Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 27
D
röfn Sæmundsdóttir, vöruhönnuður, býr í
snoturri íbúð í Hafnarfirði ásamt unnusta
sínum, Ómari Snævari Friðrikssyni, og
dætrum þeirra tveimur. Um þessar mundir
er hún í fæðingarorlofi en hún starfaði um tíma hjá Öss-
uri hf., eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands.
Dröfn sækir innblástur í önnur heimili, tímarit og er
einnig dugleg við að nota hjálp Google til að skoða hluti
eða uppraðanir sem hún er að spá í. Dröfn þykir upp-
raðanir mikilvægar þegar kemur að því að innrétta
heimilið og að húsgögnin henti aðstæðum og þörfum
hverju sinni. Hún segir margt vera á óskalistanum hjá
sér inn á heimilið en sófi eða stólar í 60’s-stíl tróni á
toppnum. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar
frjáls, allavega mjög blandaður, ef það lýsir þá ein-
hverjum stíl,“ segir hún. „En ætli ég taki ekki bara það
sem mér þykir fallegt úr hvaða stíl sem er og raði því
saman. Ég reyni þó að velja það sem er létt og lipurt og
ekki of frekt sjónrænt.“
Mikilvægast þykir Dröfn að nýta rýmin á heimilinu
vel og leikur þar skipulagið stórt hlutverk. „Það skiptir
máli að gæta þess að hlutir séu ekki of stórir eða of litlir
miðað við stærð híbýla. Oft er einnig nóg að endurraða
aðeins og þá breytist allt um heilan helling,“ segir hún.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Vegglímmiðarnir frá blik.com gera barnaherbergið skemmtilega ævintýralegt.
Fersk tilbreyting að mála ofninn fjólubláan í barnaherberginu.
Velur létt og lipurt
DRÖFN SÆMUNDSDÓTTIR ER VÖRUHÖNNUÐUR OG HAFNFIRÐINGUR Í HÚÐ OG HÁR.
HÚN BÝR MEÐ FJÖLSKYLDU SINNI Í FALLEGRI OG BJARTRI ÍBÚÐ Í HAFNARFIRÐI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Hansa-hillurnar koma mjög vel
út í stofunni hjá Dröfn með
mörgum fallegum munum í, en
langafi Ómars sem var smiður,
smíðaði skápana sjálfur.
SIXTIES-STÓLAR EFST Á ÓSKALISTANUM
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
mánudaga - föstudaga. 11-18:30 - www.ILVA.is
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 laugardaga 10-18, sunnudagur 12-18,
living withstyle
25-50%
afsláttur af yfir
1000 vöruliðum