Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Ný verslun verður opnuð laugardaginn 8. júní í Hlíðasmára 3. Frábæropnunar- tilboð. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Ég neita því alltaf að égsafni frímerkjum, égfleygi þeim hins vegarekki. Minn áhugi kvikn- aði í barnæsku. Þá söfnuðu krakkar frímerkjum, klipptu þau út, leystu límið upp og röðuðu merkjunum í bækur. Þetta voru frímerki hvaðan- æva úr heiminum. Í þessu var falin landafræði, saga og náttúrufræði,“ segir Hrafn Hallgrímsson, einn af aðstandendum frímerkjasýning- arinnar NORDIA 2013 sem haldin er í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ nú um helgina. Í tengslum við sýninguna var haldin teiknimyndasamkeppni með- al grunnskólabarna í Garðabæ í 5. og 8. bekk. Í keppnina bárust 150 myndir frá Álftanesskóla, Hofs- staðaskóla, Flataskóla, Garðaskóla og Sjálandsskóla. Á morgun mun dómnefnd tilkynna þrjá vinnings- hafa í flokki yngri barna og þrjá í flokki eldri. Verðlaunin verða örk af viðkomandi verðlaunamyndum á svonefndum einkafrímerkjum sem Íslandspóstur gerir. Einnig fær hver þátttakandi viðurkenningarskjal frá landssambandinu. Mörg börn sem vita ekki hvað frímerki er „Samskonar samkeppni hefur fylgt þessum sýningum langflestum. Þetta er líka kærkomið fyrir kenn- arana að geta boðið krökkunum upp á svona einbeitt starf eins og í þessu tilfelli. Hér eru íþróttir gefnar sem viðfangsefni. Það er dálítið gaman að sjá fjölbreytnina. Á einni mynd má sjá skylmingar og öðrum hesta- íþróttir, ballett, fimleika og svo er náttúrlega mikið af fótboltamynd- um,“ segir Hrafn sem ítrekar að erf- itt sé að dæma í slíkum keppnum þar sem honum finnst ekki alltaf rétt að vera að draga eitthvað út sem á að vera best enda sé þetta alltaf mat nokkurra. „Það er aðallega tilfinn- ingin sem ræður þegar dæmt er en auðvitað leitum við eftir færni og hugmyndaflugi. Best er ef eitthvað kemur manni aðeins á óvart. Sumar myndir komu manni fullmikið á óvart,“ segir Hrafn og hlær. „Ég held að í dag átti margir krakkar sig ekki á hvað frímerki er. Frímerkjasöfnun er að svo miklu leyti dottin upp fyrir. Það eru nokkr- ir krakkar í Seljakirkju sem eru að leysa upp frímerki og setja í bækur. Þetta var náttúrlega gífurlega mikið starf fyrir um 30 árum. Þá var sér- stök unglingasýningadeild og ung- lingar kepptu stundum í frímerkja- fræðum,“ segir Hrafn en það er dottið upp fyrir í dag. Hrafn segir að Íslendingar hafi sóst eftir því að halda sýninguna hér á landi í ár. „Það er vegna þess að nú Frímerkin hluti af menningarsögu þjóðar Landssamband íslenskra frímerkjasafnara efnir til norrænnar frímerkjasýningar, NORDIA 2013, nú um helgina. Í tengslum við sýninguna var efnt til teikni- myndasamkeppni meðal grunnskólabarna í Garðabæ þar sem þemað var íþróttir. Hrafn Hallgrímsson, ritstjóri Frímerkjablaðsins og einn aðstandandi sýning- arinnar, telur mikilvægt að kynna frímerkin fyrir börnum. Morgunblaðið/Rósa Braga Frímerki Hrafn Hallgrímsson, einn af aðstandendum NORDIA 2013, vill ekki meina að hann safni frímerkjum en segist aftur á móti aldrei fleygja þeim. Undanfarin ár hefur Hitt húsið starf- rækt listhópa sem hafa skemmt íbú- um Reykjavíkurborgar yfir sumartím- ann. Ungu listþenkjandi fólki gefst þar tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og skapa list sýnilega veg- farendum. Hóparnir samanstanda af 16-28 ára ungmennum sem fá átta vikur til að vinna að verkum sínum. Stór hluti þeirra sem taka þátt í verk- efninu eru nemendur við Listahá- skóla Íslands eða aðra listaskóla á háskólastigi og því mjög efnilegir einstaklingar á ferð. Yngri listamönn- um er einnig gefið tækifæri til að sýna sig og sanna og eru þau verk ekki síðri. Á fésbókarsíðu listhóp- anna, facebook.com/listhopar, má kynna sér hvern hóp fyrir sig en þeir eru alls níu talsins. Meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu í ár er hópurinn Slagverk sem einhverjir glöggir bæj- arbúar ættu að hafa glöggvað sig á nú þegar á umferðareyjum miðborg- arinnar. Hópurinn ætlar sér að tvinna saman ásláttarhljóðfærum og mynd- list í svokölluðum slag-verkum. Vefsíðan www.facebook.com/listhopar Morgunblaðið/Eggert Frumlegt Margir reka upp stór augu þegar listhóparnir eru við störf. Listin gleður vegfarandann Vinsælt hefur verið upp á síðkastið að sækja ýmsa fatamarkaði og not- uð föt oft talin verðmætari en ný. Á morgun, laugardaginn 8. júní, mun fiðluleikarinn Rut Ingólfs- dóttir einmitt efna til fatamark- aðar á heimili sínu í Háuhlíð 14. Rut, sem hefur lengi verið einn ástsælasti fiðluleikari þjóðarinnar, býður upp á margslungið góss en þar má nefna kjóla, jakka, buxur, pils, skó og töskur. Markaðurinn verður opinn frá 11 til 15 og verður í kjallara hússins. Gengið er inn á bak við bílskúrinn. Fiðluleikarinn Rut Ingólfsdóttir býður heim Fatamarkaður í heimahúsi Fiðluleikari Rut hyggst selja föt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í ár eru 30 ár síðan foreldrar mínir útskrifuðust úr Menntaskólanum í Kópavogi. Í ár eru einnig 25 ár síðan þau giftu sig og þau urðu bæði fimm- tug á árinu. Ætla mætti að foreldrar mínir myndu gera eitthvað stór- fenglegt til að halda upp á 210 ára af- mælið og vissulega bauð mamma í huggulega veislu þegar hún var fimmtug. Annars þykjast þau lítið gefin fyrir partístand en það er auð- vitað haugalygi því ég hef séð þau skekja sig á dansgólfinu eins og Abba-kynslóðinni einni er lagið. Hinn 4. júní síðastliðinn fékk ég sms frá móður minni: „Hey var að fatta – 25 ára brúðkaupsafmæli í dag.“ Ég hringdi auðvitað samstundis hneyksluð í mömmu, óskaði henni til hamingju með ströngum tón og spurði svo hvort pabbi hefði nokkra vit- und um mikilvægi þessa til- tekna þriðjudags. „Örugg- lega ekki,“ sagði mamma, „en ég sendi honum samt líka sms.“ Það var öll róm- antíkin þann daginn. Áhyggjufulla les- endur get ég full- vissað um að foreldrar mínir eru ekki að ganga í gegnum aldarfjórð- ungskrísu. Þau bæta hvort annað upp á ein- stakan máta og eru næstum óþægilega krúttlegt par á köflum. Á mínu heimili hefur bara aldrei verið gert mikið mál úr svona hlutum. Þessi skortur foreldra minna á nýtingu tyllidaga hefur mér alltaf þótt miður. Þau hafa ávallt verið dugleg við að fagna sigrum okkar systkinanna, bæði stórum og smáum, en láta sína eigin gjarnan liggja á milli hluta. Það er þó líklega einmitt það sem gerir foreldra mína að frábæru pari. Þau þurfa ekki að instagramma hamingju sína eins og svo margir á mínu reki. Mamma og pabbi eru ekki bara ástfangin í filter. Einu sinni sagði mamma við mig: „Þegar kemur að strákum áttu ekki að einblína á það sem þú fílar við hann. Það sem skiptir máli er hversu vel þú þolir gall- ana hans.“ Ást er ekki bara afmæli og róm- antík. Ást er að elska hvort annað þegar við erum morgunandfúl, með fyrirtíðaspennu eða gleymum að setja niður setuna. Farðu samt að bjóða mömmu á deit pabbi minn. »„Hey var að fatta –25 ára brúðkaups- afmæli í dag“ Heimur Önnu Marsý Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.