Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
✝ Jónína Geir-laug Ólafsdóttir
fæddist að Álftar-
hóli í A-Landeyjum
13. febrúar 1913.
Hún lést á heimili
sínu 19. júní 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Hall-
dórsson frá Rauða-
felli, f. 16. ágúst
1874, d. 5. júlí 1963
og kona hans Sig-
urbjörg Árnadóttir frá Miðmörk,
f. 27. ágúst 1885, d. 28. október
1975. Eftirlifandi systkini Jónínu
eru Björgvin Árni, f. 1917, Unn-
ur, f. 1919, Kristín, f. 1928 og
Ágúst, f. 1930. Látin eru Óskar, f.
1911, d. 1989, Engilbert Maríus,
f. 1914, d. 1989, Laufey, f. 1915,
d. 1999, Katrín, f. 1921, d. 1994,
Rósa, f. 1922, d. 2009, Júlía, f.
1924, d. 2009 og Ólafía Sig-
urbjörg, f. 1927, d. 2008.
Jónína eignaðist tvo syni,
Björn Frey Lúðvíks-
son, f. 22. júní 1942,
flugvirkja og Bald-
ur Schiöth, f. 11.
apríl 1947, d. 12.
apríl 1951. Kona
Björns er Vigdís
Sigurðardóttir
lyfjafræðingur,
dætur þeirra eru
Gyða Sigríður, f.
1973, Nína Kristín,
f. 1977 og Birna
Vigdís, f. 1979. Barna-
barnabörnin eru þrjú.
Jónína stundaði sitt nám í far-
skóla eins og tíðkaðist á hennar
uppvaxtarárum til sveita og byrj-
aði snemma að vinna fyrir sér.
Hún var í vistum framan af ævi
en lengst af vann hún hjá Flug-
félagi Íslands eða u.þ.b. 30 ár og
til starfsloka.
Jónína verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag, 27. júní
2013, kl. 13.
Látin er í hárri elli elskuleg
tengdamóðir mín, Jónína Geirlaug
Ólafsdóttir. Okkar kynni hófust
fyrir nokkrum áratugum er við
Björn Freyr sonur hennar fórum
að draga okkur saman. Þær eru
margar minningarnar, sem koma
upp í hugann, þegar komið er að
kveðjustund. Snyrtimennska,
vandvirkni og myndarskapur eru
efst í huga. Gjafmildi, nægjusemi
og nýtni. Lengst framan af bjó
hún í leiguhúsnæði en árið 1976
flutti hún í eigin íbúð í Strandaseli,
þar sem hún bjó til dauðadags.
Það var ekki lítill sigur fyrir
verkakonu, einstæða móður, sem
unnið hafði hörðum höndum allt
sitt líf, að eignast eigið húsnæði.
Íbúðin var ekki stór, en hún dugði
henni og þar vildi hún helst vera
og mátti ekki heyra minnst á elli-
heimili, þegar aldurinn færðist yf-
ir. Með nokkurri aðstoð tókst
henni að búa þar, þar til yfir lauk,
fjórum mánuðum eftir 100 ára af-
mælið. Nýtni var henni í blóð bor-
in og sem dæmi um það er mér
mjög minnisstætt atvik frá upp-
hafi búskapar okkar Björns.
Tengdamóðir mín hafði verið í
mat hjá okkur og verið var að
ganga frá eftir matinn. Afgangs
voru m.a. tvær litlar kartöflur sem
tengdadótturinni þótti nú ekki
ástæða til að vera að geyma og
henti í ruslið. Þetta féll ekki í góð-
an jarðveg og ég var spurð með
nokkurri vandlætingu hvort ég
ætlaði virkilega að henda þessu.
Elskusemi hennar við sonar-
dæturnar, þegar þær komu til
sögunnar, var ómæld. Áhuginn
sem hún sýndi þeim og því sem
þær voru að aðhafast, hvort sem
um var að ræða nám eða áhuga-
mál, var einlægur. Hún var alltaf
tilbúin að passa þær, þegar á
þurfti að halda og tók sér þá
gjarnan frí frá vinnu og flutti til
okkar, ef um utanlandsferðir var
að ræða. Einnig voru ófáar gisti-
næturnar í Strandaselinu og
strætóferðirnar í miðbæinn, þar
sem amma lét oftar en ekki hafa
sig í að kaupa eitt og annað, sem
stelpurnar töldu sig bráðvanta.
Jónína var úrvalskokkur og
pönnukökurnar hennar voru þær
bestu í bænum og var ekki talið
eftir að skella í nokkra pönnsur.
Einu sinni sem oftar var í gangi
fjáröflun fyrir íþróttafélagið sem
ein sonardóttirin æfði með og þá
bakaði amma Nína heilan haug af
pönnukökum handa okkur. Ég
setti síðan sultu og rjóma í og seldi
dýrum dómum á vinnustað mín-
um. Dágóð upphæð fékkst í ferða-
sjóðinn fyrir þetta. Ekki fékk ég
að borga henni efniskostnað,
þannig lagði hún sitt af mörkum í
fjáröflunina. Jónína hafði gaman
af að rifja upp sögur og atvik frá
uppvaxtarárunum og greinilegt
var að þótt þröngt hafi verið í búi á
mannmörgu heimili og lífsbarátt-
an oft erfið, þá var gleðin og gam-
ansemin ofarlega á baugi og ým-
islegt brallað í stórum
systkinahóp. Hún hafði mikið
skopskyn og gat hlegið svo dátt að
ýmsum atvikum að tárin runnu í
stríðum straumum og maður hló
ósjálfrátt með.
Að lokum vil ég þakka alla þá
ástúð og umhyggjusemi sem hún
sýndi mér og mínum og bið þess
að hún megi hvíla í friði. Blessuð
sé minning hennar.
Vigdís Sigurðardóttir.
Amma mín varð 100 ára í febr-
úar á þessu ári. Ég var dálítið
montin af því að eiga 100 ára
ömmu sem hafði lifað tímana
tvenna. Það kom mér ekki á óvart
að hún amma næði 100 ára aldri
því það var seigt í henni ömmu
minni. Ég hafði gaman af því að
spyrja hana út í uppvaxtarárin í
Landeyjunum þar sem hún ólst
upp næstelst af 12 systkinum og
ímynda mér hvernig það hefði
verið að búa í torfbæ án upphit-
unar. En það voru ekki erfiðleikar
sem amma helst minntist heldur
sagði hún sögur af krumma sem
var í fullu fæði á bænum hjá lang-
ömmu, af hestunum sem báru
fjögur systkini í einu á bakinu, til-
raunum þeirra systra til að tolla í
tískunni þar sem hin ýmsu nátt-
úrulegu hjálparefni komu við sögu
og hjálpsemi nágranna þegar
þröngt var í búi. Amma þurfti alla
tíð að hafa fyrir hlutunum og vann
sem vinnukona á betri heimilum í
Reykjavík á stríðsárunum. Hún
var einstæð móðir tveggja
drengja, föður míns og yngri bróð-
ur hans sem átti við fötlun að
stríða og lést aðeins fjögurra ára
gamall. Í þá daga voru ekki þau
úrræði sem foreldrar fatlaðra
barna njóta í dag og vafalaust hef-
ur oft verið hart í ári. Amma sagði
oft við mig, þegar ég spurði hvern-
ig hún hefði það, að hún hefði það
nú bara gott og að „maður ætti
bara að þakka fyrir það sem mað-
ur hefur“. Ég hef reynt að tileinka
mér þessa lífsspeki og vera þakk-
lát fyrir þau lífsgæði sem ég hef
fengið að njóta, meðvituð um að
margt af því stóð henni aldrei til
boða.
Þegar ég var stelpa þótti mikið
sport að fá að gista hjá ömmu í
Strandaselinu. Þá fórum við í
strætó í bæinn að skoða í búðir eða
í sund en amma fór að læra sund
eftir að hún komst á eftirlauna-
aldur. Oftar en ekki biðu manns
ljúffengar pönnukökur og amma
bakaði þær bestu pönnukökur
sem ég hef bragðað. Þegar hún
svo hætti pönnukökubakstri eftir
að aldurinn færðist yfir arfleiddi
hún mig að pönnunni sinni og
hlutverkin snérust við, ég færði
henni upprúllaðar pönnukökur
með sykri. Þá ljómaði hún eins og
sólin því henni þóttu þær svo góð-
ar. Amma gat verið mjög fyndin
þegar sá gállinn var á henni og
laumaði stundum út úr sér brönd-
urum sem mér sem unglingi
fannst engan veginn hæfa aldri
hennar. Henni fannst ekkert
verra að ganga svolítið fram af
manni og oft grétum við saman úr
hlátri yfir sjálfum okkur.
Amma mín, sem alla tíð vann
hörðum höndum við lágt launuð
verkakvennastörf, kvaddi okkur á
baráttudegi kvenna þann 19. júní.
Á þeim degi heiðrum við konur
eins og hana sem ruddu brautina
og minnumst þess að baráttunni
fyrir jafnrétti er ekki lokið. Lífs-
baráttu ömmu er hins vegar lokið
og það er skrítið að allt skuli halda
áfram eins og ekkert hafi í skorist
þegar amma mín sem var til í
hundrað ár er horfin. Amma mín
var trúuð kona og ég kýs að
ímynda mér hana á betri stað hjá
Guði sínum, þar sem líkaminn
hamlar henni ekki lengur. Þar
sjáumst við aftur þegar ég hef lif-
að mín kannski hundrað ár – ef
seiglan hennar ömmu skyldi leyn-
ast í genunum.
Gyða Sigríður.
Elsku amma, ég vissi vel að það
kæmi að því að ég skrifaði mína
hinstu kveðju til þín en samt sem
áður er þetta allt svo óraunveru-
legt, mér fannst ég alltaf hafa
miklu meiri tíma með þér.
Það er ótrúlegt magn minninga
sem flæða upp þegar ég hugsa um
okkar 33 ár saman. Mér er gíf-
urlega minnisstætt að vakna í sóf-
anum við pönnukökuilm og það
var enginn sem gat gert pönnu-
kökur eins og þínar. Það er líka
kær minning þegar þú leiddir mig
gegnum leyndardóm pönnuköku-
baksturs í eldhúsinu hjá þér þegar
ég byrjaði að búa.
Ég minnist líka ferðanna okkar
í sund, á Laugaveginn þar sem við
rápuðum í búðir og ég fékk und-
antekningarlaust ýmist ponyhest,
Barbie eða annað sem litla barns-
hjartað þráði þá stundina.
Þegar ég hugsa um síðustu árin
okkar saman sé ég hvað ég er
ótrúlega heppin að hafa fengið
þessa tíma með þér. Undanfarin
10 ár höfum við farið reglulega í
Mjóddina saman, um tíma var
þetta vikuleg ferð hjá okkur. Eftir
því sem árin liðu komst föst rútína
á þetta hjá okkur, byrjað í bank-
anum og þaðan yfir í bakaríið þar
sem ég hef setið með kaffibollann
og þú með heita súkkulaðið, oftar
en ekki skipt með okkur smurðu
brauði eða einhverju sætu. Kíkt í
blómabúðina að kaupa blóm í vas-
ann þinn og endað í Nettó og hjá
Dóra.
Elsku yndislega amma mín,
mér finnst svo ótrúlegt að ég sé að
kveðja þig. Ég er svo þakklát fyrir
okkar síðustu fundi. Lá hálf í rúm-
inu hjá þér og við héldumst í hend-
ur og ég náði að segja þér hvað ég
elska þig mikið. Ég vildi óska að
ég hefði litið inn hjá þér kvöldið
sem þú komst heim frá Hrafnistu,
kvöldið áður en þú fórst að hitta
systur þínar og Baldur. Man þeg-
ar ég var að fara úr vinnunni gæl-
andi við hugsunina að heilsa uppá
þig en hugsaði svo með mér að þú
værir áreiðanlega dauðþreytt og
sofnuð, hvað það væri skemmti-
legra að koma daginn eftir með
blóm handa þér. Hvað það hefði
verið gott að knúsa þig einu sinni
enn. Ég hugga mig við það að þú
fékkst að fara heima, nákvæmlega
eins og þú vildir. Ég hugga mig við
að þú ert með langömmu og afa,
systkinum og að Baldur er búinn
að fá mömmu sína. Ég veit þú hef-
ur það gott núna og að þér líður
vel. Getur notið þess að gera það
sem þú varst hætt að geta. Takk
fyrir okkur Vigdísi og allan okkar
tíma saman, ég fékk ótrúlega
langan og góðan tíma með þér. Á
eftir að sakna þín ferlega og mun
varðveita minninguna um þig í
hjarta mínu þangað til ég hitti þig
næst. Bið að heilsa, fallega amma
mín, elska þig endalaust.
Þangað til næst, þín
Birna Vigdís.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku amma Nína, mér er fyrst
og fremst í huga þakklæti fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okkur í
gegnum árin.
Mínar dýrmætustu minningar
tengjast flestar gistingu í
Strandaselinu, þaðan sem við fór-
um yfirleitt með leið 14 í bæinn.
Oft skelltum við okkur í Sundhöll-
ina og héldum svo þaðan á Lauga-
veginn eða í Kringluna. Þar hófust
yfirleitt langar ræður um að mann
bráðvantaði nú eitthvað sem hún
iðulega keypti handa manni með
glöðu geði. Þegar við komum heim
eftir bæjarferðirnar bakaði hún
svo bestu pönnukökur í bænum
fyrir mann í massavís.
Amma var alla tíð einstaklega
dugleg kona, vann frá unga aldri
erfiða vinnu og lét erfiðleika eða
lífskjör aldrei á sig fá. Ég hef allt-
af dáðst að kjarki hennar, t.d. að
ferðast erlendis án þess að tala
annað en íslenskuna og fram-
kvæma það sem hana hefur lang-
að til.
Amma, ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur,
stuðninginn og fyrir að vera stolt
af okkur.
Ég er þakklát fyrir allar okkar
stundir og minningarnar sem við
geymum í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku amma og
langamma.
Nína Kristín og
Þorbjörn Egill.
Kveðja frá Dyngjuvegi 14
í Reykjavík
19. júní lést Jónína Ólafsdóttir
frá Álftarhóli í Landeyjum. Hún
kom til okkar ásamt Birni syni
sínum þriggja ára gömlum árið
1945. Ég kom heim í hádeginu
fyrsta daginn. Þá var Jónína búin
að gera búrið hreint og snyrtilegt
og búin að slétta úr tugum bréf-
poka sem við höfðum alltaf snúið
upp á og hent niður í skúffu í
búrinu. Svona voru öll hennar
verk. Við áttum ekki orð til að lýsa
því hvað hún var vel verki farin.
Seinna á ævinni réðst hún til
Flugfélags Íslands í flugvéla-
hreingerningar. Það var eins þar.
Einn flugmaðurinn sagði við hana:
„Við vildum ekki fá þig í vinnu en
nú viljum við ekki missa þig.“
Enda starfaði hún þarna árum
saman. Þegar hún varð 100 ára í
febrúar síðastliðnum heiðraði
margt af flugfélagsfólkinu hana
með nærveru sinni. Við öll vottum
Birni og fjölskyldu hans innilega
samúð.
Björg Jónsdóttir.
Jónína Geirlaug
Ólafsdóttir
✝
SIGURÐUR SIGURBERGSSON,
Stapa,
Hornafirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands mánudaginn 17. júní,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju
föstudaginn 28. júní kl. 14.00.
Guðný Valgerður Gunnarsdóttir,
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hjörleifur Einarsson,
Sigríður Gunnþóra Sigurðardóttir, Ingimar B. Björnsson,
Hallur Sigurðsson, Elínborg Hallbjörnsdóttir,
Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir, Guðni Olgeirsson,
Hulda Steinunn Sigurðardóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson,
Sædís Guðný Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORBJÖRN JÓNSSON,
áður til heimilis á Írabakka 12,
Reykjavík,
lést laugardaginn 22. júní á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 28. júní kl. 15.00.
Þórunn Þorbjörnsdóttir, Kristófer Guðlaugsson,
Lilja Þorbjörnsdóttir,
Jóna Soffía Þorbjörnsdóttir,
Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir, Már Friðþjófsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn,
HELGI MÁR ARTHURSSON,
Kaplaskjólsvegi 65,
Reykjavík,
sem lést á hjartalækningadeild Landspítala
föstudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá
Neskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Sigríður Árnadóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÞORVARÐARDÓTTIR,
Garðarsvegi 8,
Seyðisfirði,
sem andaðist sunnudaginn 23. júní verður
jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn
28. júní kl. 11.00.
Níels Atli Hjálmarsson,
Þorvarður Ægir Hjálmarsson,
Agnar Ingi Hjálmarsson,
og aðrir aðstandendur.
„Hverjum klukkan glymur,“
sagði Hemingway og ekki einu
sinni ég heyrði þann glymjanda.
Það er einmitt það. Þegar klukk-
ur klingja, hvort sem er á jólum
eða af öðrum ástæðum, eru eyrun
svo ótrúlega lokuð. Klukkna-
Ólafur Gunnar Gíslason
✝ Ólafur GunnarGíslason, Lóu-
landi 12, Garði,
fæddist í Hafn-
arfirði 10. mars
1946. Hann lést á
heimili sínu 2. maí
2013.
Útför Ólafs fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
17. maí 2013.
hljómur boðar eitt-
hvað. Gleði, tíma-
mót, sorg, endalok.
Óli, besti vinur
minn ásamt svo
margra annarra, dó í
maí. Ég vissi það því
ekki fyrr en konan
hans sagði mér það.
Óli var ekki að-
eins gull, heldur ger-
semi líka. Allar mín-
ar lífsins minningar
úr Hafnarfirði tengjast honum.
Ég fjölyrði ekki. Allt lýsir honum,
gull af manni.
Ég vil senda viðeigandi ljóð
eftir Hafnfirðinginn Árna Grétar
Finnsson sem lýsir vel samskipt-
um okkar.
Elsku Sigurbjörg Þorleifsdótt-
ir (Sibba) og börnin ykkar, sam-
úðarkveðjur flyt ég ykkur. Vin-
áttu mína eigið þið og vonandi
njótið alla tíð.
Takk fyrir mig.
Guð blessi alla er sakna.
Góðan vin handan við hornið ég á
í heimsborg, sem breiðir sig endalaus
grá.
Samt dagarnir líða og verða að vik-
um,
varnarlaus tímann í árum við stikum;
og vin minn auðnast mér aldrei að líta,
ævilangt erum við okkur að flýta.
Hann veit, að mín vinátta er söm og fyr,
er var ég vanur að drepa á hans dyr
og hann hjá mér.
Þá vorum við ungir enn.
Nú erum við löngu, örþreyttir menn;
sem endalaust leitum að gagnslausri
gnægð,
og örmagna reynum að vinn’ okkur
frægð.
„Á morgun“, ég afræð, „ég ákveðið fer,
honum að sýna þann hug sem ég ber.“
En nýr dagur kemur – og líður að kveldi,
mill’ okkar vex fjarlægðin í sínu veldi.
Handan við hornið! – rétt hálfmíla
talin…
„Hér er símskeyti herra.“
„Hann er fallinn í valinn.“
Nú á ég að endingu og undan styn:
Handan við hornið, horfinn vin.
(Árni Grétar Finnsson)
Ævar Harðarson.