Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Bryggjuhátíðin „brú til brottfluttra“ er fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert á Stokkseyri. Viðburðarík dagskrá verður í boði fyrir fólk á öllum aldri, en þar má nefna þyrlusýningu Landhelgisgæslunnar, tryllitækjasýningu, skrúðgöngu, barnaskemmtanir og tónleika. BRYGGJUHÁTÍÐIN Á STOKKSEYRI 19.-22. júlí www.stokkseyri.is Sumarhátíðir um allt land ÚRVAL BÆJARHÁTÍÐAVERÐUR AÐ FINNA Í FLESTUM HORNUM LANDSINS Í SUMAR OG ÞVÍ ÆTTU FLESTAR FJÖLSKYLDUR LANDSINS AÐ GETA FUNDIÐ EITTHVAÐVIÐ SITT HÆFI. ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR,TÓNLEIKAR, LEIKTÆKJASÝNINGAR, SKRÚÐGÖNGUR OG DANSLEIKIR ER MEÐAL ÞESS SEM SUMARIÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Hátíðin verður á sínum stað í ár á Ísafirði. Dag- skráin verður með sama sniði og áður en í boði verður sjósund og Óshlíðarhlaup á föstudegi, fjallahjólreiðar og skemmtiskokk á laugardegi og Vesturgötuhlaup á sunnudegi. HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM 19.-21. júlí www.hlaupahatid.is Félagsmót Hestamannafélagsins Storms á Þingeyri verður haldið að Söndum í Dýrafirði í ár. Meðal þess sem verður í boði er gæðingakeppni, kappreiðar og hinn sívinsæli útreiðartúr. FÉLAGSMÓT STORMS 26.-27. júlí stormur.123.is Norræna húsið í Reykjavík, Cirkus Xanti og Cirkus Cirkör standa að einstakri sirkushátíð en þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Íslandi. Hátíðin fer fram í Vatnsmýrinni, Borgarleikhúsinu og í miðbæ Reykjavíkur en á henni verða sýnd ýmis sirkusatriði.Auk þess er boðið upp á sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna, ljósmyndasýningu, óvæntar uppákomur, sirkuskaffihús og fleira. Sirkushátíðin VOL.CAN.O 4.-14. júlí www.nordice.is/norraena-husid/frettir/nr/1530 Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert í Bolungarvík en ákveðnar hefðir hafa myndast í kringum hátíðina. Ein af þeim hefðum sem hefur skapast í kringum markaðshelgina er skipting bæjarins í tvennt, rauða og bláa hverfið. Markaðshelgin hefur vaxið seinustu ár og er blanda af öflugu markaðstorgi, tónlistar- og fjölskylduskemtun auk fjölbreyttra leiktækja fyrir krakka á öllum aldri. MARKAÐSHELGIN Í BOLUNGARVÍK 5.-6. júlí www.facebook.com/markadshelgin Þessi árlega bæjarhátíð Dýrfirðinga er alltaf haldin fyrstu helgina í júlí á Þingeyri. Sumarið 2013 verður í tólfta sinn sem hátíðin fer fram. Dagskráin er vegleg að vanda en meðal þess sem verður í boði er tónlistaratriði með Sva- vari Knúti, lautarferð í Skrúð, go-kart, bátsferðir, grillveisla á víkingasvæðinu og dansleikur með hljómsveitinni Sólon. DÝRAFJARÐARDAGAR 5.-7. júlí www.thingeyri.is Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2003. Langflestir viðburðir hátíðarinnar fara fram á Hvammstanga en ýmsir viðburðir verða í boði á hátíðinni. Þar má nefna tónleika í Borgarvirki, dansleik og sápufótboltakeppni. ELDUR Í HÚNAÞINGI 24.-27. júlí www.eldurhunathing.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.