Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
7%
AFSLÁTTUR AF
BÍLAÞVOTTI
+ 3% Í FORMI
N1 PUNKTA
HJÓLIN SNÚAST …
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1
Umferðin veltur á hjólbörðunum. Góðir hjólbarðar auka öryggi þitt og
draga úr eldsneytiskostnaði. Starfsmenn okkar gefa þér góð ráð um
allt sem snertir hjólbarðana og sinna margvíslegum smáviðgerðum.
Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið Michelin vottun 2013.
… OG ALLT GENGUR
EINS OG SMURT …
SMURÞJÓNUSTA N1
Smurþjónusta N1 þjónar öllum gerðum ökutækja þar sem starfsmenn sjá
til þess að allt gangi smurt og sjá jafnframt um smáviðgerðir á bílnum.
fagleg og vönduð vinnubrögð
áratuga reynsla af hjólbörðum
smáviðgerðir af ýmsu tagi
yfirgripsmikið vöruúrval
tæknilega vel búin verkstæði
mikil þekking á smurolíum
tæknilega vel búin verkstæði
smáviðgerðir af ýmsu tagi
gott vöruúrval
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Náttúruperlan Reykjadalur fyrir of-
an Hveragerði hefur látið mikið á sjá
á undanförnum árum vegna ágangs
ferðafólks sem fer um dalinn fót-
gangandi, á hestum og á reiðhjólum.
Vandinn sem fylgir aukinni umferð
ferðamanna er óvíða skýrari en ein-
mitt þar.
Margir ferðamannastaðir eru í
einkaeigu og landeigendur hafa
sumir bent á að þeir hafi ekki fjárráð
til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Þetta á þó varla við um Reykjadal
því hann er í ríkiseign og í umsjón
Landbúnaðarháskóla Íslands, áður
Garðyrkjuskólans á Reykjum. Þar
fengust þau svör að skólinn hefði tal-
ið vonlaust að óska eftir fjármagni til
úrbóta, auk þess sem það hefði kom-
ið á óvart hversu hratt dalurinn
hefði spillst eftir sprengingu í ferða-
mannafjölda árið 2010.
Það er ekki víst að allir geri sér
grein fyrir hversu Reykjadalur er
vinsæll og vel þekktur meðal er-
lendra ferðamanna og innlendra.
Vinsældirnar eru fullkomlega skilj-
anlegar enda er Reykjadalur að-
gengilegasti náttúrulegi baðstað-
urinn í nágrenni Reykjavíkur og
heimsókn þangað svíkur engan,
þrátt fyrir allt.
Þegar blaðamaður fór sem mest í
skátaútilegur í dalinn í kringum
1988 var upplifunin allt önnur; þá
sáust nánast engin merki um tilvist
mannkyns í dalnum og algengustu
gestirnir voru kindur en ekki menn.
Dalurinn var leynistaður, kannski
leynistaður margra, en er það alls
ekki lengur. Í stað kindagatna eru
komnir breiðir göngustígar og reið-
götur í dalnum, sem stundum flæm-
ast út um víðan völl, og í votviðri
breytast þær á köflum í forarsvað.
Þótt ástandið hafi versnað hratt á
síðustu tveimur til þremur árum er
ljóst að slitið var byrjað í töluverðum
mæli mun fyrr.
Pallur til fataskipta
Nú er þó væntanlega að rætast úr.
Sveitarfélagið Ölfus hefur látið
vinna skipulagslýsingu fyrir dalinn
og stefnir á að deiliskipuleggja hann,
en það er nauðsynleg forsenda fyrir
ýmsum framkvæmdum.
Göngu- og reiðstígar verða lag-
færðir, gönguleiðinni austan við læk-
inn lokað, göngubrýr lagðar yfir
heita lækinn sem þar rennur og pall-
ur reistur við vinsælustu baðstaðina
þar sem fólk getur skipt um föt,
verði nokkrar þær hugmyndir sem
komið hafa fram við gerð deiliskipu-
lagstillögunnar að veruleika.
Sigurður Ósmann Jónsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi Ölfuss,
vonast til að hægt verði að byrja á
úrbótum í Rjúpnabrekkum í sumar
en þar hefst gangan frá Hveragerði
upp í Reykjadal. Brekkurnar eru
meira eða minna úttroðnar en nú á
að leggja þar eina afmarkaða göngu-
og reiðleið sem hugsanlega verða þó
aðskildar á brattasta kaflanum.
Gert hefur verið ráð fyrir að verja
10 milljónum til úrbóta í Rjúpna-
brekkum í sumar en Sigurður telur
ljóst að sú upphæð dugi ekki til.
Ekki hefur verið lagt mat á hver
heildarkostnaður við úrbætur í daln-
um verður.
Þegar komið er áleiðis inn í
Reykjadal er annaðhvort hægt að
fara yfir vað á læknum og halda
áfram á aðalgöngustígnum vestan
lækjarins eða sleppa því að vaða og
ganga austan við lækinn, eftir grasi
vöxnum bökkunum. Margir velja
þann kost með þeim afleiðingum að
bakkanir eru töluvert farnir að láta á
sjá.
Sigurður segir að leggja eigi
göngubrú yfir lækinn og loka göngu-
leiðinni austan við hann. Leggja eigi
fleiri göngubrýr yfir lækinn, m.a. að
palli sem reisa eigi við aðalbaðstað-
ina. Miðað sé við að pallurinn verði
með líku sniði og sá sem er við Land-
mannalaugar. „Með því að gera
gönguleiðina greiðfæra og góða og
sýna hvar á að fara vonum við að
fólk fari rétta leið,“ segir hann.
Sigurður segir að þó að margir
séu á móti því að umhverfið verði
Reykjadalur er að kikna un
Reykjadalur ofan Hveragerðis hefur látið mjög á sjá vegna umferðar ferðafólks Aðgengilegasti náttúrulegi
Ölfus vinnur að deiliskipulagi Lagfæra á göngu- og reiðleiðir Gönguleið austan við lækinn hugsanlega lok
Áhætta Ferðafólk fer nálægt bullsjóðandi hverum með tilheyrandi hættu.
Spillist í nánustu
framtíð
» Í maí 2011 skilaði Laufey Sif
Lárusdóttir BS-ritgerð í um-
hverfisskipulagi frá Landbún-
aðarháskóla Íslands sem
fjallaði um Reykjadal.
» Þar kom fram að um 3.500
manns fóru í skipulagðar ferðir
í dalinn árið 2010, skv. upplýs-
ingum frá ferðaþjónustufyr-
irtækjum, þar af tæplega
2.000 frá Eldhestum. Mun
fleiri fara á eigin vegum.
» Í niðurstöðum segir að nú-
verandi gönguleið þoli ekki
álagið en styðjast verði við ít-
arlegar greiningar þegar taka
eigi ákvarðanir um skipulag og
hönnun gönguleiða.
» Höfundur segir að velta
megi fyrir sér hvort hesta- og
hjólreiðaferðir hefjist of
snemma á vorin þegar landið
sé enn of blautt.
» Verði ekkert aðhafst megi
leiða að því líkum að áhrif
vegna ágengni verði sífellt
sýnilegri og „þessi nátt-
úruperla muni spillast í nán-
ustu framtíð.“
» Ritgerðin ýtti m.a. við sveit-
arfélaginu Ölfusi og Landbún-
aðarháskólanum um að grípa
til aðgerða.
Blautt Brekkan upp í Dalaskarð, ofan Reykjadals, hefur
látið mjög á sjá. Á sunnudag fór hópur hjólreiðamanna
þar um en það hlýtur að vera mikið vafamál hvort brekk-
an þoli slíka umferð. Þegar lagt er upp í hjólatúr er þó
ekki alltaf hægt að átta sig hvernig aðstæður verða á leið-
inni. Hægt er að fara aðra leið ofan í dalinn af Hellisheiði.
Hvergi er skilti sem sýnir göngu-, reið-, og hjólaleiðir eða
sem varar við aðstæðum á leiðinni.