Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing Sumarsýning Hönnunarsafns Ís- lands, Óvænt kynni, verður opnuð í dag en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann hluta menningar- arfsins sem við öll þekkjum en ger- um okkur ekki endilega grein fyrir að tengist sögu okkar og menningu. Sýningin beinir sjónum sínum að komu módernismans í íslenska hí- býlamenningu frá 1930 og fram yfir 1980. Margir gætu þekkt einhver húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk eða hreinlega þekkt þau úr stofunni heima hjá ömmu og afa, foreldrum eða í eigin húsakynnum. Sýning- arstjórar eru þær Elísabet V. Ingv- arsdóttir hönnunarfræðingur og dr. Arndís S. Árnadóttir. Sein að tileinka okkur módernismann Sýndir eru hlutir sem lýsa nýjungum í tilraunum með efni og form og aðlögun að nútímahugsun og hugmyndafræði módernismans. Má þar nefna húsgögn úr sveigðum krómuðum stálrörum frá fjórða ára- tugnum en Íslendingar voru mjög fljótir að nýta sér þessa aðferð við gerð húsgagna. Hins vegar voru Íslendingar al- mennt seinir að tileinka sér módernismann og héldu gjarnan í hefðirnar. Gott dæmi um það er skápur sem fenginn er að láni úr heimahúsi þar sem útskurður og einföld form fara saman. Skápurinn er vel varðveitt dæmi um verk nem- anda Handíða- og myndlistaskólans frá fimmta áratugnum en veturinn 1940-1941 hófst kennsla í hús- gagnasmíði í smíðadeild skólans undir leiðsögn Jónasar Sólmunds- sonar, að sögn sýningarstjóranna. Þó að nokkrir munir á sýningunni séu fengnir að láni segir Elísabet að sýningin byggi í grunninn á safn- kosti Hönnunarsafns Íslands og hlutum þaðan. Fjöldi tímamótaverka Á sýningunni er að finna verk sem flokka má sem tímamótaverk. Húsgögn eftir marga þekkta hús- gagnahönnuði landsins verða á sýn- ingunni t.d. verk eftir Hjalta Geir Kristjánsson og Árna Jónsson en hann rak lengi verslun Árna Jóns- sonar við Laugaveg. Þá munu þeir sem þekktu til Gallerís Langbrókar eflaust kann- ast við nokkur textílverkanna sem verða til sýnis en sýnd verða nokk- ur verk frá Gallerí Langbrók en tauþrykk þeirra var mjög fram- sækið og sambærilegt því gerðist t.d. á Norðurlöndunum á sama tíma. Eins má sjá vefnað kvenna sem ráku vefstofur fyrir tíma iðn- framleiðslunnar en margir hönnuðir nýttu sér þeirra vinnu í hönnun sinni. Þannig vekur sýningin m.a at- hygli á brautryðjendastarfi ís- lenskra kvenna við nútíma áklæða- og teppagerð og nýbreytni tau- þrykksins. Hönnunarsafnið hyggst styrkja söfnunarmarkmið sín með sýning- unni og efla skráningu og þekkingu á íslenskri húsgagnahönnun. Því víða geta leynst gersemar innan veggja heimila landsins. Saga húsgagnahönnunar Morgunblaðið/Kristinn Hönnunarsýning Sýningarstjórar sumarsýningar Hönnunarsafns Íslands, sem ber nafnið Óvænt kynni, eru þær Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur og dr. Arndís S. Árnadóttir.  Hönnunarsafn Íslands sýnir innleiðingu módernismans í íslenskri híbýla- hönnun í sumar  Fjöldi tímamótaverka verður til sýnis á sýningunni Lánað Safnið þurfti að fá sum verkanna lánuð úr heimahúsum. Kunnuglegt Þekkt hönnun. Austurríski slagverksleikarinn Claudio Spieler leikur ásamt með- limum úr hljómsveitinni Skugga- myndum frá Býsans á tónleikum Heimstónlistarklúbbsins á Café Haiti í kvöld sem hefjast kl. 21.30. Spieler er búsettur í Berlín og eft- irsóttur slagverksleikari en hann hefur sérhæft sig í framandlegum slagverkshljóðfærum og hefur hlotið lof fyrir snilldartakta og spilagleði, eins og segir í tilkynningu. Spieler leikur á Café Haiti Eftirsóttur Spieler hefur sérhæft sig í framandlegum slagverkshljóðfærum. Háskólinn á Bifröst hefur stofnað nýtt tímarit sem nefnist Samtíð og kemur í stað Tímarits um fé- lagsvísindi sem skólinn gaf út á ár- unum 2007 til 2012. Um Samtíð segir í tilkynningu að það sé „í senn fræði- legt tímarit á sviði hug- og fé- lagsvísinda og vettvangur fræði- legrar, pólitískrar og menningarlegrar umræðu“ og að markmiðið með útgáfu þess sé að efla umræðu á fræðasviðum skólans með áherslu á tengsl slíkrar um- ræðu við atvinnulíf og samfélag, ekki síst stefnumótun í stjórnmálum, at- vinnulífi og menningu. Tímaritið er gefið út í tvenns konar formi, annars vegar á netinu þar sem birtar verða greinar og annað efni jafnt og þétt í opnum aðgangi og hins vegar papp- írsútgáfa sem hefur að geyma úrval ritrýndra greina og annað efni sem birt hefur verið á vef þess. Rit- stjórar Samtíðar eru Ian Watson og Jón Ólafsson. Fræði og um- ræða í Samtíð Ritstjóri Jón Ólafsson heimspeki- prófessor, annar ritstjóra Samtíðar. Sýning á olíumálverkum Torfa Ás- geirssonar stendur nú yfir í Eiðis- skeri, sýningarsal í Bókasafni Sel- tjarnarness. Í verkum Torfa eru íslensk náttúra og birta algeng grunnstef og hann varpar fram rómantískri náttúrustemningu sem birtist í draumkenndri kyrrð og tímaleysi, eins og því er lýst í til- kynningu. Torfi hefur sýnt víða, hélt m.a. einkasýningu í Ásmund- arsal árið 1993 og í Safnahúsinu á Húsavík árið 1997. Sýningin í Eið- isskeri stendur til 30. júní. Torfi sýnir í Eiðisskeri Náttúrustemning Eitt af olíumálverkum Torfa Ásgeirssonar í Eiðisskeri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.