Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 KRUMMA leikföngin fást: Mál og Menning Laugarvegi, Hagkaupabúðirnar Öryggi – gæði - leikgildi Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is ALLIR KRAK KAR FÁ SUNDPO KA Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Við höldum tvær sýningar,aðra á Rifi og hina í Gafl-araleikhúsinu í Hafn-arfirði. Kári Viðarsson, sem var einnig í Rose Bruford Col- lege, rekur Frystiklefann á Rifi. Við vorum mjög spenntar að vinna með honum. Við hittum hann og spjöll- uðum við hann og hann bauð okkur að koma. Við verðum með þrjár til- raunakenndar sýningar undir einum hatti og erum mjög spennt að sjá viðbrögð áhorfendanna við þeim. Við ætlum að taka viðtöl við þá eftir á til að sjá hvað þeim fannst og hvað mætti fara betur,“ segir Sólveig Eva Magnúsdóttir, einn forsprakka leikhópsins Spindrift Theatre. Hún hefur síðustu ár numið leiklist við Rose Bruford í London en hópurinn á rætur sínur að rekja þangað. Tilraunakenndar sýningar „Áhorfendur mega eiga von á þremur gjörólíkum sýningum. Fyrst verður dansleikhús eftir Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur sem rannsakar sjálfið. Sýningin er rosa- lega hreinskilin og persónuleg og leikararnir munu túlka atvik úr eig- in lífi. Því næst verður ramm- pólitískt og absúrd verk með svört- um húmor um ofurkisur. Þar er verið að vinna með kenningar Nietzsches um ofurmennið. Síðasta verkið er síðan abstraktleikverk eft- ir mig um fjóra geimfara sem fara til Mars. Það tekst á við það hvað það er að vera mennskur. Sýningin er svolítið pósthúmanísk auk þess að fást við kenningar Nietzsches,“ segir Sólveig Eva. Hún segir leikhópinn í raun fyrirtæki sem þær stöllur stofnuðu. Meðlimir hópsins eru frá fimm lönd- um en þær kynntust allar í London. Ásamt þeim Bergdísi eru það Finn- inn Anna Korolainen, Norðmað- urinn Henriette Kristensen og Skotinn Niamh Williamson sem mynda hópinn. „Við leikum í verkunum hvert hjá öðru og svo fáum við liðsauka í Sunnu Dís Hjörleifsdóttur, Finlay McFarlane og Gísla Karli Ingvars- syni. Við fengum styrk frá Rose Bruford til að koma hingað, það hjálpar við að borga leikhúsin og svoleiðis. Það er mikill stuðningur frá skólanum úti,“ segir hún. Vinsæll meðal Íslendinga „Rose Bruford er með mjög mismunandi leiklistarbrautir. Þetta er ekki bara hefðbundið leiklist- arnám. Ein brautin leggur áherslu á tónlist, önnur á amerískan leik- hússtíl, ein leggur áherslu á evr- ópskan leikhússtíl auk þess sem klassísk braut er í boði. Brautin sem við vorum á er sú evrópska, hún er fremur líkamleg og meiri áhersla lögð á sköpun og tjáningu. Þetta líkist svolítið fræðum og framkvæmd í Listahákólanum. Þetta er svona nútímaleiklist þó svo að við kynnum okkur líka klass- ískari verk,“ segir Sólveig Eva. Hún segir marga Íslendinga vera í skól- anum og þau muni setja upp sýn- ingu hérna heima í haust. Aðspurð hví skólinn sé svo vinsæll meðal Ís- lendinga segir hún það vera marg- þætt. Tilraunakenndur leikur Alþjóðlegi leiklistarhópurinn Spindrift Theatre efnir til tveggja sýninga hér á landi, annars vegar á laugardaginn á Rifi og hins vegar á þriðjudaginn í Gafl- araleikhúsinu. Blaðamaður náði tali af einum meðlima hópsins, Sólveigu Evu. Tónlistarhátíð í Fjallabyggð verður haldin í 14. skipti núna um helgina í Ólafsfirði og er blús þar í forgrunni eins og endranær. Þetta er elsta blúshátíðin á Íslandi og á heimasíðu Jassklúbbs Ólafsfjarðar, www.blues- .fjallabyggd.is, má sjá að dagskráin er vegleg að vanda. Hátíðin hefst á morgun föstudag en þá mun Blús- sveit Þollýar vera með tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Blús- sveit Þollýjar hefur starfað um árabil og spilar kröftugan og á köflum rokk- aðan blús. Á laugardeginum verða tónleikar úti við menningarhúsið Tjarnarborg í tengslum við útimarkað og skemmtun á hátíðinni og þar munu ungir og efnilegir tónlist- armenn spila. Vinir Dóra spila svo á lokakvöldinu um laugardagskvöld í Tjarnarborg, en vert er að taka fram að áhugaverðasta ungliðabandið mun hita upp á þeim tónleikum. Vefsíðan www.blues.fjallabyggd.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinir Dóra Halldór Bragason og félagar eru miklir blúsmenn. Vinir Dóra og fleiri á Blúshátíð Gróska, samtök myndlistarfólks í Garðabæ, heldur árlega myndlist- arsýningu og Jónsmessugleði við ströndina í Sjálandshverfi í kvöld kl. 20-22. Útisýning og skemmt- un þar sem ungmenni sem vinna við skapandi störf í sumar taka virkan þátt. Þema kvöldsins er JÓN. Allir Jónar í Garðabæ, 18 ára og eldri, hafa fengið boðsbréf og verður sérstaklega gert vel við þá. Heiðraður verður einn dygg- asti starfsmaður Garðabæjar, Jón, sem hefur í áraraðir séð um að halda bænum hreinum og ver- ið sérstök fyrirmynd í framkomu. Lokagjörningur hátíðarinnar verður sérlega veglegur að vanda. Nánar á vefsíðu Garða- bæjar og Facebooksíðu Grósku. Endilega... ... kíkið á Jónsmessugleði Grósku Jón Sigurðsson Hann er vafalítið einn frægasti Jón sem Ísland hefur alið. Hagkaup Gildir 27. - 30. júní verð núverð áður mælie. verð Hagkaup grill lambalæri ................... 1.819 2.598 1.819 kr. kg Holta kjúklingaleggir í mangó/chili .... 699 999 699 kr. kg SS Mexico grísakótelettur ................. 1.724 2.298 1.724 kr. kg Holta vængir ferskir magnpk. ............ 300 429 300 kr. kg Baguette stórt ................................. 249 319 249 kr. stk. Nóatún Gildir 28. - 30. júní verð núverð áður mælie. verð Lamba prime úr kjötborði ................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg Grísalundir úr kjötborði .................... 1.998 2.598 1.998 kr. kg Ungnautafillet úr kjötborði ................ 2.998 4.349 2.998 kr. kg Ungnautapiparsteik úr kjötborði........ 2.998 4.349 2.998 kr. kg Laxaflök beinhr. úr fiskborði.............. 2.195 2.598 2.195 kr. kg Þín Verslun Gildir 27. - 30. júní verð núverð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði ................... 1998 2698 1998 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði.............. 1498 1898 1498 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði.................. 1498 1898 1498 kr. kg Ísfugl ferskur kjúkl. 1/1 ................... 919 1.149 919 kr. kg Ísfugl kjúkl.læri/leggir ..................... 999 1.249 999 kr. kg Kjarval Gildir 27. - 30. júní verð núverð áður mælie. verð SS Mexico grísakótelettur ................. 1.908 2.385 1.908 kr. kg Goða hamborgarar 80 g 10 stk......... 1.049 1.1681.049 kr. pk. Holta kjúklingabringur...................... 2.298 2.898 2.298 kr. kg Krónan Gildir 27. - 30. júní verð núverð áður mælie. verð Grísakótelettur ................................ 989 1.469 989 kr. kg Grísakótelettur kryddaðar ................. 989 1.469 989 kr. kg Ungnauta entrecote erlent................ 2.989 4.598 2.989 kr. kg Lambalæri piparmarinerað ............... 1.498 1.598 1.498 kr. kg Krónu kjúklingabringur ferskar .......... 2.068 2.298 2.068 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 27. - 29. júní verð núverð áður mælie. verð Svínahnakki (kjötborð)..................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg Svínalundir (kjötborð) ...................... 1.698 2.398 1.698 kr. kg Herragarðs grísakótilettur ................. 1.598 1698 1.598 kr. kg Frosinn maís ................................... 359 468 359 kr. pk. Hamborgarar 4 stk. m/brauði 80 g ... 620 720 620 kr. pk. Helgartilboð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.