Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 CRÉPES Lífið er eins og pönnukaka. Hver og einn hefur sína uppskrift að lífsfyllingu en hið æðsta stig tilverunnar köllum við crépes. Fæst á Ártúnshöfða og Hringbraut. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stofnanir og sveitarfélög, sem eiga aðkomu að vatnsvernd- arsvæði Þingvallavatns, hafa stofnað samráðsvettvang um frá- veitumál á svæðinu. Í þessum hópi verða Þjóðgarðurinn á Þing- völlum, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og fulltrúar sumarhúsaeigenda. Þetta var ákveðið á fundi í gær, að sögn Elsu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Elsa sagði að nýleg skýrsla um ástand fráveitu- og neyslu- vatnsmála sumarbústaða innan verndarsvæðis Þingvallavatns væri ákveðið upphafsskref. Þar er greint frá niðurstöðum könn- unar á ástandi fráveitna og fyrirkomulagi neysluvatnsöflunar við sumarhús innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þau eru flest í landi Kárastaða en einnig eru nokkur á Gjábakka. Verkefnið var samvinnuverkefni þjóðgarðsins og Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands. Gagnaöflun var á könnu þjóðgarðsins en heilbrigð- iseftirlitið gerði gátlista og annaðist úrvinnslu. Markmiðið er að vernda vatnasvið og lífríki Þingvallavatns frá mengun af völd- um fráveitna. Í skýrslunni kemur m.a. fram að af þeim fráveitum sem kannaðar voru uppfylltu fjórar þeirra kröfur á svæðinu, 21 rotþró var með siturlögnum, 23 voru eldri þrær, oftast steypt- ar. Um fimm rotþrær var ekki vitað um stærð eða gerð og eitt þurrsalerni var á svæðinu. Ekki fengust svör frá 34 aðilum og voru ýmsar ástæður fyrir því. „Svona er ástandið þarna. Við þurfum að kanna hvernig ástandið er annars staðar á verndarsvæðinu og kynna þessa niðurtöðu fyrir sumarbústaðaeigendum sem eiga hús á vernd- arsvæðinu utan þjóðgarðsins,“ sagði Elsa. „Það var samdóma álit þeirra sem voru á fundinum að það mætti líklega heimfæra niðurstöðu skýrslunnar á allt verndarsvæðið þó að það geti ver- ið einhver tölfræðileg frávik.“ Gæði neysluvatns vísbending um ástand rotþróanna Elsa sagði aðalatriðið að kynna sumarbústaðaeigendum hvaða kröfur gildi um frárennslismál á verndarsvæðinu og hvaða fresti þeir hafi til úrbóta. Einnig var könnuð öflun neysluvatns í bústöðum innan þjóðgarðsins. Ekki voru tekin sýni af neysluvatninu. „Gæði neysluvatnsins verða alltaf ágætis vísbending um ástand rot- þrónna á svæðinu,“ sagði Elsa. Í skýrslunni segir m.a. að á svæðinu sem könnunin náði til „er staðsetning vatnsbóla, fjöldi þeirra og nálægð við fráveitumannvirki það sem sérstaka at- hygli vekur og kallar á nánari skoðun“. Elsa sagði að tilgangur könnunarinnar hefði ekki verið að kanna gæði neysluvatnsins. Aðaláherslan væri á fráveituna og að laga hana. Neysluvatnið mundi batna þegar fráveitumálin yrðu komin í lag. Samráð um fráveitu við Þingvallavatn  Kanna þarf ástand fráveitumála sumarhúsa á vatnsverndarsvæðinu utan þjóðgarðsins  Niðurstaða könnunar á fráveitu- og neysluvatnsmálum í þjóðgarðinum kynnt sumarhúsaeigendum Morgunblaðið/ÞÖK Þingvallavatn Mikilvægt er að vernda vatnasvið og lífríki Þingvallavatns fyrir mengun frá frárennsli. Ákveðið var á aðalfundi í Spari- sjóðnum Afli á Siglufirði að hækka stjórnarlaun almennra stjórnar- manna um 87,5% og stjórnarfor- manns um 150%. Kostnaður við launagreiðslur til stjórnarmanna tvöfaldast við þessa ákvörðun. Arion banki á 94,4% stofnfjár í Afli og lagði fulltrúi bankans fram tillögu um hækkun stjórnarlauna á aðalfundi í fyrradag. Laun stjórnarformanns verða 400 þús- und krónur á mánuði en voru á síðasta ári 160 þúsund. Laun ann- arra stjórnarmanna verða 150 þúsund á mánuði í stað 80 þúsund kr. Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Arion banka, segir að stjórnarlaun í Afli hafi verið afar lág. Bendir hann á að krafa sé gerð um óháð fólk í stjórn sjóðsins og til að fá hæft fólk þurfi að greiða svipuð laun og í öðrum fjármálafyrirtækjum. Tekur hann fram að þrátt fyrir þessa hækkun séu laun stjórnarmanna í Afli enn í lægri kantinum, miðað við önnur fjármálafyrirtæki. helgi@mbl.is Stjórnarlaun tvöfölduð í Sparisjóðn- um Afli  Fulltrúi Arion lagði til hækkun Landsbankinn mun í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í gær fara yfir þau jafngreiðslulán sem hafa verið endurreiknuð miðað við seðlabanka- vexti og leiðrétta vaxtaviðmið endur- reikningsins ef lánin uppfylla þau við- mið sem fram koma í dómnum. Ekki liggur fyrir hve mörg lán gætu fallið undir þessi viðmið eða hver heildar- fjárhæð leiðréttingar kunni að vera. Dómurinn leiðir til lykta deilu fyr- irtækis um uppgjör vegna endur- reiknings vaxta og afborgana af er- lendu láni sem tekið var hjá SP-Fjármögnun á sínum tíma en Landsbankinn tók við. Dómur sem ógilti gengistryggingu lána tók til þessa láns. Landsbankanum er ekki heimilt að innheimta frekari greiðslur hjá fyr- irtækinu en greiddar voru 2007 til 2010. Með þessu sneri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms sem vísaði til fordæmis útreikninga í svokölluðum Borgarbyggðardómi. Taldi Hæstiréttur að fyrirtækið hefði verið í góðri trú um lögmæti skuldbindingarinnar og þar með að umræddar greiðslur fælu í sér réttar og fullar efndir. Bankinn gæti ekki krafið fyrirtækið um viðbót vegna greiddra vaxta aftur í tímann. Aftur á móti hafnaði Hæstiréttur kröfum fyrirtækisins um að bankan- um yrði gert að standa því skil á mis- mun á greiðslum sem í raun voru innt- ar af hendi og fjárhæðum sem fram komu í endurútreikningi á skuldbind- ingu hans, vegna þeirra gjalddaga einna sem sá mismunur er því í hag. Rétturinn bendir á að fyrirtækið hafi ekki ofgreitt af skuldinni Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, bendir á að Hæstiréttur hafi í þessu tilviki talið að þegar um væri að ræða jafngreiðslu- lán þyrfti að beita annarri aðferð en áður hefði verið viðurkennd sem rétt, við mat á því hvort svokölluð viðbót- arkrafa teldist umtalsverð. Það væri eitt þeirra skilyrða sem þyrftu að vera uppfyllt til þess að miða við greidda samningsvexti. Kristján seg- ir að dómurinn hafi engin áhrif á hag bankans. Í kjölfar Borgarbyggðar- dómsins hafi verið lagðir til hliðar 38 milljarðar króna í varúðarskyni. Þarf að yfirfara öll endur- reiknuð jafngreiðslulán  Fyrirtæki þarf ekki að greiða viðbót  Hafði ekki ofgreitt Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Færri fengu sæti en vildu á kynning- arfundi um drög að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og fengu fund- argestir að spyrja kjörna fulltrúa og embættismenn innan borgarkerf- isins spjörunum úr. Skipulagsmál í Vatnsmýri og framtíð Reykjavíkurflugvallar voru ofarlega í huga margra fundargesta sem ekki voru allir sammála um ágæti draganna að aðalskipulagi. Einn fundargesta lýsti furðu sinni á fullyrðingum fulltrúa í pallborði sem virtust líta svo á að í lagi væri að slíta í sundur tengingu milli lands- byggðarinnar og þungamiðju heil- brigðisþjónustu í landinu með flutn- ingi flugvallarins. Mismunandi afstaða Í pallborði voru m.a. borgarfull- trúarnir Dagur B. Eggertsson, Sam- fylkingu, Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki og Sóley Tóm- asdóttir,VG. Dagur neitaði því að verið væri að slíta í sundur áð- urnefnda tengingu. Sagði hann að taka þyrfti mun fleiri þætti inn í heildarmyndina heldur en staðsetn- ingu flugvallarins og Landspítalans. Annar fundargestur spurði hvort ekki væri sérstakt að stefna að flutn- ingi flugvallarins þegar kannanir sýndu að 80% borgarbúa vildu halda honum í Vatnsmýrinni. Dagur gerði athugasemd við spurninguna, sagði rétt að 80% borgarbúa vildu halda flugvellinum í Vatnsmýri þegar þeir væru beðnir um að velja milli Hólmsheiðar, Keflavíkur og Vatns- mýrar. Hinsvegar sýndu aðrar kannanir að borgarbúar skiptust í tvo nokkuð jafnstóra hópa þegar þeir væru spurðir á annan hátt, þ.e. hvort þeir vildu frekar í Vatnsmýri: blandaða byggð eða flugvöll. Fulltrúi samtakanna Betri byggð, gagnrýndi þann fjölda íbúða sem gert er ráð fyrir í Vatnsmýri skv. drögunum, taldi að stefna ætti að mun fleiri íbúum heldur en 14 þús- und eins og nú er ráðgert. Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, svaraði að tekið hefði verið tillit til núver- andi borgarmyndar við skipulagið. Flugvöllurinn var ofarlega á baugi  Skiptar skoð- anir á borgara- fundi um aðal- skipulag Morgunblaðið/Golli Skipulag Kjörnir fulltrúar sátu fyrir svörum á fundinum í gær sem var vel sóttur af áhugasömum borgarbúum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.