Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 6
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær fund með Ang- elu Merkel, kanslara Þýskalands. Merkel lýsti á fundinum „ríkum skilningi á breyttri afstöðu íslenskra stjórnvalda til viðræðna við Evrópu- sambandið“, að því er segir í til- kynningu frá forsetaembættinu. „Eðlilegt væri að viðhorf á Íslandi og í Noregi væru önnur en á meg- inlandi Evrópu. Hún þekkti af eigin raun mikilvægi fiskveiða og sjávar- útvegs. Evrópusambandið væri og önnum kafið við að sinna viðfangs- efnum líðandi stundar en að sjálf- sögðu reiðubúið til viðræðna við Ís- lendinga ef þess væri óskað. Áríðandi væri að slíkar ákvarðanir væru í góðu samræmi við þjóðar- vilja.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra gerði grein fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í kjölfar nýlið- inna alþingiskosninga. Rætt var ítarlega um málefni norðurslóða á fundinum. Angela Merkel lýsti ríkum vilja til að efla þátttöku Þýskalands í samstarfi á þeim vettvangi á næstu árum, eink- um varðandi rannsóknir á bráðnun íss og þróun efnahagslegra umsvifa, meðal annars í ljósi opnunar nýrra siglingaleiða. Merkel vill heimsækja Ísland Ólafur Ragnar „áréttaði að mik- ilvægt væri að forysturíki Evrópu myndu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, efla þátttöku sína í þróun norðurslóða. Norðurslóðir væru nú þegar vettvangur þar sem öll helstu efnahagsríki veraldar væru á einn eða annan hátt þátttakendur í stefnumótun og nefndi forseti ýmis dæmi um vaxandi áhuga ríkja í As- íu. Kanslarinn kvað Þýskaland myndu sinna norðurslóðum af aukn- um krafti og lýsti við lok fundarins áhuga á að heimsækja Ísland til frekari viðræðna um samstarf á þessu sviði“. gudni@mbl.is Þýskaland Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í opinberri heimsókn forsetans til Þýskalands. Merkel skilur breytta afstöðu  Forsetinn átti fund með kanslaranum Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Áttu leið um Fljótsdal? Ef þú átt leið um Fljótsdal í sumar er upplagt að koma við í gestastofunni í Végarði og kynnast Fljótsdalsstöð, stærstu vatnsaflsstöð landsins. Þar er heitt á könnunni alla daga í sumar og boðið upp á leiðsögn við Kárahnjúkastíflu og Hálslón, vatnsmesta lón landsins. Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar 10-17 alla daga í allt sumar: Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu Kröflustöð Jarðvarmasýning í gestastofu Fljótsdalsstöð Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka mið. og lau. 14-17. Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is/heimsoknir SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Samstarf okkar hefur gengið al- veg svakalega vel,“ segir Snorri Thors, hótelstjóri Icelandair Hótel Reykjavík Marina, og vísar til samlífsins við slippinn í gömlu höfninni í Reykjavík en hótelið er til húsa í gamla Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Slippstarfsemi hefur verið á þessu svæði frá árinu 1902 og hafa skipin, sem tekin eru í slipp, því lengi sett sterkan svip á hafn- arsvæðið. Að sögn Snorra er slippurinn mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn sem sækja höfuðborg- ina heim. „Áður en við komum til sögunnar var þetta eitt mest myndaða svæði í Reykjavík og hafa ferðamenn lengi gert sér ferð framhjá slippnum og inn á at- hafnasvæði hans til þess að taka þar myndir,“ segir Snorri og bend- ir á að þegar skip eru dregin í slipp safnast fólk gjarnan saman í hóp, fylgist náið með aðgerðum og freistar þess að festa viðburðinn á filmu. „Fólki finnst þetta virkilega skemmtilegt.“ Nánast hægt að snerta skipin Öll herbergin á fjórðu hæð hót- elsins eru með svölum sem snúa í norður og segir Snorri því útsýnið yfir höfnina og slippinn einstakt. „Þeir sem gista í þessum her- bergjum geta nánast snert skipin í slippnum,“ segir Snorri og bendir á að þrátt fyrir þessa miklu ná- lægð við vinnusvæðið hafi hann til þessa ekki orðið var við neina truflun. Hins vegar minnist hann þess að eitt sinn barst honum kvörtun frá hótelgesti. Sá var þýskur ferðamaður sem gaf sig á tal við Snorra, ósáttur yfir því að hafa ekki náð að mynda tiltekið skip áður en það fór úr slipp. „Við lof- uðum bara nýju skipi sam- dægurs og náðum að standa við það.“ Aðspurður seg- ist Snorri helst vilja halda sam- lífinu við slipp- inn áfram sem lengst. „Ég myndi vilja hafa hann hér sem lengst. Þetta styrkir bæði Reykjavík og hafnarsvæðið enda finnst fólki mjög gaman að fylgjast með þessu.“ Bjarni Thoroddsen er fram- kvæmdastjóri Stálsmiðjunnar sem á og rekur slippinn í Reykjavík- urhöfn. Hann tekur undir með Snorra og segir samstarfið hafa gengið vel og hnökralaust fyrir sig. „Það hafa ekki orðið neinir árekstrar eða umkvartanir af okk- ar eða þeirra hálfu,“ segir Bjarni en starfsmenn hans í slippnum hefja störf um klukkan hálfátta á morgnanna og færist kyrrð vana- lega ekki yfir svæðið fyrr en um klukkan 19. „Við höfum líka reynt að vera ekki með mjög háværa vinnu þarna á kvöldin. Á sumrin var hér áður fyrr oft háþrýstiþveg- ið til klukkan tíu á kvöldin en við höfum ekki gert það að und- anförnu.“ Bjarni segir starfsmenn sína í slippnum við gömlu höfnina finna fyrir miklum áhuga ferðafólks á starfseminni, svæðinu og skip- unum. „Það virðist vera gríð- arlegur áhugi meðal ferðamanna fyrir þessu. Fyrir fólk sem býr inni í Mið-Evrópu og hefur aldrei séð skip fara á land er þetta nátt- úrulega einstakt.“ Stefnan tekin á Grundartanga Stálsmiðjan hefur reist 1.100 fermetra smiðjuhús á Grund- artanga í Hvalfirði og í náinni framtíð er fyrirhugað að flytja Ólíkar greinar starfa saman í mesta bróðerni  Erlendir ferðalangar sýna gamla slippnum við Mýrargötu mikinn áhuga „Okkar afstaða er sú að slipp- urinn má endilega vera eins lengi og hann vill,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borg- arráðs, spurður út í afstöðu Reykjavíkurborgar til slippreits- ins við Mýrargötu. „Tilkoma Hörpu og sú ákvörðun að leigja út verbúð- irnar fyrir fjölbreytta starfsemi hefur gefið þessu svæði nýtt líf,“ segir Dagur og bendir á að nú sé unnið að skipu- lagningu þess svæðis sem liggur vestur af slippnum. „Þar sjáum við fyrir okk- ur um 250 íbúðir. Svo hefur líka sú hugmynd verið uppi að Hótel Reykjavík Mar- ina fái að stækka að- eins,“ segir Dagur og bætir við að ýmislegt spennandi sé því til skoðunar á þessu svæði. Aðspurður segir Dagur Reykjavíkurborg leggja áherslu á lága en mjög fjölbreytilega og skemmtilega íbúðarbyggð á því svæði sem nú stendur autt á milli slippsins og Sjóminja- safnsins í Reykjavík. „Og við sjáum það svæði sem einn af næstu heitu reitum borg- arinnar,“ segir Dagur. Vonast hann til þess að hægt verði að klára skipulag svæðisins í haust. Á sínum tíma stóð til að setja Mýrargötu í stokk en Dag- ur segir nú áformað að gatan haldist nokkurn veginn áfram í óbreyttri mynd. „Hún verður þó gerð meira eins og breiðstræti í borg eða borgargata sem ætti að gefa henni skemmtilegan svip.“ Má vera eins lengi og hann vill LÁG, FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEG ÍBÚÐARBYGGÐ STEFNAN Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.