Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinna við stækkun friðlands Þjórs- árvera grundvallast á gildandi nátt- úruverndaráætlun og þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í friðlýsingarskilmálum sem ekki hafa verið undirritaðir er einnig vísað til samþykkis sveitarfélaganna átta sem fara með skipulagsvald á svæð- inu og forsætisráðherra sem fulltrúa ríkisins en það er eini landeigandinn. Umhverfisráðherra frestaði undir- ritun friðlýsingarskilmálanna vegna alvarlegra athugasemda Landsvirkj- unar sem taldi málsmeðferðina and- stæða lögum. Einnig var vísað til at- hugasemda sveitarfélaga sem fram komu daginn fyrir fyrirhugaða undirritun friðlýsingarskilmála. Samþykktu friðun Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að leitað hafi verið eftir formlegu sam- þykki landeig- anda og sveitarfé- laganna sem fara með skipulags- valdið. Síðan hafi málið verið í al- mennu samráðs- ferli með öðrum hagsmunaaðilum, meðal annars Landsvirkjun. Umhverfisstofnun er nú að skoða þær athugasemdir Landsvirkjunar og sveitarfélaganna sem bárust skömmu fyrir fyrirhugaða undirritun friðlýsingarskilmála, meðal annars um það hvort leita hefði átt eftir formlegu samþykki Landsvirkjunar fyrir friðlýsingunni. Spurð um aðfinnslur sveitarfélag- anna segir Kristín Linda að allar at- hugasemdir hafi verið lagðar fram í starfshópi fulltrúa sveitarfélaga og landeiganda sem undirbjó friðlýs- inguna. Fulltrúarnir hafi síðan tekið málið upp við sínar sveitarstjórnir. „Við töldum mikilvægt að fulltrúar sveitarfélaganna tækju beinan þátt í öllu ferlinu og gætu miðlað upplýs- ingum milliliðalaust,“ segir Kristín. Hún tekur fram að frestur til að veita umsagnir um friðlýsingarskilmála hafi runnið út 3. apríl. Bréf með at- hugasemdum Landsvirkjunar hafi borist fimm dögum síðar, sama dag og lokafundur starfshópsins var haldinn. Því hafi verið dreift á fund- inum og tekið þar fyrir eins og aðrar athugasemdir sem hefðu áður verið sendar fulltrúunum rafrænt með fundarboði. Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir því að stofnunin ljúki athugun sinni fyrir 2. júlí. Rústamýrum bætt við Í greinargerð með tillögu að nátt- úruverndaráætlun 2009-2013 kemur fram að stækkun friðlands í Þjórs- árverum sé gerð til að það nái yfir allt votlendi veranna. Með því mundu bætast við nokkur rústamýrasvæði sem eru utan friðlandsins. Því er bætt við að einnig sé verið að upp- fylla ákvæði stjórnarsáttmála þáver- andi ríkisstjórnar um verndun hins sérstæða votlendis veranna. Jafn- framt yrðu friðlýsingarskilmálar styrktir og bann lagt við röskun inn- an svæðisins. Útfærsla á mörkum friðlandsins til suðurs og strangari skilmálar útiloka endanlega miðlun vatns úr efsta hluta Þjórsár til eldri virkjana á svæðinu, svonefnda Norð- lingaölduveitu sem Landsvirkjun hefur undirbúið með hléum í áratugi og hefur leyfi flestra stjórnvalda fyr- ir. Í korti sem fylgdi náttúruverndar- áætlun sést að miðað var við friðun austurhluta Hofsjökuls, ekki alls jök- ulsins eins og nú er unnið að. Lands- virkjun vakti athygli á þessu í um- sögn um skilmála friðlýsingarinnar. Fyrirtækið taldi að ekki hefðu verið sett fram skýr rök fyrir stækkun friðlands Þjórsárvera langt suður fyrir mörk veranna, inn á Fjórð- ungssand, en á því svæði finnist varla vottur af rústamýravist. Áformin gangi þvert á þau sjónarmið sem fram komi í greinargerð með tillögu að náttúruverndaráætlun, það er að óskir um friðlýsingu eigi að byggjast á þörf fyrir vernd svæðis vegna fá- gætis eða sérstöðu á lands- eða heimsvísu. Allt votlendi Þjórsárvera friðað  Umhverfisstofnun metur hvort leita hefði átt eftir samþykki Landsvirkjunar fyrir stækkun frið- lands  Landsvirkjun telur að ekki hafi verið sett fram skýr rök fyrir stækkun suður fyrir verin Morgunblaðið/RAX Úr Þjórsárverum Friðlandið verður fjórfaldað yfir votlendið og jökulinn, samkvæmt áformum stjórnvalda. Rústamýravist » Rústamýravist er vel gróin votlendissvæði til fjalla með fjölbreyttum gróðri. Þau er meðal annars að finna í Þjórs- árverum og Guðlaugstungum. » Rústirnar eru sérkennilegar bungur sem lyfst hafa upp úr votlendi og þornað. Kristín Linda Árnadóttir 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 AEG DAGAR AEG þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar, ofnar, háfar, helluborð, kæliskápar, frystiskápar ryksugur, kaffivélar o.m.fl. Á EINSTÖKUM KJÖRUM! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS Verslanir og umboðsmenn um land allt Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar og sveitarstjóri Rangárþings eystra gerðu at- hugasemdir við að ekki hefðu öll gögn sem málið varða bor- ist sveitarstjórnunum. Átt er við athugasemdir Landsvirkj- unar sem lagðar voru fram í starfshópi sem undirbjó stækkun friðlandsins. Áður höfðu sveitarstjórnirnar sam- þykkt friðlýsinguna, eins og aðrar hlutaðeigandi sveit- arstjórnir. Meirihluti sveitarstjórn- arfulltrúa í Skagafirði lét jafn- framt bóka við afgreiðslu málsins að samþykkið fæli ekki í sér stuðning við að fall- ið yrði frá framkvæmdum við Norðlingaölduveitu. Það mál væri á forræði sveitarfélaga sunnan jökuls. Í athugasemd sveitarstjóra Rangárþings ytra kemur fram að sveitarstjórn hafði ekki fengið bréf Landsvirkjunar. Sveitarstjórinn segir nauð- synlegt að halda því til haga hvaða staða hafi verið uppi þegar sveitarstjórn Rang- árþings ytra afgreiddi málið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi verið búin að samþykka tillögu um- hverfisráðherra um mörk frið- landsins, þar með talið til suðurs. Þar með hafi Norð- lingaölduveita verið úr sög- unni þótt sveitarfélögin sem standa að Holtamannaafrétti, Rangárþing ytra og Ásahrepp- ur, héldu til haga sínum kröf- um um mörkin að aust- anverðu við Þjórsá. Bréfið ekki lagt fram TVÖ SVEITARFÉLÖG Sunna Sæmundsdóttir Jón Pétur Jónsson Frekari upplýsingar þarf til að unnt sé að fullyrða um þjóðhagslega hag- kvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bret- lands samkvæmt skýrslu sem ráð- gjafahópur um lagningu sæ- raforkustrengs skilaði í gær. Lagt er til að haldið verði áfram að kort- leggja alla þætti verkefnisins inn- anlands um leið og leitað verði svara um möguleg rekstrar- og eignar- haldsmódel hjá viðsemjendum í Bret- landi. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Næsta skref er að skoða bæði tæknilega og rekstrar- lega hlið verkefnisins.“ Hann segir vinnuna vera á byrj- unarstigi og að nauðsynlegt sé að halda áfram athugun málsins til þess að eyða allri óvissu. Þá segir hann að alltaf sé gott að setja einhvern tíma- ramma, en telur að ef allt gengi eftir yrðu fyrstu skrefin ekki tekin fyrr en eftir nokkur ár í fyrsta lagi. Heildar- tími verkefnisins verði kannski átta ár ef haldið verði áfram af fulluum krafti. „Það var ekki sérálit um nokk- urt atriði og góð samstaða er því um skýrsluna.“ Hópurinn leggur til tvær leiðir til að óvissu verði eytt um mikilvæg atriði. Annars vegar að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Breta um það með hvaða hætti íslensk orka verði seld við hinn enda strengsins, á hvaða kjörum og til hversu langs tíma. Í öðru lagi að Landsneti og Landsvirkjun verði heimilað að hefja viðræður við samstarfsaðila um eign- arhald og rekstur strengsins. Vísbendingar eru um að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært, en forsend- ur eru of veikar til að fullyrða um það. Þá er ekki víst hvort strengurinn muni hækka raforkuverð á Íslandi og ekki er ljóst hve mikið þyrfti að virkja sérstaklega fyrir sæstrenginn. Strengurinn yrði um 1200 km, en takmörkuð reynsla er af fram- kvæmdum af slíkri stærðargráðu og ekki er því hægt að áætla umhverfis- áhrif af mikilli nákvæmni. Talið er að leita þurfi leiða til að draga úr óvissu um áhrifin áður en ákvarðanir um lagningu eru teknar. „Mikil samstaða um niðurstöðuna“  Hagkvæmni sæstrengs áfram athuguð Hörður Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.