Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 18
kostnaðarverkefnum og sértækum kostnaði tengdum samrunum árið 2012 lýkur,“ segir í afkomutilkynn- ingu bankans. Meiri umsvif á verðbréfamarkaði Fram kom í máli Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, á uppgjörsfundi með við- skiptablaðamönnum í gær að bankinn stefndi að því að lækka rekstrarkostnað um milljarð króna á árinu. Hreinar þóknanatekjur Íslands- banka, sem eru að verða sífellt mik- ilvægari þáttur í kjarnastarfsemi bankans, jukust um 17% frá fyrra ári og námu 2,5 milljörðum króna. Þá hækkun má meðal annars rekja til vaxandi umsvifa á íslenskum verðbréfamarkaði. Íslandsbanka hefur einnig tekist að auka umtals- vert hlutdeild sína í miðlun hluta- BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hagnaður af reglulegri starfsemi Ís- landsbanka á fyrsta fjórðungi ársins dróst saman um helming frá því á sama tíma fyrir ári og nam 2,35 milljörðum króna. Lægri hagnaður skýrist einkum af því að hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 1,5 millj- arða króna á milli ára og námu 7,5 milljörðum. Fram kemur í afkomu- tilkynningu frá Íslandsbanka að sú lækkun sé í takt við áætlanir eftir því sem afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bank- ans. Samtals var hagnaður Íslands- banka eftir skatta á tímabilinu 4,6 milljarðar króna, samanborið við 5,6 milljarða á fyrsta fjórðungi árið áð- ur. Dregur úr rekstrarkostnaði Talsverður árangur hefur náðst hjá bankanum í því að draga úr rekstrarkostnaði en það er mat flestra að nauðsynlegt sé að vinna áfram að því á næstu misserum að minnka kostnað í íslenska banka- kerfinu. Kostnaðarhlutfall Íslands- banka í lok marsmánaðar var 51,8% sem er um fimm prósentum lægra en árið áður. Samtals var rekstrarkostnaður bankans á fjórðungnum um 6,5 millj- arðar króna og hefur minnkað um 3% á milli ára. Sé hins vegar horft framhjá hækkun vegna launa og launatengdra gjalda á fjórðungnum þá lækkaði annar rekstrarkostnaður Íslandsbanka um 300 milljónir króna – úr 3,1 milljarði í 2,8 millj- arða – sem er raunlækkun upp á 15%. „Kostnaður hefur farið lækk- andi eftir því sem árangur næst í bréfa og er nú stærstur viðskipta- bankanna á því sviði með um 33% markaðshlutdeild á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira en fjórum árum frá hruni bankakerfisins þá sér brátt fyrir endann á fjárhagslegri end- urskipulagningu fyrirtækja. Ís- landsbanki gerir ráð fyrir því að endurskipulagningu stærstu fyr- irtækjaútlána verði lokið í árslok 2013 og fyrir alla lánabókina ári síð- ar. Mjög mikið hefur áunnist frá því í ársbyrjun 2012 í þessum efnum og er hlutfall lána í endurskipulagningu nú 11,9%, eða helmingur af því sem það var á sama tíma fyrir ári. Að sögn bankastjóra Íslandsbanka er stefnt að því að þetta hlutfall verði komið niður fyrir 8% á árinu. Hátt eigið fé dregur úr arðsemi Þrátt fyrir að Íslandsbanki sé að skila ágætis afkomu á fjórðungnum þá er ljóst að hátt eigið fé – 152 millj- arðar króna og 26,2% eiginfjárhlut- fall – kemur í veg fyrir að bankinn sé að skila viðunandi arðsemi. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi bankans var til að mynda aðeins 6,2% á fjórðungnum, samanborið við 15,2% arðsemi árið áður. Íslands- banki hefur gefið það út að bankinn áformar að viðhalda að lágmarki 18% eiginfjárhlutfalli. Á síðastliðnum árum hefur Ís- landsbanki, líkt og hinir viðskipta- bankarnir, fyrst og fremst verið fjármagnaður með innlánum, en hlutfall innlána á móti útlánum bankans var tæplega 82% í lok fjórð- ungsins. Undanfarin misseri hefur Íslandsbanki hins vegar lagt tals- verða áherslu á að auka vægi ann- arra þátta í fjármögnun sinni og er bankinn nú stærsti útgefandi sér- tryggðra skuldabréfa á Íslandi. Það gæti ennfremur hugsanlega dregið brátt til tíðinda í erlendri lánsfjármögnun bankans. Þrátt fyrir að Íslandsbanki sé ekki háður fjár- mögnun í erlendri mynt þá kom fram í máli Jóns Guðna Ómarssonar, fjármálastjóra bankans, að bankinn Hagnaður minnkar um helming  Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 2,3 milljörðum á fyrsta fjórðungi  Minni vaxtatekjur og gengissveiflur draga hagnaðinn niður  Talsverður árangur í að minnka rekstrarkostnað  Þóknanatekjur jukust um 17%  Gæti styst í erlenda fjármögnun VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Nýsjálendingurinn Ifor Ffowcs- Williams, sérfræðingur í klasastarfi og höfundur bókarinnar Cluster Development, segir að við uppbygg- ingu klasa þurfi að spyrja nokkurra spurninga: Hver er sérhæfingin sem hægt er að byggja á? Styður skóla- kerfið við klasauppbygginguna? Sumir spyrji sig: „Hvaða starfsemi langar mig til að hafa hér?“ Það sé ekki rétt nálgun heldur þurfi að byggja á styrkleikum svæðisins líkt og Íslendingar geri með sjávar- útveg. Hann hélt námskeið um klasastarf á vegum Nýsköp- unarmiðstöðvar hér á landi í vikunni. - Hvað er svona frábært við klasa? „Hagkerfi vex ekki með því að gera eitthvað af öllu. Það vex vegna sérhæfingar og til að vaxa og dafna þarf það að selja vörur og þjónustu til annarra markaða. Fiskveiðar eru augljóslega sérhæfing Íslands og út frá þeirri sérhæfingu geta fyr- irtækin sem þjónusta sjávarútveg vaxið og eflst. Hampiðjan og Marel eru dæmi um það. Í auknum mæli er horft til klasa þegar auka á lífsgæði. Ég vinn nokk- uð í Svíþjóð og Noregi og þar er töluverð áhersla lögð á að hið op- inbera styðji við klasastarf með fjár- framlögum til lengri tíma. Undir- strikar það hve mikilvægt klasastarfið er í huga stjórnvalda.“ Atvinnulífið leiði klasastarfið - Hversu mikilvægt er að draga opinberar stofnanir að borðinu? „Það er mikilvægt. Hér lít ég á framlag hins opinbera við rann- sóknir, nýsköpun og menntun. Þess- ir þættir þurfa að styðja við þá sem búa til verðmæti í samfélaginu. Það er mikilvægt að hið opinbera styðji við klasa, en það er einnig mik- ilvægt, að atvinnulífið leiði sam- starfið. Hið opinbera, skólar og viðskipta- lífið þurfa að vinna saman. Í mörg- um löndum þykir þeim erfitt að vinna saman. Og milli margra fyr- irtækja gengur samstarf erfiðlega. Klasar ýta undir sérhæfingu sem er löndum nauðsynleg  Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi Morgunblaðið/Golli Klasar Ifor Ffowcs-Williams var með vinnustofur um klasa hjá Nýsköp- unarmiðstöð fyrir atvinnuráðgjafa um allt land. Hann hefur starfað við klasa í tvo áratugi og gaf nýverið út bókina Cluster Development sem fjallar um hagkvæmni klasauppbyggingar. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 ● Heildartap Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs nam 16 millj- ónum króna, en á sama tímabili í fyrra varð 119 milljóna króna heildarhagnaður af rekstri fyrirtækisins. Velta dróst saman um 150 milljónir króna og kostnaðarverð seldra vara og þjónustu dróst saman um 110 krónur. Hlutabréf í Vodafone féllu í verði í Kauphöllinni í gærmorgun og við lok markaða höfðu þau fallið um 7,6% og stóð gengið þá í 30 krónum á hlut. Vodafone tapaði 16 millj- ónum á fyrsta fjórðungi ● Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 33 verkefna að ganga til samninga, en loka- upphæð styrkjanna liggur ekki enn fyrir. Meðal félaga sem fengu boð um að ganga til samninga að þessu sinni voru Arctic Trucks Ísland ehf., SagaMedica - Heilsujurtir ehf., Skema ehf., Lauf Forks ehf. og OZ ehf. Veittir eru styrkir í þrem- ur flokkum, frumherjastyrkir, verk- efnastyrkir og markaðsstyrkir. 33 verkefni fá styrki frá Tækniþróunarsjóði NÝIR TÍMAR Náttúruvernd og aukin umhverfisvitund gerir ríkari kröfur til okkar allra um að gera það sem í valdi okkar stendur til að vinna gegn óæskilegum áhrifum á andrúmsloftið og náttúruna. ALÞJÓÐLEGUR UMHVERFISSTAÐALL N1 hefur um árabil unnið markvisst að því að innleiða umhverfisvæn gildi. Þegar hafa sex starfsstöðvar N1 hlotið vottun samkvæmt alþjóðlegaumhverfis­ stjórnunarstaðlinum ISO 14001 og senn munu fimm stöðvar bætast í þann hóp. ÞJÓNUSTA VIÐ UMHVERFIÐ Mikilvægasti þátturinn í þjónustu N1 við umhverfið er sívaxandi framboð á umhverfis­ vænni vöru og þjónustu. Þar er N1 í fararbroddi með vistvænni innlenda orkugjafa á borð við metangas og bíódísil. Metangas er enn sem komið er í boði á tveimur stöðvum en bíódísildælur eru víðar og fjölgar hratt. NÁTTÚRULEG ÞRÓUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.