Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 KALT ESPRESSÓ MEÐ SÚKKULAÐI/KARAMELLU Espresso kaffi getur skipt um ham eins og fiðrildi. Klaki, ís, síróp, karamella, súkkulaði, rjómi og það springur út. Löðrandi, sætt, ískalt og hressandi. Fæst á Ártúnshöfða, Hringbraut og Borgarnesi. Ég hyggst eyða helginni í Þórsmörk með ferðafélaginu,“segir Róbert Marshall, nýkjörinn þingflokksformaðurBjartrar framtíðar, um afmælishelgina sem framundan er. Róbert fagnar fjörutíu og tveggja ára afmæli sínu í dag en segir eftirminnilegustu afmælisveisluna hafa verið fertugs- afmælisveisluna. „Ég safnaði saman nokkrum vinum mínum í fé- lagsheimilinu Gunnarshólma í Rangárþingi eystra. Á svæðinu voru hljóðfæri og var spilað og sungið fram á nótt eins og á góðu sveitaballi.“ Aðspurður hvort haldið sé upp á afmæli þingmanna innan þingflokkanna segir Róbert allan gang vera á því. „Ég man nú satt að segja ekki eftir því að neinn hafi mætt með köku en þingmenn eru þó duglegir að óska hver öðrum til hamingju með daginn.“ Á afmælisdaginn sjálfan er algengt að ákveðnir heimilismenn vakni snemma til þess að baka pönnukökur eða vöfflur og Ró- bert telur enga breytingu verða á því þetta árið. Að öðru leyti verði þetta rólegur afmælisdagur í faðmi fjölskyldunnar. Róbert Marshall er 42 ára Þingflokksformaður „Á afmælisdaginn er algengt að ákveðnir heimilismenn vakni snemma til þess að baka pönnukökur eða vöfflur og tel ég að engar breytingar verði á því þetta árið“ Hélt sveitaball á fertugsafmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Ásrún Fjóla fæddist 13. september. Hún vó 3.820 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Viktoría Sigrún Böðvarsdóttir og Stefán Jök- ull Jónsson. Nýir borgarar Höfn Hinrik Guðni fæddist 29. sept- ember kl. 0.29. Hann vó 3.775 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Eva Birgisdóttir og Bjarni Ólafur Stef- ánsson. B jörg fæddist að Bjargi á Seltjarnarnesi og ólst þar upp, en hún var þrjú sumur í sveit að Skarði í Hreppum. Hún hóf skólagöngu sína í tíma- kennslu hjá Sigríði Stefánsdóttur, eiginkonu Sigfúsar Sigurhjartar- sonar ritstjóra, en var síðar í Mýr- arhúsaskóla, Landakotsskóla og Kvennaskólanum. Hún hafði alltaf verið handlagin, lærði að sníða hjá Sigrúnu Sigurð- ardóttur og vann við saumaskap um tíma. Hún hóf svo nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, fyrst í teikningu og málun en síð- ar í höggmyndagerð. „Ég var búin að vera svo lengi í skólanum að kaffikannan hét í höfuðið á mér,“ segir Björg hlæjandi, en hún var þar við nám á árunum 1967 til 1977. Hún starfaði hjá Þjóðleik- húsinu einn vetur og var annan á Þjóðminjasafninu. Hún starfaði svo hjá Leikfélagi Reykjavíkur um fimm ára skeið þar sem hún var forstöðumaður saumastofunnar, en fluttist til Svíþjóðar árið 1978. Saumakona konungs Þar lærði hún og starfaði við myndlist og hannyrðir, bæði í Stokkhólmi og Jönköping; hún lærði við Konstfack og Drama- tiska institutet, tók kennarapróf í Björg Ísaksdóttir myndlistarkona er 85 ára Listfeng Björg Ísaksdóttir hóf feril sinn í saumaskap en sýnir hér eitt af myndlistarverkum sínum. „Amma mín vinnur í konungshöll!“ „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.