Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 ✝ Friðrik Jóels-son fæddist í Hafnarfirði 15. apríl 1922. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 2. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Jóel Friðrik Ingvarsson, f. 3. nóvember 1889, d. 9. júní 1975, og Valgerður Erlendsdóttir, f. 17. september 1894, d. 8. apríl 1986. Systkini Friðriks eru: 1) Ingi- björg, f. 1919, gift Ástráði Sig- ursteindórssyni. Þau eru bæði látin. 2) Geir, f. 1920, sem er lát- inn, kvæntur Lóu A. Bjarnadótt- ur, f. 1922. 3) Gróa, f. 1925, gift Jóni P. Jónssyni, sem er látinn. 4) Herdís, f. 1930, lést úr barna- veiki 11 ára gömul. Uppeld- issystkini Friðriks eru Kristín Guðmundsdóttir, f. 1942, gift Bjarna Þórðarsyni, sem er lát- inn, og Erlendur Guðmundsson, kvæntur Fanneyju Óskars- dóttur, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Sigríður Dís, f. 1986, b) Ari, f. 1988, c) Davíð, f. 1993. Friðrik hóf prentnám í Prent- smiðjunni Eddu 1. desember 1941 og lauk þaðan sveinsprófi 1945. Í framhaldi af sveinsprófi starfaði hann í Hrappseyj- arprenti og Skálholtsprent- smiðju en sumarið 1946 fór hann til framhaldsnáms í Bandaríkj- unum og þar nam hann og starf- aði sem prentari í tæp þrjú ár. Eftir heimkomu árið 1948 starf- aði Friðrik sem verkstjóri hjá Prentsmiðjunni Eddu eða þar til hann stofnaði prentsmiðjuna Litmyndir í Hafnarfirði árið 1953 ásamt Sverri Valdimars- syni prentara. Árið 1978 stofn- aði Friðrik sína eigin prent- smiðju, Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar, sem hann starfrækti til ársins 1989. Eftir að hefð- bundinni starfsævi lauk stund- aði Friðrik ýmis þjónustustörf fyrir prentsmiðjur. Útför Friðriks verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 7. júní 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. f. 1943, kvæntur Ingunni Ernu Stef- ánsdóttur. Fyrri kona Erlendar var Kristín Gunnlaugs- dóttir, sem er látin. Friðrik kvæntist 15. apríl 1950 Val- dísi Guðjónsdóttur frá Hafnarfirði, f. 15. apríl 1926. For- eldrar hennar voru Guðjón Arn- grímsson, f. 13. október 1894, d. 6. nóvember 1972, og Elín Ágústa Sigurðar- dóttir, f. 5. ágúst 1893, d. 4. maí 1947. Börn Friðriks og Valdísar eru: 1) Friðrik Ingvar, f. 1950, kvæntur Þuríði Sigurðardóttur, f. 1949. Sonur þeirra er Erling Valur, f. 1980, í sambúð með Höllu Eiríksdóttur, f. 1977. Upp- eldissonur, sonur Þuríðar og Pálma Gunnarssonar, er Sig- urður Helgi, f. 1974, í sambúð með Unni Björk Hauksdóttur, f. 1978. 2) Guðjón Erling, f. 1954, Hann hafði ríkulega kímni- gáfu, var orðheppinn og hnyttinn í tilsvörum, stórlyndur með fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, vinnusamur dugnað- arforkur sem hafði utan vinnunn- ar áhuga á náttúruskoðun, veið- um og ljósmyndun. Síðast en ekki síst var hann með óendanlega tækjadellu og var alla tíð vakandi fyrir nýjungum á því sviði. Þessi mannlýsing kemur upp í hugann þegar við tengdadæturn- ar minnumst Fidda, Friðriks Jó- elssonar, tengdaföður okkar, sem við kveðjum í dag. Hann hafði yndi af að taka á móti gestum og var listakokkur, ekki síst þegar kom að súpum og sósum. Þeir voru ófáir vinirnir og kunningjarnir, íslenskir og er- lendir, sem nutu gestrisni tengdaforeldra okkar og eru veislurnar með þeim í Blikanes- inu sérstaklega eftirminnilegar. Þá sátu gjarnan með gestunum til borðs synirnir Friðrik Ingvar og Guðjón Erling, ásamt okkur og börnunum, því þannig vildu þau hafa það, Dísa og Fiddi. Þar lék húsbóndinn á heimilinu á als oddi, sagði sögur, skipulagði ferðir með gestunum og naut sín í gestgjafahlutverkinu með tengdamóður okkar sér við hlið, sem á sinn hljóðláta hátt fram- kallaði hvert veisluborðið á fætur öðru þar sem kræsingar af öllum toga voru fram bornar, eins og þær hefðu einhvern veginn orðið til af sjálfu sér. Þau hjónin áttu sama afmæl- isdag, 15. apríl, sem einnig var brúðkaupsdagurinn þeirra. Þá kom stórfjölskyldan og góðir vin- ir til veislu þar sem dúklagt og blómum skreytt borðstofuborðið lumaði á mörgum uppáhalds- veisluréttum barna og fullorð- inna. Þar voru fastar hefðir eins og graflaxinn góði að hætti hús- bóndans, sem mátti aldrei vanta, flatkökur og hangikjöt – og hnall- þórurnar hennar Dísu, sem eng- inn bakar betur. Afi naut barnabarnanna og var alltaf til í að gantast með þeim, stríða aðeins en gefa góð og holl ráð. Hann fylgdist jafnan vel með hvað þau voru að gera og hvernig þeim vegnaði í skóla og starfi. Hann naut þess að smíða fyrir þau alls kyns leikföng, til dæmis pennastokka, skákborð, dúkku- hús og leikkofa í garðinn, sem hann var mjög stoltur af, og var fyllstu vandvirkni gætt við gerð allra gripa. Fiddi hafði áhuga á náttúrunni í allri sinni dýrð, ekki síst smá- fuglunum, sem gengu alltaf að því vísu að finna góðgæti frá hon- um í garðinum. Veiðiskapur, ferðalög og ljósmyndun voru meðal hans helstu áhugamála, þótt mörg væru. Árið 2004, þegar hann var 82 ára gamall, hvatti fjölskyldan hann til að halda sýningu á ljós- myndum sínum, sem voru af- rakstur af áhuga hans á nátt- úrunni í sinni margbreytilegu mynd. Sýningin fékk góðar við- tökur og þrátt fyrir að hann hafi verið tregur til að sýna myndirn- ar sínar naut hann þess mjög þegar upp var staðið. Á kveðjustundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og umhyggju hans fyrir Dísu síð- ustu misserin á nýja heimilinu þeirra á Hjúkrunarheimilinu Ísa- fold þar sem þeim leið afar vel. Hvíl í friði kæri tengdapabbi. Þuríður Sigurðardóttir og Fanney Óskarsdóttir. Kæri afi, ég sit hérna sorg- mæddur, en samt glaður yfir því að þú þurfir ekki að þjást og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman, hvort sem það var heimavið eða á ferðinni. Þeg- ar við vorum á ferðinni um landið, sem var ansi oft, kenndir þú mér öll þau örnefni sem þú kunnir. Við fórum til dæmis oft í Sogið að veiða, já eða þú að veiða og ég að leika mér og oftast var amma með og hjólhýsið líka svo það væri hægt að setjast í kaffi ein- hvers staðar og að sjálfsögðu vantaði ekki kræsingarnar hjá ömmu. Mér verður líka hugsað til allra þeirra nátta sem ég gisti hjá ykkur í Blikanesinu, hvort sem það var um helgi eða á virkum degi, og oftast var maður vakinn með ilmi af French toast, sem þú lærðir að gera úti í Ameríku sem ungur maður. Við brösuðum oft saman úti í bílskúr þegar þú varst að smíða stansa og ég fékk oft að hjálpa til og skipta mér af því hvernig þú gerðir þetta enda ungur og hafði ekkert vit á þessu. Svo áttum við margar stundir niðri í fjöru þar sem þú sagðir mér hvað allir fuglarnir hétu og við köstuðum steinum þannig að þeir fleyttu kerlingar á sjónum. Skemmtilegast var það þegar við gerðum slíkt í Kollafirðinum en þá fór eldisfiskurinn að stökkva þar sem hann hélt að það væri kominn matur. Á veturna fórum við svo saman á vélsleða sem þú áttir og fékk ég að vera á honum á túninu á Arnarnesinu alla daga eftir skóla allan veturinn og alltaf stóðstu vaktina og fylgdist með hvort það væri ekki allt í lagi með allt. Alltaf varstu líka tilbúinn að sækja mig eða skutla hvert sem er og það var ekki sjaldan. Þú varst með mikla bíladellu og oft töluðum við tímunum saman um bíla sem þú varst að kaupa, áttir og/eða hafðir átt. Það er óhætt að segja að þú hafir verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi og að það sem við brösuðum saman í gegn- um tíðina hafi lagt grunninn að þeirri manneskju sem ég er í dag. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og alla þá þekk- ingu og gleði sem þú veittir mér. Kveðja Erling Valur. Okkur langar að minnast afa okkar sem er nú látinn. Hugur okkar fyllist söknuði þótt hann hafi lifað löngu, góðu og við- burðaríku lífi. Raunar fékk afi að lifa miklu lengur en okkur hafði órað fyrir þegar hann þurfti að fara í aðgerð fyrir tæpum tuttugu árum. Þrátt fyrir að við höfum þá verið ung að árum áttuðum við okkur á því að líkaminn hans var byrjaður að verða veikburða. Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta nærveru afa svona lengi enda eigum við fullt af góðum minn- ingum um hann sem við munum varðveita alla tíð. Þegar við minnumst afa koma fyrst og fremst allar samveru- stundirnar upp í hugann. Það var alltaf gaman að fara í pössun til ömmu og afa í Blikanesi. Þegar við uxum upp úr því að vera send í pössun héldum við áfram að heimsækja ömmu og afa og Hörgslundurinn varð okkar ann- að heimili. Þar tóku afi og amma alltaf vel á móti okkur og við nut- um þess að eiga góðar stundir með þeim. Þrátt fyrir að líkaminn hafi smám saman orðið meiri byrði fyrir afa var hann alltaf skýr í kollinum og aldrei kvarnaðist af stálminninu sem hann bjó yfir. Á tíræðisaldri las afi enn bæði skáldsögur og fræðirit af miklum áhuga. En afi var ekki bara klár heldur líka stórskemmtilegur og ávallt var stutt í grínið þegar hann var á svæðinu. Oft gat hann látið okkur veltast um af hlátri þegar hann grínaðist í þeim sem voru í kringum hann eða sagði okkur gamansögur af sjálfum sér. Það var til dæmis árlegur viðburður að heyra afa segja sög- una af því þegar hann hrekkti vinafólk sitt í Bandaríkjunum eina þakkargjörðarhátíðina. Hann hafði verið beðinn um að fylgjast með kalkúni í ofninum. Afi gat vissulega ekki setið á sér, skipti kalkúninum út fyrir kjúk- ling og reyndi að telja fólkinu trú um að kalkúnninn hefði einfald- lega skroppið saman í ofninum. Þá hafði afi líka alltaf gaman af því að láta reyna á kímnigáfu af- greiðslufólks er varð á vegi hans. Hann spurði til dæmis oft að því hvaðan á skepnunni kjötið í kjöt- borðinu væri. Þegar afgreiðslu- fólkið var ekki alveg með það á hreinu sagði afi iðulega að þetta hlyti að vera fyrir framan haus á skepnunni og alltaf hló hann jafn- mikið þegar svarað var játandi. Þá komumst við vart hjá því að nefna þá ótrúlegu tilviljun að afi fékk alltaf sama málsháttinn í páskaegginu sínu en það var málshátturinn „stór rass þarf víða brók“. Systir hans hafði eitt sinn fengið málsháttinn í páska- egginu sínu á yngri árum við mikla kátínu afa. Það hafði verið vont veður dagana áður en afi dó. Skyndi- lega lygndi hins vegar á dánar- daginn, hinn 2. júní 2013. Alveg eins hafði afi gengið í gegnum erfiða tíma síðustu vikurnar en loksins linuðust þjáningarnar og hann fékk að ganga til hinnar hinstu hvílu. Við munum sakna afa gríðarlega mikið en þegar við lítum til baka erum við stolt af löngu og viðburðaríku lífshlaupi hans og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans jafnlengi og raun bar vitni. Minn- ingin um afa mun lifa í hjörtum okkar. Þín Sigríður Dís (Sigga Dís), Ari og Davíð. Ein fyrsta minning okkar um Fidda var þegar hann kom heim frá námi í Bandaríkjunum. Við vorum uppeldissystkini hans, þá fjögurra og fimm ára, og okkur fannst hann flottastur. Hann kom færandi hendi. Allir fengu gjafir, hver við sitt hæfi. Við áttum margsinnis síðar eftir að njóta gjafmildi hans. Við nutum þess að heimsækja hann og Dísu, hans yndislegu konu. Þar fengum við alls konar framandi mat og horfðum á kana- sjónvarpið. Hann var mjög tæknivæddur, var alltaf kominn með það nýj- asta í tækjum og tólum, sérstak- lega þó í ljósmyndatækni. Hann var fagukeri, með listrænt auga og snillingur í að taka myndir, sérstaklega af náttúru Íslands. Fegurstu staðir landsins, norður- ljós og sólsetur voru hans áhuga- svið. Einnig var hann mikill áhugamaður um fugla og fór iðu- lega í fuglaskoðunarferðir. Hann Fiddi var mjög orðhepp- inn og undrafljótur að snúa öllu upp í grín í samræðum við fólk, en undir niðri sló heitt og ofur- viðkvæmt hjarta. Við þökkum fyrir að hafa átt hann að. Hann hefur nú kvatt okkur og minningin ein er eftir. Kristín Guðmundsdóttir og Erlendur Guðmundsson. Vinur minn til margra ára, Fiddi, Friðrik Jóelsson prentari, er látinn í hárri elli. Kunnings- skapur okkar Fidda hófst í af- mælisveislu frænda míns Jó- hanns Petersen í desember 1960. Jóhann og Fiddi voru svilar, gift- ir systrunum Guðríði og Valdísi Guðjónsdætrum. Með prent- rekstri sínum stundaði Fiddi um- boðsmennsku og innflutning ým- issa aðfanga fyrir prentiðnað en ég tók að mér að annast um bréfaskriftir og pantanir við þessa umboðsaðila. Mætti ég oftast í prentsmiðj- una á laugardögum og sinnti þessum störfum ásamt útskrift reikninga en ég var slíku vanur úr eigin rekstri. Minnist ég þess sérstaklega að Fiddi var ekki sáttur við mína uppsetningu af reikningum og eftir miklar vangaveltur féllst ég á hans sjón- armið. Það var oft gestkvæmt á kaffi- stofu prentsmiðjunnar, bæði kunningjar og viðskiptavinir. Pólitík var oft til umræðu og fór Fiddi ekkert dult með það að hann studdi Sjálstæðisflokkinn heilshugar. Var Fiddi um tíma í nefndarstörfum fyrir flokkinn í heimabæ sínum, Garðabæ. Fiddi var mikill fagurkeri, hafði gott auga fyrir prentverki og oftar en ekki ráðlagði hann viðskiptavinum sínum um prent- verkin sem hann tók að sér. Fiddi var ljósmyndari af guðs náð og notaði hann margar af myndum sínum í þjónustu við viðskiptavini sína. Fiddi hélt glæsilega ljós- myndasýningu í Garðabæ árið 2004. Ungur að árum fór Fiddi til Bandaríkjanna til framhalds- náms í prentverki og kom heim eftir ca. 3 ár uppfullur af hug- myndum og góðum prentlausn- um og stofnaði ásamt Sverri Valdimarssyni Prentsmiðjuna Litmyndir og selur síðan Prent- smiðju Friðriks Jóelssonar 1989 eftir ca. 45 ára starf. Ég átti því láni að fagna að þekkja líka vel eiginkonu Fidda, Valdísi Guðjónsdóttur, Dísu og kom oft til þeirra í kaffisopa og spjall í Hörgslundinn. Ég þakka guði fyrir samleið mína með þess- um hjónum. Ég votta Dísu, son- unum og öðrum ástvinum samúð mína. Júlíus P. Guðjónsson. Friðrik Jóelsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Brunnum 11, Patreksfirði. Bjarni Valur Ólafsson, Anna Sigmarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Gróa Lárusdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, María Beatriz Fernandes, Sigurveig J. Ólafsdóttir, Árni Long, Páll Ólafsson, Nili Ben-Ezra, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGFÚS JÓHANN JOHNSEN, lést miðvikudaginn 5. júní í Kaupmannahöfn. Útför hans mun fara fram í De Gamles Bys Kirke í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 11. júní kl. 14.00. Minningarathöfn á Íslandi verður tilkynnt síðar. Pálína Matthildur Kristinsdóttir, Kristinn Johnsen, Herdís Dögg Sigurðardóttir, Jóhann Johnsen, Inga Maren Johnsen, Valgerður Guðrún Johnsen, Kristján Þór Árnason og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 5. júní. Útför verður auglýst síðar. Ríkharður Kristjánsson, Sigurjón Ríkharðsson, Hjalti Ríkharðsson, Magnhildur Erla Halldórsdóttir, Hildur Ríkharðsdóttir, Bragi Þór Leifsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jóhann Ríkharðsson, Fríða Rut Baldursdóttir, Sigríður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og frænka, ÞÓRDÍS LÁRA JÖRGENSEN, f. Þórdís Lára Berg, hjúkrunarfræðingur, Taastrup, Danmörku, fædd 7. júní 1946, lést að heimili sínu á nýjársdag og hvílir nú í Taastrup-kirkjugarði. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar og stuðning í veikindum hennar. Preben W. Jörgensen, Unnur Pia, Ásta Majken, Bo Valdemar Johannessen, barnabörn, systkini og aðrir ættingjar á Íslandi. ✝ Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR SVEINSDÓTTUR, sem lést 31. maí fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Gigtarfélags Íslands. Hreinn Hreinsson, Lena María Hreinsdóttir, Örn Hlöðver Tyrfingsson, Helga Kolbrún Hreinsdóttir, Philip Vogler, Hreinn Andres Hreinsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Sveinn Birgir Hreinsson, Björg Björnsdóttir, Erna Bára Hreinsdóttir, Halldór Sveinn Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.