Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins... , 101 Reykjavík volcanodesign.is volcanodesign.is S: 5880100 Laugavegur 40 volcano@ www.Nýjar vörur Embætti landlæknis veitti Land- spítala á dögunum hvatningar- verðlaun fyrir stefnumótun í tóbaksvörnum. Fram kemur í tilkynningu að ný stefna Landspítala um tóbaksvarnir hafi verið lögð fram í febrúar á síð- asta ári. Settar hafi verið merking- ar við nokkrar byggingar um tóbakslaust sjúkrahús, óleyfilega tóbaksnotkun og útisvæði þar sem má losa sig við tóbak. Þá hafi fræðsla verið efld og unnið að því að hafa aðgengilegt fræðsluefni á vef Landspítala fyrir sjúklinga og starfsfólk og aðra sem til sjúkra- hússins koma. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, tók við verðlaununum fyrir hönd Land- spítala en Anna Lilja Gunnars- dóttir, ráðuneytisstjóri velferð- arráðuneytisins, afhenti þau. Viðurkenning Hvatningarverðlaunin voru grafíkmynd eftir Karólínu Lárusdóttur. Fékk viðurkenningu fyrir tóbaksvarnir Veitingastað- urinn Gallery Restaurant í Hót- el Holti stendur árlega fyrir svo- nefndum Bor- deaux-dögum þar sem gestir frá helstu vín- húsum Bor- deaux-héraðs í Frakklandi halda fyrirlestra um vín með smökkun. Í kvöld verður veisla í Viðeyjar- stofu þar sem vínþjónninn Corinne Michot verður fulltrúi Bordeaux en hún starfar fyrir Château Pichon- Longueville Baron í Pauillac og fleiri þekkt vínhús. Hægt er að bóka borð í veislunni hjá Hótel Holti. Kunnur vínþjónn í Bordeaux-veislu Corinne Michot Árlegur handverksdagur Heimilis- iðnaðarfélags Íslands á Árbæjar- safni verður á sunnudag. Fram kemur í tilkynningu að venju samkvæmt muni félagsmenn sýna margvíslegt handverk, eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlu- saum, tóvinnu, spjaldvefnað, rúss- neskt hekl og sauðskinnsskógerð. Þá verði útskriftarsýning nemenda Heimilisiðnaðarskólans í Lækjar- götuhúsinu. Handverksdagur í Árbæjarsafni STUTT Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Bandaríski læknirinn, rithöfund- urinn, hugsjónamaðurinn og trúð- urinn Patch Adams er nú staddur hér á landi í boði Hugarafls, sam- taka geðsjúkra, en þau eiga tíu ára afmæli. Adams er þekktur fyr- ir óhefðbundnar lækningaaðferðir, þar sem leikur, skopskyn og gleði er í fyrirrúmi. Ferðast um heiminn Adams hélt í gær námskeið þar sem 60 manns tóku þátt í hvers kyns æfingum og síðar um kvöldið hélt hann fyrirlestur í Þjóðleik- húsinu fyrir fullum sal. Adams, sem Robin Williams lék eft- irminnilega í kvikmyndinni Patch Adams frá 1998, ferðast um gjör- vallan heim með fyrirlestra sína. Hann notar engin lyf við geð- sjúkdómum og hefur aldrei gert, en leggur áherslu á hamingju og ást. „Vertu húsgagn“ Á námskeiðinu stjórnaði Adams hinum ýmsu æfingum og leikjum þar sem fólk átti að tjá sig með gleði og tengjast sín á milli. Ís- lendingar sem þar mættu voru ekki feimnir við að gretta sig, góla, faðmast, dansa og hlæja. Adams, sem er afar óvenjulegur að öllu leyti, notar ekki tölvu en svar- ar mörg hundruð bréfum á mánuði frá öllum heimshornum. „Það er mjög hjálplegt ef þið skrifið á ensku,“ sagði hann áður en hann bað fólk að „vera“ húsgagn. Adams, sem er með grátt og blátt hár í tagli niður á bak, klæddist skræpóttum buxum, neon strigaskóm og litríkri skyrtu, en það eru hans „venjulegu“ föt. Hann klæðist þessu markvisst til að tengjast fólki og byrjar ávallt samræður við hvern sem er, hvar sem er. Hann nefndi dæmi um hvernig fólk forðast hvert annað í lyftu og mælir með að bjóða ókunnugum þar baknudd. Einmanaleikinn verstur Þegar búið var að losa um höml- ur hóf hann fyrirlestur um hvern- ig mætti vinna bug á einmana- leika, leiðindum og ótta, en Adams telur að fólk eigi að velja ham- ingju og hlusta á annað fólk. Morgunblaðið/Eggert Litríkur Læknirinn og hugsjónamaðurinn Patch Adams vakti mikla athygli Íslendinga sem sóttu námskeið hans og fyrirlestra í gær. Hann notar gleði og skopskyn og hvetur fólk til að tengjast og hlusta á hvert annað. Grettur, gól, dans og hlátur  Patch Adams miðlar af reynslu sinni með ást og gleði  Hefur aldrei notað geðlyf til lækninga og hélt námskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.