Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti sumarþingið í gær. Í ávarpi sínu lagði hann áherslu á að alþingiskosningarnar hefðu skilað mikilvægum boðskap um stjórnarskrá landsins og jafnframt skýrri niðurstöðu um framtíð- arskipan íslenska lýðveldisins. Sagði hann afgerandi meirihluta þingmanna bundna heiti um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Viðræðurnar gengið hægt Benti Ólafur Ragnar á að aðildarviðræðurnar hefðu gengið afar hægt fyrir sig og að síðasta kjörtímabili hefði lokið án þess að hreyft hefði verið við þeim efn- isþáttum sem skipta þjóðina mestu máli. „Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópu- sambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu. Þá benti hann jafnframt á að norræn lýðræðisþjóð [Noregur] hefði fellt aðildarsamning í tvígang í þjóð- aratkvæðagreiðslu og það yrði áfall fyrir ESB ef slíkt gerðist í þriðja sinn með höfnun Íslend- inga. Þá fjallaði Ólafur Ragnar einnig um málefni norðurslóða í ávarpi sínu og sagði Íslendinga í reynd vera að verða vitni að sögulegum þáttaskilum. „Ísland er komið í al- faraleið nýs áhrifasvæðis þar sem glíman um loftslagsbreytingar og aukna hagsæld verður einkum háð. Norðrið, heimaslóðir okkar, er nú vegvísir um örlög allra jarð- arbúa,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við: „Ákvarðanir hins nýja Alþingis munu því skipta miklu, bæði fyrir Íslendinga og okkar góðu granna, Grænlendinga og Færeyinga, en líka fyrir sess okk- ar í samfélagi þjóða heims.“ Einar kosinn forseti Alþingis Við setningu þingsins kusu þingmenn sér nýjan þingforseta en þar varð Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir valinu. Í kjölfar kjörsins flutti Einar ávarp og kallaði þar eftir betri vinnubrögðum á Al- þingi. „Á Alþingi þurfa breytingar á vinnubrögðum að eiga sér stað. Þær breytingar verða að koma innan frá. Frá okkur sjálfum. Það segir enginn Alþingi fyrir verkum. Við ráðum för í þessum efnum og við þurfum því að gera þær breyt- ingar sem við teljum nauðsynlegar til þess að Alþingi sinni sem best hlutverki sínu, sem er fyrst og síð- ast að setja þjóðinni lög, marka stefnuna og móta þannig sam- félagið allt,“ sagði Einar í ávarpi sínu. Margt breyst til góðs Þá benti hann á að margt hefði breyst til hins betra á síðustu ár- um og áratugum. Þannig hefði t.d. starfsaðstaða þingmanna gjör- breyst og starfskjör þeirra batn- að. Þá fari þingið fram fyrir opn- um tjöldum í beinni sjónvarpsútsendingu sem þjóðin öll getur fylgst með. „Mælingar sýna að Alþingi nýtur sáralítils trausts almennings. Það er háska- legt í lýðræðislegu samfélagi þeg- ar í hlut á sjálf meginstoðin; Al- þingi, löggjafarsamkoman. Undan því verður einfaldlega ekki vikist að treysta að nýju stöðu þingsins,“ sagði Einar og gagnrýndi jafn- framt að á síðasta kjörtímabili hefði aukist sú tilhneiging að þing- mál stjórnarmeirihlutans væru lögð fram aðeins fáeinum dögum fyrir lögbundinn frest eða jafnvel í stórum stíl eftir hann. Lagði hann áherslu á að þessu yrði að breyta strax á hinu nýja kjörtímabili og að það ætti að vera meginregla að þingmál stjórnar- meirihlutans líti sem fyrst dagsins ljós, annars vegar á haustþingi og síðan eftir áramótin en ekki nokkrum dögum fyrir framlagn- ingarfrest eða eftir hann. Þá ætti þessi regla að vera ófrávíkjanleg þegar um væri að ræða við- urhlutamikil mál, svo ekki sé talað um stórpólitísk ágreiningsefni. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Einar að dagskrá þingsins liggi ekki ennþá fyrir og þar sem um sumarþing sé að ræða verði ekki gerð sérstök áætlun. „Það liggur ekkert fyrir annað en að á mánu- daginn verður stefnuræða for- sætisráðherra flutt og á þriðju- daginn munum við hinsvegar byrja á fullri ferð með hefðbundið þinghald. Þar geri ég ráð fyrir að verði á dagskrá mál ríkisstjórn- arinnar en það mun ekki liggja nánar fyrir fyrr en um helgina hver þau verða,“ segir Einar og bætir við hann geri ráð fyrir að frumvarp um stjórnskipunarlög sem flutt var af formönnum Sam- fylkingarinnar, Vinstri-grænna og Bjartrar framtíðar, verði tekið á dagskrá fljótlega í næstu viku. Morgunblaðið/Kristinn Kallar eftir nýjum vinnubrögðum  Forseti Íslands sagði ESB ekki hafa áhuga á að ljúka aðildarviðræðunum á næstu árum  Nýr þingforseti kallar eftir betri vinnubrögðum á Alþingi og segir vantraust á þinginu háskalegt Morgunblaðið/Eggert Þingsetning Forseti og biskup Íslands leiddu þingmenn til þingsetningar. Í þingsal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt þingmönnum í gær. Píratar sendu frá sér frétta- tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust styðja Ragn- heiði Ríkharðs- dóttur, þing- flokksformann Sjálfstæðis- flokksins, sem forseta Alþingis. „Við Píratar teljum Ragnheiði Ríkharðs- dóttur afar hæfa til að gegna embætti forseta enda hefur reynslan af starfi hennar sem fyrsta varaforseta verið afar góð. Hún hefur leitast við að ná góðri samræðu og sátt með- al þingflokka og sinnt störfum sínum í alla staði afar vel,“ segir m.a. í tilkynningunni. Lögreglan setti upp girðingar fyrir framan Alþingishúsið í gær. Ekki kom til mikilla mót- mæla við þingsetninguna en lítill hópur fólks mætti með skilti og mótmælti aðildar- viðræðum Íslands við Evrópu- sambandið. Píratar vildu Ragnheiði MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGI Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skannaðu kóðann til að sjá mynd- band frá þingsetn- ingunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.