Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
✝ Guðrún Sig-urveig Þórð-
ardóttir Skow-
ronski fæddist í
Reykjavík 28. maí
1918. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 21. júní 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Helgason, bóndi í
Gröf í Hruna-
mannahreppi, f. 3.
október 1872, d. 11. nóvember
1959 og Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 20. september 1892, d.
13. desember 1927. Guðrún ólst
upp hjá móðurforeldrum sínum
Guðmundi Jónssyni og Sig-
urveigu Einarsdóttur að Þór-
oddsstöðum í Reykjavík þar til
amma hennar lést 1929 en þá
flutti hún til móðursystur sinn-
ar Karólínu Guðmundsdóttur
vefara og eiginmanns hennar
Einars S. Jóhannessonar vél-
stjóra og var hjá þeim á Ás-
2) Karol Ann, f. 1954; 3) Agnes
Sigurveig, f. 1956, eiginmaður
hennar er Donald G. Arnold,
synir þeirra eru Eran og Sean;
4) Tekla Guðrún, f. 1958 og 5)
Jane, f. 1959, sonur hennar er
Gunnar Val Friðriksson, hann á
tvö börn og tvö stjúpbörn.
Guðrún fór bæði til Bretlands
og Danmerkur til almenns
tungumálanáms, útskrifaðist úr
Verslunarskóla Íslands 1936,
var verslunarstjóri í Pennanum,
vann við viðgerðir á silkisokk-
um og ýmis önnur störf þar til
hún gifti sig. Þau Val bjuggu
lengst af í Keflavík, fyrst á
Hafnargötunni og síðan á
Mánagötu 1. Meðfram uppeldi
barna sinna vann hún ýmis
störf, síðan keypti hún Þórð-
arsjoppu í Keflavík ásamt systr-
unum Evu og Stefaníu Finns-
dætrum og árið 1977 stofnuðu
þær veitingastaðinn Þristinn í
Njarðvíkum sem þær ráku í
rúman áratug. Guðrún og Val
fluttu í Árskóga í Reykjavík
1995. Guðrún bjó þar áfram eft-
ir lát Vals og sá um sig sjálf
með mjög dyggri aðstoð Jane
dóttur sinnar þar til hún flutti á
Hrafnistu í Reykjavík í ágúst
2012.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Áskirkju í Reykjavík í dag,
27. júní 2013, kl. 13.
vallagötu 10A þar
til hún hóf búskap
sjálf. Uppeld-
isbræður hennar
eru Guðmundur
Einarsson (látinn)
og Jóhannes Ein-
arsson og var alla
tíð mjög kært með
þeim. Systkini Guð-
rúnar, sammæðra;
Jóhanna Magnúss-
ína Guðjónsdóttir
og Bergþór Guðjónsson (látinn)
og samfeðra Elín og Eyrún
Guðjónsdætur, þær eru báðar
látnar.
Guðrún giftist 1953 Valent-
ine Casmier Skowronski, f.
26.5. 1914, d. 22.5. 1999. Börn
þeirra eru: 1) Henry Val, f.
1952, eiginkona hans er Helga
Hlaðgerður Lúthersdóttir, dótt-
ir þeirra er Margrét Þorgerður,
áður átti hann Guðrúnu Helgu,
hún á fjögur börn, Pálma, hann
á sex börn og Halldóru Maríu;
Gunna, uppeldissystir mín og
frænka, lést hinn 21. júní sl. Að-
eins fáum vikum áður hélt hún
uppá 95 ára afmæli sitt á Hrafn-
istu þar sem meira en 70 vinir og
vandamenn samfögnuðu með
henni.
Móðir Gunnu, Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, var systir Kar-
ólínu móður minnar. Þegar Sig-
urbjörg lá banaleguna bað hún
móður mína að taka Gunnu að
sér. Gunna var 11 ára þegar hún
kom á heimili okkar á Skóla-
vörðustíg 43. Ég var þá nýfædd-
ur og Guðmundur bróðir var 4
ára. Gunna varð okkar stóra og
góða systir. Við fluttumst stuttu
síðar á Ásvallagötu 10A þar sem
við ólumst upp.
Sambandið milli Gunnu og
móður minnar var mjög náið.
Þegar Gunna stálpaðist annaðist
hún ýmsar útréttingar fyrir
mömmu sem rak stóra vefstofu.
Mamma sá til þess að Gunna fór í
Verslunarskólann. Þaðan útskrif-
aðist hún árið 1936.
Gunna fór síðan til Kaup-
mannahafnar til þess að læra
betur dönsku. Þar bjó hún hjá
frænku sinni, Júlíönu Sveinsdótt-
ur listmálara. Gunna fór einnig
til Englands til þess að bæta við
enskukunnáttu sína.
Að loknu námi hóf hún störf í
versluninni Pennanum á horni
Pósthússtrætis og Hafnarstræt-
is. Meðal samstarfsmanna
Gunnu á fyrstu árum hennar í
Pennanum voru Sigurður Helga-
son, síðar forstjóri Flugleiða, og
Ólafur Finnbogason, síðar eig-
andi Pennaviðgerðarinnar. Vin-
átta Gunnu og Óla og Kristjönu
eiginkonu hans hélst ævilangt.
Fóru þau og fjölskyldur þeirra
meðal annars í veiðiferðir saman.
Gunna var um skeið verslunar-
stjóri í einni af búðum Pennans,
Örkinni, sem var í Lækjargötu
nálægt horninu við Austurstræti.
Seinna vann Gunna í verslun-
inni PX á Keflavíkurflugvelli.
Þar kynntist hún manni sínum,
Val Skowronski matreiðslu-
manni. Þau settust að í Keflavík
og bjuggu fyrst á Hafnargötu en
síðar á Mánagötu. Gunna eign-
aðist marga góða vini í Keflavík.
Um alllangt skeið rak hún veit-
ingastaðinn Þristinn í Ytri-
Njarðvík ásamt vinkonum sínum
Evu og Stefaníu Finnsdætrum.
Við Ingibjörg bjuggum í
Keflavík á árunum 1954-1956 og
höfðum þá mikil og ánægjuleg
samskipti við Gunnu og fjöl-
skyldu hennar.
Á efri árum fluttu Gunna og
Val til Reykjavíkur og settust að
í Árskógum 8. Þar eignaðist
Gunnar góða nágranna sem
reyndust henni vel þegar á bját-
aði og sýndu henni mikinn hlý-
hug. Sérstaklega voru Helga
Arason og Einar húsvörður
henni betri en enginn. Þá hefur
dóttir Gunnu, Jane, verið
mömmu sinni einstök hjálpar-
hella á undanförnum árum.
Síðustu árin dvaldi Gunna á
Hrafnistu. Starfsfólkið þar
reyndist henni einstaklega gott.
Gunna var sérstakur persónu-
leiki. Hún var jafnan glöð í
bragði hvað sem á gekk í lífinu.
„Er ekki gaman að vera til?“ var
oft viðkvæði hennar. Og líka: „Er
ekki lífið dásamlegt?“
Það var því ekki að undra að
fólki fyndist gott að vera í návist
hennar. Ég held að mér sé óhætt
að segja að öllum sem kynntust
henni hafi þótt vænt um hana.
Það hafa áreiðanlega verið
margir sem fögnuðu henni þegar
hún kom hinum megin – og þar á
meðal Val, mamma Karólína og
Mummi bróðir.
Blessuð sé minning Gunnu
systur.
Jóhannes Einarsson (Bobbi).
Elskuleg frænka okkar,
Gunna, er látin, 95 ára gömul. Í
lífinu kynnist maður mörgum
einstaklingum og hafa sumir
meiri áhrif á mann en aðrir og
lita umhverfi sitt sterkum og
björtum litum, en það á við um
Gunnu frænku. Okkur finnst að
orðatiltækið í hárri elli eigi ekki
við hana, hún var alltaf ung í
anda, átti eftir að gera svo margt
í lífinu, var alltaf til í að prófa
eitthvað nýtt, var jákvæð, lífs-
glöð, með baráttuvilja og bjart-
sýni fram til hins síðasta. Síðustu
árin dapraðist sjónin og hún átti
erfiðara með að tjá sig í töluðu
máli. Þrátt fyrir þetta var hún
alltaf fljót að aðlaga sig nýjum
aðstæðum til að geta notið síns
daglega lífs, gafst aldrei upp og
tók hverri áskorun sem verkefni
til úrlausnar.
Það sem einkenndi Gunnu
voru einkunnarorð hennar þegar
hún kvaddi eftir heimsókn eða
góða veislu: „Veriði glöð“, „Við
lengi lifum“, „Það er gaman að
vera til“ og „Veriði góðu börnin“.
Alltaf tók hún á móti manni af
einstakri hlýju og fölskvalausri
gleði. Á 90 ára afmælinu sínu fór
hún í útsýnisflug með dætrum
sínum og það var fátt sem hún
var ekki tilbúin að prófa, við-
kvæði hennar var „má ég koma
líka?“
Gunna var uppeldissystir föð-
ur okkar, Guðmundar, og Jó-
hannesar bróður hans og var alla
tíð kært á milli þeirra systkina.
Sem náfrænka var hún ómiss-
andi í viðburðum fjölskyldunnar.
Hún reyndist ömmu okkar sem
ól hana upp frá 11 ára aldri sem
besta dóttir og voru með þeim
miklir kærleikar.
Tæp öld er langur tími og ævi
Gunnu var ekki alltaf dans á rós-
um en hún var ætíð æðrulaus og
sá björtu hliðarnar á lífinu. Móðir
hennar var ung og ógift þegar
hún eignaðist hana og ólst hún
upp við mikið ástríki hjá móður-
ömmu sinni og -afa á Þórodds-
stöðum í Reykjavík.
Gunna var komin á níræðisald-
ur þegar hún fékk staðfestingu á
hver faðir hennar var og kynntist
föðurfjölskyldu sinni. Góð vinátta
og virðing tókst með henni og
frænkum hennar. Gunna var eld-
klár, langt á undan sinni samtíð
og hafa þeir sem unnu bókhaldið
fyrir hana við veitingareksturinn
sagt að hún hafi kennt þeim mik-
ið enda afburða talnaglögg kona.
Hún giftist Val Skowronski og
eignuðust þau fimm mannvænleg
og myndarleg börn og var velferð
þeirra og afkomendanna henni
efst í huga, hvatti hún þau áfram
og vildi að þau skoðuðu sig um í
heiminum og lærðu og fræddust
sem mest.
Gunna var alla tíð mjög heilsu-
hraust og eftir lát Vals bjó hún
ein á meðan heilsan leyfði. Jane
er eina barn Gunnu búsett á Ís-
landi og var samband þeirra ein-
staklega fallegt og kærleiksríkt,
en Jane studdi og aðstoðaði móð-
ur sína daglega í áratugi. Hin
börnin hafa eftir bestu getu
heimsótt móður sína og stutt.
Tekla kom um hver jól og eftir
atvikum þegar heilsu Gunnu
hrakaði. Við vottum börnum
hennar og afkomendum okkar
dýpstu samúð, missir þeirra er
mikill en margs er að minnast og
þakka.
Við viljum þakka Gunnu
frænku umfram allt fyrir já-
kvæðnina, allt það góða sem hún
skilur eftir í hjörtum okkar.
Blessuð sé minning einstakrar
konu.
Karólína Guðmundsdóttir.
Guðrún Sigurveig
Þórðardóttir
Skowronski
✝ BenediktGuðjón Bene-
diktsson, vörubíl-
stjóri, fæddist í
Bolungarvík 23.
ágúst 1927. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Patreks-
fjarðar 20. júní
2013.
Foreldrar hans
voru Guðrún Jóna
Bjarney Guðjóns-
dóttir, f. 25.7. 1900, d. 18.10.
1967 og Benedikt Ásgeirsson,
f. 10.4. 1885, d. 30.7. 1927.
Systkini hans eru Þórarinn
Kristján Benediktsson, f. 20.4.
1919, d. 1994. Vigþór Jóhann
Benediktsson, f. 8.12. 1921, d.
18.7. 1924, Svanfríður Kristín
Börn Benedikts og Guðrúnar
eru Ragnheiður Kristjana, f.
3.1. 1949, gift Jóni Brands
Theodórs, f. 1.3. 1954. Börn
þeirra eru þrjú. Benedikt Páll
Jónsson, f. 19.6. 1973, kvæntur
Guðbjörgu Arnardóttur, f.
15.6. 1976, þau eiga fjögur
börn. Guðbjörg J. Theodórs, f.
28.6. 1977, gift Jóni Hákoni
Ágústssyni, 10.9. 1975, þau
eiga þrjár dætur, Guðrún Jak-
obína Jónsdóttir, f. 2.4. 1986,
sambýlismaður hennar er
Þórður Þorsteinsson, f. 1.1.
1986. 2. september 1960 fædd-
ist andvana stúlka. Elínborg
Anika, f. 3.7. 1962, gift Páli
Ágústssyni, f. 22.2. 1961. Barn
Elínborgar frá fyrra sambandi
er Kristján Reynald Hjörleifs-
son, f. 27.12. 1987, hann á einn
son. Ágústa Mattý Pálsdóttir,
f. 6.4. 1993 og Sandra Líf Páls-
dóttir, f. 9.4. 1997.
Útför Benedikts fer fram
frá Bíldudalskirkju í dag, 27.
júní 2013, kl. 14.
Benediktsdóttir,
f. 6.12. 1925, d.
12.10. 2009, Þór-
arinn Sam-
úelsson, f. 17.8.
1929, Vilborg
Kristín Jóns-
dóttir, f. 8.12.
1931, Ólafur Ein-
ar Jónsson, f.
14.5. 1933, d. 6.1.
1966, Valdís Ingi-
björg Jónsdóttir,
f. 7.7. 1934, Jóhanna Jóns-
dóttir, f. 22.4. 1936, Guðrún
Jóna Jónsdóttir, f. 20.12. 1938,
Sigrún Lilja Jónsdóttir, f. 4.11.
1939.
Benedikt hóf sambúð með
Guðrúnu Jakobínu Kristjáns-
dóttur, f. 1.7. 1926, árið 1947.
Elsku besti afi minn, nú ertu
búinn að kveðja og farinn á betri
stað þar sem þér líður betur.
Tjarnarbrautin verður tómleg án
þín og skrítið að geta ekki komið
inn og sest inn í stofu og heyrt
skemmtilegu sögurnar þínar og
ævintýrin þín frá því í gamla
daga, heyrt harmonikkuspilið og
skemmtilega hláturinn þinn. Ég
er svo heppin að eiga ótal minn-
ingar um þig og hafa átt þig að,
þú varst mér alltaf svo góður og
þolinmóður. Manstu alla bíl-
túrana sem við fórum í saman?
Þegar þú spilaðir fyrir mig lagið í
Mözdunni, það var alveg ógleym-
anlegt, því ég var viss um að þú
ættir töfrabíl sem gæti spilað lag!
Manstu þegar þú tókst mig með í
vörubílnum inn á Barðaströnd?
Við höfðum með okkur nesti og
meðan þú varst að klára að vinna
þá fékk ég að fara í heimsókn í
sveit og leika mér. Þetta var einn
skemmtilegasti dagur sem ég
man eftir. Manstu líka þegar þú
kenndir mér umferðarreglunar
og ég vann í umferðarregluget-
rauninni og þú komst til mín með
verðlaunin? Þú komst í fullum
skrúða í löggubúningnum sem þú
varst alltaf svo flottur og tignar-
legur í. Mér fannst alltaf mjög
merkilegt að þú værir lögga og
þú ættir alvöru búning og alvöru
kylfu.
Þú varst einstakur maður og
ég er heppin að hafa fengið að
hafa átt svona góðan afa. Takk
fyrir allt og ég mun sakna þín að
eilífu.
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tæi.
(Höf. ókunnur)
Guðrún Jakobína.
Elsku afi minn, nú hefur þú
kvatt okkur og það verður skrítið
að koma á Tjarnarbrautina og þú
ekki þar. Það er margs að minn-
ast, ég man hvað það var spenn-
andi að fá að skoða löggubúning-
inn þinn sem þú fórst með eins og
gull og hvað þú varst virðulegur
og stórglæsilegur þegar þú varst
kominn í hann. Ég man líka eftir
ferðunum okkar saman þegar ég
hjálpaði þér að keyra (á hvítu
Mösdunni) út umferðargetrauna-
vinningana, þá varst þú alltaf í
búningnum. Ég minnist líka þess
tíma þegar ég var alltaf í pössun
hjá ykkur ömmu. Þú spilaðir svo
oft á harmonikkurnar þínar og
við sungum saman, þú varst alltaf
að kenna mér lög og spila líka lög
sem þú hafðir samið sjálfur. Mest
man ég þó eftir því þegar ég sat í
kjöltunni þinni og þú söngst vís-
una „Við skulum róa sjóinn á og
sækja okkur ýsu, en ef hann
krummi kemur þá kallar hann á
hana Dísu“, það var svo notalegt.
Lagið Nú blikar við sólarlag er
mér líka mjög minnisstætt. Ég
man þegar þú hjálpaðir mér að
skrúfa í sundur kassettu og það
reyndist vera hin besta skemmt-
un hjá mér, ég veit ekki hversu
oft ég dundaði mér við að taka
kassettuna (sem geymd var í
dollu uppi á ísskáp hjá ykkur) í
sundur og setti hana saman aftur
saman, aftur og aftur. Ég man
líka svo vel eftir hestunum sem
þú gerðir með stóru sterku hönd-
unum þínum eftir eldhúsborðinu
heima hjá ykkur ömmu á Tjarn-
arbrautinni, enginn gat líkt betur
eftir hófahjörðum en þú.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Hvíl í friði og stelpurnar mínar
biðja fyrir kveðju til langafa
stutta.
Guðbjörg J. Theódórs.
Á fögrum sumardegi þegar
náttúran skartaði sínu fegursta
slokknaði ljós Benna frænda.
Hann hafði nú síðustu vikurnar
legið á Heilbrigðisstofnun Pat-
reksfjarðar. Benedikt Guðjón var
fæddur í Bolungavík 23. ágúst
1927, þá var faðir hans, Benedikt
Ásgeirsson beykir, nýlátinn.
Kynni mín af þessum öðlings-
manni voru þau að móðir mín
Svanfríður K. Benediktsdóttir, f.
1925 og Benedikt voru systkin,
samfeðra. Örlögin höguðu því
þannig til að þau fengu ekki notið
samvistar í æsku eins og þau
hefðu kosið en þau bættu það upp
síðar á lífsleiðinni. Þau höfðu erft
það fegursta frá föður sínum og
vel mátti sjá fyrir ókunnuga að
þau væru systkin. Ljóshærð og
bláeygð.
Við Benni höfum haft reglu-
legt samband frá því að hann var
svo ljúfur að mæta sem leynigest-
ur í afmæli mömmu. Ég hringdi
með stuttum fyrirvara og bar upp
erindið, svarið var „ég ætla að
ræða um þetta við Dúnu og
hringi svo í þig“. Stuttu seinna
hringir hann og segir: „Við
mætu.“ Þessi stund var gleði-
stund í lífi þeirra systkinanna
beggja. Þarna varð til samband
sem hélst alla tíð. Sumarið eftir
var ákveðið að sækja Benna og
Dúnu heim, þá var spilað á nikk-
una, sungið og Dúna galdraði
fram glæsilegt veisluborð.
Í ættfræðigögnum sem ég á er
mannlýsing sem mig langar að
setja á blað. Þessi lýsing gæti átt
við Benedikt Guðjón: „Hann var
mesti atorkumaður, léttur til allr-
ar vinnu og sívinnandi. Hann var
fremur lítill vexti, kvikur í hreyf-
ingum og glaðlegur í öllu við-
móti.“ Þarna er í raun verið að
lýsa afa hans Ásgeiri Ásgeirs-
syni, f. 1858, bónda á Galtahrygg.
Kona Ásgeirs, amma Benedikts
Guðjóns, var Elinborg Bene-
diktsdóttir, f. 1859, ljósmóðir,
fædd á Reykhólum, A-Barð., síð-
ar ljósmóðir í Reykjafjarðar-
hreppi.
Að lokum langar mig að minn-
ast á örstutt brot sem lýsti Benna
vel. Hann hafði sem barn haft
áhuga á að ganga í barnastúkuna
í sveitinni sinni, hann bar upp er-
indið við móður sína, „það máttu,
en mundu það vinur að þegar
maður lofar einhverju þá þarf
maður að standa við það“. Þetta
loforð stóð hann við alla sína ævi.
Þessa sögu sagði hann okkur og
sýndi okkur skírteini stúkunnar.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum flotta
manni.
Sendi eftirlifandi eiginkonu
Guðrúnu (Dúnu), dætrum þeirra
Kiddý og Ellu innilegar samúðar-
kveðjur með ljóði eftir Benedikt
Ásgeirsson, föður Benna.
Þitt fjórtánda ár verði farsælda ríkt
minn föður í hæðum ég beiði um slíkt
hann láni þér heilbrigði á líkama og sál
og leiði hvert fótmál því brautin er hál.
Hamingjan vefji þig örmum og allt
sem eftir til heilla þér jafnan sé falt
um þetta og fleiri þín ókomin ár
svo aldrei þú fellir nein harmþrungin
tár.
(B. Á.)
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir.
Benedikt Guðjón
Benediktsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina viðvart.
Minningargreinar