Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Orkuforðinn okkar Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum land- sins er safnað í uppistöðulón, sem flest eru á hálendinu. Vatnsforðinn nær hámarki síð- sumars og gerir kleift að vinna raforku jafnt og þétt allt árið. Krókslón Hágöngulón Blöndulón Þórisvatn Hálslón 2100 1400 412 320 140 Gl* Morgunblaðið/Styrmir Kári Í hjarta borgarinnar Fjöl- breytni einkennir lífið við gömlu höfnina í Reykjavík. Söguríkt svæði » Árið 1913 tók bæjarstjórn ákvörðun um að byggja höfn í Reykjavík. » Árið 1917 var lokið við gerð skjólgarða fyrir höfnina og mun því gamla höfnin fagna aldarafmæli sínu eftir 4 ár. » Allt frá þeim tíma hefur svæðið iðað af lífi og stöðugt verið unnið að gerð við- legukannta. » Slippfélagið sem í upphafi sá einvörðungu um skipa- viðgerðir og verkefni því tengd var stofnað árið 1902. » Icelandair Hótel Reykjavík Marina er nú til húsa í gamla Slippfélagshúsinu við Mýrar- götu. þangað upptökumannvirki auk þess sem gert er ráð fyrir þurrkví. „Að hluta yrðu upptökumann- virkin þarna öðruvísi. Við stefnum að því að vera með þurrkví og gætum þá bara siglt skipunum beint inn,“ segir Bjarni og bætir við að gamli slippurinn við Mýr- argötu sé þó ekki á förum alveg á næstunni, a.m.k. ekki næstu fimm árin eða svo. Spurður hvort ekki verði eftirsjá að gamla slippnum þegar starf- semin flyst loks yfir á Grund- artanga eftir einhver ár segir Bjarni: „Að sjálfsögðu. Ég byrjaði að vinna hjá Stálsmiðjunni árið 1974 svo þetta eru að verða 40 ár í slippnum í Reykjavík. En sumt verður ekki stoppað.“ Líflegt svæði í borginni Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ákveðna sátt ríkja um veru slippsins og segist hann vonast til þess að slippurinn verði áfram á sínum stað. Segir hann mikilvægt fyrir gömlu höfnina, sem virka atvinnu- höfn, að áfram verði haldið úti slippstarfsemi á því svæði sem um ræðir. Þá segir hann slippreitinn og svæðið þar í kring mynda skemmtilega stemningu í höf- uðborginni. „Á síðustu fimm til sex árum hefur þetta svæði verið skemmti- lega kraftmikill punktur í borginni, þar sem gróf hafnarstarfsemi blandast við fína ferðaþjónustu. Og það virðist virka mjög vel saman.“ Víkur slippurinn fyrir byggð? Hins vegar segir Gísli það vera ljóst að aðliggjandi byggð og skipulagsáform Reykjavíkurborgar muni ráða því hvernig slippnum reiðir af á næstu árum. „Það hefur sýnt sig alls staðar erlendis að eftir því sem íbúða- byggð færist nær athafnasvæðum eiga athafnasvæðin erfiðara upp- dráttar,“ segir Gísli. Þá bendir hann á að nú séu 100 ár frá því að hafist var handa við gerð gömlu hafnarinnar í Reykja- vík. Af því tilefni segir Gísli vert að minna á mikilvægi þess að gamla höfnin verði áfram lifandi atvinnuhöfn í framtíðinni. „Þess vegna er best að taka öll skref í þróun hægt og varlega. Hafa þau smærri en láta þau virka vel.“ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hafa verður ýmsa fyrirvara á við samanburð á menntakerfum aðildar- landa OECD að mati Atla Harðar- sonar, skólameistara Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Árlegt rit OECD um menntun í löndum innan OECD var birt í fyrradag og er þar eins og oft áður dregið fram hversu hátt hlutfall Íslendinga á aldrinum 25-64 ára hefur ekki lokið framhaldsnámi. Atli bendir á að gögnum er ekki safnað með sama hætti í öllum lönd- um. „Það er ekki alltaf verið að bera saman alveg sambærilega hluti,“ segir Atli í samtali við Morgunblað- ið. Sums staðar útskrifast allir Í tveimur greinum sem Atli ritaði um þessi mál í Morgunblaðið í sein- asta mánuði vísar hann m.a. til talna OECD í fyrra um að aðeins 67% Ís- lendinga 25-64 ára hafi lokið námi á fram- haldsskólastigi en sambærileg tala fyrir Danmörku var 76% og með- altal OECD- landa 74%. Þessi samanburður við önnur lönd er tæpast marktækur að mati Atla. „Hér telst tveggja ára nám ekki með þegar talið er hve margir hafa lokið framhaldsskóla. T.d. teljast þeir mörgu sem hafa verslunarpróf af viðskiptabraut ekki með þótt fólk með sambærilegt nám teljist hafa lokið framhaldsskóla í flestum öðr- um löndum,“ segir Atli í grein í Morgunblaðinu 24. maí sl. Þá bendir hann á að hér teljast nemendur sem hafa stundað nám en fengið falleinkunn ekki hafa lokið framhaldsskólanámi. „Allvíða er brautskráning úr framhaldsskólum eins og úr grunnskólum hér, þannig að allir eru brautskráðir þótt aðeins sumir standist kröfur sem gerðar eru til að komast í áframhaldandi nám. Í Svíþjóð útskrifast t.d. margir stúdentar með „fall“ í þeim skilningi að einkunnir þeirra duga ekki til inn- göngu í háskóla. Hér útskrifast þeir einir sem standast próf í öllum greinum.“ Séu hins vegar skoðaðar upplýs- ingar sem eru samanburðarhæfar kemur að mati Atla í ljós að íslenska framhaldsskólakerfið er fremur dæmigert og ef eitthvað er heldur skárra en gerist og gengur. Hærra hlutfall unglinga gengur í fram- haldsskóla hér en víðast annars stað- ar eða 88% á aldrinum 15-19 ára. Atli sagði í samtali í gær að hin raunverulega sérstaða Íslendinga í samanburði við t.a.m. aðrar Norður- landaþjóðir kæmi fram í því að ungir Íslendingar væru á talsvert miklu flakki á milli vinnu og skóla. „Sem birtist m.a. í því að fólk er gjarnan að ljúka sveinsprófi hér á landi eftir 25 ára aldur. Það er ekki nema í undan- tekningartilvikum eftir margra ára iðjuleysi heldur er þetta yfirleitt eft- ir nokkurra ára flakk á milli vinnu og skóla, þar sem menn enda á að taka síðustu áfanga skólans með fullri vinnu. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á því hvort þetta er gott eða vont, en þetta er a.m.k. ekki vont á sama hátt og að hanga yfir engu.“ Nær öll börn í leikskóla Í riti OECD um menntamál kem- ur fram að útgjöld á hvern nemanda í leik- og grunnskólum eru hærri hér en á háskólastigi. Atli Harðarson segir að hafa beri í huga þegar því er haldið fram að íslenska skólakerfið sé dýrt að mjög óvenjulegt sé að nær öll börn fari í leikskóla líkt og íslensk börn gera. ,,Það helst í hendur við mjög mikla atvinnuþátttöku beggja foreldra. Það er ekki verið að ausa peningum hér í grunn- og framhaldsskóla,“ segir hann. „Hér er mjög dýr og reyndar mjög góður leikskóli,“ segir Atli. Talsvert um flakk á milli vinnu og skóla  „Ekki alltaf verið að bera saman alveg sambærilega hluti“ Morgunblaðið/Ernir Nám Tölur OECD um menntun vekja jafnan miklar umræður. Atli Harðarson Illugi Gunnarsson, mennta- málaráðherra, segir nýútkomna skýrslu OECD hljóta að vekja okkur til umhugsunar um hvernig staðið sé að málum. „Það er augljóst að þetta er vandamál og við verðum að gera betur. Ljóst er að við erum hvorki að nýta fjármuni né tíma nægilega vel. Hafin er vinna við það að skoða þá möguleika sem eru til staðar. Það er til dæmis mikill ávinningur fólginn í því að útskrifa fólk fyrr úr námi. Því fyrr á æviskeiðinu sem við menntum okkur, því lengur njótum við af- rakstursins á vinnumarkaðinum. Með því að stytta nám erum við hvorki að draga úr menntun né gæðum hennar heldur að gera fleirum kleift að auka við menntun sína. Auknar kröfur um námsframvindu hjá LÍN eru hluti af þessu en 75% náms- framvinda er ekki ósanngjörn krafa. Þetta fyr- irkomulag var hér áður fyrr og er auk þess í takt við það sem tíðkast hjá lánasjóð- um annarra Norðurlanda. Háskól- arnir hér hafa verið undirfjármagn- aðir en ég bind vonir við það að hagvöxtur eflist hér á næstu árum og þá má bæta þar úr. Eins og staðan er nú þá er ríkið í mjög erf- iðri stöðu og það er aðhaldskrafa gerð á alla málaflokka.“ Ávinningur í styttingu náms SKÝRSLA OECD UM STÖÐU MENNTUNAR Illugi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.