Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 31
Kristín lauk við grunnskólann 1978 og fór síðan í Héraðsskólann á Reykholti 1979-81. „Þetta var fjöl- brautaskóli en einungis tveir árgang- ar og því ekki hægt að læra til stúd- entsprófs þar, en ég fór bara heim og eignaðist börn. Vel eftir fertugt fór ég svo í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og tók þar öll skemmtilegustu fögin. Svo er ég með pungapróf, tók það fyrir fjórum árum. Við hjónin og krakkarnir eigum nefnilega skemmtibát og mér fannst því snið- ugt að taka þetta próf. Þetta er 6 metra bátur með svefnaðstöðu fyrir 2. Við siglum honum vítt og breitt um Breiðafjörðinn. Áhugamál Kristín er félagi í Lionsklúbbi Grundarfjarðar og var þar í stjórn í tvö ár. „Helsta fjáröflunin er fiski- súpusala. Á Góðri stund, sem er bæj- arhátíðin okkar sem haldin er í síð- ustu viku júlímánaðar. Einnig erum við með kútmagakvöld. Þá búum við til alls konar fiskrétti og fólk kemur og borðar og smá skemmtun fylgir með. Við reynum að styrkja öll mál- efni jafnt innan sem utan bæj- arfélagsins.“ Matur og ferðalög eru hátt skrifuð hjá mér. Við hjónin fórum til New York síðasta sumar í tilefni af fimm- tugsafmæli Rúnars. Við verðum svo í Færeyjum á fimmtugsafmæli mínu. Eftirminnilegasta landið sem ég hef farið til er Japan. Menning, matur og tungumál var okkur algjörlega fram- andi. Skemmtilegast var að reyna að kaupa okkur að borða og fylgjast með mannlífinu. Það var t.d. mjög skemmtileg upplifun þegar við römbuðum inn á litla kjallarabúllu. Við fengum matseðil sem við pönt- uðum eftir. Allir viðstaddir skelli- hlógu. Auðvitað snerum við matseðl- inum öfugt. Er hægt að vera meira í útlöndum?“ Af öðrum áhugamálum þá er flestallt sem viðkemur sköpun mér að skapi, ég teikna, prjóna, sauma, brýt og byggi upp veggi. Og svo moka ég einstaka holu í garð- inum mínum. Maðurinn segir að ég sé mjög framkvæmdaglöð.“ Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Rúnar Sigtryggur Magnússon, f. 23.8. 1962, skipstjóri hjá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði. Foreldrar hans eru Magnús Þór Sigtryggsson, f. 31.12. 1941, flugvirki í Minnesota í Banda- ríkjunum, og Margrét Jóhanna Guð- mundsdóttir, f. 2.6. 1945, d. 14.10. 2001, vann hjá sýslumannsembætti Keflavíkur. Börn Kristínar og Rúnars eru Kristinn Soffanías Rúnarsson, f. 2.7. 1981, skipstjóri í Stykkishólmi, en er búsettur í Reykjavík. Kona hans er Hrefna Dögg Gunnarsdóttir f. 27.3. 1984 lögmaður; Rut Rúnars- dóttir, f. 7.7. 1983, bókari í Grund- arfirði. Sambýlismaður hennar er Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson, f. 10.6 1981, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Systkini Kristínar eru Bára Bryn- dís Vilhjálmsdóttir, hálfsystir sam- mæðra, f. 25.1. 1957, forstjóri í Sví- þjóð; Magnús Soffaníasson, 5.6. 1961, tæknimaður í Grundarfirði; Sóley Soffaníasdóttir, f. 20.1. 1966, gjaldkeri í Grundarfirði. Foreldrar Kristínar eru Soffanías Cecilsson, f. 3.5. 1924, d. 24.3. 1999, skipstjóri og síðar útgerðarmaður í Grundarfirði, og Hulda Vilmund- ardóttir, f. 27.11. 1936, skrif- stofudama og verslunarmaður í Grundarfirði. New York Kristín og Rúnar. Úr frændgarði Kristínar Soffaníasdóttur Kristín Soffaníasdóttir Svanfríður Kristjánsdóttir húsfreyja á Jaðri Hallgrímur S. Grímsson bóndi á Jaðri Bára Hallgrímsdóttir húsmóðir á Grundarfirði Vilmundur Guðbrandsson sjómaður Hulda Vilmundardóttir húsmóðir í Grundarfirði Indíana Grímsdóttir húsfreyja á Akureyri Guðbrandur Stefánsson sjómaður á Akureyri Pálína Pálsdóttir húsfreyja í Spjör Runólfur Jónatansson bóndi í Spjör Kristín Runólfsdóttir húsfreyja á Búðum Cecil Sigurbjörnsson bóndi á Búðum og sjómaður Soffanías Cecilsson útgerðarmaður á Grundarfirði Soffía Jónasdóttir húsfreyja á Búðum Sigurbjörn Helgason bóndi á Búðum og sjómaður ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Sigurjón Þorgrímur Jónsson,bankastjóri og alþingismaður,fæddist í Efra-Lýtings- staðakoti í Tungusveit í Skagafirði 27.6. 1878. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 22.9. 1845, d. 12.8. 1926, bóndi í Efra-Lýtingsstaðakoti og k.h. Björg Pétursdóttir, f. 18.1. 1848, d. 6.1. 1923, húsmóðir. Faðir Jóns var Jón Pálsson, bóndi lengst á Álf- geirsvöllum og Mið-Vatni. Faðir Bjargar var Pétur Bjarnason bóndi að Reykjum í Tungusveit. Kona Sig- urjóns var Kristín Þorvaldsdóttir, f. 13.4. 1886, d. 19.6 1971 húsmóðir. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jónsson prófastur í N-Ísafjarð- arsýslu og k. h. Þórdís Jensdóttir, dóttir Jens Sigurðssonar rektors í Reykjavík, bróður Jóns forseta. Sigurjón lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum í Rvík 1901 og hóf verkfræðinám í Kaupmannahöfn, en hvarf frá því námi. Hann var kennari við gagnfræðaskólann í Flensborg 1905-1906 og við barna- og unglinga- skólann á Ísafirði 1906-1910 og skólastjóri þar 1910-1915. Sigurjón var meðstofnandi og fram- kvæmdastjóri tveggja togarafélaga meðan hann var á Ísafirði. Og árið 1920 gerðist hann meðeigandi og meðstjórnandi verzlunar- og útgerð- arfyrirtækisins Karl & Jóhann, og starfaði þar í 5 ár. Hann varð banka- stjóri við útibú Landsbankans á Ísa- firði 1926 og gegndi því starfi til 1937. Eftir það dvaldist hann í eitt ár í Kaupmannahöfn en flutti síðan á Seltjarnarnes og bjó á Helgafelli til dauðadags. Þegar suður var komið gerðist hann endurskoðandi Eim- skipafélags Íslands. Sigurjón var alþingismaður 1923- 1927 og bæjarfulltrúi á Ísafirði í mörg ár. Hann var oddviti Seltjarn- arneshrepps 1938-1946. Sigurjóns var minnst á Alþingi m.a. með þessum orðum: „Hann gætti í hvívetna ýtrustu reglusemi í störfum, var röggsamur skólastjóri og árangur af kennslu hans mjög rómaður. Samvizkusemi hans við bankastjórn og sveitarstjórn var við- brugðið.“ Sigurjón Þ. Jónsson lést á Bæjar- sjúkrahúsinu í Reykjavík 24.7. 1958. Merkir Íslendingar Sigurjón Þ. Jónsson 90 ára Magnea Katrín Þórðardóttir 85 ára Gestur Friðjónsson Steingrímur Garðarsson 80 ára Anna S. Guðmundsdóttir Guðbjörg Kristjánsdóttir Sólveig Ásgeirsdóttir Steinunn Gunnlaugsdóttir Sveinn Skagfjörð Pálmason 75 ára Ásdís Finnbogadóttir Erling Aðalsteinsson Friðgeir Hreinn Guðmundsson Rósa Haraldsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir 70 ára Guðbjörn Ólafsson Kristrún Ólöf Jónsdóttir Pálína Pétursdóttir 60 ára Anna Bjarndís Gísladóttir Brynjar Haukur Sigfússon Eyjólfur Ólafsson Eyrún Steindórsdóttir Gróa Halldórsdóttir Guðný Gísladóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jón Agnar Ármannsson Kristín G. Guðmundsdóttir Kristján Guðmundsson Ólafur Guðmundsson Regína Margrét Friðfinnsdóttir Stefán Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Þorsteinn K. Jóhannesson Þóra Vilborg Jónsdóttir Þór Árnason Örn Jónsson 50 ára Hafrún Hrönn Káradóttir Jóhanna Joan Kumero Cupal Jóna Björk Sigurðardóttir Katelijne Beerten Kristín Guðjónsdóttir Kristín Soffaníasdóttir Sveinn Ingimarsson 40 ára Arnar Björnsson Björg Hildur Daðadóttir Eyrún Pétursdóttir Guðveigur Þórir Steinarsson Hildur Hrönn Oddsdóttir Jóhann Axel Pétursson Kristín Halla Haraldsdóttir Ólafur Frímann Gunnarsson Regína Jóhanna Guðlaugsdóttir Winitra Kosonwiboon 30 ára Bragi Guðnason Cris Rafael Dungog Silao Gréta Björg Vilhjálmsdóttir Guðmundur Garðar Sigfússon Huimin Dong Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir Jóhanna Gísladóttir Jóhanna Pálsdóttir Jón Kristinn Jónsson Katarzyna Pawlowska Óskar Valdórsson Selma Þórsdóttir Signý Stefánsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Björg Hildur er Bolvíkingur og er hús- móðir í Garðabæ. Maki: Jakob Valgeir Flosason, f. 1972, fram- kvæmdastjóri. Börn: Brynja Dagmar, f. 1995, Daði Valgeir, f. 1997, og Flosi Valgeir, f. 2003. Foreldrar: Daði Guð- mundsson, f. 1943, sjó- maður, og Fríða Dagmar Snorradóttir, f. 1944, d. 2005, sjúkraliði. Björg Hildur Daðadóttir 50 ára Kristín ólst upp í Garðabæ, býr á Álftanesi og er starfandi hjúkr- unarfræðingur. Maki: Sigurgísli Ingimars- son, f. 1956, tannlæknir. Börn: Sigríður, f. 1986, Anna Gyða, f. 1990, og Freyja, f. 1994. Foreldrar: Guðjón Davíðsson, f. 1942, húsa- smíðameistari í Garðabæ, og Anna Margrét Eymundsdóttir, f. 1944, húsmóðir í Garðabæ. Kristín Guðjónsdóttir 60 ára Eyjólfur býr í Sandgerði, er rafeinda- virkjameistari og starfar hjá Símanum. Maki: Guðný J. Karls- dóttir, f. 1956, aðalbókari. Börn: Ólafur Karl, f. 1973, Lovísa Dagmar, f. 1978, Eyjólfur Óli, f. 1987, og Ómar Kári, f. 1991. Foreldrar: Ólafur Pálmi Erlendsson, f. 1924, d. 1981, og Magnea Dagmar Gunnlaugsdóttir, f. 1930, d. 1997. Eyjólfur Ólafsson Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Funahöfða 1 110 Reykjavík Sími: 567-4840 ERTU MEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Seljum allskonar bíla, langar þig í einn? Skráðu þinn frítt! Okkur finnst gaman að selja bíla, viltu selja þinn? SÖLULAUN frá kr. 39.9 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.