Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Ljósmynd/Ólafur F. Magnússon
Snæfell speglar sig í tjörn við Folavatnslæk, en svæðið er nú horfið undir Kelduárlón. Myndin er tekin 25. júlí 2005.
Í bók Helga Hall-
grímssonar, nátt-
úrufræðings, um Lag-
arfljót er gerð ítarleg
grein fyrir fljótinu og
vatnasvæði þess, m.a.
fossunum fögru í Jök-
ulsá í Fljótsdal og Kel-
duá, sem Helgi kynnti
fyrir þjóðinni á liðinni
öld. Árnar hafa nú verið
stíflaðar fyrir neðan
Eyjabakka sem rennslisvirkjun með
tveimur litlum lónum, Ufsalóni og
Kelduárlóni, þar sem Kelduá, ásamt
hliðaránum Grjótá, Innri-Sauðá og
Ytri-Sauðá er stífluð. Við það hverfa
fossarnir að mestu, nema þegar yf-
irfall getur orðið síðsumars, þegar
sameiginlegt uppistöðulón þessara
áa, Hálslón, ofan við Kárahnjúka, er
fullt. Kirkjufoss í Jökulsá í Fljótsdal
er einn magnaðasti og fegursti foss
Íslands, 35 metra hár, og rennur of-
an í allt að 80 metra hátt gil. Hann
minnir um margt á Gullfoss, nema
að umhverfið allt í kring, í 600 metra
hæð er iðjagróið, með Laugafell í
baksýn. Faxi í Jökulsá og Stuðlafoss
í Laugará, umlukinn stuðlabergi,
mætast ofarlega í Norðurdal og
mynda fallegan fossadúett. Kelduá
býr m.a. yfir hinum fagra Stórafossi.
Samfelldar fossaraðir, þar sem Kel-
duá rennur með mik-
illi hæðarlækkun nið-
ur Þorgerðarstaðadal,
eru líklega þær
lengstu á Íslandi.
Náttúrulegt kjarr
þekur vesturhlíðar
dalsins og hefur ekki
verið spillt með greni-
trjáarækt, eins og t.d.
í Ásbyrgi.
Myndir af foss-
unum sem hurfu
Myndir af þessum
fossum prýða rit Landsvirkjunar:
„Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á
fossa.“ Fossarnir ásamt gróðurvin-
inni og fuglaparadísinni Eyjabökk-
um, sem nú hefur verið gerð að
Ramsarsvæði, hefðu horfið með
óafturkræfum hætti og nær allt
svæðið norðan Snæfells hefði verið
eyðilagt, ef hin allt að því fantalega
aðför gegn Eyjabökkum og Snæ-
fellssvæðinu, sem Alþingi samþykkti
21. desember 1999, hefði gengið eft-
ir. Þar með hafnaði Alþingi nýju um-
hverfismati skv. lögum frá 1994. Til
stóð að virkja þrjár vatnslitlar ár
norðan Snæfells með Hafursárveitu,
Laugarárveitu og Grjótárveitu, eins
og fram kemur á korti af svæðinu í
áðurnefndum bæklingi Landsvirkj-
unar. Í því hefði falist margra kíló-
metra jarðrask og djúpur skurður
hefði legið eftir svokölluðu Snæfells-
nesi, að fyrirhuguðu Eyjabakkalóni.
Nú hefur hins vegar verið ákveðið að
hlífa fossunum fögru í Laugará og
Hafursá og í raun öllu nærumhverfi
Snæfells. Konungur íslenskra fjalla
mun áfram verða gróðri vaxinn í
1.000 metra hæð í austurhíðum
fjallsins, sem tengjast Eyjabökkum
með samfelldri gróðurþekju. Ferð á
tind Snæfells býður upp á útsýni yfir
Vatnajökul og Kverkfjöll til suðurs,
yfir til Herðubreiðar til vesturs, með
Fremri-Kárahnjúk í miðri sjónlín-
unni, yfir Lagarfljót og Hérað til
norðurs og yfir Eyjabakka til aust-
urs, en þessari náttúruperlu var
forðað undan því að vera sökkt undir
gruggugt uppistöðulón á stærð við
Mývatn fyrir sáralítinn ávinning við
orkuöflun.
Stórsigur yfir 45 þúsund
Íslendinga
Undirskriftir Umhverfisvina, þar
sem krafist var lögformlegs mats á
umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj-
unar, voru afhentar Alþingi Íslend-
úrskurði skipulagsstjóra um að ekki
skyldi heimila Kárahnjúkavirkjun,
vegna verulegra neikvæðra og óaft-
urkræfa umhverfisáhrifa hennar, án
nægilegs efnahagslegs ávinnings.
Baráttan framundan
Að mínu mati snýst barátta nátt-
úruverndarfólks nú um umhverf-
ismat á Bjarnarflagi við Mývatn og
að allar jarðvarmaframkvæmdir á
Reykjanesi og Hengilssvæðinu verði
látnar bíða þar til virkjanakostum
hefur verið forgangsraðað upp á
nýtt. Það er beinlínis hættulegt fyrir
næstu kynslóðir á höfuðborgarsvæð-
inu, ef áfram verður gengið á hita-
vatnsforða svæðisins með jafn
skeytingarlausum hætti og verið
hefur. Niðurstaðan gæti orðið skort-
ur á heitu vatni til húskyndingar.
Jarðvarmavirkjanir endast skem-
ur og eru kostnaðarsamari en vatns-
aflsvirkjanir, a.m.k. ef mið er tekið
af hrakförum Orkuveitu Reykjavík-
ur. Það hefur lengi legið ljóst fyrir,
að virkjanir í neðri Þjórsá eru næst-
ar á dagskrá. En þær mega ekki
nýtast til frekari orkusölu til er-
lendrar stóriðju á undirverði. Til
þess eru orkulindir okkar of dýr-
mætar og það verður að huga að
framtíðinni, fremur en skyndilausn-
um.
inga 14. febrúar 2000. Sama dag var
forráðamönnum Norsk Hydro afhent
skjal til staðfestingar á skriflegri
undirritun yfir 45 þúsund Íslendinga
til stuðnings umhverfismatinu. Við-
brögð Sivjar Friðleifsdóttur, þáver-
andi umhverfisráðherra, voru þau, að
25. febrúar 2000 sló hún út af borðinu
langt komið umhverfismat og sendi
alla rannsóknarvinnu aftur á byrj-
unarreit. En Norðmenn hlustuðu á
þjóðarvilja Íslendinga og hinn 30.
mars 2000 bárust fréttir um að
Fljótsdalsvirkjun hefði verið slegin út
af borðinu, enda lá ljóst fyrir að
Fljótsdalsvirkjun ein og sér gæti
aldrei staðið undir sér. Forráðamenn
Norsk Hydro ákváðu að Noralverk-
efninu yrði breytt þannig, að fyrst
skyldi virkjað við Kárahnjúka fyrir
allt að 240 þúsund tonna álver, en síð-
an skyldi virkja til viðbótar fyrir allt
að 120 þúsund tonna álframleiðslu.
Þannig kæmi rennslisvirkjun fyrir
neðan Eyjabakka í stað uppistöðu-
lóns á Eyjabökkum. Við það „töp-
uðust“ aðeins 4% eða 200 gígavatt-
stundir af núverandi orkuforða
Kárahnjúkavirkjunar. Sigurinn í
Eyjabakkamálinu var, ásamt sigri
fólksins gegn ofbeldisfullu yfirvaldi í
Laxárdeilunni, stærsti sigur í sögu ís-
lenskrar náttúruverndar. Sjónarmið
náttúruverndar biðu hins vegar al-
varlegan hnekki hinn 20. desember
árið 2001, þegar „náttúruvernd-
arsinninn“ Siv Friðleifsdóttir hnekkti
Eftir Ólaf F.
Magnússon »Nú hefur hins vegar
verið ákveðið að
hlífa fossunum fögru í
Laugará og Hafursá og
í raun öllu nærumhverfi
Snæfells.
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er læknir og fyrrverandi
borgarstjóri.
Björgun Snæfells- og Eyjabakka-
svæðisins og framtíðin
Hvaða óvitum kom í
hug að gefa leyfi til að
veita olíu um hraun-
helli ofan í kaldavatns-
ból þéttbýlisins? Slíka
áhættu tókum við ekki
fyrir 60 árum þegar við
vorum að útbúa skíða-
svæðið í Bláfjöllum.
Létum fyrstu árin
bæði flytja allt skolp í
tankbílum í skolpræsi
höfuðborgarinnar og gerðum síðar
rándýra tveggja km skolplögn út
fyrir vatnsverndarsvæðið. En allt
vatn varð samt enn að flytja í tank-
bílum í 60 tonna þar til gerðan
geymi í þjónustumiðstöðinni þegar
skálinn var byggður um 1980. Um
þessar dýru framkvæmdir voru
fulltrúar allra sveitarfélaganna mér
(sem var formaður) sammála. Vor-
um öll vel meðvituð um áhættuna.
Þarna í hrauninu er
nefnilega ekkert vatn
ofanjarðar. Það finnur
sér leið neðanhrauns í
Heiðmörk og Gvend-
arbrunnana. Þarf ekki
mikið spilliefni til að
eyðileggja þar
drykkjarvatnið.
Verður líklega enn
að útskýra sérstöðu og
alvöru þessa máls. Sú
mikla snjóakista, sem
þarna er, verður til af
því að úthafsloftið frá
hafinu hækkar sig fyrst þegar það
lendir á fjallgarðinum og losar sig
þá við vætuna með sífelldum snjó
eða rigningu, sem er vatnsforðabúr
höfuðborgarbúa. Vatnið hripar jafn-
óðum niður í gegnum þessi ofur
gljúpu hraun og er dælt upp í Heið-
mörk. Ekkert vatn finnst ofanjarðar
á þessu svæði. Í einni sprungunni í
þessu hrauni er, því miður, m.a.
þessi gullfallegi hellir, Þríhnjúka-
drykkjarvatn okkar ekki dýrmætara
en svo að nokkra áhættu megi taka?
Ég hefi svosem fyrr þurft að út-
skýra þessa einföldu staðreynd.
Ekki reyndar fyrir þeim sem jafnan
eru með forgang umhverfismála á
vörum. Það var á Landsfundi sjálf-
stæðismanna fyrir nokkrum árum
að ungliðaheyfingin var búin að búa
sig vel undir í nafni frjálshyggj-
unnar að samþykkt yrði að selja
skyldi allar opinberar stofnanir,
Vatnsveitu Reykjavíkur þá líka. Það
var ekki fyrr en slík samþykkt úr
nefndum var að fara í allsherjar-
atkvæðagreiðsluna að boða varð í of-
boði til skyndifundar á sunnudags-
morgninum. Framámenn hrukku
við og mættu. Í átökunum sagði ein-
hver ungliðinn um „þetta vatn henn-
ar Elínar“, að hann treysti ein-
hverjum athafnamanni alveg eins til
að kaupa og stýra Vatnsveitu
Reykjavíkur eins og Coca Cola. Og
fékk það svar að munurinn væri
bara sá að án Coca Cola mundi
mannskapurinn lifa ágætlega af, en
drykkjarvatnslaus væri hann dauða-
dæmdur.
Þess vegna varð ég alveg gáttuð
þegar þetta mál með olíuna sem
sullaðist bara niður úr þyrlu á leið í
Þríhnjúkagíg kom upp, að hvorki
fulltrúar okkar í borgarstjórn né
umhverfisráðherra skyldu bregðast
við og snarstoppa allt þetta æv-
intýri. Tryggja að ekkert spilliefni
fari ofan í gíginn eða umhverfi hans
nú eða síðar. Ekki gerði fráfarandi
umhverfisráðherra það. En það er
mín von að sá sem nú tekur við um-
hverfismálunum geri það snarlega. Í
stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar
stendur raunar að sett verði lög um
einstök verndarsvæði í byggð í sam-
ræmi við það sem tíðkast í N-
Ameríku og víða í Evrópu.
Stopp strax, ég vona bara að það
verði ekki of seint! Það yrði aldrei
aftur tekið.
Eftir Elínu
Pálmadóttur » Vatnið hripar jafn-
óðum niður í gegn-
um þessi ofur gljúpu
hraun og er dælt upp í
Heiðmörk. Ekkert vatn
finnst ofanjarðar á
þessu svæði.
Elín Pálmadóttir
Höfundur er blaðamaður.
Ekki hella olíu niður um gíg í drykkjarvatnið okkar
gígur, sem væri ótrúlega gaman að
skoða og svokallaðir útrásarmenn
tala nú um að laða að þúsundir
ferðamanna. Til þess hyggjast þeir
lýsa hann upp og framleiða rafmagn
þarna niðri með dísilolíu. „Slysið“
sem varð þegar þeir voru að byrja
að flytja olíu með þyrlu og víst líka
með bílum er vonandi slík aðvörun
að þetta verði stoppað – strax. Eitt-
hvað var talað um skilyrði, eins og
öllum sé ekki ljós sá alkunni sann-
leikur að allt sem getur bilað gerir
það fyrr eða síðar. Er þetta fína