Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Handverksbakarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Aldagamlar aðferðir í bland við nýjar til að gefa hverju brauði sinn karakter. Úrval af hollum og góðum brauðum unnum úr gæða hráefnum. Við bökum 100% speltbrauð, heilkornabrauð, gerlaus brauð, ítölsk brauð, hvítlauksbrauð, kúmenbrauð, sigtibrauð o.fl. o.fl. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is STUTTAR FRÉTTIR ● WOW air flaug sitt fyrsta flug til Amsterdam í fyrradag en félagið mun fljúga áætlunarflug þangað þrisvar sinnum í viku í allt sumar. Einnig fór WOW air sitt fyrsta flug til Vilnius í Litháen í fyrradag. Það tekur rúma þrjá tíma að fljúga til Amsterdam og við komuna á Schiphol- flugvöll, sem er einn sá stærsti í Evr- ópu, var vel tekið á móti fluggestum, samkvæmt því sem fram kemur í til- kynningu. Nánar á mbl.is Fyrsta flug WOW air til Amsterdam og Vilnius ● Halli var á vöruskiptum við útlönd í maí síðastliðnum upp á 6,6 ma.kr. sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem Hag- stofa Íslands birti í gær. Þetta er mesti halli sem mælst hefur í einum mánuði á vöruskiptum við útlönd síðan í júlí árið 2008, en frá hruni hefur aðeins tvisvar sinnum áður mælst halli á vöruskiptum. Síðast mældist halli í maí í fyrra, en þá hljóðaði hann upp á 1,9 ma.kr., reiknað á föstu gengi. 6,6 milljarða halli á vöruskiptum í maí Hlutafjárútboði í Regin hf. lauk í fyrradag. Í útboðinu bauð Eignar- haldsfélag Landsbankans ehf. til sölu 325.000.000 hluti í Regin hf., sem samsvarar 25% af útgefnum hlutum í félaginu. Lágmarksgengi í útboðinu var 12 krónur á hlut og þurftu tilboðsgjafar að lágmarki að bjóða í 2.000.000 hluti. Í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram að tilboð bár- ust í hluti fyrir rúmlega 7,5 milljarða króna og ákveðið var að taka til- boðum í 325 milljónir hluta, að verð- mæti liðlega 4 milljarðar króna. Samþykkt voru tilboð sem voru á bilinu 12,20-12,81 krónur á hlut og var vegið meðalgengi samþykktra tilboða 12,52 krónur á hlut. Af sam- þykktum tilboðum þurfa einungis þeir fjárfestar sem buðu 12,20 krón- ur á hlut að sæta skerðingu. Markaðsviðskipti Landsbankans hf. höfðu umsjón með sölu hlutanna. Gjalddagi og eindagi greiðslu vegna útboðsins er þann 10. júní nk. Morgunblaðið/Kristinn Reginn Landsbankinn hefur nú selt þau 25% sem hann átti enn í Regin, en í fyrra seldi bankinn 75% í félaginu og það var skráð á markað. 25% í Regin seld á rúma 4 milljarða  Þeir sem buðu lægst sæta skerðingu hækkað mikið í verði frá því í janúar 2008, t.d. hefur soja, sem telur að sögn kunnugra um 15% af fóðurnotkun, um það bil tvöfaldast í verði og bygg hækkað um 88%. Á sama tíma hafi svínakjöt hækkað um 47%. Tóku hækkanir á sig „Svínabændur tóku stóran hluta af þessum fóðurverðshækkunum á sig í stað þess að fleyta þeim í verðlagið. Sömu sögu er ekki að segja af nærri neinum öðrum matvörum,“ segir hann og nefnir hveiti sem dæmi. Til að tak- ast á við þessar miklu verðhækkanir hafi svínabændur til að mynda nýtt íslenskt korn í vaxandi mæli. Töluvert af erlendu svínakjöti hefur verið flutt til landsins á síðustu árum. „Oft sér maður um helming svínakjöts í sumum lágvöruverslunum hér á landi merktan sem erlendan,“ segir Geir Gunnar og bætir við að merkja mætti betur uppruna og aldur þess kjöts fyr- ir neytendur. Árið 2007 voru tollar á innfluttum kjötvörum frá Evrópusam- bandslöndunum lækkaðir um 40%. Einnig var samið um innflutning á 200 tonnum á svínakjöti á ári án tolla. „Þetta eru ekki gagnkvæmir samning- ar. Ég get til að mynda ekki flutt út svínakjöt án þess að greiða þurfi af því tolla í Evrópu,“ segir hann. Undanfar- in ár hefur verið flutt inn mikið magn af erlendu kjöti en hann fær ekki séð að neytendur kaupi það á lægra verði en hið íslenska nema síður væri. Svínabændur myndu, að sögn Geir Gunnars, ekki fremur en aðrir bændur lifa það af ef tollar af búvörum yrðu lækkaðir mikið eða með öllu afnumdir. „Landbúnaður og þar með svínarækt býr alls staðar við tollavernd. Af hverju ættu íslenskir svínabændur, sem vinna á litlum markaði, ekki að búa við tollvernd, þegar öll önnur lönd verja svínarækt með tollavernd og nið- urgreiðslum? Af hverju ættu að gilda önnur lögmál á Íslandi? Það væri afar ósanngjarnt. Hafa verður líka í huga, að íslensk svínarækt nýtur ekki ríkis- styrkja eða niðurgreiðslna,“ segir hann. Rekstur svínabúa gangi þó almennt þokkalega. „Reksturinn er í eðlilegum farvegi en svínabændur hafa almennt ekki mikið borð fyrir báru en svína- bændur standa frammi fyrir miklum breytingum á búrekstri næstu árin til að uppfylla kröfur um bættan aðbúnað og mun það kalla á mikil fjárútlát og fjárfestingar,“ segir Geir Gunnar. Honum leiðist tal um að svínarækt sé iðnaðarframleiðsla. „Reykspúandi verksmiðjur er hvergi að finna hjá svínabúum. Við erum bændur, stund- um búskap og tilheyrum íslenskum landbúnaði. Íslenskir svínabændur hafa náð miklum árangri í hagræðingu í sínum rekstri undanfarin ár til mikilla hagsbóta fyrir neytendur og munu halda því áfram. Enginn er undanskil- inn í því að vinna að hagræðingu í sín- um rekstri, heldur ekki Finnur Árna- son,“ segir Geir Gunnar. Svínabændur segja gagn- rýni Haga ómálefnalega  „Augljóst er að framleiðendur misnota þá vernd sem þeir njóta,“ sagði forstjóri Verðþróun svínkjöts og fóðurs 300 250 200 150 100 50 jan.08 mar.13 Svínakjöt Neysluverðsvísitala Bygg Hveiti Soja Heimild: Svínaræktarfélag Íslands Óeðlilegt tímabil » Forstjóri Haga segir í ný- birtri ársskýrslu að innkaups- verð fyrirtækisins á svínakjöti hafi hækkað um 63% undan- farin þrjú ár á sama tíma og verðbólga hafi aukist um 13%. » Framkvæmdastjóri Stjörnu- gríss segir í samtali við Morg- unblaðið að ósanngjarnt sé að miða við þetta tímabil. „Of- framleiðsla og of lágt verð ein- kenndu árin 2009 og 2010.“ » Verðbólga hækkaði um 45,5% frá janúar 2008 til mars 2013. Á sama tíma hækkaði vísitala svínakjöts um 15,2%. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í nýbirtri ársskýrslu að innkaupsverð fyrirtækisins á svínakjöti hafi hækkað um 63% undanfarin þrjú ár á sama tíma og verðbólga hafi aukist um 13%. „Augljóst er að framleiðendur misnota þá vernd sem þeir njóta og senda reikninginn til íslenskra heimila,“ sagði hann og kallaði eftir auknu verslunarfrelsi. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnugríss, segir í samtali við Morgunblaðið að ósann- gjarnt sé að miða við þetta tímabil. „Offramleiðsla og of lágt verð ein- kenndu árin 2009 og 2010. Auk þess höfðu stór gjaldþrot mikil áhrif á verð- lag það ár. Miklu eðlilegra er að horfa aftur til ársins 2008 eða jafnvel enn lengra til baka til að fá raunsæja mynd af verðþróun á svínakjöti,“ segir hann. Auk þess þurfi að setja verðhækkanir á svínakjöti í samhengi við verðhækk- anir á fóðri sem hafa verið miklar frá árinu 2008 vegna gengisfalls krónu og mikilla hækkana á fóðri. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, sagði ný- verið í grein í Morgunblaðinu að verð- bólga tímabilsins janúar 2008 til mars 2013 hefði verið 45,5%. „Á þessum tíma hækkaði vísitala matar- og drykkjarvara um 58,2%, vísitala kjöts um 30,3% en vísitala svínakjöts aðeins um 15,2%. Athygli vekur að vísitala fyrir fatnað og skó, sem vega svipað í heildarútgjöldum heimilanna og öll innlend búvara, hefur á tímabilinu hækkað um 74%.“ Geir Gunnar segir að fóðurverð sé um helmingur af kostnaði svínabúa. Samkvæmt gögnum frá Svínarækta- félagi Íslands má sjá að fóður hefur                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-,. +/.-0 ++.-0 ,+-1,+ ,2-//3 +/-00 +,/-.. +-,,0 +/,-/1 +3/-4. +,+-35 +/.-/5 ++.-.0 ,+-1/1 ,2-40. +/-040 +,4-+1 +-,,.5 +/1-1. +34-0+ ,+5-20+1 +,+-/3 +//-1, ++/-2/ ,+-003 ,+-224 +/-30/ +,4-04 +-,1+, +/1-4+ +34-/3 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.