Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 ✝ Björg Bene-diktsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1931. Hún lést á fjórðungs- sjúkrahúsi Ak- ureyrar 25. maí 2013. Björg var dóttir hjónanna Bene- dikts Jónssonar, f. á Ásgautsstöðum, Stokkseyrarsveit 7. september 1910, d. 16. júlí 1991, og Elínar Þorsteinsdóttur, f. í Reykjavík 19. febrúar 1912, d. 22. maí 1984. Systkini Bjargar eru Jón, f. 1937, Áslaug, f. 1942, Þór, f. 1945, Kristjana, f. 1946, Hafdís, f. 1949, og Elín, f. 1952. Björg giftist hinn 8. júlí 1955 Haraldi Skjóldal, f. á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi 13. apríl 1928, Andrésson, f. 1950, d. 31. ágúst 2003. Barnabörn þeirra eru 15 og barnabarnabörn níu. Björg ólst upp á Egilsgötu 10 í Reykjavík hjá afa sínum og ömmu, þeim Þorsteini Ásbjarn- arsyni og Jónasínu Guðlaugs- dóttur, og stundaði nám við Austurbæjarskóla. Björg var í sveit á sumrin á Hellisholti í Hrunamannahreppi. 1951 flutti hún norður til frænku sinnar Kamillu Þorsteinsdóttur og hóf störf hjá Kristnesspítala í Eyja- firði. Björg flutti síðan til Ak- ureyrar með eiginmanni sínum Haraldi og bjuggu þau alla tíð síðan á Akureyri. Björg starfaði alla tíð innan heilbrigðisgeirans, meðal vinnustaða voru FSA, elli- heimilið Skjaldarvík og ýmis sambýli. 1978 hóf Björg sjúkra- liðanám sem hún lauk með mikl- um ágætum. Björg var alla tíð gædd listrænum hæfileikum og nýtti þá mikið til góðgerð- armála. Útför Bjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. d. á Akureyri 6. apr- íl 2011. Haraldur starfaði við minka- veiðar, refaveiðar og búskap í smáum stíl og var auk þess starfsmaður Kaup- félags Eyfirðinga. Haraldur var sonur Kristjáns Pálssonar Skjóldal, f. á Möðru- felli 4. maí 1882, d. á Akureyri 15. desem- ber 1960, og Kristínar Gunn- arsdóttur, f. á Eyri í Skötufirði, N-Ís. 28. september 1892, d. á Akureyri 3. apríl 1968. Börn Bjargar og Haraldar eru Svala Haraldsdóttir, f. 1956, Kristján Skjóldal, f. 1959, Þorsteinn Jón- as Skjóldal, f. 1966, og Anna Kristín Haraldsdóttir, f. 1972. Auk þess átti Björg Hafstein Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum. (Káinn) Núna er hún mamma okkar farin í sína ferð, þá sem hún hef- ur beðið í dálítinn tíma eftir að komast í. Móðir okkar var alltaf bjargföst í sinni trú án þess að ræða það mjög mikið eða aug- lýsa. Þannig að vonandi hefur hún fundið sinn stað og sína. Okkur systkinin langar hins veg- ar að þakka henni fyrir að hafa alið okkur vel upp og fyrir að hafa endalaust séð allt gott og jákvætt í okkur þrátt fyrir að við höfum örugglega ekki alltaf átt það skilið. Nú byggði hún mamma okkar engin jarðgöng eða brýr. Ekki kleif hún mikið af fjöllum eða vann mörg íþrótta- mót en hún leysti þúsundir vandamála við eldhúsborðið bæði fyrir okkur og líka fyrir vini okkar og kunningja eða bara fólk sem átti leið um. Þetta var oft gert meðan dundað var við hannyrðir eða saumaskap og mjög áreynslulaust. Þetta er góður eiginleiki að hafa og meira virði fyrir okkur en afrekssýn- ingar nútímafólks. Börnum okk- ar varstu frábær amma og reyndar börnum og „smáfugl- um“ víða því það eru ófá barna- rúmin bæði hér á landi og er- lendis sem geyma dúkkur eða snilldarlega prjónaðar fígúrur frá „ömmu í Rauðamýri“. Við vitum að þú varst ekki mikið fyr- ir lofræður og alveg sérstaklega ef þær ættu að snúast um þig en við viljum bara þakka fyrir okk- ur. Við vonum bara að þú hafir fundið þennan stað sem þú varst alveg viss um að væri þarna fyr- ir handan. Ef svo er þá er alveg ljóst að þar hefur fjölgað um eina góða sál meðan við búum við það að hér á jörðinni er einni færri. Svala Haraldsdóttir, Kristján Skjóldal, Þorsteinn Skjóldal og Anna Kristín Haraldsdóttir. Elsku tengdamamma mín, nú ertu farin yfir í sumarlandið sem þú talaðir svo mikið um, allt svo gott, komin til tengdapabba sem er búinn að byggja orkuhúsið ykkar. Fyrir 35 árum kom ég í líf þitt og þú hefur verið besta tengdamamma sem ég hefði vilj- að eiga. Þú varst alltaf klettur- inn þegar einhver átti erfitt, enda varst þú með læknahendur og fórst í sjúkraliðanám á full- orðinsaldri. Þú hefur svo enda- laust gefið af þér til allra sem minna mega sín. Sumarhúsa- ferðirnar; hvað það var gaman í sumarhúsunum með ykkur, upp kl. 7, smyrja nesti og lagt af stað í leiðangur. Tengdapabbi með alla sína visku og við að koma heim um kvöld, glöð og sæl og full af fróðleik, ég elskaði þessar ferðir og alltaf skrifaðir þú skemmtilega í gestabókina og teiknaðir stundum sniðugar myndir. Það var eitt af því sem þú fékkst í vöggugjöf, að teikna og mála ásamt því að prjóna og sauma; og sögurnar, þú þurftir ekki bók, þú bjóst til sögur á staðnum og bjóst til ævintýri fyrir börnin, þú varst bara lista- kona. Ég mun aldrei gleyma þegar ég var 17 ára stelpa og langaði í pils fyrir árshátíðina og vissi að þú kynnir að sauma föt og ég bað þig um að sauma pils á mig, en, nei, ég átti að læra að gera það sjálf og þú kenndir mér að taka upp snið og sauma og ég saumaði pilsið sjálf og var óstöðvandi í saumaskap í mörg ár eftir það, takk elsku tengda- mamma. Mig langar bara að þakka ykkur tengdapabba fyrir allt sem þið hafið gefið mér, svo óendanlega hjálp og hlýju. Kveðja, þín tengdadóttir, Hafey. Amma mín var blóm, hún geislaði af gleði og fegurð beint frá hjartarótum, sólin gæddi hana lífsorku og henni leið alltaf best þegar hún var umkringd fuglunum, blómunum, sólinni og friðnum. Amma kenndi mér að trúa, hún sá líf alls staðar í kringum okkur, hún sá blómálfa í beðunum og huldufólk í klett- unum. Öll blóm voru fögur í hennar augum og eldhúsborðið var alltaf skreytt fíflavendi í litlu plastglasi þegar ég kom í heim- sókn. Amma var aldrei samhæfð þessum heimi, hún sveimaði um jörðina dreymandi í sínum eigin heimi, þar sem allt var gott og ekkert ljótt og enginn vetur. Við amma vorum alltaf frem- ur líkar og alltaf þegar hún sagði eitthvað sem ég var sammála henni um, þá sagði hún: „Hættu að herma eftir mér!“ og svo hló hún. Hún var alltaf mjög syk- ursæt og sultur, rjómi, ávextir og sætabrauð var hennar nautn, þrátt fyrir sykursýki. Hún elsk- aði að fíflast og stríða fólki, ég man til dæmis eftir því að hún þóttist alltaf eiga afmæli í stað- inn fyrir mig og sagði að hún ætti alla pakkana og ég fengi ekki neitt og hló og hló þegar ég fór að trúa henni og potaði svo í bumbuna á mér. Já, það verður svo sannarlega skrítið að hafa þig ekki hjá mér, amma mín, og ég mun sakna þín sárt, en ég veit að þú ert núna í draumaheiminum þínum, þar sem hjarta þitt lá alla þína ævi. Núna ertu komin heim. Hvíldu í friði. Kveðja, Laufey Björg. Amma var rosalega skemmti- leg amma og var snillingur að prjóna og baka. Hún sagði oft við mig: „Á ég að taka í þig?“ Mér fannst gaman að heyra þetta. Hún sagði oft fyndna og skemmtilega hluti. Hún amma var líka ekkert smá góð í því að prjóna. Hún prjónaði bangsa og föt og ekki smá flotta vettlinga. Amma sagði líka að hún hefði verið gamall indíáni í fyrra lífi og kannski yrði hún það aftur. Hún átti líka töfraspjöld og sýndi mér og Jón Hauki bróður framtíðina okkar. Þetta voru indíánaspil. Allar myndirnar á spilum voru góðar og illar eða frumstæðar og forvitnar. Amma sagði mér að hún þekkti konu sem sá álfa og huldufólk. Hún sýndi mér líka staði þar sem álfar og huldufólk átti heima. Þegar ég var lítil strákur þá fórum við og amma út í fjöru að tína steina og skeljar. Við vorum oft lengi á ströndinni og síðan fórum við í Rauðumýri og máluðum steinana og límdum í steinahús sem ég gaf pabba af því mér þótti svo vænt um hann. Hún amma var besta amma í heimi og núna er hún á fallegum stað í himnaríki með afa og fleiri ættingjum hjá Guði sem passar þau. Bjarki Skjóldal Þorsteinsson. Amma var alltaf að hugsa um þá sem minna máttu sín, þar á meðal smáfuglana sem hún vor- kenndi svo yfir veturinn og fannst þeir alltaf vera svangir og kaldir. Hún sparaði ekki fugla- fóðrið yfir köldu mánuðina enda var Rauðamýri 1 full af fuglum út um allt á lóðinni, uppi á þaki, í trjánum og alls staðar. Þegar við vorum pínulítil þá héldum við að amma ætti alla bíbía sem til voru og að þeir ættu heima hjá henni. Eftir það kölluðum við ömmu alltaf Bíbba ömmu sem festist við hana. Amma var auðvitað mjög hrifin af þessu nafni sem var öðruvísi en á öðrum ömmum og var oft búin að hugsa um að breyta nafninu sínu í síma- skránni í Bíbba amma og svo- leiðis var hún einmitt. Bíbba amma lifði alla ævi með annan fótinn inni í ævintýraheimi og dró okkur krakkana með þang- að. Sagði okkur endalausar sög- ur af englum, tröllum og púkum, kenndi okkur að spyrja steina um ráð, sýndi okkur alvöru tröll- kerlingar sem höfðu breyst í stein og hvar álfar ættu heima og hvernig maður ætti að fara í heimsókn til þeirra o.s.frv. Hún fór ekki með okkur að tína blá- ber heldur vissi hún alltaf um töfralautir úti í móa þar sem uxu karamellur sem við fórum sam- an að tína. Svo vissi hún líka allt um jólasveina, tannálfa, búálfa og aðrar kynjaverur. Hún hefur talað um dauðann við okkur svo lengi sem við munum, um það hvað hún hlakkaði mikið til að vita hvernig allt væri þarna hin- um megin – nú fær hún loksins að sjá það. Bíbba amma var nefnilega handviss um það að al- vöru lífið væri í himnaríki og að Guð myndi senda okkur af og til hingað niður á jörðina í skóla til þess að læra eitthvað ákveðið á hverju æviskeiði. Svo þegar maður deyr þá er maður að fara heim aftur og fæðist svo aftur löngu seinna hingað á jörðina þegar maður á að læra eitthvað meira. Þess vegna væri fólk mis- jafnt, sumar sálir væru ungar og væru ekki búnar að læra en aðr- ar væru gamlar og búnar að læra heilmikið og svo höfðu sál- irnar líka lært misjafna hluti. Elsku amma, það verður skrítið að hafa þig ekki hér með okkur áfram en núna þegar þú ert orðin verkjalaus ferðu örugglega á ballið á hverju kvöldi í fínum kjól með vinkon- um þínum þar sem afi gengur þvert yfir salinn, tekur í höndina á þér og þið farið að dansa án þess að segja orð. Alveg eins og þú lýstir því fyrir okkur þegar þú og afi hittust í fyrsta sinn. Guðný Helga Kristjáns- dóttir og Haraldur Skjóldal Kristjánsson. Amma og afi. Það var svo gaman þegar þið voruð á lífi, en allir vita að lífið tekur enda ein- hvern tímann. En núna, amma, hefur þú það líklega fínt hjá afa, og hjá öllum dýrunum sem þið áttuð, en nú er það búið, engin amma eða afi. Þið verið að vita að ég hugsa til ykkar og ég vona að þið hugsið til mín líka. Í nótt ætla ég að kveikja ljós og biðja bæn fyrir ykkur. Ég kem til með að muna eftir dögunum sem þið dóuð og mun taka óskasteininn sem þið gáfuð mér og óska mér að þið væruð alveg frísk og að þið lifðuð. En þið verðið kannski eitthvert annað dýr, eins og fisk- ur. Ég vona að þú heimsækir okkur stundum og ég vona að þú lesir textann minn og horfir á mig núna. Ég vona að þið búið uppi í himninum með öllum kött- unum. Ég myndi vilja veiða með þér afi, og ég myndi vilja borða aftur kökurnar þínar, amma. Kveðja, Martin Hammer. Kveðja frá okkur systkinum þínum til þín elsku systir. Við eigum ótal margt að þakka og muna frá okkar sam- veru. Við minnumst góðra daga hjá ykkur Dalla þegar þið voruð að byrja að búa. Við systurnar í vist eða sumarvinnu fyrir norðan. Okkar samastaður í tilverunni var hjá ykkur. Í minningunni var þá alltaf sól og sumar, ilmur í lofti og blóm í glugga. Þið voruð góð heim að sækja. Þú svo hisp- urslaus og einlæg. Dalli kátur og hress. Og árin liðu, Þorsteinn og Anna Kristín bættust í hópinn ykkar, við eignuðumst börn og buru líka. Þið bjugguð fyrir norðan, við fyrir sunnan, svo við hittumst ekki oft. Það voru allir í brauðstritinu. En bréfaskriftir stunduðum við svo nokkuð skilmerkilegar fréttir fóru á milli, ásamt ljós- myndum af krökkunum, köku- eða prjónauppskriftum, jafnvel handverki. Hringdum stöku sinnum. Við héldum áfram að heimsækja hvert annað. Börnin okkar hrifust af ykkur, enda allt- af gott til ykkar að koma. Sum þeirra dvöldu líka hjá ykkur um tíma. Þær minningar eru þeim góðar. Þú varst listakona, hæfileika- rík og skapandi handverkskona. Þú saumaðir, prjónaðir, leiraðir og málaðir. Það gleymast ekki dúkkurnar og leikföngin sem þú gerðir, dúkkurnar sem þú skap- aðir voru hver með sinn per- sónuleika. Við eigum öll verk eft- ir þig, bæði við systkinin og börnin okkar og barnabörn. Þú saumaðir og prjónaðir barnaföt til að styrkja Rauða krossinn. Lagðir þig fram um að börnunum þættu fötin falleg. Við vissum um litla stúlku á Filippseyjum sem þú styrktir til náms. En það voru börnin þín, tengdabörnin og barnabörnin sem þú elskaðir af öllu hjarta og vildir gera allt fyrir sem í þínu valdi stóð. Fyrir fáeinum árum þegar elsti sonur þinn, Hafsteinn Andrésson, var að kveðja þenn- an heim þá sast þú yfir honum meðan hann lá á líknardeildinni í Kópavogi. Þú varst svo traust og barðist með honum síðustu dagana af heilum hug. Það er okkur minnisstætt síð- asta sumar, er þú komst heim úr heimsókninni til Svíþjóðar og við komum saman, þá var glatt á hjalla. Þá voru veikindin farin að setja sitt mark á þig, það sáum við, en það var svo ánægjulegt þegar þú varst að segja okkur ferðasöguna og hvað ferðin var vel heppnuð. Anna Kristín dóttir þín dreif þig með út til Svíþjóðar og það var sannarlega gott. Komin er kveðjustund. Þú ert farin yfir móðuna miklu eins og sagt er. Eftir stöndum við á bakkanum og syrgjum þig. Um leið verðum við að gleðjast með þér yfir því að baráttu þinni við veikindi og vaxandi vanmátt síðustu árin er lokið. Við vissum öll að þeirri baráttu myndi aðeins ljúka á þennan veg. Þorsteinn sonur þinn sagði við mig: „Það er gat í veröldinni þar sem hún systir þín og mamma mín var áður.“ Það gat á efalaust eftir að fyllast af góð- um minningum um þig. Við systkini þín, makar okkar og börn kveðjum þig með hjart- ans þökk fyrir allt. Kæru Svala, Kristján, Þor- steinn, Anna Kristín, Stefán, makar og afkomendur ykkar, við vottum ykkur einlæga sam- úð okkar. Fyrir hönd okkar systkina; Jóns, Þórs, Kristjönu, Hafdísar og Elínar, Áslaug Benediktsdóttir. Hún Labba okkar var lista- maður. Listamaður sem aldrei fékk að læra í listaskóla. Lista- maður handverksins. Lífið og neyðin kenndu henni. Já það fæðast ekki allir með silfurskeið í munni og líf allra verður ekki sjálfkrafa dans á rósum. Björg Benediktsdóttir eða Labba eins og hún var alltaf kölluð var gift Dalla föðurbróður mínum. Hús- ið þeirra í Rauðamýri var áður heimili ömmu minnar. Að henni látinni fluttu þau þangað með börn sín Svölu, Kristján og Þor- stein. Síðar bættist svo Anna Kristín í hópinn en fyrir átti Labba Hafstein sem nú er lát- inn. Meðal fyrstu minninga minna leynist ein tengd þeim hjóna- kornum. Foreldrar mínir fóru í ferðalag og ég bjó hjá þeim á meðan. Þá fór ég á fætur með Dalla og borðaði með honum kalt kjöt og graut í morgunmat og til að stilla þetta stelpuskott sagði Labba mér sögur. Hún greip pappaspjald eða bréfsnifsi og sagan rann út úr blýhant- inum hennar. Ég veit það nú að ekki einn bókstafur stóð í þess- um sögum. Það voru myndirnar sem urðu til fyrirhafnarlaust sem leiddu söguna áfram. Seinna, þegar ég komst á „pósí- bókar“-aldurinn málaði hún listaverk á forsíðuna í bókinni minni, sem ég var mikið öfunduð af. Á stóru heimili voru verkin æði mörg en sköpunarþráin var henni oft svo krefjandi að stund- um urðu þau að bíða þar til hún hafði fullgert það sem hún var með í höndum eða huga. Það getur tekið á að búa við slíkt eins og gefur að skilja og þótt listaverkin teldust ekki merki- leg á heimsvísu þá glöddu þau. Í huga mínum skapaði Labba nokkur af flottustu listaverkun- um sem ég hef séð um mína ævi- daga. Ógleymanleg er t.d. ferm- ingartertan hennar Svölu. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég séð eins flotta tertu. Gerð úr marengs stóð þessi glæsta terta á miðju borði. Á meðan aðrar fermingartertur þess tíma skörtuðu plaststyttu af tepru- legri fermingarstúlku í stuttu pilsi, þá reis prjónandi hvítur foli með faxið og taglið fjúkandi í vindinum upp úr tertunni hennar. Indjána í fullri stærð málaði hún á hurð í herberginu hans Stjána sem vakti drauma allra sem þangað komu. Seinna meir urðu þeir ófáir „kallarnir“ sem urðu til í höndunum á henni, prjónaðir og saumaðir. Gerðir til að skapa henni aukatekjur en hver og einn með sinn sérstaka brag og eiginleika sem hentaði eigandanum. Labba skapaði fyr- ir börn fyrst og fremst. Labba hafði líka þann sér- staka eiginleika að hlusta á börn og sjá þeirra innri mann. Hún var sérstaklega nösk á að láta þeim líða vel þegar eitthvað bjátaði á í lífi þeirra og skapa þeim pláss til þess að fá bara að vera. Labba sá lengra en nef hennar náði og í heimi hennar gegndu litir og ljós miklu hlut- verki. Nú hafa þessir sömu litir og ljós umvafið hana og borið hana með sér í annan heim. Ég þakka þér af öllu mínu hjarta alla þá góðmennsku og gleði sem þú hefur veitt mér í gegn- um árin elsku Labba mín, minn- ing þín mun lifa með mér svo lengi sem ég lifi. Dýrleif Skjóldal (Dilla Ingimars). Björg Benediktsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma mín var ekki leið yfir að fá að fara til himins vegna þess að þar fyrir er afi og Öskubuska, til að taka á móti henni. Ég vona að þið hafið það fínt þarna upp í himninum. Ég hef hugsað til þín á hverjum degi síðan þú fórst burt. Ég vona að þú hugsir til mín líka amma. Kveðja, Viktor Orri Hammer.  Fleiri minningargreinar um Björgu Benedikts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VIGNIR GÍSLI JÓNSSON, Skógarflöt 23, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 14.00. Sigríður Eiríksdóttir, Eiríkur Vignisson, Ólöf Linda Ólafsdóttir, Katrín Björk Þórhallsdóttir, Sindri Már Atlason, Vignir Gísli Eiríksson, Eiríkur Hilmar Eiríksson, Ólafur Atli Sindrason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.