Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 131. tölublað 101. árgangur
TÍSKA OG FÖRÐUN
SUMARLITIR, TÍSKAN Í KVIKMYNDUM OG
MARGT FLEIRA Í 32 SÍÐNA AUKABLAÐI
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Þessi skýrsla færir okkur jákvæð
tíðindi. Í ráðgjöfinni er aukning í
þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og löngu,
sem eru flestar af mikilvægustu botn-
fisktegundum okkar,“ segir Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, um skýrslu um
ástand fiskstofna og veiðiráðgjöf fyrir
næsta fiskveiðiár. Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
tekur í sama streng og segir að í flest-
um tilvikum séu tillögur í samræmi
við það sem búast hefði mátt við.
Ráðgjöfin er hækkuð í nokkrum
verðmætustu botnfisktegundunum
og íslenskri sumargotssíld og gæti út-
flutningsverðmæti aukist um 15-16
milljarða á næsta fiskveiðiári, skv.
upplýsingum LÍÚ. Þorskafurðir
gætu verið um helmingur af þeirri
upphæð. Hins vegar er mikil óvissa
um loðnuveiðar næsta vetur.
„Íslenska sumargotssíldin kom
okkur verulega á óvart því við höfðum
ekki reiknað með aukningu þar,“ seg-
ir Friðrik. „Sama má reyndar segja
um ýsuna, en stofn hennar er
áhyggjuefni og ekki gott útlit á næstu
árum. Mesta óvissan er hins vegar í
loðnunni, lítið hefur fundist af
ungloðnu og alls óvíst hvernig vertíð-
in verður næsta vetur. Útflutnings-
verðmæti loðnuafurða var hátt í 30
milljarðar árið 2012, sem er tvöfalt
það sem aukningin í öðrum tegundum
núna gæti numið,“ segir Friðrik.
Hann bendir á að verulegur sam-
dráttur sé í veiðum á norsk-íslenskri
síld og makríl í ár miðað við síðasta ár.
15-16 milljarða aukning
Meiri afli í mikilvægum botnfisktegundum og sumargotssíld samkvæmt ráðgjöf
Óvissa um loðnuna en útflutningsverðmæti afurða var hátt í 30 milljarðar 2012
MAukning í mörgum »18
Morgunblaðið/Kristinn
Forseti Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, setti Alþingi í gær.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Afgerandi meirihluti þingmanna er
bundinn heiti um að hagsmunum Ís-
lands sé betur borgið utan Evrópu-
sambandsins. Þetta var á meðal þess
sem fram kom í ávarpi Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta Íslands, við
þingsetninguna í gær. Þá benti Ólaf-
ur á að viðræðurnar hefðu gengið af-
ar hægt fyrir sig og að síðastliðnu
kjörtímabili hefði lokið án þess að
hreyft hefði verið við þeim efnisþátt-
um sem skipta þjóðina mestu máli.
„Þessi atburðarás og reyndar líka
viðræður mínar við fjölmarga evr-
ópska áhrifamenn hafa sannfært
mig um að þrátt fyrir vinsamlegar
yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur
áhugi hjá ESB á því að ljúka á
næstu árum viðræðum við okkur,“
sagði Ólafur Ragnar. Jafnframt
benti hann á að norræn lýðræðis-
þjóð [Noregur] hefði tvisvar áður
fellt aðildarsamning við Evrópu-
sambandið í þjóðaratkvæði og að
það yrði áfall fyrir ESB ef slíkt
gerðist í þriðja skiptið með höfnun
Íslands. »16-17
Þingmenn bundnir heiti
Forseti Íslands segir ESB vera áhugalaust um viðræður
„Við fórum í skrúðgöngu um hverfið ásamt tón-
listarmönnum, því að við vorum að ljúka fertug-
asta starfsári Fellaskóla. Krakkarnir sungu há-
stöfum klukkan níu í morgun og veifuðu til allra
sem á vegi þeirra urðu,“ segir Kristín Jóhann-
esdóttir, skólastjóri Fellaskóla, en nemendur
skólans gengu m.a. um svokallaðan Fellastíg
sem liggur bak við Iðufell. Krakkarnir tóku þátt
í hugmyndavinnu í samstarfi við arkitekta um
hvernig stígurinn ætti að líta út eftir endurgerð.
Börnin skörtuðu grímum og báru fána sem þau
höfðu útbúið af miklum hagleik.
Krakkarnir sungu hástöfum í morgunsárið
Morgunblaðið/Eggert
Fellaskóli fagnaði fertugasta starfsári sínu með skrúðgöngu um hverfið
Rúmlega fimm
þúsund farþegar
tveggja skemmti-
ferðaskipa stigu
á land á Akur-
eyri á miðviku-
dag. Um þrjú
þúsund þeirra
fóru í skipulagð-
ar skoðunar-
ferðir, en færri komust í þær en
vildu því að ekki var nægur rútu-
floti á staðnum til að flytja mann-
skapinn.
Þá voru allir leiðsögumenn kall-
aðir út og m.a. komu nokkrir sér-
staklega frá Reykjavík. »26
Rútur skorti til að
flytja alla farþegana
Morgunblaðið/Ernir
Próflestur Háskólanemar lesa fyrir próf í
lestrarsal Háskóla Íslands.
Viðskiptafræði virðist vera að ná
sínum fyrri styrk eftir samdrátt í
kjölfar bankahruns, ef dæma má
umsóknir um skólavist í Háskól-
anum á Akureyri og Háskólanum í
Reykjavík. Mesta aukning hjá HR
er þó í tölvunarfræði.
Aukin ásókn er í háskólanám í
haust hjá þeim skólum sem gefið
hafa upplýsingar um fjölda um-
sókna. Þannig sækja um 10% fleiri
nemendur um skólavist í HR og HA
en í fyrra og aukningin er meiri í
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Frestur til að skila inn umsókn-
um um nám í haust rann út í fyrra-
kvöld hjá flestum háskólunum.
Viðskiptafræðin sækir á og nálgast
fyrri styrk í Háskólanum á Akureyri
Ekki lágu í gær fyrir upplýsingar
um fjölda umsókna hjá stærsta há-
skólanum, Háskóla Íslands. »4
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir í ársskýrslu fyrirtækisins að
svínabændur misnoti þá tollavernd
sem þeir njóta og sendi reikninginn
til íslenskra heimila. Innkaupsverð
fyrirtækisins hafi hækkað um 63%
undanfarin þrjú ár á sama tíma og
verðbólga hafi aukist um 13%. Geir
Gunnar Geirsson, framkvæmda-
stjóri Stjörnugríss, segir að ósann-
gjarnt sé að miða við þetta tímabil.
„Offramleiðsla og of lágt verð ein-
kenndu árin 2009 og 2010. Auk þess
höfðu stór gjaldþrot mikil áhrif á
verðlag það ár,“ segir hann. Hörð-
ur Harðarson, formaður Svína-
ræktarfélags Íslands, hefur bent á
að verðbólgan frá janúar 2008 til
mars 2013 hafi verið 46%, en vísi-
tala svínakjöts hafi aðeins hækkað
um 15% á tímabilinu.
helgivifill@mbl.is »22
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Óvenjulegt ár Svínabændum þykir fram-
setning forstjóra Haga ósanngjörn.
Forstjóri Haga deilir
hart á svínabændur