Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
Bryggjuhátíðin „brú til brottfluttra“ er
fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert á Stokkseyri.
Viðburðarík dagskrá verður í boði fyrir fólk
á öllum aldri, en þar má nefna þyrlusýningu
Landhelgisgæslunnar, tryllitækjasýningu, skrúðgöngu,
barnaskemmtanir og tónleika.
BRYGGJUHÁTÍÐIN Á STOKKSEYRI
19.-22. júlí
www.stokkseyri.is
Sumarhátíðir um allt land
ÚRVAL BÆJARHÁTÍÐAVERÐUR AÐ FINNA Í FLESTUM HORNUM LANDSINS Í SUMAR OG ÞVÍ ÆTTU FLESTAR
FJÖLSKYLDUR LANDSINS AÐ GETA FUNDIÐ EITTHVAÐVIÐ SITT HÆFI. ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR,TÓNLEIKAR,
LEIKTÆKJASÝNINGAR, SKRÚÐGÖNGUR OG DANSLEIKIR ER MEÐAL ÞESS SEM SUMARIÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
Hátíðin verður á sínum stað í ár á Ísafirði. Dag-
skráin verður með sama sniði og áður en í boði
verður sjósund og Óshlíðarhlaup á föstudegi,
fjallahjólreiðar og skemmtiskokk á laugardegi og
Vesturgötuhlaup á sunnudegi.
HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM
19.-21. júlí
www.hlaupahatid.is
Félagsmót Hestamannafélagsins Storms á Þingeyri
verður haldið að Söndum í Dýrafirði í ár. Meðal
þess sem verður í boði er gæðingakeppni,
kappreiðar og hinn sívinsæli útreiðartúr.
FÉLAGSMÓT STORMS
26.-27. júlí
stormur.123.is
Norræna húsið í Reykjavík, Cirkus Xanti og Cirkus Cirkör standa að
einstakri sirkushátíð en þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík hátíð er
haldin á Íslandi. Hátíðin fer fram í Vatnsmýrinni, Borgarleikhúsinu og í
miðbæ Reykjavíkur en á henni verða sýnd ýmis sirkusatriði.Auk þess er
boðið upp á sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna, ljósmyndasýningu,
óvæntar uppákomur, sirkuskaffihús og fleira.
Sirkushátíðin VOL.CAN.O
4.-14. júlí
www.nordice.is/norraena-husid/frettir/nr/1530
Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert í Bolungarvík en
ákveðnar hefðir hafa myndast í kringum hátíðina. Ein af þeim hefðum
sem hefur skapast í kringum markaðshelgina er skipting bæjarins í tvennt,
rauða og bláa hverfið. Markaðshelgin hefur vaxið seinustu ár og er blanda
af öflugu markaðstorgi, tónlistar- og fjölskylduskemtun auk fjölbreyttra
leiktækja fyrir krakka á öllum aldri.
MARKAÐSHELGIN Í BOLUNGARVÍK
5.-6. júlí
www.facebook.com/markadshelgin
Þessi árlega bæjarhátíð Dýrfirðinga er alltaf haldin fyrstu
helgina í júlí á Þingeyri. Sumarið 2013 verður í tólfta sinn
sem hátíðin fer fram. Dagskráin er vegleg að vanda en
meðal þess sem verður í boði er tónlistaratriði með Sva-
vari Knúti, lautarferð í Skrúð, go-kart, bátsferðir, grillveisla
á víkingasvæðinu og dansleikur með hljómsveitinni Sólon.
DÝRAFJARÐARDAGAR
5.-7. júlí
www.thingeyri.is
Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er
bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem hefur
verið árlegur viðburður síðan árið 2003.
Langflestir viðburðir hátíðarinnar fara fram
á Hvammstanga en ýmsir viðburðir verða
í boði á hátíðinni. Þar má nefna tónleika í
Borgarvirki, dansleik og sápufótboltakeppni.
ELDUR Í HÚNAÞINGI
24.-27. júlí
www.eldurhunathing.com