Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.463 milljörðum í lok apríl 2013 og hafði lækkað um 11 milljarða eða 0,4% frá lokum mars. Þar af var eign samtryggingarsjóðs 2.220 milljarð- ar, en eign séreignadeilda 243 millj- arðar. Innlend verðbréfaeign jókst um rúma 12 milljarða og var tæpir 1.787 milljarðar í lok mánaðar. Þetta kemur fram í tölum Seðlabanka Íslands. Mesta aukningin var í innlendum hlutabréfum en þau jukust um 6,5 milljarða og í ríkisskuldabréfum sem jukust um rúma 3 milljarða. Erlend verðbréfeign lækkaði hins vegar um 22 milljarða, eða tæp 4% og var 537 milljarðar í lok mánaðarins. Stafar það fyrst og fremst af lækkun er- lendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða sem alls lækkuðu um rúma 18 milljarða. Þegar skoðaðar eru breytingar á eignum lífeyrissjóðanna frá hruni bankanna má sjá að innlend verð- bréfaeign hefur aukist um rúmlega 74% á meðan erlend verðbréfaeign hefur verið mjög svipuð og nemur hækkunin aðeins um 1%. Hrein eign lífeyrissjóða dróst saman um 11 ma  Innlend verð- bréfaeign jókst um 12 milljarða króna Lækkun Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 11 milljarða í apríl. Hrein eign lífeyrissjóða Heimild: Seðlabanki Íslands Hrein eign til greiðslu lífeyris þ.a. innlend verðbréfaeign, samtalsþ.a. erlend verðbréfaeign, samtals 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 Nóg járn á meðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti á meðgöngu þá þarftu að borða mikið af járnríkum mat til að leiðrétta það. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. Merking í Reykjavík og Format- Akron í Hafnarfirði hafa sameinast undir nafni Merkingar. Merking rekur skilta- og auglýs- ingasmiðju og þar starfa 26 manns. Format-Akron sérhæfir sig í hönnun og vinnslu eininga úr plexí- gleri. Hjá fyrirtækinu starfa 11 manns. Eigendur Merkingar og Format- Akron eiga hið sameinaða félag, sem ætla má að komi til með að velta um hálfum milljarði króna á ári, samkvæmt fréttatilkynningu. Pétur Björnsson verður stjórn- arformaður Merkingar en Pétur Ingi Arnarson verður fram- kvæmdastjóri. Fram kemur í til- kynningu að fyrirtækin hafi starfað sameiginlega að nokkrum verk- efnum á undanförnum árum. Jafnframt kemur þar fram að frá og með haustinu verði öll starfsem- in undir einu þaki á Viðarhöfða 4 í Reykjavík. Renna sam- an í eitt félag  Merking og Format-Akron Íslensk stjórn- völd komu ekki nálægt við- ræðum kín- verska olíufé- lagsins CNOOC og Eykon um samvinnu vegna leitar- og vinnsluleyfis á Drekasvæðinu, samkvæmt því sem Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon, upplýsti mbl.is um í gær. Í gær sagði bandaríska blaðið Wall Street Jo- urnal frá því að íslensk stjórnvöld hefðu ásamt Eykon boðið CNOOC til samstarfs á Drekasvæðinu, en Heiðar Már sagði við mbl.is í gær að slíkt ætti ekki við rök að styðj- ast. „Við höfum átt í samræðum við CNOOC um langt skeið og þessir samningar tengdust ekkert frí- verslunarsamningnum og við átt- um frumkvæðið að því að ræða við kínversku aðilana,“ sagði Heiðar Már í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði að ummæli Össurar Skarphéðinssonar, hafi tengst fyr- irtækinu Sinopec, en að Eykon hafi aldrei átt í viðræðum við Sinopec. Áttu engan þátt í við- ræðunum Heiðar Már Guðjónsson IFS greining spáir óbreyttum stýrivöxtum þegar peninga- stefnunefnd til- kynnir ákvörðun sína nk. mið- vikudag. Segir greiningin að litið verði til verðbólguþróunar síðustu mánaða ásamt verðbólguhorfum næstu mánaða. Krónan hafi veikst lít- illega frá síðasta fundi eða um 0,1% og verðbólgan sé í takti við væntingar Seðlabankans og núver- andi vaxtastig veiti nægilegt að- hald. IFS telur að Seðlabankinn haldi vöxtum bankans óbreyttum í júní en lítið hefur breyst frá síðasta stýrivaxtafundi þann 15. maí. Gengið hefur haldist stöðugt og verðbólga síðastliðna tólf mánuði haldist óbreytt milli mánaða og í takti við væntingar Seðlabankans. Virkir raunstýrivextir, ef miðað er við 12 mánaða verðbólgu, eru nú um 2,2% en raunstýrivextir miðað við veðlánavexti Seðlabankans eru um 2,8%. Búast megi við hækkun raun- vaxta í kjölfar hjaðnandi verð- bólgu í sumar sem styðji við óbreytta vexti og auki aðhald pen- ingastefnunnar, að mati IFS. IFS spáir óbreyttum stýrivöxtum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.