Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga List unga fólksins Brot af 150 teikningum sem bárust í teiknisamkeppnina. Gerðar verða einkafrímerkjaarkir eftir sex verðlaunamyndum. er 140 ára afmæli fyrsta íslenska frí- merkisins. 1873 var gefið út fyrsta íslenska frímerkið sem er í sjálfu sér svolítið merkilegt því þá vorum við undir Dönum.“ Verðmætagildið virðist ekki vera að minnka Á sýningunni verða tæpir 700 rammar og eru það safnarar frá Norðurlöndum sem sýna. „Það verða alls konar sérsöfn og sýnt í flokkum. Ég hef nú samt ekki haft einbeitingu til að búa til svona sýn- ingarsafn, nema á minni sýningar hér heima. Það þarf að dæma söfnin inn á svona alþjóðlegar sýningar og maður þarf að vera búinn að ná ákveðnum stigafjölda á landssýn- ingu. Þetta er kappsmál fyrir marga sem gera þetta af mikilli sam- viskusemi,“ segir Hrafn. Nú er eitt ár síðan síðasta frí- merkjaverslunin lagði upp laupana en Hrafn segir fólk hvergi nærri hætt að safna. „Nú komast menn að frímerkjunum á netinu. Fólk hefur líka alltaf verið að safna stimplum. Það er alveg sama hverju póstþjónusturnar taka upp á, safnarar geta alltaf gert sér mat úr því. Verðmætagildið virðist ekki vera að minnka en frímerkin þurfa að vera svolítið sérstök og helst enn á umslögunum. Það er gjarnan allt fyrirbrigðið sem safnararnir eru að sækjast eftir; að stimpillinn sé læsi- legur og hægt sé að sjá hvaðan og hvert bréfið er að fara. Þegar póstur var fluttur með skipum var hægt að lesa hvaðan það fór, með hvaða skipi það var flutt, hvar það kom í land og hver lokaáfangastaðurinn var. Þetta er kannski það verðmætasta meðal safnaranna. Frímerkin segja mikla sögu, sérstaklega þegar horft er yfir ákveðið tímabil, þá er þetta partur af menningarsögu hverrar þjóðar.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Stóri leikskóladagurinn í Reykjavík verður haldinn hátíðlegur í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur og Tjarnarbíói frá kl. 8.30- 15. Í Ráðhúsinu fer frem kynning á leikskólastarfi borgarinnar á meðan fræðslufyrirlestrar verða haldnir í Tjarnarbíói. „Þessi hugmynd vaknaði úti í leikskólunum á sín- um tíma og kemur það frá grasrótinni að vera með eins konar uppske- ruhátíð,“ segir Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, þróunarfulltrúi á skóla- og frístundasviði. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og er nú unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um skólaþró- un, Rannung – rannsókn- arstofu í mennt- unarfræðum ungra barna, Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leik- skóla. „Þetta er dagur sem hefur vaxið mjög og nú verðum við með 36 kynningarbása í Ráðhús- inu og samhliða því verð- ur boðið upp á fyrirlestra í Tjarnarbíói um leik- skólastarf,“ segir Ingi- björg. Reykjanesbær mun einnig kynna leikskóla- starf sitt en í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að bjóða einu nágranna- sveitarfélagi að taka þátt. „Þetta hefur þróast í með börnum. Á sýning- unni má sjá verkefni tengd stjörnufræði, stærðfræði, mál og læsi og auðvitað skapandi starfi svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ingibjörg og hvetur áhugasama til að líta við í dag, bæði í Ráðhúsinu og Tjarnarbíói. til kynningar þar sem þau eiga það til að verða ósýnileg. Þarna erum við að skapa vettvang fyrir leikskólafólkið okkar til að miðla hugmyndum sínum. Leikskólinn býr við þá sérstöðu að hafa mikið faglegt frelsi við að nálgast verkefni og vinna það að vera stór fag- stefna og það sem við höfum lagt áherslu á eru kynningar þróunarverk- efna og verkefna sem hafa notið styrkja og ekki síður verkefni sem hafa sprottið upp í starfi inni á deildum með börn- unum. Við viljum ná þeim Stóri leikskóladagurinn í dag List Á leikskólanum Hofi voru gerðar tilraunir með vatn. Hér má sjá svokallaða bumbumálun. Faglegt frelsi í verkefnavinnu Íþróttaálfur Á Geislabaugi er unnið með jafnréttisuppeldi. Opið hús hjá ferðaþjónustubændum Um allt land sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 - 17:00 Sp ör eh f. · heilsað upp á dýrin · smakk beint frá býli · skeifukastskeppni · heimsókn í fjósið · lifandi tónlist · fræðsla um ylrækt og fleira Velkomin í sveitina Nýr bæklingur, kaffi og skemmtilegheit Meðal þess sem verður í boði: Sjáðu hvaða bæir bjóða heim á www.sveit.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.