Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 51
Veiðifélagarnir Ingólfur Ásgeirsson og Þórarinn Sigþórsson meta aðstæður áður en þeir taka að veiða í Selstrengjum í Kjarrá. Morgunblaðið/Einar Falur 30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Þórarinn Sigþórsson tannlæknir hefur um áratuga skeið verið einn þekktasti laxveiðimaður landsins, þekktur fyrir einstakan dugnað og lag við veiðar – og fyrir að veiða iðulega fleiri fiska en aðrir. Enda segir sagan að hann hafi veitt yfir 20.000 laxa á ferlinum. „Ég fæddist með laxveiðibakteríuna,“ segir Þórarinn þar sem við njótum þess að fylgjast með löxum í Kjarrá, langt fyrir neðan okk- ur. „Ég ólst upp á laxveiðijörðinni Einarsnesi í Borgarfirði. Ég fór að veiða á stöng um leið og ég gat. Heima veiddum við að allega sjó- birting, því laxinn gekk hratt hjá. En þegar ég komst til vits og ára fór ég að leita í bergvatnsárnar að renna fyrir laxinn. Ég hef alltaf haft jafn gaman af þessu … Mér finnst þetta stór- kostleg íþrótt og afskaplega ánægjulegt að eiga kost á að stunda hana.“ Fæddist með laxveiðibakteríuna Morgunblaðið/Einar Falur Þórarinn Sigþórsson á gilbarminum hátt fyrir ofan Kjarrá. Fyrir aftan hann er Eyjólfsflúð, þar sem hann fékk fyrsta lax sumarsins. Þórarinn hefur veitt marga stóra laxa. Tvo þá stærstu fékk hann erlendis og vógu báðir 20 kíló, 44 ensk pund. Þann fyrri fékk hann í Alta-ánni í Noregi árið 2006 og ári síðar hinn í Yokanga-ánni á Kólaskaga í Rúss- landi. Stæsta laxinn á Íslandi veiddi Þórarinn í Klapparfljóti í Þverá, sá var 27 pund. En í Kjarrá setti hann í stærsta lax sem hann hefur sett í hér á landi. Tók hann spún í hylnum Olnboga, Þórarinn elti hann á gljúf- urbarminum með aðstoð Kristjáns Sigmundssonar í Crystal, sem fór fram á brúnir að halda línunni frá klettanibbum. Eltu þeir laxinn langa leið niður með ánni, í Víghólskvörn, þar sem menn komust ekki lengra í eftirförinni því áin var ekki væð, og sleit laxinn þar. „Þetta var tröllvaxinn fiskur,“ segir Þórarinn og giskar á vel yfir fjörutíu pundin. Hefur veitt tvo tuttugu kílóa laxa Þórarinn hefur veitt margra stóra og eftirminnilega laxa. Hér veiðir hann Aquarium í Kjarrá, langt uppi á heiði. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.