Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013
„Virðing manna er ósnertanleg“,
börn sem sjá heimsins ljós í fyrsta
skipti eru eins og óslípaðir demant-
ar. Okkar hlutverk er að „vinna“
demantana þang-
að til þeir glansa
svo sjá megi feg-
urð þeirra. Leyf-
um börnum að
spreyta sig og
þroskast á þann
hátt að þau geti
lifað löngu lífi.
Reglur og
markmið eru
mikilvæg til að
vernda börnin okkar. Til dæmis er
sú regla afar mikilvæg að líta ávallt
til hægri og vinstri áður en gengið
er yfir götu. Það er bæði skylda og
ábyrgð hinna fullorðnu að undirbúa
ungviðið sem best undir fullorðins-
árin hvort sem litið er til heilsu,
næringar eða framtíðar almennt.
Slíkt hlutverk yrði að vonum auð-
veldara ef hinir fullorðnu myndu
hlusta vel á börnin til að skilja bet-
ur bæði þarfir þeirra og tilfinn-
ingar.
Það hefur góð áhrif á þroska en
einnig á aðra þætti eins og nám og
skólagöngu og leiðir þau í átt að
fullkomnu sjálfstæði eftir að þau
fljúga úr hreiðrinu. Hér er samt
nauðsynlegt að foreldrar, kennarar
og aðrir sem við treystum fyrir
börnunum okkar séu víðsýnir og
hafi hag ungviðisins og traust for-
eldra ávallt að leiðarljósi í störfum
sínum. Þannig má ná árangri.
Foreldrar þurfa að sýna börnum
sínum aga og kenna þeim muninn á
réttu og röngu. Ekki má banna
allt! Þau litlu þurfa að fá tækifæri
til að prófa sig áfram og spreyta
sig. Lífleg börn þarfnast fleiri tak-
markana og markmiða en alls ekki
alltaf lyfja. Og mörk þurfa að vera
bæði sjáanleg og skiljanleg. Fram-
tíð barnanna er í okkar eigin hönd-
um því við myndum grunninn undir
líf þeirra.
Börn lifa með fjölskyldu sinni en
ekki gegn henni. Áhrif fjölskyld-
unnar á barnið eru mikil. Ef ég er
hamingjusöm og heilsuhraust
manneskja get ég vissulega verið
góð fyrirmynd. Og margt í lífinu er
auðveldara ef foreldrar vinna sam-
an en ekki hvort gegn öðru. Fað-
irinn er, líkt og móðirin, með hlut-
verk sem á að efla lífsgleði og
þroska barnanna svo þau geti notið
sín sem börn. Foreldrar sem taka
þá ákvörðun að skilja þurfa að út-
skýra það fyrir börnum sínum á
auðskilinn hátt af hverju svo sé
komið, hvað komi til með að breyt-
ast og hvað ekki. Skylda foreldra
er að gera allt sem mögulegt er til
að auðvelda skilnað fyrir börnin og
einnig að tryggja samveru fjöl-
skyldunnar þrátt fyrir skilnað. Í
raun getur ást sem einu sinni var,
breyst í vináttu tveggja ein-
staklinga.
Foreldrar ættu að vera tilbúnir
að mætast af virðingu og forðast að
nota börnin til að hefna sín á fyrr-
verandi maka eins og mörg dæmi
eru um. Vinátta er vissulega mögu-
leg í stormasömustu samböndum.
Áfengi og misnotkun lyfja eru
ekki lausnir. Börn sjá foreldra sína
sem fyrirmyndir og þeir ættu að
haga sér í samræmi við það. Dag-
urinn í gær er liðinn. Öll mistökin
sem við gerðum í gær eru óbreytt
en við getum lært af þeim og bætt
okkur. Þetta er lærdóms- og
þroskaferli sem við endurlifum dag
eftir dag.
Allt sem á sér stað hér og nú er
lífið. Morgundaginn ætti ekki að
skipuleggja í smáatriðum þótt gott
sé að vita hverjar væntingar manns
til lífsins séu hverju sinni.
Birgitta Jónsdóttir Klasen
stundar náttúrulækningar.
Hlutverk foreldra
Frá Birgittu Jónsdóttur Klasen
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
Hinn 29. maí sl. ritaði
Jón Ingvar Pálsson,
forstjóri Inn-
heimtustofnunar sveit-
arfélaga, grein í Morg-
unblaðið þar sem hann
snýst til varnar vegna
greinar minnar sem
birtist á sama vettvangi
25. maí, þar sem ég
ásaka Innheimtustofn-
un sveitafélaga um lög-
brot þegar hún tví-
rukkar meðlagsskuldara fyrir sömu
meðlagskröfurnar, sem hafa í stað-
festum tilfellum numið
nokkrum milljónum
króna. Ekki er óeðlilegt
að forstjóri opinberrar
stofnunar bregðist við
slíkum ásökunum þótt
óvenjulegt sé að emb-
ættismaður veitist að
persónu minni eins og
hann gerir í greininni.
Er sá málflutningur
hans ómaklegur en
kemur þó ekki á óvart í
ljósi fyrri samskipta
samtakanna við for-
stjórann og stofnunina.
Jón Ingvar telur ásakanir samtak-
anna á hendur Innheimtustofnun al-
rangar, órökstuddar og að þær end-
urspegli fáfræði mína og
skilningsleysi á meðlagsmálum. Tel-
ur hann auk þess að þær endurspegli
heift sem búi í minni persónu og
brjótist fram á ómaklegan hátt gagn-
vart starfsfólki Innheimtustofnunar.
Áður en ég svara ávirðingum for-
stjórans efnislega vil ég nefna að
samskipti samtakanna við Inn-
heimtustofnun hafa verið með ólík-
indum allt frá stofnun þeirra í maí í
fyrra. Reyndar má segja að sagan
byrji fyrir stofnun samtakanna því
ég og varaformaður samtakanna átt-
um í bréfaskriftum við forstjórann og
sögðum honum frá fyrirhugaðri
stofnun samtakanna og óskuðum eft-
ir nánu og uppbyggilegu samstarfi
við Innheimtustofnun. Því samstarfi
var hafnað og fengum við ekkert
nema dónaskap og furðulegheit út
frá þeim samskiptum. Eru þau sam-
skipti skjalfest. Það gekk svo langt
að Innheimtustofnun ákvað að birta
öll bréf sem forsvarsmenn samtak-
anna skrifuðu stofnuninni, hvort
heldur í eigin nafni eða í nafni sam-
takanna, á heimasíðu Innheimtu-
stofnunar. Þar fóru starfsmenn háðs-
legum orðum um samtökin og
forsvarsmenn þeirra, og hjuggu svo í
sama knérunn með áþekkum skrif-
um á Facebook-síðu stofnunarinnar.
Henni var þó lokað eftir að starfs-
maður Innheimtustofnunar tók vel í
boð meints og þekkts handrukkara
um innheimtuþjónustu fyrir stofn-
unina, en sá er eigandi innheimtufyr-
irtækis á Íslandi. Hljóta þessi vinnu-
brögð að teljast einsdæmi í íslenskri
stjórnsýslu, og þótt víðar væri leitað.
Fyrst þegar samtökin vöktu at-
hygli á tvírukkun Innheimtustofn-
unar á meðlagskröfum fékk forstjór-
inn drottningarviðtal í Bítinu á
Bylgjunni, þar sem hann fór með lyg-
ar og ósannindi um samtökin, með-
lagsgreiðendur og starfsemi Inn-
heimtustofnunar. Á meðal annarra
ósanninda var sú fullyrðing að með-
altals-dráttarvextir meðlagsskulda
væru 12% en ekki 23% eins og við
héldum þá fram. Þá studdumst við
reyndar við vaxtatöflu frá Seðla-
banka Íslands sem náði til 1979. Hins
vegar kemur í ljós í formlegri fyr-
irspurn samtakanna til Seðlabank-
ans að meðaltals-dráttarvextir með-
lagsskulda hafa verið tæp 27% frá
stofnun Innheimtustofnunar. Af
mörgum ósannindum er að taka og
hvetjum við almenning til að kynna
sér málið á heimasíðu samtakanna.
Hins vegar er ferill þessa máls
sem greinarskrifin varða merkilegur
fyrir margar sakir. Þess ber að geta
að samtökin kærðu tvírukkunina til
umboðsmanns Alþingis í fyrra. Fyrir
skömmu svarar umboðsmaður okkur
og segir að við þurfum að kæra
starfshætti forstjórans til stjórnar
Innheimtustofnunar áður en hann
geti tekið málið til meðferðar. Það
gerðum við, en í kjölfarið lætur
stjórn Innheimtustofnunarinnar
gera lögfræðimat sem lögmenn
stofnunarinnar gerðu. Að því loknu
skrifar forstjórinn okkur bréf þar
sem hann vísar kærunni frá fyrir
hönd stjórnar Innheimtustofnunar.
Forstjórinn vísaði sem sagt kæru á
hendur sér frá fyrir hönd stjórn-
arinnar. Afgreiðslan var með ólík-
indum. Hins vegar bíður málið úr-
skurðar umboðsmanns, og kemur þá
í ljós hverjir það eru sem standa rétt-
um megin við lögin. Hins vegar vil ég
nefna og ítreka að við höfum undir
höndum lögfræðimat á málinu, og
höfum leitað álits fleiri lögmanna
sem hafa komist að þeirri niðurstöðu
að framganga Innheimtustofnunar
er bæði ósiðleg og ólögleg. Ásakanir
okkar eru því hvorki órökstuddar eða
vanhugsaðar.
Meðlagsgreiðendur hafa aldrei áð-
ur átt sér talsmann eða hags-
munaaðila sem stendur vörð um lög-
varða hagsmuni þeirra. Það er því
ekki skrítið að embættismenn innan
stofnana sveitafélaganna bregði við
að þeim sé veitt aðhald í viðskiptum
þeirra við meðlagsgreiðendur. Enn
er margvíslega brotið á meðlags-
greiðendum og fjölskyldum þeirra í
stjórnsýslunni, og nægir að nefna al-
mannaskráningu, innheimtu með-
laga og skerta aðkomu meðlags-
skuldara að félagsþjónustu
sveitarfélaga.
Vísasta leiðin fyrir Innheimtu-
stofnun til að forðast gagnrýni og
ásakanir samtakanna er að hún haldi
sig innan ramma laganna og kristi-
legs siðgæðis í viðskiptum sínum við
meðlagsgreiðendur.
Ósannindi forstjóra
Innheimtustofnunar
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson » Vísasta leiðin fyrir
Innheimtustofnun
til að forðast ásakanir
Samtaka meðlagsgreið-
enda er að hún haldi sig
innan ramma laganna
og kristilegs siðgæðis.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er formaður Samtaka með-
lagsgreiðenda og er með BA próf í
guðfræði.
Bréf til blaðsins
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
mbl.is
alltaf - allstaðar
- með morgunkaffinu
251658240
6. útdráttur 6. júní 2013
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 9 8 1 8
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 7 8 7 2 1 8 5 5 6 5 7 0 0 1 7 2 4 0 7
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2392 23721 37818 53262 60638 70831
2695 26675 44574 54192 61224 71983
11783 28822 48844 57719 65319 75369
16261 36289 49408 58642 70387 76846
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
5 6 8 7 8 3 1 9 9 1 9 2 6 3 2 5 3 6 9 4 7 4 4 7 7 8 6 0 6 1 1 7 1 8 7 1
1 0 4 9 0 5 0 1 9 9 3 3 2 6 8 5 1 3 7 4 8 6 4 5 5 2 7 6 0 9 0 4 7 3 5 7 8
3 1 2 9 4 7 4 1 9 9 5 7 2 7 8 6 5 3 7 5 6 5 4 6 4 7 0 6 1 4 4 6 7 3 7 9 4
6 0 1 9 8 6 7 2 0 8 1 9 2 8 9 5 8 3 8 2 6 3 4 6 9 5 9 6 4 4 2 6 7 5 3 0 3
6 7 8 1 0 0 8 1 2 1 4 6 9 3 0 9 9 6 3 9 1 3 3 4 7 0 5 2 6 4 4 3 4 7 6 4 2 5
2 1 7 8 1 0 2 0 4 2 1 5 6 8 3 2 2 3 3 3 9 1 6 2 4 8 2 4 6 6 5 6 1 7 7 7 4 1 3
2 3 6 2 1 1 2 3 2 2 2 3 1 1 3 2 3 6 7 3 9 5 0 9 5 2 0 7 2 6 6 4 9 5 7 7 5 7 5
2 7 5 8 1 3 2 9 6 2 2 4 3 8 3 2 8 6 1 4 0 2 8 6 5 2 7 2 0 6 7 8 7 0 7 7 7 5 6
3 8 4 7 1 3 5 9 1 2 4 0 9 7 3 4 7 3 2 4 0 5 1 3 5 3 4 4 3 6 8 4 7 0 7 8 2 4 8
4 0 8 0 1 3 7 2 7 2 4 1 2 9 3 6 0 5 7 4 1 1 0 8 5 5 0 2 2 6 8 5 3 0
5 5 3 0 1 3 8 3 1 2 4 1 6 9 3 6 2 2 4 4 2 4 5 9 5 7 9 7 7 6 9 1 1 0
6 5 2 3 1 7 0 2 7 2 5 2 1 5 3 6 6 5 2 4 2 8 1 2 5 8 8 5 0 7 0 9 8 5
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
1 2 9 1 2 9 5 1 2 2 7 6 0 3 3 4 1 2 4 2 9 3 8 5 3 8 1 3 6 3 5 5 2 7 1 6 6 8
2 8 8 1 3 1 4 2 2 3 8 6 9 3 4 0 5 4 4 3 0 4 1 5 3 9 1 8 6 3 9 2 3 7 2 1 3 9
2 9 7 1 3 5 2 4 2 3 8 9 2 3 4 0 9 7 4 3 7 8 1 5 4 0 0 7 6 3 9 3 7 7 2 1 7 4
5 6 5 1 4 6 2 0 2 4 3 6 7 3 4 1 1 8 4 4 0 1 0 5 4 4 3 0 6 4 4 1 3 7 2 2 4 9
6 6 6 1 4 8 2 3 2 5 1 4 0 3 4 4 4 5 4 4 0 4 2 5 4 7 4 1 6 4 5 2 8 7 2 7 0 1
1 3 0 5 1 4 8 3 8 2 5 3 6 7 3 4 5 4 4 4 4 2 1 9 5 4 7 6 5 6 4 5 5 5 7 3 3 9 4
1 9 9 2 1 5 0 4 3 2 5 6 8 0 3 5 3 3 6 4 4 8 7 3 5 5 1 8 2 6 4 7 6 7 7 3 4 0 9
2 7 8 3 1 5 4 8 9 2 5 8 0 2 3 5 7 8 5 4 4 8 7 7 5 5 6 8 1 6 4 8 5 0 7 3 6 0 6
3 9 5 3 1 5 4 9 9 2 6 1 5 2 3 5 8 3 3 4 5 3 5 7 5 5 6 9 5 6 4 9 1 8 7 3 8 9 6
4 3 5 7 1 5 5 3 6 2 6 7 0 1 3 6 5 3 2 4 5 4 0 0 5 6 1 6 4 6 5 2 9 7 7 3 9 3 6
5 3 2 8 1 6 0 7 9 2 6 8 5 0 3 6 6 3 9 4 5 5 4 2 5 6 4 7 8 6 5 8 1 8 7 4 9 4 6
5 4 2 9 1 6 8 2 7 2 7 3 9 9 3 6 7 5 1 4 5 7 6 8 5 6 7 4 5 6 6 2 1 4 7 5 3 8 4
6 0 2 2 1 7 1 7 0 2 7 7 3 5 3 6 8 6 6 4 5 8 0 6 5 6 8 7 4 6 6 5 5 7 7 5 7 3 6
6 4 2 0 1 7 4 1 2 2 7 7 5 1 3 6 9 9 2 4 5 9 3 6 5 6 9 7 4 6 7 3 4 0 7 5 8 1 3
6 7 5 2 1 7 7 8 5 2 7 9 9 4 3 7 5 7 6 4 6 1 9 4 5 7 1 6 5 6 7 5 7 0 7 6 2 5 9
7 8 1 7 1 8 4 2 3 2 8 1 2 9 3 8 1 2 9 4 6 6 3 9 5 7 7 9 8 6 7 6 9 3 7 6 8 4 4
7 9 9 3 1 8 7 4 6 2 8 3 1 9 3 8 2 2 2 4 6 7 2 4 5 7 8 9 3 6 7 7 8 9 7 7 7 3 0
8 0 2 7 1 8 7 6 8 2 9 0 5 0 3 8 3 4 0 4 6 9 1 1 5 8 4 6 9 6 8 0 0 3 7 7 8 9 5
8 0 3 9 1 9 1 2 9 2 9 3 1 1 3 8 6 1 1 4 7 3 5 0 5 8 9 2 1 6 8 0 0 9 7 8 3 1 7
8 1 3 5 1 9 4 5 0 2 9 8 2 6 3 8 7 8 3 4 8 2 1 8 5 9 1 1 1 6 8 0 7 5 7 8 3 1 9
9 2 0 9 2 0 6 6 4 2 9 9 4 0 3 9 3 4 2 4 8 3 8 2 5 9 3 1 1 6 8 4 1 5 7 8 5 7 5
9 7 3 4 2 0 6 8 6 3 0 2 2 1 3 9 6 0 7 4 8 5 1 4 6 0 2 6 0 6 8 4 5 0 7 8 8 7 6
1 0 6 3 5 2 0 9 5 2 3 0 4 4 0 3 9 6 9 2 4 9 0 9 5 6 0 3 8 3 6 8 5 4 8 7 9 1 1 8
1 1 2 5 6 2 1 1 7 9 3 0 5 7 3 3 9 7 5 3 4 9 3 9 2 6 0 4 9 9 6 9 6 0 6 7 9 2 0 6
1 1 4 6 5 2 1 4 3 7 3 0 8 6 9 3 9 9 6 0 4 9 9 7 5 6 0 5 7 6 6 9 8 1 7 7 9 2 5 1
1 1 6 8 9 2 1 5 0 9 3 1 4 8 9 4 0 3 9 8 5 0 5 0 3 6 1 2 6 0 7 0 7 3 8 7 9 4 7 4
1 1 7 0 5 2 1 7 5 6 3 1 9 0 6 4 0 5 1 9 5 0 5 3 4 6 1 9 5 6 7 0 8 3 9
1 1 7 1 0 2 1 8 1 0 3 2 1 0 8 4 1 7 4 8 5 0 6 3 5 6 2 4 5 4 7 0 9 1 5
1 1 9 9 1 2 1 8 2 5 3 2 3 3 5 4 1 9 9 0 5 0 6 8 6 6 2 6 1 7 7 0 9 7 6
1 2 1 8 6 2 2 2 4 2 3 2 8 3 4 4 2 2 9 3 5 1 1 4 5 6 2 6 5 1 7 1 4 0 1
1 2 9 1 8 2 2 2 5 0 3 3 1 0 0 4 2 3 7 3 5 2 5 2 1 6 2 8 7 9 7 1 5 9 1
1 2 9 4 6 2 2 4 4 5 3 3 2 9 2 4 2 6 9 3 5 3 2 6 9 6 3 1 4 2 7 1 6 2 1
Næstu útdrættir fara fram 13. júní, 20. júní & 27. júní 2013
Heimasíða á Interneti: www.das.is
7 1 8 5 1 9 6 5 0 2 5 3 0 0 3 6 9 0 2 4 4 2 2 0 5 9 9 2 9 7 1 5 0 4