Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Ég er svolítið feimið afmælisbarn, mér finnst voðalega nota-legt bara að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar ogkanski baka eina köku,“ segir Freyja Haraldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri NPA-miðstöðvarinnar, sem er samvinnufélag fatlaðs
fólks um notendastýrða persónulega aðstoð og sjálfstætt líf.
Freyja á 27 ára afmæli í dag.
Freyja segir afmælishefðina einfalda; oftast komi nánir fjöl-
skylduvinir í heimsókn. Önnur hefð sem Freyja segir hafa mynd-
ast er að góða veðrið geri alltaf vart við sig á afmælisdegi hennar.
Hún hafi því litlar áhyggjur af lélegri spá. „Við getum öll hætt að
örvænta yfir lélegu veðri, góða veðrið kemur á afmælisdaginn
minn!“
Eftirminnilegasta afmælisdag sinn segir Freyja án efa vera 18
ára afmælisdaginn. Þá var hún í fyrsta sinn stödd á ráðstefnu í
Bandaríkjunum þar sem hún hitti annað fólk með sömu skerðingu
og hún sjálf. Á ráðstefnunni var sungið fyrir hana og um kvöldið
fór hópurinn á skemmtistað sem var þó lokaður fólki yngra en 21
árs. „Þau sungu síðan fyrir mig afmælissönginn inni á skemmti-
staðnum, en neyddust til að breyta textanum og sungu því að ég
ætti 21 árs afmæli, svo enginn myndi fatta neitt. Það er mjög eft-
irminnilegur afmælisdagur.“ bmo@mbl.is
Freyja Haraldsdóttir er 27 ára í dag
Rólegur afmælisdagur Freyja ætlar að eyða deginum með sínum
nánustu vinum og vandamönnum, og baka jafnvel köku.
Þurfti að breyta
afmælissöngnum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjanesbær Inga Laufey Berg-
mann Freysdóttir fæddist 26. apríl kl.
22.29. Hún vó 3410 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru Ólöf
Stefánsdóttir og Freyr Bergmann
Sigurbjörnsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Védís Helga Daðadóttir
fæddist 6. nóvember kl. 1.07. Hún
vó 3305 g og var 50,5 cm löng.
Foreldrar hennar eru Ída Sigríður
Kristjánsdóttir og Daði Krist-
jánsson.
K
ristín er fædd og uppal-
in á Grundarfirði og
býr þar enn. „Ég hef
verið alla mína tíð á
Grundarfirði, hef búið
á þrem stöðum þar og alltaf á Hlíð-
arvegi, nr. 2, 8 og 5.“
Hún byrjaði snemma að vinna, í
kringum ellefu ára. „Okkur krökk-
unum var alltaf haldið að vinnu. Til
að mynda vorum við látin raða neta-
steinum bara til að gera eitthvað.“
Kristín hefur unnið í fiski, mötu-
neyti, skúringum og skrifstofustörf-
um hjá Soffaníasi Cecilssyni. Einnig
rak hún matvöruverslunina Grund í
9 ár. Síðast vann hún í 5 ár á teikni-
stofunni Eik hjá Erlu Bryndísi
Kristjánsdóttur. „Við unnum við
aðalskipulag, deiliskipulag og einnig
með einkagarða. Þetta var það
skemmtilegasta starf sem ég hef
unnið við.“
Kristín Soffaníasdóttir, húsmóðir á Grundarfirði – 50 ára
Fjölskyldan árið 1987 Kristín, Rut, Rúnar Sigtryggur og Kristinn Soffanías eða Soffi eins og hann er kallaður.
Hefur búið á Hlíðar-
veginum alla sína tíð
Við endamark Kerlingarskarðshlaup árið 2010. 15 km að baki.
Sveinn Skagfjörð Pálmason frá
Reykjavöllum í Skagafirði er 80 ára í
dag, 27. júní. Af því tilefni býður hann
vinum og vandamönnum til kaffi-
samsætis í Mörk, hjúkrunarheimili,
Suðurlandsbraut 66, 1. hæð, laug-
ardaginn 29. júní frá kl. 16 til 18.
Allar gjafir eru vinsamlega afþakkaðar.
Árnað heilla
80 ára
BETRI FRAMMISTAÐA
OG LENGRA ÚTHALD
BLÁTT Spírulína
gefur jafna
orku
sem endist
Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið.
Frábær árangur við athyglisbrest og eirðarleysi.
Fyrir alla sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi.
Lifestream Spirulina BLUE inniheldur 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína, rannsóknir hafa sýnt að það
eflir ónæmiskerfið og styður getu líkamans og tauga til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin
er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO.
ISO 14001, ISO22000. Fæst í Lifandi Markaði, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaupi, Græn heilsa.
Hrein orka og einbeiting