Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Gleði og vellíðan í fyrirrúmi Nemendur Brúarskóla við Dalbraut í Reykjavík gera tilraunir með heimagerða flugdreka. Á heimasíðu Brúarskóla segir að starfið í skólanum byggist á gleði og já- kvæðni. „Við trúum því að allir hafi eitthvað gott í sér og eigi möguleika á að verða betri manneskjur,“ segir þar ennfremur. „Öllum nemendum og starfsmönnum á að líða vel í skólanum.“ Golli Hægt er að skipta flestum sem fjalla um skólamál á opinberum vettvangi í tvo flokka: Þá sem tala um menntun og þá sem tala um mennt- unarstig. Með mennt- un er að jafnaði átt við kunnáttu, þekk- ingu, skilning og fleira sem mannbæt- andi getur talist og aflað er gegn- um uppeldi, lærdóm, rökræðu, þjálfun eða reynslu. Með tali um menntunarstig er hins vegar reynt að slá máli á menntun fólks með því að telja hve stór hluti þess hef- ur útskrifast úr skóla með gráðu af þessu eða hinu taginu. Þeir sem mest tala um menntunarstig virð- ast einkum hafa áhuga á sam- anburði menntakerfa í ólíkum lönd- um og vilja að sitt land raðist ofar en önnur. Þetta væri kannski gott og blessað ef hærra menntunarstig jafngilti ævinlega meiri og betri menntun. Flestir kannast við spjöld sem eru notuð til að mæla sjón. Í efstu línum eru stórir stafir og svo minnka þeir smám saman og í þeim neðstu er letrið svo smátt að fáir geta lesið úr þeirri fjarlægð sem notuð er við sjónpróf. Svona spjöld eru sjálfsagt prýðileg mælitæki til að fá vísbendingu um hvað maður sér vel. En sá sem af ein- hverjum ástæðum vill koma vel út úr sjón- prófi getur lagt á minnið hvað stendur á spjaldinu og romsað upp úr sér hvað staf- irnir í neðstu línunni heita. Þótt maður geti með þessu móti bætt útkomu sína úr sjónprófi dugar það ekki til að bæta sjónina. Flestir kannast líka við hugtök eins og hagvöxt og vergar þjóð- artekjur sem eru notuð til að fjalla um hag þjóða og landa. Til að mæla þetta eru ýmsar aðferðir not- aðar. Eftir því sem ég best veit er engin þeirra óbrigðul. Mér skilst að sumir mælikvarðar á hag þjóða mæli einkum viðskipti á markaði en taki ekki tillit til sjálfs- þurftabúskapar. Ef slík tæki eru notuð til að slá máli á þjóðarhag þá virðist hann batna ef menn hætta að rækta kartöflur í eigin garðholu og kaupa í staðinn allan mat sem þeir éta. Við þetta mun hagur þjóð- ar kannski mælast betri þótt færri fái nóg að borða. Ónákvæm mæli- tæki geta stundum villt um fyrir mönnum. Menntunarstig er langt frá því að vera nákvæmur mælikvarði á menntun. Í umræðu um mennt- unarstig hér á landi er ónákvæmn- in raunar mjög áberandi, og er þá lítið sagt. Þegar rætt er um mennt- unarstig Íslendinga er gjarna vís- að til talnaefnis frá OECD. Sam- kvæmt tölum sem samtökin birtu í ritinu Education at a Glance 2012 teljast aðeins 67% Íslendinga á aldrinum 25 til 64 ára hafa lokið framhaldsskólanámi. Sambærileg tala fyrir Noreg er 81%, Svíþjóð 87%, Danmörku 76% og meðaltal allra OECD-landa er 74%. Tölurnar fyrir Noreg og Svíþjóð eru ekki sambærilegar við okkar því norskir og sænskir framhalds- skólar útskrifa alla nemendur, líka þá sem skrópa og falla. Fyrir vikið eru t.d. gefin út stúdentsskírteini í þessum löndum sem veita ekki heimild til að fara í háskóla. Þeir útskrifa sem sagt alla eins og grunnskólarnir gera hér á landi. Hærra „menntunarstig“ Norð- manna og Svía af þessum sökum jafngildir ekki meiri menntun. Raunar er sennilegt að það ýti undir iðjusemi og dugnað við nám að vita að án lágmarksárangurs fá menn ekki skírteini og okkar skip- an leiði því til skárri menntunar ef eitthvað er. Þegar talað er um að bara 67% Íslendinga milli 25 og 64 ára séu með menntun á framhalds- skólastigi eru þeir einir taldir sem hafa klárað a.m.k. það sem í gögn- um OECD er kallað ISCED 3A, 3B eða 3C-long. Þetta eru þeir sem hafa stúdentspróf eða form- lega menntun sem er skilgreind sem allt að ári styttri. Í flestum löndum teljast þeir sem hafa tveggja ára framhaldsskólanám að baki hafa fullgilda framhaldsskóla- menntun en hér teljast þeir ekki með því stúdentsnámið hér er skil- greint sem fjögur ár. Ef við teljum með þá sem hafa lokið styttra námi (þ.e. ISCED 3C-short) þá er talan hjá okkur 73% eða 1% neðan við OECD-meðaltalið. Við getum sem sagt hækkað „menntunarstig“ upp undir OECD-meðaltalið með því einu að kenna stúdentsefnum fjórðungi minna en við gerum. Við getum komist yfir það með því að kalla tí- unda bekk grunnskóla fyrsta bekk framhaldsskóla og stytta stúdents- námið um tvö ár. Þannig er hægt að stórhækka „menntunarstig“ þjóðarinnar með því einu að fólk gangi skemur í skóla en það nú gerir. Hærra hlutfall unglinga gengur í framhaldsskóla hér en víðast annars staðar eða 88% af fólki á aldrinum 15 til 19 ára en aðeins 83% að meðaltali í OECD-löndum. Við getum því líklega komist ná- lægt toppnum í menntunarstigi með því að útskrifa ekki bara þá sem standast námskröfur heldur alla sem ganga í skóla eins og Norðmenn og Svíar gera. En með þessum og þvílíkum aðferðum get- um við auðvitað ekki aukið mennt- un okkar neitt frekar en við getum bætt sjónina með því að læra spjaldið utanað eða kjör okkar með því að hætta að rækta eigin kartöflur. Af þessu verður lítið ályktað um hvernig best sé að bæta mennta- kerfið hér á landi. Sú ályktun sem er skynsamlegast að draga er að gagnrýnislaus notkun á ónákvæm- um mælitækjum sé varhugaverð. Eftir Atla Harðarson Atli Harðarson » Viðleitni til að hækka menntunarstig Ís- lendinga væri góðra gjalda verð ef hærra menntunarstig jafngilti meiri og betri menntun. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Menntun og menntunarstig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.