Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Pétur Elísson, trésmíðameistari á
Akranesi, er mikill hagleiksmaður.
Bílskúr hans er nokkurs konar
einkaheimur, þar sem dýrgripir
verða til.
„Ég hleypi helst engum manni
hingað inn,“ segir hann um leið og
hann leyfir okkur Eggert ljósmynd-
ara að skyggnast um í helgidómnum.
„Þetta er náttúrlega ekki bílskúr
lengur heldur mitt eigið trésmíða-
verkstæði,“ bætir hann við til skýr-
ingar á öllu smíðadótinu, sem er
reyndar svo haganlega fyrirkomið að
heimilisbíllinn kemst vel fyrir. „Ég
set bara þetta dekk upp að borðinu
og nota það sem stuðpúða ef á þarf að
halda en venjulega þarf ég þess ekki
því ég gæti þess að spegillinn á bíln-
um fari ekki innfyrir hilluna hérna
vinstra megin,“ segir Pétur ánægður
með nýtinguna á plássinu.
Gengur að uppröðuðum fjölum og
plönkum, lítur upp og segir afsak-
andi: „Ég er reyndar þannig gerður
að ég safna að mér öllu drasli og
hendi engu.“
Opinn fyrir fleiri félögum
Hjónin eiga fjögur börn, þar á
meðal Pétur, fyrrverandi atvinnu-
mann í fótbolta og nú aðstoðarþjálf-
ara hjá KR. „Ég byrjaði að gera
svona klukkur handa öllum krökk-
unum okkar,“ segir Pétur og sýnir
blaðamanni myndir af fyrstu eintök-
unum.
„Þetta átti að vera KR-klukka í
KR-litunum,“ heldur hann áfram og
bendir á frumgerðina, sem er ólík því
sem síðar varð. „Þegar ég sá KR-
fána hjá Pétri áttaði ég mig betur á
merkinu enda mun auðveldara að
gera hringlaga merki en önnur
merki. Ég set þennan hringfara bara
á fræsarann þannig að allt sem ég
þarf að grafa geri ég með handfræs-
ara. Þetta er bara handverk.“ Við-
urkennir samt að verkið sé ekki fyrir
skjálfhenta og segist hafa hug á að
gera klukkur með fleiri félagsmerkj-
um.
Eftir að hafa gert nokkrar KR-
klukkur sneri hann sér að heima-
félaginu og gerði klukkur með ÍA-
merkinu. Í kjölfarið ákvað hann að
smíða KA- og Kára-klukkur til heið-
urs fyrstu fótboltafélögunum á Akra-
nesi sem síðan sameinuðust í ÍA. „Ég
leitaði lengi að upprunalegu lógóun-
um, en litirnir hafa breyst í gegnum
tíðina og mér skilst að þeir hafi farið
eftir því sem prentararnir áttu
hverju sinni. Ég smíðaði fyrstu
klukkuna eftir fána uppi á íþrótta-
velli en Helga Dan. líkaði það ekki,
sagði að þetta væru ekki réttu lit-
irnir. Ég varð því að breyta klukk-
unni, skrifaði H. Dan. aftan á hana og
færði honum hana í réttu litunum.“
Morgunblaðið/Eggert
Vinnuaðstaðan Pétur Elísson lætur fara vel um sig í bílskúrnum þar sem verkin verða til.
Dýrgripirnir verða
til í bílskúrnum
Pétur Elísson dundar sér við klukkusmíði á Akranesi
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Tilraunaverkefni menntamálaráðu-
neytisins um hækkað menntunarstig
í Norðvesturkjördæmi er hafið. Ill-
ugi Gunnarsson, menntamálaráð-
herra, og Vilhjálmur Egilsson, rekt-
or Háskólans á Bifröst og formaður
verkefnisstjórnar, undirrituðu
samning um verkefnið 25. júní.
„Meginmarkmið samningsins er
að kanna þörf fyrir menntun meðal
einstaklinga og fyrirtækja í kjör-
dæminu, stuðla að auknu samstarfi
fræðsluaðila, kanna þörf fyrir náms-
styrki og þróa aðferðir við mat á
fyrra námi og reynslu inn í hið hefð-
bundna skólakerfi,“ segir í tilkynn-
ingu um verkefnið. „Verkefni þetta
er liður í átaki til þess að hækka
menntunarstig í íslensku atvinnulífi
og eitt af nokkrum verkefnum sem
sett voru af stað í framhaldi af kjara-
samningum aðila vinnumarkaðarins
í maí 2011.“
Í sumar verður könnuð þörf og
eftirspurn eftir námi hjá fyrirtækj-
um, stofnunum og einstaklingum.
Háskólinn á Bifröst annast umsýslu
verkefnisins en sérstök verkefnis-
stjórn stýrir því. Í henni sitja fulltrú-
ar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitar-
félaga og skóla og fræðslustofnana í
Norðvesturkjördæmi. Meginmark-
mið samningsins eru að:
„Kanna þörf meðal einstaklinga á
vinnumarkaði í Norðvesturkjör-
dæmi fyrir menntun og gera tillögur
að nýjum námsúrræðum ef þörf
reynist. Stuðla að auknu samstarfi
framhaldsfræðsluaðila, framhalds-
skóla og háskóla á svæðinu um
menntun á vinnumarkaði. Þróa og
gera tilraunir með aðferðir sem auð-
velda mat á fyrra námi og reynslu
inn í hið hefðbundna skólakerfi og
gera tillögu um framtíðarskipan
þeirra mála.
Kanna þörf fyrir námsstyrki, þróa
og prófa útfærslur á slíku kerfi í
framhaldi af þeirri tilraun sem gerð
var í átakinu Nám er vinnandi vegur
(NVV).“ gudni@mbl.is
Verkefni um
menntunarstig
Samningur Vilhjálmur Egilsson,
rektor og verkefnisstjóri, og Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra.
Þörfin á NV-landi könnuð á Bifröst
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
www.falkinn.is
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Áhrifaþættir á heilsu og vellíðan
– frá rannsóknum til aðgerða
Ráðstefna með Sir Michael Marmot
Föstudaginn 28. júní nk. í Háskólanum í Reykjavík
Dagskrá
8:30 Skráning
9:00 Setning
Geir Gunnlaugsson landlæknir
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
9:30 Fair Society, Healthy Lives
Sir Michael Marmot, University College London og
forstjóri Institute of Health Equity
10:30 Kaffi
11:00 Importance of wellbeing - and how to enhance it
Felicia Huppert, prófessor og forstjóri The Well-being
Institute við Cambridgeháskóla
12:00 Hádegisverður
13:00 Heilsa og vellíðan Íslendinga eftir félags- og
efnahagsstöðu
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta
heilbrigðis, Embætti landlæknis
13:30 Rannsóknir, stefnumótun, starf á vettvangi:
Þríeyki í þágu ungs fólks
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við við HR og
Columbia háskóla í New York.
13:50 Heilsuborgin – lýðheilsa í borgarumhverf
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur
14:10 Velferðarvaktin
Ingibjörg Broddadóttir, sérfræðingur,
velferðarráðuneytinu.
14:25 Stefnumótun og áætlanagerð: erum við að gera það
sem við segjumst ætla að gera?
Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur,
forsætisráðuneytinu.
14:40 Samantekt
Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri gæða og forvarna
í velferðarráðuneytinu
15:00 Ráðstefnuslit
Fundarstjórar: Halldór Guðjónsson, framkvæmdastjóri
og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor
Ráðstefnan er haldin til minningar um
dr. Guðjón Magnússon prófessor
Fullbókað er í aðalsalinn en vegna mikils áhuga verður útsend-
ingu frá aðalsal varpað á skjá í hliðarsal. Skráning á:
skraningar@hr.is Verð 3.900 kr. Innifalið er morgunhressing og
hádegisverður.
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is