Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
MYNDARLEGUR
www.landrover.is
NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4
VERÐ FRÁ 10.990.000 KR.
Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins
8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun
á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
9
9
0
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
r
vi
ðm
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
.
VIÐTAL
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
„Kettirnir eru svekktir og fólkið líka.
Ætli kettirnir séu þó ekki svekktari,“
segir Einar Steindórsson fisksali.
Einar hefur ásamt konu sinni, Þóru
Egilsdóttur, rekið Fiskbúðina á
Freyjugötu í Þingholtunum í 22 ár,
en nú hyggjast þau láta af starfinu.
Einar segir vinnuna vera afar
skemmtilega, en nú séu þau hins veg-
ar að komast á aldur. „Ég verð 70 ára
á árinu. Ég held að þótt ég myndi
hætta eftir 10 ár yrði ég ennþá
spurður hvers vegna í ósköpunum ég
væri að hætta.“ Hann segir mestu
eftirsjána vera að viðskiptavinunum.
„Það er svo skemmtilegt fólk hér í
hverfinu, margir listamenn og leik-
arar og það er það sem maður sér
mest eftir.“
Kettir reka upp harmakvein
Mannfólkið í hverfinu er þó ekki
eitt um að gráta brotthvarf þeirra
hjóna, því kettirnir hafa gjarnan
leitað til þeirra með von um smá mat-
arbita. „Það er einn sem kemur alltaf
um leið og við á morgnana, kemur
alltaf hlaupandi þegar hann sér bíl-
inn. Ef við komum á öðrum bíl ruglar
það alveg kerfinu hjá honum.“ Hann
segir kettina vissulega alltaf fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð, en áréttar þó að
þeir séu afar vel haldnir heima hjá
sér. Það sé aukabitinn sem þeir ásæl-
ist. „Hér ganga um grátandi kettir
og menn. Þetta er bæjarins besta
fiskbúð,“ segir Birna Þórðardóttir,
fastagestur búðarinnar. Hún segir
það vera bestu meðmæli sem nokkur
fiskbúð fái að kettir skuli bíða í röð-
um þar fyrir utan í von um að fá örlít-
inn bita.
Fiskbúðin á Freyjugötu er þekkt
fyrir að vera í gamaldags stíl og fyrir
að bjóða upp á fiskrétti á gamla og
góða mátann. Fastagestur búð-
arinnar, Birna Þórðardóttir, segir
aðrar fiskbúðir ekki vera sambæri-
legar og sorglegt sé að sjá á eftir
þeim hjónum og fisknum þeirra.
Helst segist hún sjá eftir smáþorsk-
inum. Þá segir hún fiskbúðina lengi
hafa verið þekkt kennileiti í Þingholt-
unum og að jafnaði mætti hitta ein-
hvern vinalegan þar fyrir utan. Fáar
fiskbúðir eru nú eftir í miðbænum og
Einar segir að þeim hafi farið fækk-
andi og þær stækkað. Hann segist þó
vongóður um að finna einhvern sem
halda vill rekstrinum áfram og við-
halda fiskmenningu miðbæjarins.
„Kettir og menn eru grátandi“
Einar og Þóra hætta með fiskbúðina á Freyjugötu eftir 22 ára rekstur Kettir og menn í hverfinu
harmi slegnir Mikill söknuður meðal fastagesta Skipuleggja kveðjuhóf í fiskbúðinni á morgun
Morgunblaðið/Rósa Braga
Vinsæll Einar og Þóra, konan hans, hafa staðið vaktina í 22 ár en ætla nú að hafa það rólegt saman. Fastakúnnar
búðarinnar segja hvergi vera betri fisk að fá og ætla að kveðja hjónin með því að slá upp gleðskap í búðinni.
„Þetta er
þakklætis-
vottur fyrir
þeirra
starf,“ segir
Birna Þórð-
ardóttir,
fastakúnni
fiskbúð-
arinnar, en
hún er að skipuleggja kveðjuhóf
fyrir Einar og Þóru, eigendur
fiskbúðarinnar á Freyjugötu.
„Við erum ekki að fara að leggja
neinn blómsveig á minnisvarða,
en við ætlum að fagna því sem
vel hefur verið gert og með slík-
um sætleika.“
Hún segir það eftir að koma í
ljós hvað verði gert af þessu til-
efni. „Þessi hugmynd vaknaði
bara í kollinum á mér og ein-
hverjir ætla að koma. Við lesum
upp ljóð, flytjum tónlist eða
dönsum og höfum gaman.“
Kveðjuhófið verður í fiskbúð-
inni frá klukkan 16-18 á morgun,
föstudag, og eru allir menn og
kettir boðnir velkomnir.
Skipuleggur
kveðjuhóf
BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Birna Þórðardóttir