Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ertu búinn að fá þér
Veiðikortið!
www.veidikortid.is
Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-
00000
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að hönnun og öðrum undirbúningi
fyrir stækkun á Bláa lóninu og mannvirkjum.
Til skoðunar er að taka í gagnið vík sem geng-
ur suður úr Bláa lóninu og koma þar upp að-
stöðu til Blue Lagoon-nuddmeðferða. Upp-
bygging á þessari aðstöðu og á nýju upp-
lifunarsvæði sem byggt yrði inn í hraun-
breiðuna mun kosta um 1,7 milljarða króna.
„Við erum alltaf að reyna að gera hlutina
betur,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa Lónsins hf. „Tilgangurinn er að bæta að-
stöðu fyrir gesti okkar og starfsfólk og
tryggja að upplifun gestanna verði áfram ein-
stök. Það er ástæðan fyrir því að Bláa lónið er
jafn vinsælt og raun ber vitni,“ segir Grímur.
Hann tekur fram að ákvarðanir um fram-
kvæmdir verði ekki teknar fyrr en í haust eða
vetur, þegar ljóst sé hvernig sumarvertíðin hafi
gengið.
Þarf að stýra álaginu
Mikið álag er í Bláa lóninu yfir hásumarið.
Þannig komu yfir 100 þúsund gestir í júlí í fyrra.
„Þótt okkur gengi ágætlega að ráða við þetta
komu stundir sem voru erfiðari. Við stöndum
frammi fyrir sömu verkefnum og stjórnendur á
öðrum fjölsóttum ferðamannastöðum, að reyna
að stýra álaginu. Ísland getur tekið við mikið
fleiri ferðamönnum, ef við náum að dreifa þeim
betur um landið og yfir árið,“ segir Grímur.
Bláa lónið tók í gagnið bókunarvél á net-
inu í vor. Þar geta gestir bókað og greitt fyrir
heimsókn fyrirfram og fengið skjóta af-
greiðslu þegar þeir heimsækja staðinn. „Þetta
hefur farið mjög vel af stað og við teljum að
þetta sé framtíðin í þróun þjónustunnar hjá
okkur. Þetta stjórntæki gerir okkur einnig
kleift að stýra aðsókninni með því að vera með
tilboð á þeim tíma sem álagið er minna.“
Heimsóknargjald sem byrjað var að inn-
heimta í þessum mánuði hefur einnig skilað
tilætluðum áhrifum. Grímur segir að þeim
gestum fækki sem aðeins komi til að nýta sal-
ernin og taka ljósmyndir en þeir sem hafi
virkilegan áhuga á Bláa lóninu komi áfram.
Stækkun Bláa lónsins undirbúin
Hugmyndir um að taka í notkun nýja vík og byggja upplifunarsvæði inn í hraunbreiðuna
Bókunarvél sem tekin var í notkun á netinu í vor gerir stjórnendum kleift að stýra álaginu betur
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Gestir Stöðugt er verið að bæta aðstöðuna við
Bláa lónið. Verið er að undirbúa ný skref.
Þótt veðrið hafi yfirleitt verið hryssingslegt á höfuðborgarsvæðinu síðustu
daga hefur sólin átt það til að sýna sig endrum og eins. Þetta hjólreiðafólk
notaði tækifærið þegar rigningunni slotaði og hjólaði um Elliðaárdalinn í
kvöldsól í vikunni. Spáð er vætusömu veðri víða á landinu næstu daga.
Morgunblaðið/Golli
Hjólað í uppstyttunni
Horfur á vætusömu veðri á landinu
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Póst- og fjarskiptastofnun hefur úr-
skurðað að ábúandi jarðar á Vest-
fjörðum skuli, fyrir 8. júlí, ráðast í úr-
bætur á rafmagnsgirðingu sinni sem
olli truflunum á fjarskiptasambandi
um jarðsímalínu, og bera sjálfur
kostnaðinn.
Í úrskurði Póst- og fjarskiptastofn-
unar er vísað til laga um fjarskipti þar
sem fjarskiptavirki njóta forgangs
þegar önnur mannvirki, eins og til
dæmis rafmagnsgirðing, hafa skaðleg
áhrif á fjarskipti. Ábúandi jarðarinn-
ar fær þrjár vikur til þess að gera
nauðsynlegar úrbætur en geri hann
það ekki telur Póst- og fjarskipta-
stofnun eðlilegt að beita dagsektum
og beri þær ekki árangur þá komi til
álita að rjúfa strauminn á rafmagns-
girðingunni og innsigla hana.
Deilt um hver beri kostnaðinn
Forsaga málsins er sú að nágranni
kvartaði undan truflunum á fjar-
skiptasambandi sem lýstu sér í há-
værum smellum sem gerðu símasam-
skipti torveld auk þess sem
netsamband var skert. Rannsóknir
leiddu í ljós að truflanir þessar mætti
rekja til rafmagnsgirðingar á nær-
liggjandi jörð þar sem nautgriparækt
fer fram. Ábúandi jarðarinnar féllst á
að breyta uppsetningu girðingarinn-
ar til bráðabirgða til þess að koma í
veg fyrir frekari truflanir.
Upp reis þó ágreiningur á milli
ábúanda jarðarinnar og Mílu ehf.,
sem á og rekur þá símastrengi sem
málið varðar, um hver ætti að bera
kostnaðinn af því að breytt uppsetn-
ing gæti orðið varanleg en til þess
þyrfti að koma fyrir hliði og endur-
nýja girðinguna á 3,2 km kafla. Ábú-
andi taldi að fjarskiptatruflunin væri
ekki á hans ábyrgð og að honum bæri
ekki skylda til þess að standa straum
af framkvæmdum til að fyrirbyggja
hana.
Rafmagnsgirðing olli
truflunum á fjarskiptum
Eigandi girðingarinnar á að standa straum af úrbótum
Maður á fimmtugsaldri hefur verið
úrskurðaður í fjögurra vikna sí-
brotagæslu. Að sögn Jóns H. B.
Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
og saksóknara, var maðurinn stað-
inn að verki aðra helgina í júní, grun-
aður um að hafa reynt að komast inn
í hús í leyfisleysi að næturlagi, þar
sem fólk var sofandi, og haft þar í
frammi kynferðislega tilburði.
Maðurinn er grunaður um fjögur
samskonar tilvik, bæði í Þingholt-
unum og í Kópavogi. Í tveimur tilvik-
anna hafði hann í frammi kynferðis-
lega tilburði gegn íbúum, annars
vegar gagnvart konu og hins vegar
öðrum undir 18 ára aldri.
Sakaferill mannsins er langur en
hann hefur áður hlotið dóma fyrir
mjög alvarleg kynferðisbrot gegn
börnum og í öðru tilvikinu reyndi
hann að nema barn á brott. Í fyrra
skiptið, árið 2004, hlaut hann tveggja
ára dóm og í seinna skiptið, árið
2009, fjögur ár. Jón segir að maður-
inn hafi skipt um nafn eftir að hann
var dæmdur í seinna skiptið.
Að sögn Jóns var talin ástæða til
að útskurða manninn í síbrotagæslu.
„Við höfum ástæðu til að ætla að
hann haldi þessari hegðun áfram,“
sagði Jón í samtali við mbl.is. Hann
segir rannsókninni miða vel áfram
og verði kappkostað að ljúka henni
eins fljótt og auðið er.
Kynferðis-
leg áreitni
og innbrot
Grunur um fjög-
ur sams konar tilvik
„Ég tel brýnt að við förum yfir for-
sendur uppgjöra hjá þessu fyrirtæki
og öðrum, hvernig þau nálgast upp-
gjör á gengistryggðum lánum,“ segir
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, spurð um mál-
efni Dróma sem hyggst draga til
baka endurútreikning á verðtryggð-
um lánum.
Umboðsmaður skuldara og
fulltrúar fjármálaeftirlitsins og
þeirra stofnana sem fara með neyt-
endamál hafa verið boðaðir á fund
með embættismönnum velferðar-
ráðuneytisins á mánudagsmorgun til
að fara yfir þau fjölmörgu erindi sem
borist hafa ráðuneytinu vegna upp-
gjörs gengistryggðra lána, meðal
annars bílalána og lána sem Drómi
innheimtir.
Stóðst ekki stjórnarskrá
Við umræður á Alþingi í gær kom
fram hörð gagnrýni á áform Dróma,
sem fer með innheimtu á kröfum
SPRON og Frjálsa fjárfestingar-
bankans, um að draga til baka end-
urútreikning á 160 lánum sem áður
voru lækkuð vegna lagasetningar á
Alþingi 2010. Heildarfjárhæð krafna
nemur um 1,5 milljörðum kr.
Vigdís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar, sagði að fyrirtækið
væri að beina kröfum sínum að röng-
um aðila með því að krefja lántak-
endur um greiðslu. Lögin hefðu ekki
staðist stjórnarskrá og þeir þing-
menn sem samþykktu frumvarpið
skapað ríkinu skaðabótaskyldu.
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi
fjármálaráðherra, taldi framferði
fyrirtækisins svo ósvífið að Alþingi
yrði að grípa inn í málið.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði
upp að Guðlaugur Þór Þórðarson
hefði reglulega minnt á þetta mál á
síðasta kjörtímabili en fyrrverandi
ríkisstjórn ekkert gert. helgi@mbl.is
Vill að Alþingi
grípi í taumana
hjá Dróma
Embættismenn ræða málið á mánudag
Morgunblaðið/RAX
Bílar Deilt er um uppgjör gengis-
tryggðra lána, m.a. bílalána.