Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ekki nógu harður í sam- skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og vera fastari fyrir. Annars áttu á hættu að missa allt úr böndunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gefur endalaust af þér í sambandi, meira en góðu hófi gegnir. Núna er mjög góður tími fyrir þig til að fara í ferðalag til fjarlægra landa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Forðastu slæmu afleiðingarnar með því að fara vel með tímann og setja mörk í félagslífinu. Reyndu ekki að slá ryki í augu fólks eða koma þínum verkum yfir á aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu þér eitthvað skapandi í hug- arlund í dag. Hlustaðu eins vel og þú getur, treystu á sjálfan þig og haltu þínu striki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að láta fara lítið fyrir þér í dag og láttu ekki freistast þótt forvitnileg um- ræðuefni séu í gangi. Áberandi vöntun er á stundvísi meðal fjölmargra þinna nánustu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu daginn til þess að gera lang- tímaáætlanir í fjármálum. Deildu gleði þinni með þeim sem þú hittir og læknaðu gömul sár með því að vera fyrstur til þess að fyrir- gefa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reynið að létta á spennunni sem ríkir í kringum ykkur. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa, þú þarft að hafa fyrir þeim og hikaðu ekki við að leita hjálpar hjá vinum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsagt er að sýna skoðunum annarra virðingu, þótt þær fari ekki saman við okkar eigið álit. Vertu umburðarlyndur og líttu á það sem umhyggju fyrir velferð þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að gera þér grein fyrir aðstæðum þínum og eðli málsins áður en þú bregst við. Mundu að ganga ekki á bak orða þinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert mótsagnakenndur en það er hluti af því hversu heillandi þú ert. Þú þarft að ná frumkvæðinu og halda því svo sigri þínum verði aldrei ógnað. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki hægt að velta hlut- unum endalaust fyrir sér. Farðu vel með, því það er þitt hlutverk að skila þeim áfram til eftirkomenda þinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Kannski færð þú óvænt framlag eða aðstöðu til þess að sinna starfi þínu betur. Velgengnin bíður þín handan hornsins. Skákfréttir helgarinnar“ er yf-irskrift limru sem Páll Jón- asson kastar fram: Um helgina mannskæða Mæja mátaði þrjátíu gæja. Þar var ýmislegt gert og við endatafl hvert, fór hún að æpa og æja. Og skákíþróttin er honum of- arlega í huga, því hann bætir við undir yfirskriftinni „Skákáhugi undirmálsmannsins“: Mig langar svo Mæju að máta og manndóminn flæða láta. En ég hef bara peð til að máta með. Af meiru er nú ekki að státa. Þá rifjast upp gamalkunn vísa: Sátu tvö að tafli þar tafls óvön í sóknum aftur á bak og áfram var einum leikið hróknum! Og þessi: Taflið búið bráðum er býsna þú ert klókur. Burtu er nú af borði hér biskup, frú og hrókur. Á heimasíðu Skákfélags Akur- eyrar er samantekt á skákvísum, þar á meðal þessi frásögn: „Fyrir 70-80 árum voru símaskákir eða radíóskákir eins og þær voru kall- aðar mjög vinsælar. Þá tóku skák- menn hina nýju tækni í lið með sér og tefldu skákir eftir öldum ljós- vakans. Þetta voru yfirleitt bæjar- keppnir og fóru þær oftast fram síðla kvölds og langt fram á nótt. Þá var oft glatt á hjalla og óspart látið fjúka í kviðlingum. Þessi var send þegar Akureyr- ingar og Húsvíkingar áttust við: Þú hefur lengi þvælst við mát þér til lítils sóma hefur ekki á höndum gát höfuðkúpan tóma. Þó fjandinn leggi ykkur lið og leiki fyrir alla. Hér erum ekki hræddir við Húsavíkur lalla. Sveinn Þorvaldsson fyrrum skákmeistari Norðlendinga (1935) var hagyrtur og hafði gaman af því að setja saman vísur. Eitthvert sinn fylgdist hann með tveimur mönnum sem sátu að tafli og mælti þá: Ekki er að spyrja að aflinu. Óðum hrókum slengdi. Tímanlega í taflinu tók hann frúna og hengdi.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af mannskæðu Mæju, peði og skákfréttum Í klípu „ÞEGAR ÞIÐ ERUÐ TILBÚIN AÐ PANTA, ÝTIÐ ÞÁ Á „SENDA“.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER NÝJASTA TÝPAN OKKAR, HÚN HEITIR „HJÓNABANDSBJARGVÆTTURINN“.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þögnin og allt sem minnir þig á hann. SJÓNVÖRP STRÆTÓ- STOPP ÉG OG AÐSTOÐARMAÐUR MINN ERUM HINGAÐ KOMN- IR TIL AÐ INNHEIMTA HINN SÍ-ÓVINSÆLA SÉREIGNAR- SKATT KONUNGSINS! AF HVERJU ERTU MEÐ AÐSTOÐAR- MANN? EF EINSTAKA SKATTGREIÐANDI SKYLDI MÓT- MÆLA. HVER VILL KISUNAMMI? GRETTIR? HVAÐ MEÐ ÞIG? SPYRÐU JÓN. Nú er vor í lofti og gott vor boðarenn betra sumar. „Hraðmót“ Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lofar góðu um framhaldið og fót- boltalandslið karla og kvenna verða í sviðsljósinu á næstunni. Vart hægt að biðja um það betra. x x x Úrslitakeppni Evrópumóts kvennaí fótbolta hefst í Svíþjóð 10. júlí og að sjálfsögðu verða „stelpurnar okkar“ í eldlínunni. Þær hafa löngum glatt landann, en síðasti heimaleikur þeirra fyrir EM verður á Laugardalsvelli á morgun, þegar þær mæta Skotum í vináttulands- leik, og er ástæða til að hvetja fólk til að njóta lífsins og fjölmenna. x x x Víkverji hefur lengi trúað því að ís-lensk félagslið í fótbolta eigi eft- ir að komast í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar og er sannfærður um að karlalandsliðið eigi eftir að leika í lokakeppni stórmóts. Næst er það heimsmeistarakeppnin í Brasilíu að ári og enn er von – vonandi þang- að til flautað verður til leiksloka í leikjum Noregs og Íslands, Albaníu og Kýpur og Sviss og Slóveníu 15. október í haust og aðeins lengur. x x x Að loknum fimm umferðum erSviss í efsta sæti riðilsins með 11 stig, en síðan koma Ísland og Alb- anía með sín níu stigin hvort lands- lið, Noregur með sjö stig, Kýpur fjögur og Slóvenía þrjú stig. Þegar Srecko Katanec tók við sem lands- liðsþjálfari Slóveníu fyrir sl. jól sagði hann að markmiðið væri að koma Slóvenum í lokakeppni HM í Bras- ilíu sumarið 2014. Þegar hann til- kynnti hópinn fyrir leikinn á móti Ís- landi, sem verður á Laugardalsvelli 7. júní nk., áréttaði hann fyrri um- mæli sín og sagði að Slóvenía gæti enn náð öðru sæti riðilsins og þannig komist í umspil um sæti í lokakeppn- inni. x x x Víkverji hefur fulla trú á „strákun-um okkar“. Það verður veisla á Laugardalsvellinum eftir viku og Víkverji lætur slíka veislu ekki framhjá sér fara en eflaust komast færri að en vilja. víkverji@mbl.is Víkverji Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskviðirnir 10:22) KALT ESPRESSÓ MEÐ SÚKKULAÐI/KARAMELLU Espresso kaffi getur skipt um ham eins og fiðrildi. Klaki, ís, síróp, karamella, súkkulaði, rjómi og það springur út. Löðrandi, sætt, ískalt og hressandi. Fæst á Ártúnshöfða, Hringbraut og Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.