark á því,“ sagði hann.
Framkvæmdastjórninni hafa borist
hundruð áþekkra tilkynninga og kvartana,
þeirra á meðal frá breska utanríkisráðu-
neytinu og tryggingafélögum víða í Evr-
ópu.
Mandy Aitchison, ritstjóri International
Travel Insurance Journal, telur að vanda-
málið sé m.a. sá gríðarlegi fjöldi ferða-
manna sem ferðast til Spánar ár hvert.
Fleiri en 10 milljón breskir ferðamenn
heimsækja landið á hverju ári og um þrjá-
tíu þurfa á læknisaðstoð að halda í hverri
viku. Þá segir Aitchison að það komi
spænskum spítölum illa hvernig staðið er
að fjármögnun sjúkratryggingakortsins.
Neita að taka við kortinu
Evrópusambandið
hefur mál gegn Spáni
Spánn er vinsæll
ferðamannastaður.
AFP
Til heiðurs áhöfn
Mary Rose
Bogmenn skjóta logandi örvum frá Southsea-kastala út á Solent-
sund, þar sem Hinrik áttundi fylgdist með herskipinu Mary Rose
sökkva árið 1545, með 500 menn innanborðs. Flak skipsins fannst
árið 1971 og var bjargað 1982 en nýtt safn sem hýsir skipsskrokk-
inn og um 19.000 muni úr skipinu var formlega opnað í gær.
Mark Bridger, 47
ára, hefur verið
fundinn sekur um
að hafa myrt hina
fimm ára gömlu
April Jones, sem
hvarf í bænum
Machynlleth í
Bretlandi í októ-
ber síðastliðnum.
Bridger var einnig fundinn sekur
um að hafa numið stúlkuna á brott
og fyrir að hafa losað sig við og falið
líkamsleifar hennar í þeim tilgangi
að hamla rannsókn lögreglu. Hann
var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Leitin að stúlkunni var ein sú um-
fangsmesta í sögu landsins en Ed
Beltrami, yfirsaksóknari Wales-
umdæmis, sagði eftir að dómurinn
var kveðinn upp að Bridger hefði
ítrekað logið að lögreglu til að koma
sér undan þeim hræðilega verknaði
sem hann hafði framið.
Vitnisburður Bridgers var á þann
veg að hann hefði ekið yfir stúlkuna
af vangá og að hann myndi ekki
hvað hann hefði gert við líkams-
leifar hennar, sem hafa aldrei fund-
ist. Erfðaefni stúlkunnar fannst hins
vegar þegar blóð og beinflísar sem
fundust við heimili Bridger voru
rannsökuð.
BRETLAND
Fundinn sekur um
mannrán og morð
Ferða-
málanefnd
Bland-héraðs í
Ástralíu hefur
ákveðið að
nýta sér miður
upplífgandi
nafn staðarins
til þess að efla
túrismann á
svæðinu og
hyggst í því
augnamiði
koma á tengslum við Dull í Skot-
landi og Boring í Bandaríkjunum.
Þorpið Dull í Perth-skíri og bær-
inn Boring í Oregon-ríki eru þegar
vinabæir og íbúar þeirra kannast
án efa við raunir íbúa Bland, sem
eru löngu orðnir þreyttir á því að
fólk geri grín að nafni heimahér-
aðsins.
Tony Lord, héraðsráðsmaður í
Bland, segir möguleika felast í því
að eitthvað sé álitið neikvætt og að
íbúarnir verði að horfa jákvæðum
augum á þau tækifæri sem nafninu
fylgja.
Íbúar í Bland-héraði í Nýja Suð-
ur-Wales-fylki eru yfir 6.000 talsins
en héraðið er nefnt í höfuðið á
William nokkrum Bland, stofnanda
áströlsku læknasamtakanna. Bland
merkir daufur, boring leiðinlegur
og dull sömuleiðis.
ÁSTRALÍA
Það eru ekki allir
jafnir þegar kemur að
nafngiftum.
Bland vill í samstarf
við Dull og Boring