Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 ✝ RagnhildurÓlafsdóttir fæddist á Lauga- teigi 12 í Reykja- vík 6. janúar 1955. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- ala Íslands í Kópa- vogi 15. júní 2013. Ragnhildur var dóttir hjónanna Ólafs Guðmunds- sonar, f. 1923, d. 1981, birgðavarðar hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, og Bjarg- ar Magneu Magnúsdóttur, f. 1921, d. 1980, húsfreyju. Hún var fimmta í sjö barna hópi Bjargar og Ólafs og eru eft- irlifandi systkini hennar í ald- ursröð: Gunnar Steingrímur, Elín Jóna, Þórdís Hrefna, stúlka sem tók virkan þátt í daglegu amstri stórrar og sam- heldinnar fjölskyldu. Eftir að hefðbundinni skólagöngu lauk með verslunarprófi fékkst hún við ýmis konar skrifstofu- og ritarastörf að hætti þeirra tíma auk þess að sinna fjölskyldu. Seint á níunda áratug síðustu aldar fann Ragnhildur fjölina sína þegar hún hóf að kynna snyrtivörur fyrir heildsölufyr- irtækið Klassík ehf. Hún fór á milli snyrtivöruverslana með eftirminnilega sýnishornatösku og sína glöðu lund. Hún varð sérfræðingur í varalitum og möskurum frá helstu snyrti- vöruframleiðendum heimsins og naut sín til hins ýtrasta. Ragnhildur átti og rak hina rótgrónu fataverslun Par- ísartízkuna allt frá árinu 1989 og naut tilstyrks dóttur sinnar, Hjördísar Sifjar klæðskera, í þeim rekstri síðasta áratug. Útför Ragnhildar Ólafs- dóttur fer fram frá Neskirkju í dag, 27. júní 2013, kl. 13. Magnús Hákon, Örn og Sólveig. Ragnhildur gift- ist Bjarna Ómari Guðmundssyni og áttu þau saman tvö börn, Þórð, f. 16. janúar 1977, og Hjördísi Sif, f. 8. mars 1979. Ragn- hildur og Bjarni skildu. Þórður er kvæntur Eddu Karen Haraldsdóttur, þau eiga synina Darra, f. 2007, og Har- ald Hrafn, f. 2010. Hjördís Sif er gift Hilmari Þórarni Hilm- arssyni, þau eiga þrjú börn, Birtu Dís, f. 2004, Atla Þór, f. 2006, og Hjört Þór, f. 2010. Ragnhildur var á sínum yngri árum söngvin og lífsglöð Elsku mamma mín. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt. Þinn sonur, Þórður. Mamma var ein af sjö systk- inum og mikil pabbastelpa. Þau bjuggu öll saman í 4ra her- bergja íbúð og leigðu meira að segja út eitt herbergið til að byrja með. Nægjusemi og ráð- deildarsemi einkenndi heimilið og þó oft hefðu þau lítið á milli handanna voru systkinin alltaf vel klædd og vel um þau hugsað. Öll systkinin áttu það sameig- inlegt að vera dugnaðarfólk og ekki síst hún mamma mín. Hún var ráðrík, þrjósk og ákveðin og ég elskaði hana fyrir það. Hún hefði viljað gefa okkur systkinunum allan heiminn. Henni fannst gott að hafa hreint í kringum sig og vorum við oft vakin um helgar við ryksuguna. Mamma og pabbi skildu þeg- ar við systkinin vorum ung að árum og sá mamma mikið um okkur. Ég leiði oft hugann að því núna hvað hún kom miklu í verk og var samt alltaf til staðar fyrir mig og bróður minn. Það hefur eflaust ekki verið létt að vera einstæð móðir og sjálfstæð- ur atvinnurekandi en ef okkur vantaði aðstoð var hún alltaf fyrst á staðinn. Hún kenndi mér svo margt, lífið verður tómlegt án hennar. Ég kynntist manni mínum ung að aldri og urðu þau bestu vinir. Hún varði miklum tíma með okkur hjónum og börnum okkar þremur, hvort sem var á heimili okkar eða um víðan heim. Hún var okkur mjög góð vinkona og amma. Mamma hafði alveg frá bernsku mikinn áhuga á fötum, varð Parísartízkan eitt af henn- ar stærstu áhugamálum. Þar kom hennar mikli dugnaður að sérlega góðum notum. Alveg frá því ég var smákrakki hef ég ver- ið að vinna með móður minni. Mamma var ótrúlega minnug, hún mundi oftar en ekki hvaða flíkur viðskiptavinir okkar áttu í fataskápum sínum jafnvel þótt um langt hefði liðið og gat því fundið hvaða flíkur gengu best við það sem fyrir var í fata- skápnum. Kærleikur hennar í garð viðskiptavina skilaði henni mörgum kærum vinum. Hún elskaði fátt meira en að klæða fólk upp í falleg föt og svaraði oft með of mikilli hreinskilni ef föt pössuðu ekki viðkomandi einstaklingi. Mamma þurfti að heyja þann erfiða bardaga sem krabbamein er. Barátta þessi tók rúm tvö baráttufull ár þar sem ekkert var til sparað. Mataræði allra í fjölskyldunni var breytt, ýmis lyf reynd en allt kom fyrir ekki. Eitt af því erfiðasta sem við höfum þurft að takast á við í líf- inu er að horfa upp á þessa kraftmiklu konu verða veikari og veikari þar til hún gat ekki lengur sinnt starfi sínu og áhugamáli, hún hætti að geta sinnt fjölskyldu sinni, það var kominn tími til að fjölskyldan sæi um hana. Undir það síðasta talaði hún um að hún væri að fá nýja vinnu við að hjálpa fólki. Ef það er það sem hún ætlaði sér þá er það, það sem hún mun gera. Alltaf var hún jákvæð og sig- urviss, þessi veikindi myndu ekki verða hennar síðasta, hún ætlaði að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi en allt kom fyrir ekki. Mér þykir mjög sárt að kveðja elskulega móður mína, samstarfskonu og bestu vin- konu, það verður mikið tóma- rúm í lífi okkar fjölskyldunnar. Gengin er góð og mikil kona og við biðjum guð að blessa minningu hennar. Hennar verð- ur sárt saknað og mun hún allt- af lifa í hjörtum okkar. Þín dóttir, Hjördís Sif Bjarnadóttir. Í dag kveð ég og minnist Ragnhildar tengdamóður minn- ar, sem látin er langt um aldur fram. Á þessum erfiðu og und- arlegu tímum er þakklæti mér efst í huga. Ég hugsa með þakklæti til þess tíma sem við höfum átt saman og fyrir allar skemmtilegu samverustundirn- ar. Ég hugsa með þakklæti til hlýjunnar sem hún sýndi mér og fyrir það hversu einlæglega henni þótti vænt um drengina mína og hversu góð hún var þeim. Amma Ragnhildur þreytt- ist ekki á að finna upp á ein- hverju skemmtilegu fyrir barna- börnin að gera og stjana við þau í einu og öllu. Alltaf þótti þeim gaman að fara í heimsókn til ömmu því hún átti svo mikið skemmtilegt dót og íbúðin var oftar en ekki undirlögð, en þannig var hún ánægðust, með fólkið sitt hjá sér. Ragnhildur var einnig mikill fagurkeri og hafði gott auga og smekk fyrir öllu því sem fallegt þykir. Þess fengu ófáar dömurnar að njóta, er þær komu í búðina til henn- ar. Hún var einlæg og blátt áfram og því þótti mér sjálfri ávallt vænt um að fá hrós frá henni, því það kom sannarlega frá hjartanu. Minningarnar eru dýrmætar og þeim mun ég halda á lofti, ekki síst fyrir ömmudrengina hennar. Hvíli hún í friði. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Edda Karen. Tengdamóðir mín. Mér þykir svo leitt að við töpuðum barátt- unni við krabbameinið, við sem gáfum allt okkar í baráttuna. Mér fannst erfitt undir lokin þegar þú baðst mig um að passa þig og bjarga þér en ég átti ekk- ert annað en ég hafði þá þegar reynt. Ég hefði viljað bjarga þér svo þú hefðir getað séð börnin stækka, við hefðum farið til allra þeirra landa sem þig langaði að sýna okkur, við hefðum farið með börnunum í Disneyland eins og þig langaði svo mjög. Þú varst stór hluti af fjölskyldu okkar þó stundum væri erfitt að staðsetja mörkin á milli okkar. Við eigum öll eftir að sakna þín, alls sem þú hafðir fram að færa. Vertu sæl tengdamóðir mín og vonandi ferðu í góða starfið þarna hinum megin eins og þú talaðir svo oft um. Vonandi get- ur þú heimsótt öll löndin sem þig langaði til. Mér þykir mjög vænt um þig og ekki hafa áhyggjur, ég á eftir að hugsa vel um Hjördísi og börnin. Þinn tengdasonur, Hilmar Þórarinn Hilmarsson. Ragnhildur mágkona mín hef- ur látið í minni pokann fyrir vá- gestinum krabbameininu langt um aldur fram. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópa- vogi að morgni laugardagsins 15. júní eftir erfið veikindi. Ragnhildur var trúuð kona og fór með bænirnar sínar. Hún var lífsglöð og mikill fagurkeri. Hún naut þess að ferðast og að fara á listviðburði. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar og við gátum líka hlegið saman. Það gerðum við líka óspart. Kynni mín af Ragnhildi voru ekki bara í gegnum fjölskyld- una. Hún rak verslun með dömufatnað og ég starfaði hjá henni um tíma. Þar fékk ég að kynnast atorkunni í henni og hversu vel hún þekkti viðskipta- vinina. Ég dáðist að því þegar hún dró fram flíkurnar og sagði: „Þessi passar nú vel við þessa eða hina flíkina sem þú átt.“ Hún mundi stærðir hvers og eins og var fljót að sjá út hvað hæfði hverjum. Hún var ósér- hlífin og stóð vaktina í búðinni af miklum dugnaði og lengi vel eftir að hún veiktist. Ragnhildur var stolt af sínu fólki og bar hag barna sinna og fjölskyldna þeirra fyrir brjósti. Þau voru henni allt og er missir þeirra mikill. Kvöldið fyrir andlátið var komin mikil ró yfir elsku Ragn- hildi og greinilegt að hún var búin að sætta sig við hvað verða vildi. Í síðustu heimsókn minni, heim til hennar, vildi hún að við syngjum saman: Daginn í dag gerði Drottinn Guð. Gleðjast ég vil og fagna þennan dag. Daginn í dag, gerði Drottinn Guð, gleðjast ég vil og fagna þennan dag. Daginn í dag gerði Drottinn Guð. (Davíðssálmur 118) Það gerðum við og hún sagð- ist ætla að berjast. Hún væri ekki tilbúin að gefast upp, hún ætlaði sér alltaf að sigrast á meininu. Börnin mín syrgja yndislega frænku sína og þakka henni samfylgdina. Þau eiga margar góðar og fallegar minningar um góðar samverustundir með henni og hefur ýmislegt verið rifjað upp í þeim efnum síðustu vikurnar. Þó að erfitt sé að sjá á eftir góðum vini, systur, frænku, móður, tengdamóður og ömmu verðum við að sætta okkur við það sem orðið er. Ég óska Ragnhildi góðrar ferðar og heimkomu. Ég veit að vel verð- ur tekið á móti henni í nýjum heimkynnum. Hvíl í friði, Guðrún Guðmundsdóttir. Þú barðist eins og hetja og kláraðir þitt hlaup í gegnum allar raunir trúin stóð þér næst. Ei þjáning lengur þjakar, þinn líkami nú heill, nú flýgur þú með englum á þínum nýja dvalarstað. Guð sagði þér að óttast ei um okkur hér á jörð því eilífðin er endalaus og þar hittumst við á ný. (höf. Libby Allen. þýð. Sigr. M.) Takk fyrir allt, elsku fallega Ragnhildur. Bið ég góðan Guð sérstaklega að blessa og umvefja börnin þín, tengdabörn og ömmuenglana þína fimm. Fjóla Rut. Ótal hugsanir þyrlast um hugann þegar minningin um Ragnhildi vinkonu mína er skoðuð. Hver var hennar sterk- asti eiginleiki? Hvað var það sem gerði hana að einstökum vini? Hvers vegna urðum við svona nánar, konur sem við fyrstu sýn virtust ekki eiga nokkurn skapaðan hlut sameig- inlegan? Við kynntumst í Lundúnum, þar sem hún stóð á tímamótum í lífi sínu en með viðskiptaáætlun í farteskinu sem átti svo sann- arlega eftir að sanna ágæti sitt. Ein stóð hún þarna, í innkaupa- ferð í stórborginni fyrir versl- unina Parísartískuna sem hún hafði nýlega keypt. Einstæð móðir tveggja barna, harðákveð- in í því að hennar mikilvægasta hlutverk væri að koma þeim til manns. Þar gegndi Parísartísk- an stóru hlutverki og var um leið þriðja afkvæmið. Með augnaráð ljónynjunnar á ókunnum slóðum. Sjálfsbjargarviðleitnin hennar Ragnhildar var líka ekkert minna en stórkostleg og tók á sig ýmsar myndir. Þarna vorum við báðar ákaflega auralitlar, hún að koma sér upp framtíð- aratvinnu og ég í löngu listnámi. Harðákveðnar í að njóta lífsins fórum við í boði Ragnhildar í okkar besta pússi og með augn- málingu þess sem segir veröld- inni stríð á hendur beint á eitt glæsilegasta hótel borgarinnar, The Dorchester Hotel á Park Lane, síðdegiste í þeim fögru salarkynnum er engu líkt. Greif- ynjur í dag, kannski ofurlitlar öskubuskur á morgun. Ragn- hildur var alltaf stórskemmti- legur félagsskapur. Ragnhildur átti ósjaldan eftir að gista í íbúðinni við Trinity Church Square því innkaupa- leiðangrar fyrir Parísartískuna urðu allnokkrir. Það var gaman að fylgjast með hvernig hún hafði viðskiptavinina í huga í verslunarferðum, glöggt auga, smekkvísi ásamt tilfinningu fyr- ir gæðum, formi og litum réð ákvörðunum. Henni þótti vænt um kynsystur sínar og lagði metnað sinn í að þeim liði sem best í þeim fatnaði sem væri á boðstólum. Ragnhildur gaf lítið fyrir staðalímyndir og vildi að konur litu eigin líkamsvöxt já- kvæðum augum. Ferðirnar á veitingahús urðu að venju sem við síðan héldum fast í þar til yfir lauk. Alltaf tvær saman, oftast einu sinni í mánuði, aldrei vín með matnum því þannig hafði það ekki verið í upphafi hefðarinnar. Síðasta máltíðin var á líknardeildinni í Kópavogi. Við tvær inni á fund- arherbergi starfsmanna, Wed- gewoodblár handunninn dúkur á borðum, kertaljós og grillaður fiskur frá Sægreifanum að beiðni Ragnhildar. Handunnið konfekt og kaffi í eftirrétt. Ör- stuttu síðar var hún farin úr þessum heimi. Við ætluðum að verða gamlar saman, ferðast um heiminn og skemmta okkur konunglega í ellinni. Engin ládeyða í kort- unum. Hún ætlaði að sýna mér Jamaíka og Búrma, þar sem hún hafði dansað eins og hún ætti lífið að leysa. Ég ætlaði að kynna henni heimslistina í Par- ísarborg, New York og Lund- únum. Þangað fer ég ekki ein, hún vinkona mín verður með mér í huganum, henni munu verða sýndir ýmsir áhugaverðir staðir og við förum saman út að borða, tvær. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Hjördísar og Þórðar, maka þeirra og afkomenda. Borghildur Anna. Ragnhildur Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (J.W. Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson) Þín litla systir, Sólveig. Elsku amma mín. Það var gaman að fara í Lególand með þér. Fá að gista hjá þér og fara í heita pottinn með þér, Atla, Hirti og pabba og mömmu. Ég sakna þín. Megi Guð og englarnir vaka yfir þér, amma mín. Ég elska þig. Þín Birta Dís. Amma mín. Sakna að fá að kúra hjá þér og leika að dótinu þínu. Gista hjá þér og fara í heita pottinn. Það var gaman þegar við fórum saman í Lególand í bátana. Ég elska þig. Þinn Atli Þór. Elska þig amma mín. Hjörtur Þór. ✝ Móðir okkar og amma, BJÖRK ÞORGRÍMSDÓTTIR, Hafnarstræti 9, Akureyri, lést miðvikudaginn 19. júní. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Árni Kristjánsson, Kristjana Ditta Sigurðardóttir, Helgi Rúnar Sveinsson, Jón Heiðar Sveinsson, Signý Eir Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, lést mánudaginn 24. júní á 6A, LSH Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 1. júlí kl. 13.00. Þorleifur Kjartan Kristmundsson, Svanhildur Ólafsdóttir, Einar Páll Gunnarsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Sigurður Arnar Gunnarsson, Jóna Vala Valsdóttir, Anna Þórdís Gunnarsdóttir, Birgir Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi, RAGNAR GUÐJÓNSSON, Syðri-Kvíhólma, V-Eyjafjöllum, lést á Kumbaravogi aðfaranótt mánudagsins 24. júní. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig H. Gunnlaugsdóttir, Jóhann Þórir Guðmundsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Árný Inga Guðjónsdóttir, Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.