Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Á að hunsa öryrkja endalaust? Ætlar ríkisstjórnin ekki að gera eitt- hvað fyrir öryrkja sem fyrst, þannig að mannsæmandi bætur dugi til framfærslu í mánuði hverjum? Ég fæ greiðslur úr lífeyrissjóði. Bætur almannatrygginga skerðast krónu á móti krónu vegna tekna úr lífeyrissjóði. Þannig að það er eins og verið sé að halda manni í fátækt- argildru. Áunnin réttindi mín í lífeyrissjóði eru 100.000 kr. á mánuði og bætur frá Tryggingastofnun lækka um 100.000 kr. eða krónu á móti krónu á móti tekjum lífeyrissjóðsins. Mér finnst þetta vera hreint og klárt rán um hábjartan dag, þegar svona skerðingar eru viðhafðar. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessum málum? Ætlar hún að hunsa öryrkja endalaust og sniðganga þá með öllu. Fyrir mitt leyti er þetta vanvirð- ing á réttindum bótaþega sem eru búnir að vinna í mörg ár til að öðlast þessi réttindi sem eru svo engin þeg- ar á hólminn er komið. Ég er búin að vinna eins og brjál- æðingur í rúm 30 ár og eru þetta launin fyrir vel unnin störf. Í raun og veru er verið að arðræna mig pen- ingum sem ég hélt að ég ætti áunna í lífeyrissjóðunum. Tekjur Tryggingastofnunar eru svo lágar að það lifir enginn á þeim mannsæmandi lífi. Að endingu langar mig að segja þetta. Það er mjög óeðlilegt að á árinu 2013 séu langar biðraðir fyrir framan hjálparstofnanir sem úthluta mat til fátækra á Íslandi. Þetta er svartur blettur á þjóðfélaginu og á ekki að líðast í þessu auðuga og ríka samfélagi sem við lifum í. Í röðunum bíður fólk eftir ölm- usugjöfum en er svo talandi í iP- hone-síma og reykjandi sígarettur. Ég undirritaður hætti að reykja sökum þess að ég hafði ekki efni á því og mér finnst skrýtið að fólk geti haft efni á því að tala í 180.000 króna síma en sé svo betlandi mat og reykjandi fyrir framan hjálparstofn- anir. Á meðan tekjur mínar lækka þá hækkar matarverð og aðrar nauð- synjar mjög mikið og það gerir það að verkum að maður á ekki eyri út mánuðinn. Mig vantar a.m.k. eitt hundrað þúsund á mánuði til að ég nái endum saman. KRISTLEIFUR LEÓSSON, öryrki, Reykjavík. Frá Kristleifi Leóssyni Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar inni- hurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Öðru hvoru verða jafnvel staðfastir íhaldsmenn eins og ég fyrir róttækri hug- arfarsbreytingu: Nú síðast, þegar ég hef komið því í verk að grandskoða hug- myndir mínar um dauðann, og að við- urkenna að það sé bá- bilja að einstakling- urinn sjálfur lifi sinn eigin dauða einhvern veginn af! En ef dauðinn er í raun algjör, og við verðum í raun eins og hverjir aðrir geimsteinar, hvaða ályktanir hefur þetta þá í för með sér, um hvernig við lítum á lifendur? Vísbendingu að því er að finna í spakmælinu: „Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr.“ En í því kristallast sú meining, að menn lifi áfram í minningum annarra. Eða eins og einn bróðir minn sagði; nokkurn veginn: „Ég verð sáttur ef ég skil eftir góðar hugsanir í minn garð hjá fólkinu sem þekkti mig, þegar ég verð allur.“ Það blasir nefnilega við, að ef ekkert framhaldslíf er til, annars heims, þá eru allar hugmyndir okk- ar um slíkt liður í tilraunum okkar til að lifa að einhverju leyti áfram í huga eftirlifenda. Má þar einkum nefna er fólk sækist eftir að lifa áfram í huga barna sinna, en einnig t.d. af verk- um sínum, svosem skáldskap. Eftir að hafa vanist tilhugsuninni um for- gengileika lífsins finnst mér nú furðu ásætt- anlegt að líta svo á, að við eigum bara eitt líf sjálf: Það virðist hafa ver- ið meginhugmynd í heiðninni hjá forn- Grikkjum og norræn- um mönnum; og því bæri að lifa lífinu lif- andi, sem einstöku tækifæri. Því jafnvel þótt menn gerðu sér ein- hverjar hugmyndir um takmarkað framhaldslíf væri það ekki nema svipur hjá sjón miðað við jarðlífið sjálft! Þegar maður hugsar nánar um þetta, þá sér maður hve mann- eskjan leggur ofuráherslu á að láta gott af sér leiða í þágu kynslóðanna: Hver manneskja er eins og hlekkur milli kynslóðanna; og reyn- ir að leggja eitthvað til viðbótar af mörkum í vaxandi púkk mannteg- undarinnar, til að hún megi halda áfram að vaxa og dafna. Þegar maður gerir sér þetta ljóst, þá getur maður skammast sín fyrir að hafa hugsað af skeyting- arleysi til t.d. Rússa, eða Kínverja, eða steinaldarmannanna; eða jafn- vel til margra sinna eigin landa. Og klassísku stytturnar af eilífð- arlegu æskufólki sem forn-Grikkir og Rómverjar skildu eftir segja okkur ekki að líf einstaklingsins sé eilíft, heldur að hápunktur veru okkar sé að skilja, að fegurðin felst fyrst og fremst í æsku og heilbrigði þessa eina lífs okkar! En má draga einhverjar stór- pólitískar ályktanir af þessu? Ein er kannski sú, að við ættum að auðsýna meira umburðarlyndi við féndur okkar á friðartímum, fyrst við erum öll á sama báti. Önnur snýr að sérstöðu vestur- evrópskrar menningararfleifðar; sem hefur margfaldað lífsgæði jarð- arbúa síðustu öldina: Lykill að henni getur hafa verið óvenjumiklir þjóðflutningar þangað síðustu árþúsundin (og svo þaðan til Norður-Ameríku!). En slíkt leiðir til aukinnar gerj- unar í sjálfsvitund. Þannig þurfum við að líta á þjóð- flutninga nútímans á milli Íslands og Evrópu, með umburðarlyndari augum en við gerum nú! Að venju vil ég ljúka hugleiðingu minni með málefnalegu ljóði. Í fimmtándu ljóðabók minni, sem nú er í smíðum, hugleiði ég slíka hluti í ljóðinu Lífið sjálft; en þar segi ég m.a.: Þó varir stuðkraftur fjölda manns langt fram um ókomnar kynslóðir; og nútími lifenda nær aftur til þeirra um árþúsundir. Dauðinn kallar á umburðarlyndi Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal »Ef dauðinn er í raun algjör, og við verð- um í raun eins og hverj- ir aðrir geimsteinar, hvaða ályktanir hefur þetta þá í för með sér, um hvernig við lítum á lifendur? Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. - með morgunkaffinu Einar Hugi Bjarna- son hrl. boðar uppgrip fyrir lántaka í kjölfar Plastiðjudóms í Morg- unblaðinu. Niðurstaða hans felur í sér að þeir sem ákváðu að fjár- magna bifreiðakaup sín með gengistryggð- um samningum eigi að fá neikvæða raunvexti. Þeir eigi að fá greitt með sínum samningum á sama tíma og aðrir greiða verðtryggða raun- vexti eða þola óhagstæðar geng- isbreytingar á erlendum myntum í þeim tilvikum þar sem samning- urinn var ekki talinn fela í sér ólög- mæta gengistryggingu. Hver greiðir neikvæða raunvexti? Ákvörðun um hvernig haga beri endurútreikningi varðar gífurlega hagsmuni. Ef niðurstaðan er sú að þeir sem tóku mestu áhættuna greiði neikvæða raunvexti mun það hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi er það tjón sem á endanum verður greitt af öðrum við- skiptavinum. Í öðru lagi munu aðrir lántakendur ekki sætta sig við þá stórkostlegu mismunun sem slík niðurstaða felur í sér. Þá „leiðrétt- ingu“ geta þeir ekki fengið frá fjár- málafyrirtækjunum heldur þurfa að sækja hana til ríkissjóðs. Til að standa jafnfætis þeim sem tóku lán með ólögmæta gengistryggingu þurfa slík verðtryggð lán að lækka a.m.k. á bilinu 30-40% og lán í er- lendum myntum enn frekar. Staðreyndin er sú að kröfur um eftirgjöf skulda eru verulega ósann- gjarnar þegar kaup- endur Benz bifreiða fá ekki aðeins að greiða vexti sem eru miðaðir við aðrar óskyldar myntir heldur eiga einnig að fá lækkun á eftirstöðvum sem nem- ur í tilviki Plastiðj- unnar, ríflega 1,5 millj- ónum króna. Með því geta þeir selt bifreið- ina, en verðmæti bif- reiða er að miklu gengistryggt, greitt upp eftirstöðvarnar og hirt mis- muninn. Áður en fjármálafyrirtækin taka ákvörðun um að greiða út slíka fjár- muni væri skynsamlegt að fá skýra niðurstöðu Hæstaréttar til þessa álitaefnis og hvort raunverulega eigi að greiða lántakendum fyrir að taka lán. Vinnubrögð Umboðsmanns skuldara Í grein Einars eru áhugaverðar upplýsingar um vinnubrögð emb- ættis Umboðsmanns skuldara. Eftir dóm Hæstaréttar óskaði UMS eftir fundi með lögmanni annars aðilans til að fara yfir dóminn og þau álita- efni sem þar var fjallað um. UMS sá hins vegar enga ástæðu til þess að kalla eftir sjónarmiðum lög- manns gagnaðila í málinu. Slíkt samrýmist ekki grunnreglum stjórnsýslunnar um hlutlæga rann- sóknarskyldu, sem jafnframt er for- senda faglegrar umfjöllunar og vandaðra vinnubragða. Fjárkrafan Stærsti hluti greinar Einars fjallar um fjárkröfu Plastiðjunnar í málinu. Það þjónar engum tilgangi að þjarka um samskipti okkar fyrir málflutninginn. Einari Huga er hins vegar velkomið mín vegna að birta þau samskipti, þannig að lesendur Morgunblaðsins geti sjálfir lagt mat þau. Þar sem mál þetta var höfðað fyrir niðurstöðu Hæstaréttar bæði í svokölluðu Borgarbyggðarmáli (nr. 464/2012) og raunar einnig Elv- írumálinu (nr. 600/2011) setti lög- maðurinn og ráðgjafi UMS fram fjárkröfu í málinu á þann hátt sem hann taldi hagstæðastan fyrir um- bjóðanda sinn. Krafan ber með sér að ekki var sannfæring fyrir því að hægt væri að ná fram hagfelldari niðurstöðu. Niðurstaða Hæstaréttar í Borgarbyggðarmálinu þar sem fjármálafyrirtækið gerði ekki tölu- legan ágreining, er þannig hagstæð- ari en lögmaðurinn taldi sjálfur möguleika á að fara fram á. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart, því a.m.k. frá því að óðaverð- bólga geisaði á áttunda áratug síð- ustu aldar og sparifé landsmanna þurrkaðist upp, hafa fáir talað fyrir neikvæðum raunvöxtum. Neikvæð tíðindi fyrir skattgreiðendur Eftir Helga Sigurðsson » Áður en fjármálafyr- irtækin taka ákvörð- un um að greiða út slíka fjármuni væri skyn- samlegt að fá skýra nið- urstöðu Hæstaréttar til þessa álitaefnis og hvort raunverulega eigi að greiða lántakendum fyr- ir að taka lán. Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.