Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 23
Verð kr. 29.990.-
Verð kr. 38.900.-
Verð kr. 74.900.-
Verð kr. 94.900.-
Verð kr. 119.900.-
AFMÆLISVERÐ
OPIÐ: VIRKA DAGA 11-18 ÁRMÚLA 38 | SÍMI 588 5010
10 ár á Íslandi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Skoðið úrvalið á bata.is
Vertu vinur á
30% - ÚTSALA
40% - ÚTSALA
50% - ÚTSALA
Sæll Dagur. þ. 30.
maí sl. kynntir þú
ásamt fleirum nýtt að-
alskipulag borgarinnar
í ráðhúsinu. Varst með-
al frummælenda og
sast í pallborði. Ég bar
upp fyrirspurn til pall-
borðsins, sem þú einn
varðst til að svara. Þar
óskaði ég skýringa á
því hvernig þið rétt-
lætið að bygging væntanlegs háskóla-
sjúkrahúss, sem skv. þessu nýja að-
alskipulagi mun standa við
Hringbraut, skuli verða kostuð með
skattekjum og lífeyrissjóðum allra
landsmanna en um leið séu slitin
tengsl landsbyggðarinnar við þessa
stofnun með lokun flugvallarins sem
hefur verið lífæð okkar þangað, sér-
staklega þegar mikið liggur við. Í
löngu „svari“ þínu var því miður ekki
hægt að greina neitt efnislegt svar
við spurningunni, en orðrétt sagðir
þú þetta:
„En, spurningin varðandi… ég
held að enginn hér í pallborðinu hafi
talað um að slíta tengsl landsbyggð-
arinnar við… Landspítalann heldur
einfaldlega… ef það er verið að vísa í
mín orð, þá var ég að segja að stað-
setning spítalans og vallarins er…
hangir ekki saman, það er mjög, það
er mjög óalgengt að það séu flugvellir
við ríkisspítala í löndunum í kring um
okkur og ég held satt best að segja,
því þetta er mjög áberandi í um-
ræðunni um flugvallarmálið, að við
verðum aðeins að passa okkur hvern-
ig við tölum um þetta, ætlum við að
ganga svo hart fram í flugvall-
arumræðunni, um flugvöll í Vatns-
mýrinni, að við komum þeirri skoðun
á kreik að það sé beinlínis hættulegt
að búa úti á landi nema akkúrat við
flugvelli? Ég meina er hættulegt að
búa á suðurlandi? Ég held að… að…
að þetta sé miklu flóknara, ég meina,
það var tekin sú ákvörðun fyrir
nokkrum árum að sjúkraflugvélar
væru ekki lengur staðsettar á Ísa-
firði. Þetta, þetta er miklu flóknari
mynd, það sem skiptir kannski mestu
máli er hversu sérþjálf-
aðir heilbrigðisstarfs-
menn eru á vettvang, ef
að verður slys, hvort
sem það er á lands-
byggðinni eða annars
staðar. E… síðan skiptir
auðvitað máli ferðatím-
inn, en nákvæmlega
hvar þú lendir er bara
einn þáttur í þessu og
við verðum að vega
þetta allt inn í myndina.
Kannski er 45 mínútna
útkallstími mín sem
læknis á vakt úti á landsbyggðinni
meiri tími og meira mál heldur en ná-
kvæmlega hvar flugvöllur er stað-
settur, skiljið þið? Við… við bara
megum ekki… þetta… þetta fe…
við… við erum einhvern veginn… ja
ég… ég… ég kann ekki að orða þetta
betur… við… það er hættulegt að
koma því inn að það sé lífshættulegt
að búa úti á landi. Vegna þess að
þessi umræða er svoldið það öðrum
þræði ef við förum aðeins inn í okkur
og… og… ég kann ekki við það… e…
þeir sem lesa aðalskipulagið sjá hins
vegar að það er alls staðar… það er
alls staðar… e… algjörlega skýrt að
við erum að hugsa sem höfuðborg… í
landi.“
Tilvitnun lýkur þótt mál þitt hafi
verið talsvert lengra. Rétt er það að
enginn í pallborðinu „talaði“ um að
slíta tengsl landsbyggðarinnar við
spítalann, en það felst í gerðum ykkar
eins og þú staðfestir með orðunum
„..hangir ekki saman“. Samanburð-
urinn við löndin í kring um okkur er
út í hött því þar eru margir spítalar af
því kaliberi sem við erum að reyna af
veikum mætti að halda úti í eintölu í
Reykjavík, enda allt milljónaþjóðir
sem þú vitnar hér til. Skírskotun þín
til Ísafjarðar missir marks því for-
sendur fyrir staðsetningu sjúkraflug-
vélar þar byggðust á banni við nætur-
aðflugi þangað, sem hefur reynst
óþarft og væri miklu frekar þörf víða
annars staðar. Og hvað sem þú kannt
að hafa að athuga við framkvæmd
sjúkraflugsins úti á landi, breytir það
engu um það að okkur liggur stund-
um lífið á með kúnnana okkar til
Reykjavíkur og inn til LHS. Það er
ekkert flókið við það eins og þú vilt
vera láta. En þér tekst snilldarlega að
snúa hlutunum á haus, þegar þú kall-
ar það „hættulegt“ að beina um-
ræðunni inn á þessar forsendur
sjúkraflugsþjónustunnar. Það sem er
hættulegt í þessu öllu er það fram-
ferði ykkar að skerða aðgengi þeirra
sem þurfa að komast með hraði á
þennan spítala, utan af landi með
sjúkraflugi. Og gryfjan þín er djúp
þegar þú anar út í það að gera lítið úr
því þegar flytja þarf fólk þangað með
hraði. Það er rétt að það liggur á að
komast á vettvang slyss og bráðra
veikinda, en þegar þú heldur því fram
að síðan liggi minna á, í þeim tilgangi
að gera lítið úr þörf flugvallarins í
grennd við LHS, þá talar þú gegn
betri vitund, minn kæri. Og ég kann
ekki við það. Auðvitað skiptir ferða-
tíminn máli eins og þú misstir upp úr
þér og hvar við fáum að lenda er ein-
mitt lykilþáttur í því. En þar sem
hvergi í þessari ræðu þinni kemur
fyrir efnislegt svar við spurningu
minni stendur hún enn og ég ítreka
hana því við þig hér með:
Hvernig réttlætið þið það að skatt-
tekjur og lífeyrissjóðir allra lands-
manna notist til að kosta væntanlegt
hátæknisjúkrahús við Hringbraut
(skv. aðalskipulagi) um leið og þið
slítið tengsl landsbyggðarinnar við þá
sömu stofnun með lokun Vatnsmýr-
arflugvallar, sem er einmitt lífæð
landsbyggðarfólks þangað?
Úr því þér er svo annt um lands-
byggðina sem úr síðustu orðum þín-
um má lesa, þá hlýtur þú, hr. læknir
og borgarfulltrúi, að sjá þér hag í því
svara þessu efnislega og skil-
merkilega.
Virðingarfyllst.
Opið bréf til
Dags B. Eggertssonar
Eftir Þorkel Á.
Jóhannsson
Þorkell Á. Jóhannsson
» Gryfjan þín er djúp
þegar þú anar út í
það að gera lítið úr því
þegar flytja þarf fólk til
LHS með hraði.
Höfundur er flugstjóri og starfar við
sjúkraflug.