Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 17
Bretland
Frakkland
Calais
Dover
Sundleiðin
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Þetta gekk alveg rosalega vel. Við
vorum auðvitað búnar að undirbúa
okkur mjög vel, bæði andlega og
líkamlega, og ekkert sem kom okk-
ur á óvart,“ segir Sigrún Þuríður
Geirsdóttir í sundhópnum Sæ-
kúnum.
Hópurinn kom í land í Frakklandi
í gærmorgun eftir að hafa lokið boð-
sundi yfir Ermarsund á 19 klukku-
tímum, 32 mínútum og átta sek-
úndum.
Sækýrnar eru sex konur á aldr-
inum 40-50 ára; Sigrún Þuríður,
Ragnheiður Valgarðsdóttir, Krist-
björg Rán Valgarðsdóttir, Anna
Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn
Sigurjónsdóttir og Kristín Helga-
dóttir.
Alls konar marglyttur
„Þetta var bara þannig að þetta
var dagurinn sem við áttum að
synda, vegna þess að sjórinn var
sléttur og þetta var fullkomið,“ seg-
ir Sigrún. Hún segir sjóinn þó hafa
verið heldur kaldari en þær áttu
von á, eða 11-14 gráður, og þá hafi
mikill straumur gert þeim erfitt fyr-
ir.
„Við syntum kannski sex til átta
kílómetra en fórum bara áfram um
einn til einn og hálfan.“
Konurnar sex syntu til skiptis,
klukkutíma í senn, en urðu lítið var-
ar við önnur dýr á svamli. „Við
sáum alveg fullt af marglyttum í öll-
um stærðum og litum og syntum
innan um maurildi en það var nú
allt og sumt. Það var náttúrlega dá-
lítið mikið af skipum en þau trufl-
uðu okkur aldrei,“ segir Sigrún.
Sækýrnar verða erlendis fram að
helgi en næstu daga, að lokinni
hvíld, stendur til að halda upp á af-
rekið og fimmtugsafmæli Kristínar,
sem var á sundi þegar afmælisdag-
urinn rann upp.
Ráðlagt að synda ekki til baka
Upphaflega stóð til að synda aft-
ur til baka til Englands en hópnum
var ráðið frá því.
„Þegar við nálguðumst Frakk-
land ræddum við við skipstjórann
og dómarann og þeir sögðu að ef við
færum til baka gætum við kannski
synt í þrjá til fjóra tíma því það
væri svo ofboðslega stórstreymt og
mikill straumur,“ segir Sigrún. „Við
ákváðum því bara að fagna vel í
Frakklandi og enda sundið þar.“
Færðust áfram um einn
kílómetra fyrir sjö synta
Sækýrnar luku boðsundi yfir Ermarsund í gærmorgun
Ljósmynd/Jóhannes Jónsson
Sækýrnar Frá vinstri: Kristbjörg Rán, Kristín, Anna, Birna Hrönn, Ragn-
heiður og Sigrún Þuríður. Með þeim er áhöfn skipsins Anastasíu.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Mazda6Ný
r
20% sparneytnari og enn öruggari Mazda6
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
SKYACTIV
SPARTÆKNI mAZDA
Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga frá kl. 9-17.
KOMDU Í REYNSLUAKSTUR
Kynntu þér
beinskiptur frá 4.390.000 kr.
sjálfskiptur frá 4.690.000 kr.
Glæsilegur staðalbúnaður, m.a. snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi
(Rear Vehicle Monitoring), 17” álfelgur, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi, i-stop spartækni, nálægðarskynjarar,
upplýsingasnertiskjár í mælaborði, hraðastillir (cruise) og regnskynjari í framrúðu.
„Það er ekkert að þessari niðurstöðu,
hún sýnir bara hvernig áskrift hefur
breyst yfir tímabil og endar á punkt-
inum sem er síðasta könnun sem gerð
var. Þarna er bara verið að kanna
svarið við spurningunni: Er áskrift að
Stöð 2 eða SkjáEinum á þínu heimili
og þetta eru bara já- og nei-spurn-
ingar þannig að fjölskyldustærðir
hafa ekkert með það að gera,“ segir
Valgeir Magnússon, framkvæmda-
stjóri auglýsingastofunnar Pipars.
Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, nið-
urstöður nýrrar rannsóknar á þróun
áskriftar hjá Stöð tvö og SkjáEinum
sem Pipar Media birtingahús, sem er
í eigu auglýsingastofunnar, vann úr
neyslu- og lífsstílskönnun Capacent
Gallup. Sagðist Ari m.a. telja að Pipar
hefði þarna gert sig sekan um að
blanda saman hlutum á hátt sem væri
aðferðafræðilega ótækur. Þá sagði
hann einnig að ekki væri hægt að
nota neyslukönnun Capacent með
þessum hætti
„Svo er hann [Ari] að tala um
skekkjumörk, það er hvort það sé
aukning hjá SkjáEinum um 1,8 pró-
sentustig. Hann talar um að aukn-
ingin hjá SkjáEinum sé innan
skekkjumarka en í leiðinni er þessi
lækkun hjá Stöð tvö langt fyrir utan
skekkjumörk,“ segir Valgeir og
bendir á að fækkun áskrifenda Stöðv-
ar tvö sé svo mikil að það sé ekki
hægt að tala um skekkjumörk. „Í
neyslukönnun eru þrjú þúsund
manns spurðir og í síðustu könnun
voru 1.532 svör,“ segir Valgeir og
bætir við að þegar um sé að ræða
svona mörg svör séu skekkjumörkin
ekki mikil. Þá bendir hann á að
spurningin í könnuninni um áskrift
að ljósvakamiðlum hafi verið óbreytt
frá árinu 1999.
Hann segir að gagnrýna megi
könnunina fyrir það að ekki sé alltaf
spurt á sama tíma á hverju ári en það
gildi þá fyrir báðar sjónvarpsstöðv-
arnar. „Þannig að ef það eru árstíða-
sveiflur í áskrift að sjónvarpsstöðv-
um þá fylgir sú þróun báðum
stöðvunum.“ skulih@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Rannsókn á þróun áskriftar Sigurður Hlöðversson, hugmyndasmiður, og
Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipars.
Niðurstaðan rétt
Framkvæmdastjóri Pipars segir ekk-
ert vera að niðurstöðu fyrirtækisins