Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _1 4. 05 .1 3 Ráðstefnu- og fundarstóll Tryggðu þér og gestum þínum öruggt sæti, með vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu daginn til þess að eiga í við- ræðum við vini eða félagasamtök. Ef þér finnst þú lítil áhrif hafa í aðstöðunni, komdu þér þá í burtu. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að skapa aðstæður fyrir æv- intýri. Ekki falla í þá freistni að kaupa hluti bara af því að þú átt eitthvert fé handbært. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er yfir margan þröskuldinn að fara til að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Sýndu dugnað í starfi og dirfsku í persónulegum málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt sem þú þarft að framkvæma er allt sem þú lofaðir. Hleyptu samt ekki of mörgum að þér. Góður undirbúningur trygg- ir farsæla framkvæmd. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Færa peningar og starfsframi þér hamingju? Gefðu af þér og þú munt uppskera. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Um leið og þú hættir að reyna að sanna mál þitt mun fólk átta sig á að þú hafðir rétt fyrir þér. Treystu eðlisávísun þinni betur, þú veist innst inni hvaða leið er best. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vogin er gæðaeftirlit, ritskoðari og frið- argæsluliði allt í senn. Takist þér vel upp eru bjartir tímar framundan bæði í leik og starfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafn- ir. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert svo kappsfull/ur að þér hættir til að sýna öðrum óþolinmæði. Vinir hafa þig í huga fyrir framtíðartækifæri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Enginn getur hjálpað þér nema þú viljir það svo vertu ekki með snúð. Ef þér er nógu umhugað um áhugamál þitt til að læra allt um það, gefur það þér forskot í vinnu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Getur verið að það sé kominn tími á að þú flytjir eða skiptir um starf? Vertu opin/n fyrir nýju fólki því ókunnugir eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn kynnst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu einbeitt/ur. Gefðu þér allan þann tíma sem þú þarft. Nýtt verkefni, ný ábyrgð eða stefnumót við einhvern í fyrsta sinn mun gefa þér mikla orku. Það er svo um flest vísnasöfn, aðupplýsingar vantar til að vísan njóti sín til fulls. Svo er um þessa stöku sem ber númerið 632: Til að binda enda á allt sem hrindir trega; fáðu í skyndi faldagná fagra og yndislega. Undir stendur: Ragnhildur Bjarnadóttir botnaði. Verðlauna- vísa. Og meira veit ég ekki. Vísa númer 631 er eftir Ingi- björgu Björnsdóttur í Valadal: Tíðin ýtum tjáist hörð, tapast hlýtur gleðin: Aumt er að líta upp í Skörð, eru þau hvít og freðin. Og þessi vísa er númer 633 og höfundar ekki getið: Til að græða meinið mitt meður æða fossi lét út blæða lífið sitt ljóminn hæða á krossi. Á öðrum miða stóð eftir Látra- Björgu: Get ég að ég sé grýlan barna, af guðunum steypt í manna líki; á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Þetta er fyrsta stakan í vísna- safni þessu: Á Borgarfelli biskup Steinn bjó um sína daga. Biblíuna alla einn át í sálarmaga. Jón S. Bergmann orti: Há og björt sem himinninn höll er anda mínum þar sem Bakkus býður inn bestu vinum sínum. Þessi vísa er gömul og kann ég á henni engin skil: Halldór minn í Holti hleypur eins og fyl fram í Grófargil og skellir þar saman skolti. Matthías Jochumsson kvað: Hans, sem veiðir hrognkelsi, hingað kom í blíðviðri á rauðri meri og reiðveri ríðandi úr Kjósinni. Og að lokum eftir Lilju Gott- skálksdóttur og með spurning- armerki þó: Happakjörin hjónabands hlýt ég þriðja sinni klemmd í snöru kærleikans kona að gjörast Hildibrands. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur af lausum miðum Í klípu „NÚ SKIL ÉG. ÞÚ VARST BARA AÐ ÞYKJAST HENDA PRIKINU, TIL AÐ PLATA MIG. EINS OG ÞEGAR ÉG VAR AÐ ÞYKJAST VERA BESTI VINUR ÞINN.„ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN ÞARF EKKI VASA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leika með fæturna í sandinum. JAKKAFÖT ÉG SKIL AÐ ÞÚ VILT HITTA, HEPPNI EDDI … … EN ÞAÐ ER LÍKLEGA EKKI GÓÐ HUGMYND AÐ FARA SVONA NÁLÆGT. KOMDU EINU SKREFI NÆR ÞETTA GETUR EKKI VERIÐ GOTT.Víkverji hefur átt í mikilli baráttu ísumar og hefur unnið hvern Pyrrhosarsigurinn á eftir öðrum. Herferð Víkverja fer fram í garð- inum hjá honum. Víkverji er ekki mikið gefinn fyrir garðrækt, en í vor blöskraði honum svo kerfill, sem ver- ið hefur sjálfala í garðinum hjá hon- um, að hann ákvað að uppræta hann. Víkverji tók sér skóflu í hönd og réðst til atlögu. Kerfillinn hrúgaðist upp og hann endaði með því að fara með nokkur bílhlöss á Sorpu. Ekki leið á löngu eftir þessa fyrstu atlögu þar til kerfillinn tók aftur að gægjast upp úr moldinni og brátt voru komn- ir myndarlegir stilkar. Aftur lét Vík- verji hendur standa fram úr ermum, en kerfillinn ætlar ekki að láta deig- an síga og heldur áfram að spretta. x x x Það var loks á þessu stigi að orðSuns Tzus um að maður ætti að þekkja óvin sinn rifjuðust upp fyrir Víkverja og það hvarflaði að honum að leita sér nánari upplýsinga um þessa lífseigu jurt. „Kerfill er eitt ill- viðráðanlegasta skrímsli sem ég hef att kappi við,“ var það fyrsta sem blasti við Víkverja þegar hann sló kerfli upp á netinu. Þar sést að víða um land gerir kerfill mönnum lífið leitt. Í Eyjafjarðarsveit hefur verið blásið til atlögu gegn kerflinum und- ir hinni ískyggilegu yfirskrift „Átak til eyðingar“. Í Bláskógabyggð sjá menn einnig sæng sína uppreidda verði ekki tafarlaust lagt til atlögu. „Mikilvægt er að bíða ekki með að- gerðir, þær verða erfiðari og kostn- aðarsamari eftir því sem tíminn líður en að lokum verður útbreiðslan ker- filsins óviðráðanleg,“ segir þar á heimasíðu. x x x Víkverji fór einnig á Wikipediu.Þar var kerfillinn allt í einu orð- inn viðkvæm jurt, blöðin sögð upp- lögð í krydd, en varað við því að rugla henni ekki saman við hina bráðeitruðu óðjurt, sem Sókrates fékk að súpa seyðið af á sínum tíma. Einnig komst Víkverji að því að út- breiðsla kerfilsins í Evrópu væri Rómverjum að kenna. Rómarveldi er löngu hrunið, en veldi kerfilsins hef- ur aldrei verið meira. víkverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóhannesarguðspjall 1:12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.