Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fannst fyrir hreina tilviljun 2. Sveinn Andri flytur í gamla … 3. Ekki komin 40 vikur á leið 4. Eins og vopn úr vísindaskáldsögu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlýtur í ár ein virtustu byggingarlist- arverðlaun heims, Mies van der Rohe- verðlaunin, sem Evrópusambandið veitir, og verða þau afhent við hátíð- lega athöfn í dag kl. 12 í Mies van der Rohe Pavilion í Barcelona á Spáni. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, fulltrúar frá arkitektastof- unum Henning Larsen og Batteríinu og Studio Ólafs Elíassonar munu taka við verðlaununum. 350 bygg- ingar frá 37 Evrópulöndum voru til- nefndar til verðlaunanna í ár og var Harpa ein af fimm byggingum sem komust í úrslit. Morgunblaðið/Júlíus Verðlaunin fyrir Hörpu afhent í dag  Signý Björg Guðlaugsdóttir, staf- rænn hönnuður hjá fyrirtækinu Weta Digital á Nýja-Sjálandi sem leikstjór- inn Peter Jackson stofnaði auk ann- arra árið 1993, tók þátt í hönnun stafrænna tæknibrellna í kvikmynd- inni Man of Steel sem verður frum- sýnd hér á landi í sumar. Í myndinni segir af einni ástsælustu ofurhetju allra tíma, Superman eða Ofurmenn- inu. Signý hefur komið að slíkri hönn- un í fleiri þekktum kvikmyndum hin síðustu ár, m.a. Iron Man 3, The Hobbit: An Unexpected Journey, Prometheus og The Avengers. Signý kem- ur einnig að stafræn- um brellum í næstu kvik- mynd um Hob- bitann, The Hobbit: The Desolation of Smaug. Hannaði brellur fyrir Man of Steel Á laugardag Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og sums staðar dálítil rigning. Hiti 8 til 15 stig. Á sunnudag SA 5-10 m/s og rigning eða súld með köflum á suð- urhelmingi landsins, en annars yfirleitt hægari og þurrt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s og yfirleitt þurrt en fer að rigna SV-lands í kvöld. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR „Þetta er alveg magnað,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Armenum, 2:1, í undan- keppni EM 2015 í gær. Strákarnir eru nú þegar búnir að tvöfalda stigafjöld- ann frá síðustu keppni en U21 árs liðið er með fullt hús stiga eftir tvo erfiða útileiki og sér fram á bjart- ari tíma í þessari undan- keppni. »3 U21 árs liðið lagði Armena ytra Handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson er í slæmri stöðu um þessar mundir eftir að þýska liðið Wetzlar, sem hann leikur með, dró óvænt samn- ingstilboð sitt til baka á dög- unum. Hann leitar nú nýs fé- lags en um þessar mundir er ekki um auð- ugan garð að gresja. »4 Wetzlar dró samning Fannars Þórs til baka Væntingar Íslendinga fyrir leikinn við Slóvena á Laugardalsvelli í kvöld eru orðnar talsverðar, segir Víðir Sig- urðsson í viðhorfspistli sínum í dag. „Gott og vel, íslenska landsliðið er í fínni stöðu í undanriðli HM eftir tvo góða útisigra í haust og vetur. En slóvenska liðið kemur tvíeflt í Laug- ardalinn í kvöld,“ segir Víðir enn- fremur. »2 Væntingar eru orðnar miklar eftir góða sigra ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fimmtug kona sem búsett er í Ástr- alíu, Kit Chan, gerði sér ferð hingað norður í þeim eina tilgangi að sjá uppáhaldshljómsveit sína á tón- leikum. Chan heillaðist af Mezzo- forte þegar hún heyrði lagið Garden Party fyrir 30 árum og lét gamlan draum rætast; sá og heyrði sveitina í Nuuk á Grænlandi í síðustu viku, á Græna hattinum á Akureyri á mið- vikudagskvöldið og í Hörpu í gær. Sagan af Kit Chan og Mezzoforte er skemmtileg: Hún heyrði frægasta lag sveitarinnar í útvarpinu á sínum tíma en hafði ekki hugmynd um hver flutti. „Svo leið langur tími og þegar sonur minn fór að spila á trommur fyrir fimm eða sex árum langaði mig að finna góða tónlist handa honum og hóf að leita á netinu. Það tók langan tíma; ég vissi enn ekki hvað hljómsveitin hét og leitarvélarnar gáfu oftast upp Rick Nelson, sem söng lag með þessu nafni. Það var því skemmtilegt þegar ég fann loks- ins hið rétta. Síðan hef ég náð í allar plötur Mezzoforte og hlustað á þær aftur og aftur. Ég er ekki hrifin af mörgum hljómsveitum og þetta er eina tilfellið þar sem ég hrífst af hverju einasta lagi! Það er erfitt að útskýra þetta, en tónlist Mezzoforte heillar mig einfaldlega gjörsamlega. Mér finnst hún stórkostleg.“ Chan, sem er frá Malasíu, telur sig hafa heyrt í hljómsveitinni á tón- leikum í Kuala Lumpur fyrir tæpum tveimur áratugum, en áttaði sig ekki á því þá. „Ég vissi enn ekki hverjir hefðu flutt lagið upphaflega og hélt að einhverjir aðrir væru að spila. Auk þess var nafnið vitlaust á aug- lýsingaspjöldunum; þar stóð Mega- forte!“ segir hún og hlær. Chan hefði ekki þurft að fara jafn langt og raun ber vitni, „en þegar tækifæri gafst að komast á þrenna tónleika í einni ferð gat ég ekki sleppt því, vegna þess að einir eru ekki nóg. Mig hefur líka lengi dreymt um að skoða Ísland og Grænland; löndin hafa heillað mig frá því ég lærði jarðfræði sem stelpa,“ sagði hún. Hvorki tónlistin né landið brugðust vonum hennar. Chan skoðaði sig um við Mývatn og átti vart nógu sterk lýsingarorð til að tjá hrifningu sína. Chan er lærður innanhússarkitekt en er heimavinnandi sem stendur. Eiginmaðurinn vinnur úti og son- urinn er í skóla. Hún segist lengi hafa leitað að tónleikum á vefnum og látið slag standa þegar hún fann þrenna með svo stuttu millibili, þó að um langan veg yrði að fara. „Ég komst í samband við Ove sem hélt fyrstu tónleikana, á Grænlandi, og ákvað að drífa mig þegar hann bauðst til að gefa mér aðgöngu- miðann. Ekki að það skipti máli í sambandi við heildarkostnaðinn en mér fannst það svo fallega hugsað að það gerði útslagið,“ sagði Kit Chan. „Tónlist Mezzoforte stórkostleg“  Kit Chan kom sérstaklega frá Ástr- alíu til að sjá Mezzoforte á tónleikum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glöð eftir tónleika á Akureyri Jóhann Ásmundsson, Jonas Wall, Eyþór Gunnarsson, Kit Chan, Bruno Müller, Gunnlaugur Briem og Sebastian Studnitzky. Kit Chan varð fimmtug fyrir nokkrum mánuðum, hélt ekki sérstaklega upp á tímamótin en segir ferðina til Grænlands og Íslands eins konar afmælisgjöf frá sjálfri sér. Ferðin kostar Chan alls um fimm þúsund ástr- alska dollara, andvirði um 580 þúsund íslenskra króna. Er þá talið flug, gisting, uppihald og annað slíkt. Ferðin kostar 580 þúsund LANGT AÐ FARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.