Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Mjálmandi tímavörður Kisi fylgdist vökulum augum með fólkinu sem átti leið um Veltusund í gær og vinur hans gætti gluggans. Ljúft er að sitja úti með hækkandi sól. Eggert Umboðsmaður skuldara hefur sent frá sér tæplega tveggja blaðsíðna álit þar sem segir að kom- ið sé skýrt fordæmi Hæstaréttar í svoköll- uðu Plastiðjumáli (nr. 50/2013) að óheimilt sé að endurreikna lán til skemmri tíma með SÍ-vöxtum. Þetta er ekki rétt ályktun. Hæstiréttur hefur ítrekað vísað til þess fordæmis síns (mál nr. 471/2010) að lán með ólög- mætri gengistryggingu eigi að reikna með Seðlabankavöxtum frá upphafi lánstímans til lokadags. Þessi skilningur var áréttaður í tveimur Hæstaréttardómum sl. föstudag, sem virðast hafa farið framhjá umboðsmanni skuldara. Ástæðan fyrir notkun Seðla- bankavaxta (þ.e. lægstu vaxta á ís- lenska markaðnum) við end- urreikning gengistryggðra lána er að „órjúfanleg tengsl“ voru á milli gengistryggingar og vaxtakjara lána sem voru gengistryggð, eins og segir í fordæmi Hæstaréttar. Öllum er ljóst að ekki hefði verið boðið upp á vaxtakjör erlendra mynta nema af því að lán voru tengd við gengi þeirra mynta. Fjárkröfu Plastiðj- unnar hafnað Stóru tíðindin í mál- inu (mál nr. 50/2013) voru að fjárkröfu Plastiðjunnar var hafnað. Hefði Hæsti- réttur talið ólöglegt að endurreikna lán miðað við Seðlabankavexti hefði legið beint við að taka fjárkröfuna til greina. Í áliti umboðsmanns skuldara kemur fram augljós mis- skilningur þar sem segir: „Þessi krafa fólst í því að á ákveðnum gjalddögum voru upphaflegir samningsvextir sem skuldari innti af hendi á gjalddaga hærri en vext- ir SÍ á sama tímabili“. Síðan er fullyrt að nýr endurútreikningur yrði hagstæðari fyrir lántaka ef Hæstiréttur hefði fallist á kröfuna, án þess að það sé skýrt frekar. Ef umboðsmaður skuldara á við að endurútreikningurinn hefði orð- ið hagstæðari en t.d. í Borg- arbyggðarmálinu (mál nr. 464/ 2012), þá er það ekki rétt. Ólíkt Plastiðjumálinu var fjárkröfunni ekki mótmælt sérstaklega í Borgarbyggðarmálinu, heldur ein- ungis tekist á um hvort víkja ætti frá meginreglunni um fullar efndir á grundvelli fullnaðarkvittana. Í Plastiðjumálinu segir Hæsti- réttur skýrum orðum að Plastiðjan hafi ekki ofgreitt af skuldinni á tímabilinu sem var til skoðunar og því séu þegar af þeirri ástæðu ekki skilyrði til að fallast á kröfu um endurgreiðslu sem nam kr. 908.711. Ef byggja ætti á áliti um- boðsmanns skuldara, og miða við uppgjörsaðferð úr Borgarbyggð- armálinu þar sem ekki var deilt um það atriði, þá bæri Landsbank- anum að lækka kröfu Plastiðjunnar um tæplega 1500 þúsund krónur. Þetta stenst engin rök, þar sem Hæstiréttur hafnaði greiðslu á lægri fjárhæð upp á 908 þúsund með fyrrgreindum rökum. Í raun er með ólíkindum að sjá texta af þessum toga frá opinberu embætti. Seðlabankavextir hafa hvorki á samningstímanum í Plast- iðjumálinu né öðrum tíma verið lægri en Libor vextir viðkomandi mynta. Það virðist hafa farið framhjá umboðsmanni að íslenska krónan er hávaxtamynt á meðan aðrar myntir sem notaðar voru í gengistryggðum samningum voru lágavaxtamyntir. Ástæða þess að lántakar óskuðu eftir gengistryggðum lánum var til að tryggja sér þessa lágu vexti. Hins vegar varð veiking íslensku krón- unnar til þess að heildargreiðslur á tímabilinu gátu numið hærri fjár- hæð en endurreiknaðir vextir SÍ. Leiðsögn dómsins Af niðurstöðu Plastiðjudómsins (50/2013) og þeirra mála sem dæmd voru föstudaginn 31. maí (mál nr. 327/2013 og 328/2013), auk annarra dóma, verða dregnar eft- irfarandi ályktanir: 1) Hvað varðar lán með ólög- mætri gengistryggingu voru „órjúfanleg tengsl“ á milli geng- istryggingar og vaxtaprósentu. Samkvæmt skýrum fordæmum ber að endurreikna slíkt lán með Seðlabankavöxtum (lægstu vöxtum á íslenska markaðnum). Önnur nið- urstaða myndi leiða til órétt- mætrar auðgunar. 2) Meginreglan er sú að kröfu- hafi eigi rétt á að fá fulla greiðslu, þ.e. geti gert viðbótarkröfu eftir endurreikning með Seðla- bankavöxtum. 3) Við ákveðin skilyrði getur komið til undantekningarreglu um svokallaðar fullnaðarkvittanir. Að þeim skilyrðum uppfylltum má víkja frá meginreglunni og kröfu- hafi getur ekki krafist viðbót- argreiðslu eftir endurreikninginn. 4) Lengd lánstímans skiptir ekki máli við mat á gildi fullnaðarkvitt- ana, a.m.k. ekki þegar um jafn- greiðslulán er að ræða, eins og eldri fordæmi höfðu gefið til kynna. Ábyrgð stjórnenda Að síðustu er rétt að minna á ábyrgð stjórnenda fjármála- fyrirtækja og þann grunn rétt- arríkisins að dómstólar leysa úr lagalegum ágreiningi um túlkun samninga en ekki stjórnmálamenn og embættismenn. Stjórnendur fjármálafyrirtækja bera refsi- og skaðabótaábyrgð á því að gæta hagsmuna fyrirtækj- anna sem best. Þeir geta ekki greitt út fjármuni úr félaginu nema þeim beri skylda til þess. Sú skylda þarf að vera skýr og ótví- ræð, en ekki byggð á rangtúlk- unum eins og áliti umboðsmanns skuldara. Eftir Helga Sigurðsson » Það virðist hafa farið framhjá umboðs- manni að íslenska krón- an er hávaxtamynt á meðan aðrar myntir sem notaðar voru í gengistryggðum samn- ingum voru lágvaxta- myntir. Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Umboðsmaður skuldara rangtúlkar gengislánadóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.