Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 57
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Rósablaðaströndin eftir Do- rothy Koomson er fimmta bók höfundar sem kemur út á ís- lensku – og hlýtur það að vera til marks um vinsældir höfund- arins hér á landi. Tami og Scott lifa að því er virðist í hamingjusömu hjóna- bandi en kvöld eitt bankar lög- rglan upp á og handtekur Scott. Hann er sakaður um glæp og tilvera Tami hrynur. Leyndarmál, lygar og svik koma upp á yfirborðið. Skáldsögur Koomson hafa verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál. Meðal vinsælla bóka hennar má nefna Góða nótt, yndið mitt. Þessi nýja bók er þegar komin á metsölulista Ey- myndsson. Ný bók eftir metsöluhöfund Skáldsagan The Fault in Our Stars eftir John Green hefur verið í 75 vikur samfellt á metsölulista New York Times. Bókin hef- ur slegið rækilega í gegn og fengið gríðarlega góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Time Magazine valdi hana til dæmis bók árs- ins 2012. Kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur svo tryggt sér kvikmyndaréttinn. Bókin er væntanleg á íslensku því bóka- forlagið Draumsýn hefur tryggt sér útgáfu- réttinn á þessari rómuðu skáldsögu sem fjallar um lífið, ástina og dauðann. Áætlað er að bókin komi út seinna á þessu ári, líklega í október. Aðalpersóna sögunnar er hin sextán ára Hazel sem er krabbameinssjúklingur. Hún kynnist Augustus sem hefur glímt við krabbamein. Hazel er gagntekin af skáldsögu sem fjallar um krabbamein og vill hitta höf- und hennar til að vita nánar um örlög per- sóna í bókinni. Augustus fer með hana til Amsterdam þar sem höfundurinn býr. Hin rómaða metsölubók The Fault in Our Stars mun koma út í íslenskri þýðingu. SAGA HAZEL Á ÍSLENSKU Skáldsögur hins magnaða rithöf- undar Guðbergs Bergssonar hafa farið víða gegnum árin. Nýverið var gengið frá samningum um útgáfu á Svaninum í Tyrklandi. Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 og er marglofað verk. Milan Kundera hrósaði skáldsög- unni til dæmis á sínum tíma á þann hátt að víða var eftir því tekið. Út- gáfa Svansins í Tyrklandi eru ekki einu útgáfutíðindin varðandi verk Guðbergs því hin frábæra saga hans Missir kemur út í Brasilíu á næst- unni. Fleira fréttist af útgáfum á íslensk- um skáldsögum erlendis. Frönskum útgáfum íslenskra skáldsagna fjölgar stöðugt og bækur höfunda eins og Auðar Ólafsdóttur og Jóns Kalmans Stef- ánssonar hafa vakið gríðarmikla athygli þar í landi. Nú hefur verið samið um útgáfu á Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson í Frakklandi en bókin er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrra, kemur einnig út í Frakklandi. Fróðlegt verður að fylgjast með viðtökum þessara bóka. HÖFUNDAR Í ÚTRÁS Svanur Guðbergs Bergssonar er á leið til Tyrklands og Missir kemur út í Brasilíu. Vikas Swarup öðlaðist heims- frægð fyrir skáldsögu sína Viltu vinna milljarð? Nú kemur út í íslenskri þýðingu hin ævin- týraríka og spennandi skáld- saga hans Ærlegi lærlingurinn. Aðalpersónan er einstaklega geðug stúlka, Sapna Sinha sem fær ótrúlegt tilboð en í því fest að hún þarf að leysa sjö þrautir. Þetta er þroskasaga stúlku sem uppgötvar smám saman hvað það er sem mestu skiptir í líf- inu. Ævintýri, spenna og mikilvæg skilaboð Spennu- þrungnar skáldsögur NÝJAR BÆKUR ÞEIR SEM VILJA HAFA MEÐ SÉR BÓK Í FRÍIÐ (OG VONANDI ERU ÞAÐ SEM FLESTIR) EIGA ÚR NÓGU AÐ VELJA. ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR Í KILJUÚTGÁFUM ERU FYRIRFERÐARMIKLAR OG Í ÞEIM ÞREMUR SEM HÉR ERU NEFNDAR ER SPENNAN Í FYRIRRÚMI. NANNA NORN ER SVO MÆTT TIL LEIKS OG GLEÐUR BÖRNIN. Stúdíóið eftir Pekka Hiltunen er glæpasaga sem hlaut finnsku glæpa- sagnaverðlaunin 2012 og var til- nefnd til Glerlykilsins 2013. Lia verður vitni að því er illa leik- ið lík finnst í miðborg London. Síð- an hittir hún Mari, samlöndu sína frá Finnlandi sem stýrir hópi fólks og höfuðstöðvar hópsins kallast Stúdíóið. Lia og Mari ákveða að rannsaka morðið. Verðlauna- spennubók Bækurnar um Nönnu norn eftir Lauru Owen og Korky Paul eru bráðskemmtilegar, enda er Nanna sannkallað ólíkindatól. Í tveimur nýjum bókum, Nanna keppir til sigurs og Nanna kjánaprik, tekur hún sér ýmislegt fyrir hendur. Hún lætur sig til dæmis ekki muna um að bjarga heiminum og svo sannarlega veitir ekki af að einhver helgi sig því verkefni! Einnig býr hún til glænýja íþróttagrein. Nanna norn bjargar heiminum * Guð skapaði karlinn á undan kon-unni. Einmitt þannig skrifa ég: Fyrstgeri ég uppkast. Karen Blixen BÓKSALA 19.-25. JÚNÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 2 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 3 Áður en ég sofna - kiljaS. J.Watson 4 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson 5 Hún er horfin - kiljaGillian Flynn 6 Ekki þessi týpa - kiljaBjörg Magnúsdóttir 7 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 8 PartíréttirRósa Guðbjartsdóttir 9 25 gönguleiðir um SnæfellsnesReynir Ingibjartsson 10 Elskhuginn - KiljaKarl Fransson Kiljur 1 Maður sem heitir OveFrederik Backman 2 Áður en ég sofnaS.J.Watson 3 RósablaðaströndinDorothy Koomson 4 Hún er horfinGillian Flynn 5 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 6 ElskhuginnKarl Fransson 7 StúdíóiðPekka Hiltunene 8 Ráðskonan og prófessorinnYoko Ogawa 9 Börnin í DimmuvíkJón Atli Jónasson 10 DjöflatindurDeon Meyer MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Flas er ekki til fagnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.