Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður hjá lögmannsstofunniRétti, ætlar að halda upp á þrítugsafmæli sitt með vinum ogvandamönnum. „Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár, jafnvel ára- tug, sem ég held upp á afmælið mitt. Sumargleðin mun ráða ríkjum, þó það sé reyndar óvíst hvort sumarið láti sjá sig að þessu sinni,“ segir Sigurður. Heiðursgestur í afmælinu verður svo Svanhildur Ásta, tæplega tveggja ára dóttir Sigurðar og Helgu Láru Hauks- dóttur lögmanns. „Undanfarin vika hefur farið í það að kenna Svan- hildi afmælissönginn og gengur það mjög vel. Hún er búin að læra laglínuna og orðin eru að koma. Þá er Svanhildur mikil samkvæm- iskona og nýtur sín vel í veislum.“ Aðspurður hvort afmælisterta verði á boðstólum segist Sigurður eftirláta öðrum að baka hana. Sigurður horfir björtum augum til sumarsins. „Ég hlakka til að eiga góðar stundir með eiginkonu minni og dóttur í sumar. Til stendur að heimsækja París auk þess sem við ætlum að vera dugleg að ferðast um landið með fjölskyldu og vinum og kíkja til dæmis á Bræðsluna í Borgarfirði eystra. Í júlí fara Elfa og Inga, dagmömm- ur Svanhildar, í frí og þá mun fjölskyldan nota tækifærið og hafa það huggulegt saman.“ Sigurður er hófsamur þegar kemur að af- mælisgjöfum og segir ekkert sérstakt vera á óskalistanum. „Um- fram allt óska ég mér þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.“ mariamargret@mbl.is Sigurður Örn Hilmarsson 30 ára Feðgin Sigurður ásamt dóttur sinni Svanhildi Ástu. Í sumar ætlar fjölskyldan að eiga saman gæðastundir í íslenskri náttúrufegurð. Dóttirin heiðurs- gestur í afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Eyþór Ingi fæddist 23. júní kl. 19.25. Hann vó 4.805 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Ingi- björg Þórðardóttir og Gunnar Ingi Briem. Nýir borgarar Hvítárholt Stígur fæddist 6. sept- ember kl. 19.50. Hann vó 4.100 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Magna Járnbrá Gísladóttir og Ævar Sigurðsson. R agnheiður Erla Bjarna- dóttir, prestur, forn- leifafræðingur og leið- sögumaður, fæddist í Reykjavík 7.5. 1953 og ólst upp í Skerjafirði frá sjö ára aldri. Ragnheiður var í Ísaksskóla, Mela- skóla, Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1973, var einn vetur í Leiklist- arskóla SÁL, stundaði nám í einsöng hjá Nönnu Egils Björnsson og hjá Svanhvíti Egilsdóttur, við Söngskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigs prófi og stundaði einkanám í söng í Vínarborg 1979-86. Hún lauk B.Sc.- prófi í líffræði frá HÍ 1976, stundaði nám í guðfræði við HÍ frá 1982 og lauk embættisprófi í guðfræði 1987, stundaði nám í fornleifafræði við Boston University frá 1993 og lauk þaðan MA-prófi í fornleifafræði 1997. Hún sótti námskeið í leiðsögn hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1974 og við Ragnheiður Erla Bjarnadóttir leiðsögumaður – 60 ára Eurovision Ragnheiður Erla, ásamt Helgu, systur sinni, og Ölmu, dóttur Helgu, á Eurovisiongleði fyrir skömmu. Fjölfræðingur fræðir ferðamenn um Ísland Skírn Ragnheiður Erla skírir systurdótturdóttur, Helgu Birnu, 2012. For- eldrarnir, Alma Tryggvadóttir og Stefán Guðmundsson, fylgjast með. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is HELGARTILBOÐ vERÐ áÐuR 3.990 HELGARTILBOÐ 1.990 eingöngu hjá …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.