Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
„Frá 2004, held ég, höfum við verið
með á ákveðnum tímum svona
þemadaga þar sem við höfum dreg-
ið fram ýmist vínsvæði eða vín með
ákveðnum mat. Og þetta stendur þá
í afmarkaðan tíma þar sem verið er
að reyna að vekja athygli og kynna
fyrir viðskiptavinum mismunandi
nálgun við léttvín,“ segir Sigrún
Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, um auglýsingar sem
skreyta glugga Vínbúðanna um
þessar mundir.
Árvökull vegfarandi setti sig í
samband við Morgunblaðið og velti
fyrir sér hvort auglýsingarnar
brytu í bága við lög um áfeng-
isauglýsingar en Sigrún segir svo
ekki vera. „Við erum náttúrlega
ekki að auglýsa ákveðna vöruteg-
und, erum ekki að auglýsa eitthvert
vörumerki heldur lítum við á þetta
sem kynningar á ákveðnum löndum
og landsvæðum, þaðan sem vínin
koma. Þetta er alveg bundið við
Vínbúðirnar, við erum ekki að aug-
lýsa í blöðum eða neitt slíkt,“ segir
hún. holmfridur@mbl.is
Ekki að aug-
lýsa ákveðna
víntegund
Morgunblaðið/Eggert
Þemadagar Á auglýsingunni stend-
ur einfaldlega „Rioja-dagar“.
Lyfjastofnun hvetur lækna til að
gæta hófs við ávísanir lyfja sem þekkt
er að spurn sé eftir á svörtum mark-
aði og endurmeta stöðugt þörf við-
komandi sjúklings fyrir þau lyf sem
honum eru ávísuð. Þá segir stofnunin
að notkun methylfenidatlyfja á Ís-
landi hafi um margra ára skeið verið
með því mesta sem þekkist
Fram kemur á vef Lyfjastofnunar,
að heildarkostnaður af þessum lyfj-
um á sl. ári hafi verið 748 milljónir
króna, þar af hafi kostnaður sjúkra-
trygginga verið 668 milljónir króna.
Aukning í notkun þessara lyfja milli
2011 og 2012 hafi verið 14,4%.
„Á undanförnum árum hefur
Lyfjastofnun lýst áhyggjum sínum af
þessari miklu notkun, ekki síst vegna
vísbendinga um misnotkun og svarta-
markaðssölu. Lyf í þessum flokki eru
ætluð við athyglisbresti með ofvirkni
hjá börnum á aldrinum 6 til 18 ára.
Mestum hluta lyfjanna er þó ávísað til
fullorðinna. Um 59% af ávísuðum lyfj-
um í þessum flokki árið 2012 voru til
sjúklinga 18 ára og eldri,“ segir í frétt
á vefnum.
Vísbendingar
um misnotkun
„Þetta er skemmtilegt og einnig verður
gaman að koma þarna upp eftir og sjá
hvernig gömlu meistararnir gerðu þetta,“
segir Stefán Sigurðsson hjá Lax-Á um nýtt
veiðiminjasafn sem tekið verður í notkun í
næsta mánuði. Safnið verður í veiðikofa í
Hrunakrók, en kofinn var nýlega end-
urbyggður í sinni upprunalegu mynd:
„Við fengum þá frábæru hugmynd að
taka gamla kofann og byggja hann upp og
gera að litlu veiðiminjasafni. Þarna verður
gömul kabyssa og einnig gömlu kojurnar, en
á veggjunum munu verða myndir af þeim
miklu mönnum sem veiddu þarna fyrir
mörgum áratugum síðan. Sagan er svo
skemmtileg í þessu.“
Ekki var eins greiðfært að Hrunakrók og
er nú og þurftu menn að ríða á hestum að
veiðikofanum. „Þarna er ennþá veitt í dag
en ég býst ekki við því að menn gisti. Þó
munu þeir veiðimenn sem vilja getað farið í
kofann í hléi og fengið sér bita og yljað sér
við hitann frá kabyssunni,“ segir Stefán.
Farið var með kofann í heilu lagi að Flúð-
um þar sem hann var smíðaður upp á nýtt,
og síðan var hann fluttur aftur að Hruna-
krók við Stóru-Laxá.
Húsið er aðeins níu fermetrar og verður
líklegast minnsta minjasafn landsins. „Kof-
inn hefur mikla sögu, en snillingar eins og
Guðmundur frá Miðdal vörðu heilu sumr-
unum þarna og veiddu.“ Búið var í Hruna-
krók fram yfir aldamótin 1900 og var veiði-
kofinn síðar notaður sem varðskýli í seinna
stríði, og eftir það sem veiðikofi í mörg ár.
agf@mbl.is
Ljósmynd/Esther Guðjónsdóttir
Hrunakrókur Fyrir og eftir breytingarnar, en hann var byggður upp í sinni upprunalegu mynd.
Gamall veiðikofi gerður
að merkilegu minjasafni
Ljósmynd/Stefán Sigurðsson