Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst eins og allir hafi skoðanir á
því sem þú ert að gera án þess að þeim komi
það nokkuð við. Allt hefur sinn tíma og það
er bara ekki komið að þessu máli ennþá.
20. apríl - 20. maí
Naut Þegar verkefnaskráin er orðin svona
hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt að raða
hlutunum í forgangsröð. Gömul fjölskyldumál
reyna á þolinmæði þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Næstu vikur verða fullar af alls
kyns skemmtilegri afþreyingu. En varst þú
kannski sjálf/ur að reyna að stjórna? Sam-
bönd skulu vera tækifæri til frelsis, ekki tak-
mörkunar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Kraftaverk geta vel orðið í peninga-
málum ef þú hefur trú, áætlun og fjármála-
snilling þér til fulltingis. Sýndu þolinmæði og
fylgdu áætlunum eftir í rólegheitunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Breytingar breytinganna vegna hafa
ekkert upp á sig – þær eru aðeins flótti frá
raunveruleikanum. Hlúðu að því sem er þér
næst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Umkringdu þig fólki sem þú vilt líkjast
og leyfðu þér að njóta augnabliksins. Hafðu
samband við þá sem hafa setið á hakanum,
þú endurnærist við það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er eitt og annað sem liggur í loftinu
og þú virðist ekkert þurfa að gera annað en
velja fýsilegasta kostinn. Treystu ákvörð-
unum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Margir dást að þér og starfi
þínu, meðan þú heldur þínu striki áttu hrósið
skilið. Opnaðu þig gagnvart samstarfsmönn-
um og leyfðu þeim að njóta krafta þinna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér hættir til helst til mikillar
hreinskilni í samræðum þínum við aðra í dag.
Ef þú lætur aðra halda að þeir stjórni stjórn-
ar þú þeim.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu í þér heyra og framkvæmdu
af dirfsku, með því skaparðu stígandi og ger-
ir eitthvað gáfulegt án þess að reyna það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Svo virðist sem þú hafir alla hluti
á hreinu og eigir auðvelt með að inna af
hendi þau verkefni sem þér eru falin. Vertu
óhrædd/ur því málin munu ganga upp.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gamall vinur getur sagt þér ýmislegt
um þig en varastu að taka allt bókstaflega
sem sagt er. Þú þorir að vera öðruvísi og aðr-
ir dást að þér fyrir vikið.
Þennan dag, 7. júní 1494, bar þaðhelst til tíðinda að Spánn og
Portúgal skrifuðu undir samkomulag
sem skipti nýja heiminum milli þess-
ara tveggja landa.
x x x
Frjálsa alfræðiritið Wikipediagreinir einnig frá því að Loðvík
14. var krýndur konungur Frakk-
lands 7. júní 1654. Ennfremur að
fyrsta skipið hafi siglt í gegnum Pa-
namaskurð þennan dag 1914. Því er
einnig haldið til haga að Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
efndi til fjöldamótmæla á Austurvelli
7. júní í fyrra vegna fyrirhugaðra
breytinga á kvótakerfinu.
x x x
Víkverji veltir því fyrir sér hvortþessir merkisatburðir tengist
fæðingu frægra söngvara þennan
dag. Dean Martin leit dagsins ljós 7.
júní 1917, Tom Jones sama dag 1940
og Prince 1958. Elvis Presley tengist
þessum degi líka en 1982 opnaði Pris-
cilla Presley, eiginkona hans, heimili
kóngsins, Graceland, almenningi.
x x x
Þetta er líka dagur þekkts íþrótta-fólks. Bandaríski körfubolta-
maðurinn Allen Iverson, sem lengst
af lék með Philadelphia 76ers og var
einn besti leikmaðurinn í NBA-
deildinni í kringum aldamótin, fædd-
ist 7. júní 1975. Rússneska tenn-
iskonan Anna Kournikova fæddist
sama dag 1981.
x x x
Það er sama hvert litið er – stjórn-málin, menningin og íþróttirnar
virðast aldrei vera langt undan. Ekki
frekar en kaffihús Starbucks í
Bandaríkjunum eða ámóta staðir
Tims Hortons í Kanada.
x x x
7. júní er 158. dagur ársins (159.dagur ársins á hlaupári), sam-
kvæmt gregoríska tímatalinu. Það
þýðir að í dag eru 207 dagar eftir af
árinu 2013. Víkverji er sannfærður
um það að 7. júní 2013 verður minnst
í framtíðinni fyrir úrslitin í leik karla-
landsliða Íslands og Slóveníu á Laug-
ardalsvelli í undankeppni HM í fót-
bolta. víkverji@mbl.is
Víkverji
Nálægið ykkur Guði og þá mun hann
nálgast ykkur. Hreinsið hendur ykkar,
þið syndarar, og gerið hjörtun flekk-
laus, þið tvílyndu. (Jakobsbréfið 4:8)
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Veldu rétt
Í klípu
„ÉG VAR SVO REIÐUR, ÉG STÓÐ UPP OG
LÆDDIST ÚT AF FUNDINUM. VONANDI
TÓKU ÞEIR EFTIR ÞVÍ. ÉG HEFÐI ÁTT
AÐ ÞRAMMA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Ó JÆJA! ÉG MUN GETA TEKIÐ ÞESSA
HEIMSSIGLINGU EFTIR ALLT SAMAN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlakka til fyrsta
kossins.
VEISTU HVAÐ ÉG
HATA MEST VIÐ
AÐ VERA SKILINN
EFTIR Á LÍTILLI
EYÐIEYJU?
HVAÐ?
HÁTT
SJÁVARFALL.
GÓÐAN DAGINN
GRETTIR.
ÞÚ VARST AÐ
GANGA Í SVEFNI
Í NÓTT.
AÐ DANSA
BALLETT.
HLÝTUR AÐ HAFA
VERIÐ SVANUR-
INN SEM ÉG ÁT.
Jóhann Guðni Reynisson sendirVísnahorninu skemmtilega
kveðju að gefnu tilefni: „Nú er mik-
ið rætt um svæði sem ég held að
heiti Kaldakinn eftir kalda en ekki
kulda. Meðal röksemda má nefna
þessa vísu úr ljóði eftir Sigurjón
Friðjónsson:
Berst mér enn frá Kaldakinn
kvikur vatnaglaumur.
Ítök mörg í anda minn
á sá þungi straumur.“
Hallmundi Kristinssyni varð að
umhugsunarefni að menn þyrftu að
vera kaþólskrar trúar til að komast
í himnaríki:
Þeir sem ekki þekkja mig
þeir munu fara niður,
sagði guð og gretti sig;
– gæfu manna smiður.
Ármann Þorgrímsson velti þessu
einnig fyrir sér:
Útskýra það ekki kann
er því ver og miður
að líka þeir sem þekkja hann
þangað fara – niður.
„Það er útvalningin, hún getur
verið praktísk fyrir syndara eða
samviskuna, segðu!“ skrifar Ólafur
Stefánsson og yrkir:
Kann ég best við Kalvins sið,
– klókur þar um fræðist,
að allt sé þetta ákveðið,
áður en maður fæðist.
Fía á Sandi rifjar upp gamla vísu:
Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
þar er allan andskotann
af sér hægt að gera.
Símon Dalaskáld orti á sínum
tíma:
Eldheitt blóð í æðum rann
áður fyrr á tímum.
Ég þúa Guð og þýðan mann
en þéra sjálfan Andskotann.
Þórarinn M. Baldursson yrkir
snjalla vísu á Boðnarmiði:
Aðgætandi allskyns blóm
og annan gróður jarðar,
í splunkunýjum spariskóm,
spókar sig Lysti-Garðar.
Ævagömul eðalvín
upp á dag hvern teygar;
frá morgni þar til dagur dvín
drekkur Guða-Veigar.
Stendur oft með stúrinn svip
starandi í bláinn
og óskar þess að eignast skip
Ævintýra-Þráinn.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Kaldakinn, himnaríki
og Ævintýra-Þráni