Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Á morgun verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands viðamikil sýning á ljósmyndum Sigfúsar Ey- mundssonar frá tímabilinu 1866 til 1885 og um leið kemur út vegleg bók Ingu Láru Baldvins- dóttur um þennan merka frumkvöðul. Ívar Brynj- ólfsson, ljósmyndari Þjóðminjasafnsins, vann að uppsetningu verkanna í gær. Hann hefur stækkað fjölda þeirra eftir glerplötum Sigfúsar, auk þess sem mörg fágæt frumprent verða sýnd. Hornsteinn íslenskrar ljósmyndunar Morgunblaðið/Styrmir Kári Yfirlitssýning á ljósmyndum frumkvöðulsins Sigfúsar Eymundssonar sett upp í Þjóðminjasafninu Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Barnaverndarstofa birti í gær sam- anburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Fram kemur að tilkynningum hafi fjölgað um tæplega 13% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013 samanbor- ið við 2012. Fjöldi tilkynninga á þessu tímabili var 2.121 í ár, en á sama tíma í fyrra voru þær 1.879. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjaf- ar- og fræðslusviðs Barnaverndar- stofu, segir að horfa þurfi til eðlis tilkynninga þegar lagt er mat á ástæður fjölgunarinnar. „Kynferð- islegt ofbeldi fer til dæmis úr 122 tilkynningum í 187. Það stafar af þeirri sprengingu sem varð í byrj- un ársins í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðislegt of- beldi. Aðsóknin í Barnahús þre- faldaðist á fyrstu mánuðum árs- ins.“ Í ár eru til- kynningar flest- ar vegna van- rækslu, eða 35,9%. Fyrir sama tímabil í fyrra voru þær flestar vegna áhættu- hegðunar barns, eða 37,5%. „Þetta er í fyrsta skipti sem hlutfall van- rækslumála fer upp fyrir mál vegna áhættuhegðunar.“ Tilkynningum frá nágrönnum hefur fjölgað og telur Páll það mögulega vera hluta skýringarinn- ar, oftast komi vanrækslutilkynn- ingar úr þeirri átt. Fjölgun á tilkynningum á lands- byggðinni var rúmlega 26%, en þeim fjölgaði um rúmlega 7% á höf- uðborgarsvæðinu. Meira en tvöföldun á Akranesi Fjölgunin er sérlega mikil á Reykjanesi og Akranesi. Á Reykja- nesi fóru tilkynningar úr 109 í 167, en á Akranesi fóru þær úr 18 í 49, sem er rúmlega tvöföldun. „Reykjanesbær er svæði sem virð- ist vera í erfiðri stöðu að mörgu leyti og við vitum af því. Þar er mikið atvinnuleysi og hátt hlutfall fólks sem á við félagsleg vandamál að stríða. Þar hefur verið mikil að- sókn í félagslega kerfið.“ Þegar hlutfall barnaverndarmála á hver 1.000 börn er skoðað er landsmeðaltalið 54,6 börn. Í Reykjanesbæ er það hins vegar 85 börn og því mun hærra. Páll segir þennan mun vera eitthvað sem virkilega þurfi að skoða. Hlutfall tilkynninga vegna drengja er 53,1% í ár og eru þeir því í meirihluta. Páll segir stöðuna vanalega vera slíka. „Tilkynningar vegna áhættuhegðunar eru í yfir- gnæfandi meirihluta hjá drengjum. Varðandi ofbeldi í heild sinni eru stúlkur hins vegar í meirihluta. Ástæðan fyrir því er bæði kynferð- islega og sálræna ofbeldið. Stúlkur eru og hafa verið þar í meirihluta.“ Tölur um fjölda barna sem tilkynnt er um eru fengnar þannig að lagður er saman fjöldi barna í hverjum mánuði fyrir sig. Tilkynningar geta borist um sama barnið á milli mán- aða, þannig að ekki er alltaf um að ræða fjölda einstaklinga, heldur samanlagðan heildarfjölda. Flestir tilkynna vanrækslu  Fjölgun á tilkynningum til barnaverndarnefnda  Verst á landsbyggðinni  Drengir eru í meirihluta  Sprenging í tilkynningum vegna kynferðisbrota Páll Ólafsson Marga er farið að lengja eftir því að sjá álftarunga á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Álftin Svandís hefur legið á hreiðri sínu vikum saman en ekkert bólar á ungunum. „Ég held að margir séu hræddir um að þetta séu fúl- egg. Hún er búin að vera allt of lengi á hreiðrinu og ligg- ur enn sem fastast,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Hann fer nær daglega framhjá Bakkatjörn á leið sinni að og frá golfvellinum. Svandís hefur gjarnan orpið um miðjan apríl og verið búin að leiða unga sína út þegar 2-3 vikur hafa verið liðnar af maí. Nú eru ekki enn komnir ungar. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur hefur lengi fylgst með fuglalífi á Bakkatjörn. Hann sagði óvenjulegt að ekki væru komnir álftarungar hjá Svandísi. Meira en tvær vikur eru síðan fyrstu álftarungarnir sáust á Stokkseyri og Svandís hefur oft verið á svipuðum tíma og Stokkseyrarálftirnar að unga út, að sögn Jóhanns Óla. Álftin liggur á í fimm vikur áður en eggin klekjast. Jóhann Óli sagði það gerast stundum hjá fuglum að eggin séu ófrjó af einhverjum ástæðum. Fuglarnir geta þá legið lengi á eggjunum í von um að ungarnir láti sjá sig, en án árangurs. gudni@mbl.is Liggur á en engir ungar Morgunblaðið/RAX Þaulsætin Svandís er búin að liggja lengi á en engir ungar hafa sést. Steggurinn heldur henni félagsskap.  Margir óttast að varp Svandísar hafi misfarist Hæstiréttur hef- ur staðfest fimm ára dóm yfir Dómald Degi Dómaldssyni fyr- ir tilraun til manndráps. Þá er honum gert að greiða fórnar- lambi sínu tvær milljónir króna í skaðabætur. Héraðsdómur Reykjaness sak- felldi Dómald, sem er tæplega 19 ára, í febrúar fyrir að hafa 21. apríl 2012 í húsi í Kópavogi veist að konu með stórum eldhúshnífi og stungið hana ítrekað þannig að hún hlaut mörg stungusár, m.a. neðst í vinstra brjósthol þar sem hnífurinn gekk í gegnum þind, kviðarhol og maga svo af hlaust lífshættulegur áverki. Eftir að konan reyndi að koma sér undan veittist pilturinn aftur að henni með höggum og spörkum í líkama og höf- uð og tók hana kyrkingartaki. Hann lét ekki af árás sinni fyrr en konunni tókst að forða sér undan honum upp á efri hæð hússins. Pilturinn bjó ásamt föður sínum í húsinu þar sem árásin var gerð en konan í kjallara hússins. Faðir hans og konan höfðu verið í sambúð og sagði pilturinn fyrir dómi að þau hefðu verið saman í vímuefnaneyslu. Hæstiréttur segir að atlagan hafi verið heiftarleg og honum hafi ekki getað dulist að hún hafi verið til þess fallin að valda dauða. Dæmdur í fimm ára fangelsi  Greiðir tvær millj- ónir í skaðabætur Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík um skipan starfshóps um hagræðingu og sparnað var samþykkt einróma í borgarráði í gær. „Við teljum að það vanti nefnd sem tekur á sparnaði í útgjöldum borgarinnar og jafnframt stuðli hún að samtali milli embættis- manna og borgarfulltrúa um lang- tímasparnað,“ segir Kjartan Magn- ússon, Sjálfstæðisflokki. Hann segir að við núverandi aðstæður sé sér- lega brýnt að kjörnir fulltrúar sam- eini krafta sína í því skyni að nýta skattfé sem best. Hlutverk hópsins verður að gera tillögur um hvernig ná megi fram varanlegri hagræð- ingu í rekstri Reykjavíkurborgar. Vilja spara í borginni Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég kom sjónarmiðum ríkisstjórnar- innar í makríldeilunni á framfæri. Við sækjum það stíft að ná samningum, en grundvölluðum á hagsmunum okk- ar Íslendinga. Hún [Maria Dam- anaki] kom sínum sjónarmiðum á framfæri um að það væri mikilvægt að ná niðurstöðu sem fyrst því þær viðskiptaþvinganir eða hindranir sem hefur verið hótað myndu hugsanlega koma til. Það er sem sagt viðvarandi ógn ef við finnum ekki lausn fyrr en seinna,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra, spurður um fund sem hann átti með Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra Evr- ópusambandsins, í gærkvöldi. Spurð- ur hvernig samningsstaðan líti út núna segir hann: „Við lítum þannig á það að frá því að vera ekki einu sinni talin hæf að samningaborðinu sem strandríki, hvað þá að hér sé makríll sem við megum veiða, þá er búið að viðurkenna það. Menn hafa nálgast mjög á liðnum árum. Mitt mat er að það sé ekki stærri mismunur á milli sjónarmiða en svo að hægt sé að ná samningum. En auðvitað á grundvelli hvers ríkis og þar á meðal milli okk- ar.“ Sigurður Ingi mun á ríkisstjórnar- fundi í dag leggja fram minnisblað þess efnis að tekið verði mið af til- lögum Hafró um 15 þúsund tonna þorskkvóta. „Viðvarandi ógn ef við finnum ekki lausn“  Fundaði með sjávarútvegsstjóra ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.