Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Madeleine prinsessa, yngsta barn Karls
Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar,
og bresk-bandaríski fjármálamaðurinn
Christopher O’Neill ganga í hjónaband í
Stokkhólmi á morgun. Ekki verður þó jafn-
mikið um dýrðir og í brúðkaupi systur
hennar, Viktoríu krónprinsessu, fyrir þrem-
ur árum.
Madeleine og O’Neil verða gefin saman
í Konunglegu kapellunni í Stokkhólmi og
þeim verður síðan ekið um Gamla Stan í
hestvagni. Leiðin verður styttri en fyrir
þremur árum þegar krónprinsessunni var
ekið um miðborgina með brúðguma sínum,
Daniel Westling. „Þetta verður ekkert í lík-
ingu við brúðkaup Viktoríu. Í fyrsta lagi
vegna þess að Madeleine er ekki ríkisarfi,“
segir Roger Lundgren, ritstjóri sænska
tímaritsins Kungliga Magasinet. „Í öðru
lagi er þetta einkabrúðkaup – konungurinn
borgar brúsann sjálfur.“
Búist er þó við að þúsundir manna
safnist saman á götunum til að fylgjast með
brúðhjónunum áður en þau fara í brúð-
kaupsveisluna sem verður haldin í Drottn-
ingholm-höll þar sem prinsessan fæddist 10.
júní 1982. Á meðal 600 gesta verða krón-
prinsar Danmerkur og Noregs, þeir Friðrik
og Hákon, og Játvarður Bretaprins.
Ólíkt Viktoríu krónprinsessu hefur
Madeleine ekki notið mikilla vinsælda meðal
Svía. Madeleine var oft uppnefnd „veislu-
glaða prinsessan“ eftir að sænsk æsifrétta-
blöð birtu myndir af henni skemmta sér á
næturklúbbum þegar hún var á þrítugs-
aldri. Mörgum dyggustu stuðningsmönnum
konungsfjölskyldunnar ofbauð gjálífið.
„Margir spurðu hver borgaði fyrir veisl-
urnar og í ljós kom að hún og vinir hennar
skemmtu sér oft í boði eigenda nætur-
klúbbanna sem höfðu samband við æsi-
fréttablöðin,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
sænska hirðfréttaritaranum og rithöfund-
inum Catarinu Hurtig.
Ætla að búa í New York
Viðhorfskönnun, sem gerð var í desem-
ber, bendir til þess að Madeleine njóti minni
hylli en aðrir í sænsku konungsfjölskyld-
unni. Á einkunnastiganum einum til fimm
fékk Madeleine einkunnina 2,8 en Viktoría
4,2, faðir hennar 3,3 og bróðir hennar 3,0.
Madeleine kynntist O’Neil í New York-
borg þar sem hún hefur búið frá apríl 2010
eftir að hafa slitið trúlofun sinni og lögfræð-
ings í Stokkhólmi. Sænskir fjölmiðlar höfðu
þá sakað hann um að hafa haldið framhjá
prinsessunni. Madeleine stjórnar nú barna-
hjálparstofnun sem móðir hennar stofnaði
árið 1999.
O’Neill fæddist í London 27. júní 1974,
ólst upp á Englandi, gekk í skóla í Sviss og
stundaði háskólanám í Boston og New
York-borg. Hann er nú yfirmaður
greiningardeildar fjármálafyrirtækis í New
York.
O’Neill vildi ekki fá neinn konunglegan
titil, en til þess hefði hann þurft að fá
sænskan ríkisborgararétt og segja upp
starfi sínu. Brúðhjónin ætla að búa áfram í
New York.
Svíaprinsessa gengur í hjónaband
Madeleine prinsessa nýtur minni hylli en aðrir í sænsku konungsfjölskyldunni Var uppnefnd
„veisluglaða prinsessan“ þegar hún var á þrítugsaldri en stjórnar nú barnahjálparsjóði
AFP
Hjónavígsla undirbúin Karl Gústaf Svíakonungur (t.v), Madeleine prinsessa, Christopher
O’Neill og Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra í konungshöllinni í Stokkhólmi.
Um 85.000 slökkviliðsmenn, hermenn og sjálfboðaliðar hlóðu flóðvarnar-
garða víða í Þýskalandi í gær vegna mestu flóða þar í rúman áratug. Flóðin
hafa kostað minnst tólf manns lífið og tugir þúsunda manna þurftu að flýja
heimili sín. Myndin var tekin nálægt þorpinu Deggendorf í Bæjaralandi.
AFP
Varnargarðar hlaðnir
Aung San Suu
Kyi, leiðtogi
stjórnarandstöð-
unnar í Búrma
og handhafi
friðarverðlauna
Nóbels, tilkynnti
í gær að hún
hygðist bjóða
sig fram til for-
seta í kosningunum sem fyrirhug-
aðar eru árið 2015.
Þrátt fyrir lýðræðislegar um-
bætur undanfarin ár í Búrma,
sem hefur lengi verið undir
herforingjastjórn, er Suu Kyi
gert erfitt fyrir að bjóða sig fram
með stjórnarskrárákvæði sem úti-
lokar hvern þann, sem á maka
eða börn erlendis, frá forseta-
framboði. Almennt er talið að
ákvæðið hafi verið sett til að
gera Suu Kyi erfitt um vik, en
tveir synir sem hún á með eigin-
manni sínum heitnum, Michael
Aris, eru breskir.
BÚRMA
Suu Kyi í for-
setaframboð
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
TIL LEIGU
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
Möguleiki á að leigja allt að 2.000 fm
Leigist í einu lagi eða hlutum
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði sem skiptist í opin rými, lokaðar skrifstofur og fundarherbergi. Móttaka er
á hæð. Möguleiki á að fá afnot af móttöku í anddyri, matsal á efstu hæð og kennslurými. Parket á gólfi,
kerfisloft og lagnastokkar með veggjum. Loftræstikerfi er í húsinu. Bílastæðakjallari. Laust 1. júlí 2013.
fi p y j g p
Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam
Villibráðar-paté með paprik
Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars
Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm
- salat fersku
k r y d d j u r t u m í brauðbo
með Miðjarða
Risa-rækj
með peppadew Silu
með japönsku majón
si sinnepsrjóma- osti á bruchet
Hörpuskeljar, 3 smá
Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is