Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 www.rita.is Ríta tískuverslun Bæjarlind 6, sími 554 7030 Allskonar GALLABUXUR Síðar,stuttar háar í mittið VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is í yfir 50 fallegum litum SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Opnunartími í sumar: Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar 299.000 Verð nú TILBOÐ Garðhús 9,0 fm www.kofaroghus.is Sími 553 1550 Verð áður 359.000 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Það þyrfti ekkert að spyrja að leikslokum ef þessu vopni yrði beitt gegn nokkrum manni,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn um hnúajárnið á mynd- inni, sem líkist einna helst vopni úr vísindaskáldsögu. Vopnið er flug- beitt og oddhvasst. „Það myndi eng- inn nokkurn tíma fá leyfi fyrir svona vopni, þetta uppfyllir engin skilyrði vopnalaga til að vera í vörslu.“ Vopnið var til sýnis hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í gær og er meðal þeirra vopna sem fundust við húsleit í Hafnarfirði í kjölfar inn- brots og ráns við Barðastaði í Graf- arvogi, þar sem átta skotvopn voru tekin ófrjálsri hendi. Karl sagði mennina tengjast Out- laws-vélhjólagenginu og að vopnin sem stolið var, auk annarra vopna, hefðu fundist við húsleit í félags- heimili gengisins. Fjórir enn í gæsluvarðhaldi „Við erum ennþá með fjóra karl- menn í gæsluvarðhaldi, sem verða þar fram á mánudag. Yfirheyrslur standa yfir og það mun koma í ljós í dag og á morgun hver framvindan verður á því. Fleiri hafa hins vegar verið yfirheyrðir,“ segir Karl. „Við erum að reyna að fá heildarmynd af atburðarásinni og klára málið á þeim tíma,“ bætti Karl við, og sagði að lögreglan hefði farið í þrjár hús- leitir í tengslum við málið en gat ekkert gefið upp um hvort fleiri hús- leitir yrðu framkvæmdar. Vopnaþjófnaður eykst Karl Steinar sagði það hafa færst í vöxt undanfarin tvö ár að glæpa- gengi reyndu að komast yfir vopn. „Alvarlegi þátturinn í þessu er að við sjáum mikla breytingu á vopna- burði og tilburðum til að stela vopn- um. Það er í takt við það sem við sögðum við stjórnvöld í janúar 2011 að myndi gerast þegar þessi erlendu gengi koma hérna inn.“ Hann segir stjórnvöld hafa brugðist skjótt við þeim viðvörunum og telur lögregl- una vera nokkuð skjóta til aðgerða þar sem einungis tók nokkrar klukkustundir að leggja hald á vopnin. Karl Steinar sagði algengt að sagað væri framan af hagla- byssum sem þeir stela, því hagla- byssa í fullri stærð er klunnaleg og illmeðfærileg. „Ef við hefðum fundið vopnin viku síðar þá hefði líklegast verið búið að saga framan af öllum haglabyssunum.“ Hnúajárnið eins og vopn úr vísindaskáldsögu  Lögregla sýndi vopn sem fundust við húsleit í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Hnúajárn „Það þyrfti ekkert að spyrja að leikslokum ef þessu vopni yrði beitt gegn nokkrum manni,“ segir Karl Steinar Valsson lögregluþjónn. Gert ráð fyrir að setja hljóðmanir milli akbrauta og íbúðarhverfa til að draga úr hávaðamengun og óæskilegum áhrifum, er meðal þess sem stendur í drögum að aðgerða- áætlun gegn hávaða fyrir árin 2013 til 2018 sem Kópavogsbær kynnti fyrir bæjarbúum nýverið. Áætlunin verður til kynningar til 3. júlí nk. og geta bæjarbúar á þeim tíma gert athugasemdir við hana. Stærstu hávaðavaldar í Kópa- vogsbæ eru tvær umferðaæðar sem skera bæinn í sundur, þ.e. Hafn- arfjarðavegur og Reykjanesbraut, af þeim stafar hávaðamengun í íbúðahverfum. Efling almennings- samgangna, samgöngu- og hjól- reiðastígakerfi er meðal þess sem lagt er til í langtímastefnumörkun Kópavogsbæjar til að draga úr hljóðmengun. Morgunblaðið/Golli Kópavogur Settar verði upp hljóðmanir til að draga úr hávaðamengun. Kópavogur vill minnka hávaða mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.