Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Þ
etta var hugmynd sem
kviknaði í raun bara
tveimur mánuðum áður
en við opnuðum. Það
var ekki verið að þjón-
usta útlendinga sem hingað koma
nógu vel hvað næturlífið varðar. Ég
hafði verið að vinna mikið í kringum
B5 og varð vitni að ýmsu þar. Þetta
er bara svo þeir komist fram fyrir
raðir og fái smá forréttindi,“ segir
Unnar Helgi Daníelsson, einn af
forsprökkum fyrirtækjanna
Reykjavík Rocks og London Rocks.
Unnar hefur víðtæk tengsl og er
með samning við flestalla skemmti-
staði í miðbæ Reykjavíkur auk hót-
ela. Hann segir þann hóp sem fyr-
irtæki hans þjónustar afar
fjölbreyttan.
„Þetta eru bæði einstaklingar
og allt upp í þúsund manna hópar,
líkt og pöbbaröltið sem við héldum
um daginn fyrir CCP. Við vorum
með Kimi Räikkönen fyrir tveimur
mánuðum. Við vorum með Busta
Rhymes á sínum tíma og höfum líka
verið með Black Eyed Peas. Liv Ty-
ler, Sean Parker og Sean Lennon
hafa einnig öll nýtt sér þjónustu
okkar. Ég átti að sjá um Charlie
Sheen þegar hann var á landinu en
ég var akkúrat í London þá. Ég
frétti hinsvegar að það hefðu verið
langir vinnudagar,“ segir Unnar
Helgi sposkur.
Einkaþotur, þyrlur
og tunglferðir
„Þetta er ekki bara eitthvert
partífyrirtæki, þetta er í raun for-
gangsþjónusta. Við sjáum um okk-
ar kúnna oft frá því að viðkomandi
lendir og þar til hann fer af landi
brott aftur,“ segir Unnar og full-
yrðir að slík þjónusta sé algeng úti
í heimi. Hann segist fara með við-
skiptavini sína um allt land og að
þeir hafi oft og tíðum borið upp
ansi skrautlegar beiðnir.
„Við vorum með einn kúnna
þar síðasta sumar sem vildi fara í
þyrlu klukkan sjö um morguninn.
Við þurftum þá að bóka þyrlu og
koma honum þangað á hálftíma.
Einn kúnni kom hingað með einka-
þotu og hans ósk var sú að komast
eins nálægt tunglinu og auðið var.
Við fórum með hann í ferðir út í
hraun þar sem landslagið minnir á
tunglið,“ segir Unnar.
„Ég myndi ekki segja að þeir
sem borguðu meira fengju betri
þjónustu en aðrir. Það er alltaf
sama góða þjónustan, það hefur
enginn kúnni farið fúll til baka.
Starfsemin virkar þannig að hún
gengur fyrir meðmælum og þessi
viðskipti gengju ekki ef það væru
ekki allir sáttir,“ segir hann og bæt-
ir því við að þar sem meðmæli fyr-
irtækisins gengju frá manni til
Forgangsraðir
og tunglferðir
Fyrirtækið Reykjavik Rocks hefur á síðustu þremur árum haslað sér völl hér á landi
sem næturlífs- og tómstundaskipuleggjandi. Nýlega var opnað útibúið London Rocks.
Forsprakki Unnar hefur
marga fjöruna sopið en
fyrirtæki hans hefur meðal
annars séð um að hafa ofan
af fyrir Busta Rhymes.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Hver man ekki eftir því að hafa
skemmt sér í leikjum sem barn? Hvað
þá ef kennarar brugðu á það ráð að
hvetja nemendur til námsdáða með
leikjum í skólanum.
Meistaranemar í listkennslu við
LHÍ hleyptu nýlega af stokkunum vef-
síðunni listkennsla.wordpress.com.
Þar er að finna fjöldann allan af skap-
andi leiðum til að örva sköpunargáfu
nemenda í listnámi, virkja ímynd-
unarafl þeirra og framkvæmdagleði,
á sama tíma og skemmtanagildið er
ótvírætt.
„Við trúum því að leikir skapi gott
og heilbrigt námsumhverfi, auki
sjálfstraust, efli félagshæfni og auðgi
ímyndunarafl,“ segir í texta frá höf-
undum.
Er um að gera að kynna sér málið
enda á það að vera leikur að læra.
Vefsíðan www.listkennsla.wordpress.com
Sköpun „Það er leikur að læra“ segir í laginu.
Leikjaskjóða sem nýtist við listkennslu
Í ár eru rúmlega tuttugu ár frá
því að hljómsveitin Rage Against
the Machine gaf út sína fyrstu
plötu. Í tilefni þess verður efnt til
heiðurstónleika í kvöld á Græna
hattinu á Akureyri og á morgun á
Gamla Gauknum í Reykjavík. Heið-
urstónleikarnir voru frumfluttir
18. janúar síðastliðinn og gefst
fólki nú tækifæri til að endurtaka
leikinn. Húsin verða opnuð klukk-
an 21.
Endilega…
… hyllið Rage Against the Machine
Morgunblaðið/Golli
Rokk Þrír meðlimir Dr. Spock eru í tökulagasveitinni.
að nokkurt annað íslenskt
íþróttafélag notist við slíkt smá-
forrit en segir hins vegar að
þetta þekkist vel erlendis.
Kvennaboltinn
ný viðbót
„Ég ákvað að tala við Eim-
skip af því að þeir eru aðal-
styrktaraðili knattspyrnudeild-
arinnar og þeir vildu taka þátt í
þessu og þá fékk ég tækifæri til
að bæta ýmsu við. Nú er til
dæmis hægt að skoða allar fréttir
sem viðkoma KR úr öllum helstu
miðlunum. Það er hægt að fá
upplýsingar um næstu leiki, úr-
slit, stöðuna í deildinni og svo er
hægt að sjá leikina í beinni og
hlusta á KR-útvarpið. Þar má
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
„Það lá beinast við að ég
gerði „app“ fyrir KR þar sem ég
hef bæði mikinn áhuga á því að
búa til „öpp“ ásamt því að vera
mikill KR-ingur. Ég hef verið
plötusnúður frá því ég var 11 ára
gamall og hef mikinn áhuga á
nýrri tækni. Þetta er í raun hug-
mynd sem kviknaði og varð að
einhverju. Það hjálpaði reyndar
líka til að mestur hluti tekna
minna kemur frá starfi mínu sem
plötusnúður þannig að ég hef í
raun mikinn frítíma til að sinna
þessu,“ segir Jónas Óli Jónasson
sem gaf fyrst út KR-smáforritið
árið 2011. Jónas veit ekki til þess
líka nálgast ítarlegar upplýsingar
um hvern leikmann fyrir sig og
nú nýlega vorum við að bæta
kvennaboltanum við þannig að
það er hægt að fá upplýsingar
um alla leikmenn meistaraflokk-
anna, bæði konur og karla. Þarna
inni er í rauninni allt það helsta
sem viðkemur knattspyrnudeild
KR.“
Jónas segir einhver teikn
vera á lofti um að bæta öðrum
deildum KR inn í smáforritið og í
dag er hann að vinna að því að
gera sérstaka iPad-útgáfu. Upp
frá samstarfi Jónasar við Eim-
skip kviknaði áhugi innan fyr-
irtækisins á að búa til eigið smá-
forrit. Það var gert með aðstoð
Jónasar.
Bjó til smáforrit fyrir KR-inga
Allar KR-fréttir á einum stað
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
CUPCAKE
Vissulega er hún sæt og girnileg en útlitið segir ekki allt.
Hún er staðráðin í að halda sér í formi svo þú fáir notið
hvers einasta bita.
Fæst á Ártúnshöfða og Hringbraut.